2015: VII. alþjóðlega Capo d´Orso-mótið: Áttræður víkingaforingi á Sardiníu

Friðrik Ólafsson var í stórum hópi Íslendinga sem fór í skákvíking til hins sólríka bæjar Portu Mannu á Sardiníu í júní 2015. Þar var nú haldið opið skákmót í sjöunda sinn og voru keppendur alls 124. Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson voru líka meðal keppenda, og var mótið hugsað sem undirbúningur þremenninganna fyrir EM landsliða í skák í Reykjavík um haustið.

Auk stórmeistaranna settu fjölmargir íslenskir skákmenn á öllum aldri svip á mótið og rökuðu til sín verðlaunum í hinum ýmsu flokkum.

Friðrik fékk 6 vinninga af 9 mögulegum á mótinu, vann fjórar skákir, gerði fjögur jafntefli og tapaði aðeins fyrir ítalska stórmeistaranum Sabino Brunello, sem varð efstur á mótinu ásamt Rússanum Konstantin Landa. Þriðji varð Axel Rombaldoni, en Friðrik lenti í 4.-16. sæti, ásamt Jóhanni og Margeiri.

Þátttaka hins áttræða heiðursborgara Reykjavíkur, fyrrverandi áskoranda um heimsmeistaratitilinn og forseta FIDE vakti að vonum mikla athygli, og hefur íslenskum víkingaforingja líklega aldrei verið betur fagnað!

VII. alþjóðlega Capo d´Orso-mótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2015_sardinia_tafla

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2014: WOW Air Open

Yfirburðasigur Hjörvars

Hjörvar Steinn Grétarsson vann glæsilegan sigur á WOW Air-skákmóti Taflfélags Reykjavíkur, hlaut 6,5 vinning af 7 mögulegum. Hann var einum og hálfum vinningi á undan Hannesi Hlífari Stefánssyni sem hlaut 5 vinninga, en í 3.-4. sæti lentu Þröstur Þórhallsson og Guðmundur Kjartansson með 4,5.

Alls voru keppendur í A-flokki mótsins 22 og aldursforseti var Friðrik Ólafsson, 79 ára. Friðrik fór sér að engu óðslega á mótinu, sat yfir í tveimur fyrstu umferðunum og gerði síðan fimm jafntefli, gegn Sigurði P. Steindórssyni, Þorsteini Þorsteinssyni, Sigurbirni Björnssyni, Guðmundi Gíslasyni og Magnúsi Teitssyni.

Magnús Pálmi Örnólfsson sigraði í B-flokki, en þar vakti mesta athygli frábær frammistaða Vignis Vatnars Stefánssonar, 11 ára. Í lokahófi mótsins rifjaði Friðrik einmitt upp að sjálfur hefði hann verið 11 ára þegar hann tók í fyrsta sinn þátt í kappskákmóti, en þá hefði reyndar þurft að greiða atkvæði um hvort hann fengi að vera með!

Ítarlega umfjöllun um þetta skemmtilega mót má lesa hér:
Lokastaða í A-flokki:

2014: WOW Air Open

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
WOW air tournament 2014 – Group A
Friðrik Ólafsson
Árangur Friðriks
Umferð Borð SNo Titill Nafn Stig Þjóð Úrslit
1 10 -2 not paired 0 – ½
2 12 -2 not paired 0 – ½
3 5 17 Steindorsson Sigurdur P. 2215 ISL s ½
4 8 13 FM Thorsteinsson Thorsteinn 2245 ISL w ½
5 5 9 FM Bjornsson Sigurbjorn 2360 ISL s ½
6 7 10 FM Gislason Gudmundur 2314 ISL w ½
7 4 18 Teitsson Magnus 2207 ISL s ½
Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2013: Norðurlandamót öldunga í Allinge

Friðrik og Áskell Örn í 2.-3. sæti: Laglegur sigur Friðriks á Westerinen

Friðrik Ólafsson (2407) og Áskell Örn Kárason (2205) unnu báðir sínar skákir í níundu og síðustu umferð Norðurlandamótsins í skák en mótið fór fram á Borgundarhólmi. Þeir hlutu 6½ og urðu í 2.-4. sæti ásamt danska FIDE-meistaranum og fráfarandi Norðurlandameistara Jörn Sloth (2322). Friðrik og Áskell urðu jafnir í 2.-3. sæti eftir stigaútreikning.

 

Danski stórmeistarinn Jens Kristansen (2403) sigraði á mótinu og er því bæði í senn heimsmeistari og Norðurlandameistari öldunga!

Sigurður Kristjánsson (1922) tapaði í lokaumferðinni, hlaut 5 vinninga, og endaði í 24.-26. sæti.

 

Friðrik sparaði kraftana í nokkrum skákum með stuttum jafnteflum, en sýndi klærnar þess á milli. Sigur hans á hinum gamalreynda finnska stórmeistara Heikki Westerinen var tvímælalaust besta skák hans á mótinu.

 

32 skákmenn tóku þátt í mótinu frá öllum Norðurlöndunum nema Færeyjum. Þar af voru þrír stórmeistarar og fjórir FIDE-meistarar. Friðrik var stigahæstur keppenda, Áskell var nr. 7 í stigaröðinni og Sigurður nr. 18.

Heimasíða mótsins.

2013: Norðurlandamót öldunga í Allinge

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2013_nm_pldunga_tafla

Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2013: N1 Reykjavíkurskákmótið

Skákunnendur glöddust mjög þegar Friðrik Ólafsson settist að tafli í Hörpu, á hinu stjörnum prýdda Reykjavíkurskákmóti 2013. Friðrik var meðal keppenda á fyrsta mótinu 1964 og næsta hálfan annan áratuginn sigraði hann þrisvar á mótinu. Meistarinn hafði ekki verið með síðan 1982.

Óhætt er að segja að Reykjavíkurmótið hafi sjaldan verið betur skipað, með ofurstórmeistarana Anish Giri, Maxime Vachier-Lagrave, David Navara, Ivan Cheparinov og Ding Liren í broddi fylkingar, en þeir voru allir með meira en 2700 skákstig.
Enginn þessara miklu meistara náðu þó á verðlaunapallinn. Efstir og jafnir með 8 vinninga af 10 urðu Pavel Eljanov frá Úkraínu, Wesley So frá Filippseyjum og Bassem Amin frá Egyptalandi.
Mesta athygli vakti þó frammistaða hins 13 ára gamla Wei Yi sem fór ósigraður gegnum mótið og náði þriðja og síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli.
Friðrik hlaut 6 vinninga og sýndi á köflum bráðskemmtilega takta. Mesta athygli vakti skák hans við David Navara, þar sem Friðrik var hársbreidd frá sigri en varð að sætta sig við jafntefli.

Myndaalbúm frá mótinu.

Lokastaða mótsins.

2013: N1 Reykjavíkurskákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Reykjavik Open 2013
Friðrik Ólafsson
Player info
Umf Borð Name Skákstig Þjóð Félag/land Úrslit
1 14 Jonsson Olafur Gisli 1870 ISL KR s 1
2 112 Sat hjá 0 – ½
3 11 GM Navara David 2710 CZE Mahrla Praha w ½
4 11 Drill Frank 2124 GER SC Hattersheim s ½
5 11 Omarsson Dadi 2212 ISL T.R w ½
6 11 Maack Kjartan 2136 ISL TR s 1
7 11 FM Jayakumar Adarsh 2271 USA w ½
8 11 GM Esen Baris 2565 TUR s 0
9 11 Steindorsson Sigurdur P. 2235 ISL Briddsfjelagið w 1
10 11 WGM Mamedjarova Turkan 2280 AZE s ½
Vinningshlutall 61%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2012: Minningarmót Bent Larsen í Álaborg

Bent Larsen var sá skákmeistari sem Friðrik Ólafsson tefldi oftast við. Þeir voru jafnaldrar, fæddir 1935, og voru áratugum saman í senn vinir og keppinautar. Þeir tefldu alls 35 kappskákir og það er til marks um hörkuna í viðureignum þeirra að aðeins 5 skákum þeirra lauk með jafntefli. Þeir unnu 15 skákir hvor og voru því hnífjafnir að leikslokum!

Friðrik var meðal keppenda á minningarmóti um Larsen (d. 2010) sem fram fór í Álaborg 15.-21. október. Nokkrir aðrir öflugir skákmenn af kynslóð Larsens tóku þátt auk Friðriks, t.d. Wolfgang Uhlmann.

Friðrik varð í 6.-17. sæti af 61 keppanda, hlaut 4 ½ vinning af sjö mögulegum, vann tvær skákir og gerði fimm jafntefli. Sigurvegari varð Jens Kristiansen.

Helgi Ólafsson stórmeistari sagði í skákdálki sínum í Morgunblaðinu að taflmennska Friðriks í sigurskákunum tveimur hafi verið þróttmikil, en hann hafi verið ,,fullmikill diplómat er hann mætti minni spámönnunum. Markmið hans var vitaskuld að heiðra minningu Larsens en þeir Friðrik háðu marga hildi á meira en 50 ára tímabili. Larsen steig sín fyrstu skref í skákinni í Álaborg og Danir minnast hans ávallt með mikilli virðingu og hlýju.“

Lokastaðan á mótinu.

2012: Minningarmót Bent Larsen í Álaborg

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2012_minningarmot_larsen_tafla

Vinningshlutall 64%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2012: Goðsagnir gegn valkyrjum – Podebrady

Það blés ekki byrlega í fyrstu hjá gömlu kempunum gegn valkyrjum ungu kynslóðarinnar! Friðrik Ólafsson var í liði með  Oleg Romanishin, Vlastimil Hort og Wolfgang Uhlmann, sem allir voru meðal sterkustu stórmeistara 20. aldar, sem mætti stórefnilegum, ungum skákkonum í skemmtilegri keppni í tékkneska bænum  Poděbrady. Mótherjarnir voru Valentina Gunina, Tania Sachdev, Alina Kashlinskaya og Kristýna Havlíková.

2012 Goðsagnir vs valkyrjum FriðrikAlls voru tefldar átta umferðir og eftir þrjár umferðir stefndi í hreint afhroð hjá gömlu kempunum, sem voru heilum 5 vinningum undir. Í hálfleik var staðan 10-6 fyrir kvennasveitinni og formsatriði virtist að ljúka keppninni. En þá bitu Friðrik og félagar í skjaldarrendur, og sýndu hversvegna þeir voru lengstaf í fremstu röð í heiminum. Þeir unnu síðari hálfleikinn 11-5 og keppnina þar með, 17-15!

Friðrik tapaði tveimur fyrstu skákunum, en fékk síðan 4 vinninga í næstu sex umferðum. Hann vann báðar skákir sínar gegn Havlíková, auk þess að leggja hina öflugu Valentinu Gunina í afar góðri skák. Hann mátti hinsvegar sætta sig við ósigur í skákunum gegn indversku skákdrottningunni Taniu Sachdev, en báðum skákum hans gegn Alinu Kashlinskaya frá Rússlandi lauk með jafntefli.

2012: Gamlir meistarar vs skákkonur - Podebrady

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2012 Goðsagnir vs valkyrjum - tafla

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2011: Norðurlandamót öldunga í Reykjavík

Friðrik Ólafsson tók í fyrsta skipti þátt í kappskákmóti á Íslandi síðan 2001 þegar hann settist að tafli á Norðurlandamóti öldunga í Reykjavík í september 2011.  Mótið var í senn það langsterkasta og fjölmennasta frá upphafi, en fyrsta NM öldunga var haldið 1999 í Karlstad í Svíþjóð á 100 ára afmælisári Skáksambands Norðurlanda og hefur verið haldið á tveggja ári fresti síðan.

Alls mættu 52 kempur til leiks og var Friðrik stigahæstur, en auk hans tóku tveir stórmeistarar þátt í mótinu, Finnarnir Yrjö Rantanen og Heikki Westerinen.

Friðrik, sem var meðal elstu manna, var í fararbroddi allan tímann og fyrir síðustu umferð var hann efstur ásamt Rantanen og danska FIDE-meistaranum Jörn Sloth með 6 vinninga af 8. Í síðustu umferð hafði Friðrik svart gegn Westerinen og sættist á skiptan hlut eftir aðeins 11 leiki.

Rantanen og Sloth unnu báðir sínar skákir og urðu því efstir og jafnir með 7 vinninga, en Friðrik varð að gera sér bronsið að góðu.

Lokastaðan á mótinu.

2011: Norðurlandamót öldunga í Reykjavík

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2011_nm-tafla

Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2011: Minningarmót Max Euwe í Amsterdam

Þróttmikil og dínamísk taflmennska Friðriks

 

Helgi Ólafsson skrifar. Morgunblaðið 27. nóvember 2011.

Gömlum aðdáendum Friðriks Ólafssonar fannst gaman að fylgjast með honum við skákborðið í Hollandi þar sem minningarmót um fjórða heimsmeistarann Max Euwe fór fram á dögunum. Líkt og Friðrik hafði Euwe mikil áhrif á vöxt og við-gang skáklistarinnar í heimalandi sínu.

Í Amsterdam er dáLítið torg nefnt eftir honum, Max Euwe plein. Max Euwe kom hingað til lands fyrst árið 1948 en við fengum að kynnast honum fyrir alvöru í þeim mikla darraðardansi þegar einvígi Fischers og Spasskís virtist ætla að sigla í strand sumarið 1972. Afsökunarbeiðni Euwes, sem þá var forseti FIDE og játaði að hafa brotið reglur FIDE, kom sennilega í veg fyrir að sovéska sendinefndin tæki saman pjönkur sínar og héldi heim á leið með óklárað uppgjör bestu skákmanna heims.

Friðrik bauð sig fram og vann kosningar til emb-ættis forseta FIDE haustið 1978 en skrifstofa alþjóðaskáksambandsins var þó áfram í Amsterdam. Það eru þó ekki einungis þessi tengsl sem valda því að Holland hlýtur að vera í sérstöku uppáhaldi hjá Friðriki. Þar hefur hann unnið marga af sínum bestu sigrum.

Nægir að nefna sigurinn í Bewerwijk árið 1959 og í sama móti, sem þá hafði flutt sig um set til Wijk aan Zee, deildi hann sigri með Lubomir Ljubojevic í ársbyrun 1976. Ekki má gleyma mótinu 1969 en þar varð hann í fimmta sæti á eftir Botvinnik, Geller, Keres og Portisch og tefldi þá í eina skiptið við gamla heimsmeistarann Botvinnik.

Minningarmótinu í ár var skipt í tvo riðla og var Friðrik í riðli með heimamanninum Van der Sterren, Piu Cramling og kínversku skákkonunni Zhaoqin Peng sem nú hefur hollenskt ríkisfang. Eftir tvöfalda umferð sigraði Peng með 3½ v. Friðrik varð í 2.-3. sæti ásamt Piu Cramling með þrjá vinninga og Van der Sterren rak lestina, ½ vinningi á eftir.

Kannski er það keppnisstaðnum og tilefninu að þakka en taflmennska Friðriks, einkum í seinni hluta mótsins, var í senn þróttmikil og dínamísk.

2011: Minningarmót Max Euwe

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2011_Minningarmotid_Max-Euwe_tafla

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2008: Goðsagnir gegn valkyrjum – Marianske Lazne

Glaðbeittar goðsagnir unnu góðan sigur á valkyrjum skákheimsins í bráðfjörugri keppni, þar sem Friðrik Ólafsson var í liði með Anatoly Karpov fv. heimsmeistara, stórmeisturunum Vlastimil Hort frá Tékklandi og Wolfgang Uhlmann frá Þýskalandi.

 

Mótherjar þeirra voru Jana Jackova og Katerina Nemcova frá Tékklandi, Viktorija Cmilyte frá Lettlandi og hin úkraínska Anna Ushenina. Goðsagnirnar byrjuðu vægast sagt afleitlega og eftir þrjár fyrstu skákirnar í fyrstu umferð var staðan 3-0!
Þar bar hæst glæsilegan sigur Jönu Jackovu yfir Karpov í aðeins 22 leikjum og sá þar dagsins ljós ein af fimm stystu tapskákum Karpovs á ferlinum.

Tefld var tvöföld umferð og Friðrik fór ekki sérlega vel af stað, hafði aðeins hálfan vinning eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Eftir það tapaði hann ekki skák og vann m.a. prýðilegan sigur á Nemcovu. Alls fékk Friðrik því 3,5 vinning af 8 mögulegum.

 

Vlastimil Hort var stjarnan í liði goðsagnanna og fékk 6,5 vinning, Karpov nældi í 5,5 en Uhlmann hlaut aðeins 2. Hjá valkyrjum var Cmilyte með bestan árangur, 4,5 vinning, Ushenina og Jackova fengu 4 en Nemcova 2.

 

Goðsagnirnar höfðu því ástæðu til að vera kampakátar í mótslok, sigruðu með 17,5 vinningi gegn 14,5.

2008: Gamlir meistarar vs skákkonur - Marianske Lazne

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2008_gamlir-meistarar_vs_skakkonur_tafla

Vinningshlutall 44%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2007: Euwe Stimulans

Fyrsta mót Friðriks í sex ár

 

Helgi Áss Grétarsson skrifar. Morgunblaðið 28. ágúst 2007.

Fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, Friðrik Ólafsson (2.452), lauk keppni í Max Euwe-hvatningarmótinu í Arnhem í Hollandi sl. sunnudag. Þetta var fyrsta alþjóðlega kappskákmótið sem Friðrik hefur tekið þátt í síðan hann tefldi á minningarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar árið 2001.

Eftir svona langa fjarveru var eðlilegt að taflmennska Friðrik væri á köflum stirð, á milli þess sem sást í snjalla og skemmtilega takta. Friðrik vann tvær skákir með svörtu, tapaði þrem skákum með hvítu og gerði tvö jafntefli með sitt hvorum litnum. Hann fékk fjóra vinninga af níu mögulegum og tapar tíu skákstigum.

Eins og titill mótsins ber með sér var hugmynd þess að gefa ungum og upprennandi skákmönnum tækifæri til að spreyta sig gegn skákmeisturum sem búa yfir mikilli reynslu og voru eitt sinn á meðal bestu skákmanna heims. Keppendur voru frá fimm heimsálfum og aldursforsetar þess voru Friðrik og argentínski stórmeistarinn Oscar Panno en þeir eru báðir fæddir árið 1935.

Fyrrverandi heimsmeistari kvenna í skák, Nona Gaprindashvili frá Georgíu, tefldi einkar fjörlega á mótinu og lagði m.a. Friðrik og Færeyinginn Helga Ziska laglega að velli. Spútnik mótsins var alþjóðlegi meistarinn Amon Simutowe frá Sambíu. Hann tefldi eins og sá sem valdið hafði og þrátt fyrir tilraunir indverska stórmeistarans Dibyendu Barua að ná honum stóð sá afríski upp sem sigurvegari og náði áfanga að stórmeistaratitli.

2007: Euwe Stimulans

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2007 Euwe - tafla

Vinningshlutall 44%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

2001: Minningarmót Jóhanns Þóris Jónssonar

Stórmeistararnir Ivan Sokolov frá Bosníu og Peter-Heine Nielsen urðu efstir og jafnir á Minningarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem fram fór 23. október til 2. nóvember, fengu 7,5 vinning af 10 mögulegum. Friðrik Ólafsson sneri að skákborðinu eftir sex ára fjarveru, hlaut 6 vinninga, og hafnaði í 9.-10. sæti með 6 vinninga. Keppendur voru 42.

Jóhann Þórir Jónsson fæddist 21. október 1941 og lést 2. maí 1999. Hann var einn helsti skákfrömuður Íslandssögunnar, gaf út  og ritstýrði tímaritinu Skák í nærfellt 35 ár, frá 1962 til 1997. Á þeim tíma gaf hann út fjölmargar aukaútgáfur af Skák vegna einstakra skákmóta. Kunnastar þeirra eru einvígisútgáfan 1972, gefin út á þrem tungumálum, og ólympíuútgáfan í Luzern 1982.

Hann gaf út nær 30 bækur um skák auk tímarita um önnur málefni og fjölda ljóðabóka og bóka um ýmis málefni. Jóhann Þórir stóð fyrir og skipulagði fjölda skákmóta um hinar dreifðu byggðir landsins, 49 helgarskákmót og auk þess 10 alþjóðleg skákmót á landsbyggðinni. Hann var formaður Taflfélags Reykjavíkur 1961­-1964, helsti frumkvöðull alþjóðlegu Reykjavíkurskákmótanna og hvatamaður þess að heimsmeistaraeinvígið í skák var haldið hér 1972.

Minningarmótið var afar vel skipað og skemmtilegt. Mesta athygli vakti að gamlar kempur mættu til leiks til að heiðra minningu Jóhanns Þóris. Auk Friðriks má nefna Ingvar Ásmundsson, Björn Þorsteinsson og Guðmund Pálmason, en sá síðastnefndi hafði ekki tekið þátt í skákmóti í 35 ár.

Hannes Hlífar Stefánsson varð efstur Íslendinga, lenti í 3.-4. sæti ásamt Jan Timman frá Hollandi, með 7 vinninga. Sérstaka athygli vakti frammistaða Arnars Gunnarssonar sem sigraði Friðrik og var hársbreidd frá því að leggja Sokolov, en varð að sætta sig við jafntefli.

Friðrik gerði jafntefli við Tómas Björnson, Dag Arngrímsson, Jón Viktor Gunnarsson og Ivan Sokolov, sigraði Lenku Ptacnikova, Guðmund Stefán Gíslason, Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Þorsteinsson, en tapaði fyrir Arnari og danska stórmeistaranum Lars Schandorff.

2001: Minningarmót Jóhanns Þóris Jónssonar

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2001_minningarmot_tafla

Vinningshlutall 60%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1995: Afmælismót Friðriks Ólafssonar

Hannes Hlífar sterkur á heimavelli

 

Eftir Jón L. Árnason. Birtist í DV 23. september 1995.

Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum á Friðriksmótinu og varð einn í efsta sæti. Öldungurinn Vassily Smyslov var sáttur við að skipta vinningnum með meistaranum í lokaumferðinni. Eftir tíu leiki og nokkurra mínútna taflmennsku lét Smyslov í ljós að hann væri sáttur við jafntefli og þar með voru úrslit mótsins ráðin.

Hannes tefldi skínandi vel á mótinu og var aldrei í taphættu, nema e.t.v. í fjörugri skák við Gligoric, þar sem skiptust á skin og skúrir. Þegar Hannesi tekst vel upp teflir hann mun hetur en hógvær stigatala hans, 2520 Elo-stig, gefur til kynna. Hannes sigraði einnig á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra en svo virðist sem honum falli vel að finna fyrir stuðningi áhorfenda á heimavelli. Á erlendri grund hefur Hannes verið mistækur, teflir oft vel, eins og t.a.m. á ólympíumótunum, en inni á milli hafa komið dýfur.

Margeir vann Zsofíu Polgar létt í síðustu umferð og varð öruggur í 2. sæti. Ungverska skákdrottningin glaðlynda setti sannarlega svip á mótið en mörgum fannst hún þó fá fleiri vinninga en hún ætti skilið miðað við taflstöður. Heilladísirnar virtust á köflum styðja dyggilega við bakið á kynsystur sinni.

Friðrik má vel við una að deila sæti með atvinnustórmeisturunum Larsen og Gligoric. Friðrik tapaði fyrir Larsen snemma í mótinu en vann Gligoric í seinni hluta þess. Þetta lýsir raunar taflmennsku Friðriks vel. Í fyrri hluta mótsins gætti eðlilega stirðleika eftir langvinna skákhvíld og varð Friðrik að láta sér lynda einn vinning úr fimm fyrstu skákunum. Síðan tók hann á sig rögg og tefldi mjög skemmtilega.

Helgi Áss, heimsmeistari unglinga, og Þröstur Þórhallsson, stórmeistaraefni, höfðu ekki meðbyr að þessu sinni en áttu góða spretti. Helgi Áss vann Smyslov t.d. í laglegri sóknarskák.

1995: Afmælismót Friðriks Ólafssonar

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1995_afmaelismot_tafla1

Vinningshlutall 39%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1993: Goðsagnir gegn valkyrjum í Vínarborg

,,Gaman að sjá gömlu félagana eftir öll þessi ár“

 

,,Það er gaman að sjá gömlu félagana aftur eftir öll þessi ár, og hitta þessar ungu skákkonur sem eru að leggja undir sig skákheiminn. Það hefði ekki þótt líkleg þróun þegar við vorum upp á okkar besta,“ sagði Friðrik Ólafsson í samtali við Morgunblaðið áður en hann hélt til keppni í Vínarborg, þar sem nokkrir af bestu skákmönnum 20. aldar mættu fremstu skákkonum heims.

Hollenskur auðmaður hafði veg og vanda af mótinu, sem vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þá sök að gömlu kempurnar máttu þola margan slæman skell. Sjálfur hafði Friðrik nálega ekkert teflt í tæpan áratug, og var því eðlilega nokkuð ryðgaður í fræðunum.

Með honum í liði voru Bent Larsen, Vassily Smyslov, Efim Geller, Borislav Ivkov og Andreas Dückstein. Að þeim síðastnefnda frátöldum var því um að ræða sannkallað stórskotalið, en kvennasveitin sýndi goðsögnunum enga miskunn.

Leikar fóru svo að valkyrjurnar sigruðu með 40,5 vinningi gegn 31,5 og stjarna mótsins var tvímælalaust Maia Chiburdanidze frá Georgíu sem fékk 9 vinninga af 12 mögulegum. Zsuzsa Polgar fékk 7,5 vinning gegn gömlu kempunum og heimsmeistari kvenna Xie Jun fékk 7 vinninga. Aðrar í kvennaliðinu voru Sofia Polgar, Alisa Galliamova og Ketevan Arakhamia Grant.

Bent Larsen náði flestum vinningum í hús fyrir karlaliðið, 7,5, og gamli heimsmeistarinn Smyslov fékk 6,5 vinning. Hinn eitilharði Geller mátti sætta sig við 50% vinningshlutfall, Ivkov fékk 5 vinninga, Friðrik 4 og Dückstein rak lestina með 2,5.

Friðrik vann tvær skákir og gerði fjögur jafntefli en mátti sætta sig við sex töp. Polgar-systur reyndust honum erfiðar en sigur gegn heimsmeistara kvenna var tvímælalaust talsverð sárabót.

Úrslitin sýndu, svo ekki var um að villast, að konur voru að brjótast til langþráðra áhrifa í ríki Caissu!

1993: Gamlir meistarar vs skákkonur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1993_gamlir-meistarar_vs_skakkonur_tafla

Vinningshlutall 40%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1990: Stórveldaslagur í Reykjavík

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

1990: Reykjavík Summit

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1990_storvelda_tafla

Vinningshlutall 0%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1986: Norðurlönd vs Bandaríkin

Hnífjafnt eftir spennandi keppni

Jón L. Árnason skrifar.

Forseti Íslands, menntamálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík voru meðal gesta við upphaf Visa-landskeppninnar milli úrvalsliða Norðurlanda og Bandaríkjanna sem háð var í Menntaskólanum við Hamrahlíð um helgina. Eftir að kór skólans hafði sungið nokkur lög setti Einar S. Einarsson keppnina og Þröstur Árnason, nýbakaður Skákmeistari Reykjavíkur, lék fyrsta leikinn fyrir Bandaríkjamanninn Seirawan gegn Ulf Andersson frá Svíþjóð.

Teflt var á 12 borðum, tvöföld umferð og flestar skákanna voru þrungnar baráttu. Eftir fyrri keppnisdaginn hafði sveit Norðurlanda einum vinningi betur en Bandaríkjamönnum tókst að minnka muninn seinni daginn og liðin skildu að lokum hnífjöfn, 12-12.

Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Hamrahlíðarskóla til þess að fylgjast með meisturunum að tafli og var mál manna að keppnin hefði verið hin skemmtilegasta. Lítum nánar á úrslit á einstökum borðum og gang skákanna.

 

Fyrri umferð

1 Yasser Seirawan jafnt Ulf Anderson
2 Lubomir Kavalek jafnt Bent Larsen
3 Larry Christiansen 0-1 Helgi Ólafsson
4 Joel Benjamin 0-1 Simen Agdestein
5 Maxim Dlugy jafnt Margeir Pétursson
6 Lev Alburt jafnt Curt Hansen
7 Walter Browne 1-0 Jóhann Hjartarsson
8 Robert Byrne jafnt Jón L. Árnason
9 Ron Henley jafnt Karsten Rasmussen
10 John Fedorowicz 1-0 Guðmundur Sigurjónsson
11 Boris Kogan 0-1 Harry Schussler
12 William Lombardy jafnt Jouni Yrjöla

 

Spennandi umferð og mikil barátta í skákunum nema e.t.v. þeirri sem fyrst var lokið, milli Byrne og Jóns L. Árnasonar. Byrne, margreyndur í Sikileyjarvörninni, jafnaði taflið næsta auðveldlega og var hér um bil kominn með frumkvæðið.

Á 1. borði þjarmaði Ulf Andersson, aðstoðarmaður og þjálfari Seirawans, að lærlingnum og hafði greinilega unun af því að reyna að kreista fram vinning úr fremur lífvana stöðu. Sat við borðið sem fastast en varð þó á endanum að sættast á jafntefli.

Þá var Bent Larsen hætt kominn gegn Kavalek í „vitlausri skák“, að því er Larsen sagði sjálfur. Helgi, Agdestein hinn norski og Svíinn Schüssler lögðu grunninn að sigri norðanmanna en tveir Íslendinganna máttu sætta sig við tap. Guðmundur hafði prýðilega stöðu gegn Fedorowicz en braust fram á röngu augnabliki á kóngsvængnum í stað þess að beina spjótum sínum að hinum helmingi skákborðsins, að því er gáfumenn töldu.

Jóhann lenti hins vegar í ógöngum gegn Browne en í tímahrakinu hefði allt getað gerst – þeir höfðu hvor aðeins um 5 mínútur á síðustu 20 leikina. Browne engdist sundur og saman eins og hans er vani og vakti kátínu þeirra sem til sáu. Jóhann hafði hugann kannski fullmikið við andstæðinginn, sem oft hefur orðið honum til ama við skákborðið. Svo fór að hann lék sig beint í mát.

 

Mannsfórn Helga

Schüssler og Kogan urðu síðastir til að ljúka sinni skák. Schüssler tefldi vandað og vel og krækti sér í peð og síðan annað. Þá hefði Kogan getað gefist upp en hann þráaðist við og hætti ekki fyrr en Schüssler hafði króað drottningu hans inni í horninu.

Norðurlandameistarinn Simen Agdestein og Joel Benjamin, fyrrverandi undrabarn, tefldu þróttmikla og fjöruga skák. Agdestein stýrði beint í flækjur með því að fórna manni fyrir frelsingja tvo samstæða. Annars vakti skákin enga sérstaka athygli áhorfenda fyrr en í lokin er Norðmaðurinn reytti fjaðrirnar af mótherjanum.

En sú skák, sem mest var fylgst með í Hamrahlíðarskóla á laugardag, var milli Helga og Christiansen. Helgi hleypti taflinu upp með mannsfórn í 15. leik og fékk í staðinn dágóð færi. Bandaríkjamaðurinn gaf skiptamun til baka en Helgi hélt eftir sterkum frelsingja og eftir ónákvæmni mótherjans gerði hann laglega út um taflið.

 

Seinni umferð

1 Ulf Anderson jafnt Yasser Seirawan
2 Bent Larsen 0-1 Lubomir Kavalek
3 Helgi Ólafsson jafnt Larry Christiansen
4 Simen Agdestein jafnt Joel Benjamin
5 Margeir Pétursson 0-1 Maxim Dlugy
6 Curt Hansen jafnt Nick de Firmian
7 Jóhann Hjartarsson 0-1 Lev Alburt
8 Jón L. Árnason jafnt Walter Browne
9 Karsten Rasmussen jafnt Robert Byrne
10 Friðrik Ólafsson jafnt Ron Henley
11 Harry Schussler 1-0 John Fedorowicz
12 Jouni Yrjöla 1-0 William Lombardy

 

Nú höfðu Norðurlandabúar hvítt á oddatöluborðum en hvíti liturinn varð ekki sérlega notadrjúgur. Schüssler einum tókst að sigra eftir miklar flækjur í Benóní-vörn Bandaríkjamannsins, sem fórnaði hverjum manninum á fætur öðrumþar til hann gafst upp.

Skák Margeirs varð snemma jafnteflisleg eftir mikil uppskipti en Margeir tefldi kæruleysislega og heimsmeistari unglinga náði af honum peðum og knúði fram sigur. Og Jóhann tapaði aftur, nú fyrir Alburt. Skák þeirra var ein sú skemmtilegasta í seinni umferðinni. Alburt fórnaði liði og náði hættulegum frelsingjum sem Jóhann gætti sín ekki á sem skyldi. Eftir rúma 50 leiki lýsti Jóhann sig sigraðan.

 

Friðrik slapp fyrir horn

Bent Larsen fékk snemma erfiða stöðu gegn Kavalek og sat uppi með fjölmarga peðaveikleika í endatafli. Kavalek tefldi óaðfinnanlega og knúði Danann bjartsýna til uppgjafar. Þeir voru einir eftir uppi á sviði er Larsen lék af sér í hinsta sinn. Þar með höfðu Bandaríkjamenn snúið við blaðinu og náð að jafna metin í keppninni.

Á síðasta borði fór Yrjölá hinn finnski létt með Lombardy en öðrum skákum lauk með jafntefli. Mesta spennan var í skák Friðriks og Henleys. Friðrik lagði of mikið á stöðuna í vinningstilraun og Henley náði yfirhöndinni auk þess sem Friðrik var orðinn knappur á tíma. Á síðustu sekúndunum náði Friðrik að þráskáka og bjarga sér fyrir horn.

Þóttust áhorfendur þar greina „gömlu Friðriks-taktana“. Hann er greinilega enn fimur í fingrunum þrátt fyrir æfingaleysi.

Keppninni var slitið í gærkvöldi með boði menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar. Framkvæmd keppninnar var öll til fyrirmyndar undir öruggri stjórn Einars S. Einarssonar. Auk hans unnu Högni Torfason, Ólafur Ásgrímsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Þráinn Guðmundsson að undirbúningi hennar.

DV 10. febrúar 1986

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1983: 18. Helgarskákmótið á Reykhólum

Friðrik og Helgi deildu sigrinum bróðurlega

 

Jóhannes Gísli Jónsson skrifar.

Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson deildu bróðurlega með sér sigrinum i helgarskákmóti, sem haldið var i Reykhólum um síðustu helgi. Þeir gerðu aðeins jafntefli sín á milli, en lögðu alla aðra keppinauta sína að velli.

Næstir á eftir þeim komu Guðmundur Halldórsson og Hilmar Karlsson, skákmeistari Íslands, með 5,5 vinning af 7 mögulegum.

Efstur í unglingaflokki varð Guðmundur Árnason með 5 vinninga og Þráinn Sigurðsson varð hlutskarpastur öldunga með 4,5 vinning.

Mót þetta var haldið í grunnskólanum á Reykhólum, en þar dvöldust keppendur við góðan kost meðan á mótinu stóð.

Að þessu sinni var umhugsunartími á skák 30 mín. Í fyrstu tveimur umferðunum, en breyttist í 1,5 klst. á 30 leiki og hálftíma til að ljúka skákinni strax í næstu umferð og hélst þannig til mótsloka.

Skýringin á þessu er sú, að í fyrstu tveimur umferðunum gefst hinum lakari skákmönnum kostur á að glíma við þungu fallstykkin, og taka þær viðureignir að jafnaði skemmri tíma en rimmur skákmanna að svipuðum styrkleika.

Að vanda stýrði Jóhann Þórir skákritstjóri mótinu af stakri snilld, en heimamenn höfðu hins vegar allan veg og vanda að undirbúningi mótsins og eiga þakkir skilið fyrir framtakið.

Hvað úrsliltum mótsins viðvíkur er óhætt að segja, að sigur Helga og Friðriks hafi verið í hæsta máta sanngjarn og auðveldur. Báðir tefldu af miklu öryggi og lentu aldrei í taphættu og báru að sönnu ægishjálm yfir aðra keppendur mótsins. Við útreikning stiga reyndist Helgi hlutskarpari en Friðrik og fær hann því fleiri vinningsstig fyrir frammistöðu sína í mótinu.

Guðmundur Halldórsson og Hilmar Karlsson deildu með sér næstu sætum eins og fyrr greinir, en við stigaútreikning bar sá fyrrnefndi hærri hlut frá borði.

Hvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: Ásgeir Þ. Árnason

Drottningarbragð

Morgunblaðið 8. júlí 1983.

1983: 18. Helgarskákmótið á Reykhólum

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Vinningshlutall 93%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1983: 45. alþjóðlega Hogoovens skákmótið

Svæfingameistarinn sigraði í Sjávarvík

 

Margeir Pétursson skrifar. Morgunblaðið 9. febrúar 1983.

Ulf Andersson
Ulf Andersson

Ulf Andersson fri Svíþjóð sýndi það á stórmótinu í Wijk aan Zee að það er engin tilviljun aíi hann er kominn í fjórða sætið á alþjóðlega skákstigalistanum á eftir Karpov, Korchnoi og Ljubojevic. Svíinn sigraði með miklu öryggi á mótinu og gat jafnvel leyft sér að gera stutt jafntefli í síðustu umferð við Hollendinginn Ree til að tryggja sér efsta sætið.

Friðrik Ólafssyni vegnaði mjög vel í upphafi, en um miðbik mótsins var hann svo óheppinn að fá snert af flensu og lenti þá í öldudal. Honum tókst þó að ná sér á strik aftur og vinna bandaríska stórmeistarann Seirawan í góðri skák, en í síðustu umferðunum átti hann eftir að mæta mörgum af sterkustu keppendum mótsins og hafnaði því röngu megin við 50% mörkin.

Þrátt fyrir að útkoman hafi verið verri en búast mátti við eftir óskabyrjun Friðriks má hann þó vel við una ef litið er til þess að mótið var geysilega sterkt og margir af öflugustu skákmönnum heims á meðal þátttakenda. Ofan á þetta bættist að Friðrik var gjörsamlega æfingarlaus, því hann tók sárasjaldan þátt í mótum meðan hann var forseti FIDE, en því starfi gegndi hann í fjögur ár.

Ungverjinn Zoltan Ribli sem varð í öðru sæti er mjög öruggur skákmaður eins og Andersson, en þó öllu mistækari. Þess má geta að Andersson tapaði aðeins þremur skákum á síðasta ári (Karpov tapaði fjórum) en vegna þess að hann var svo óheppinn að lenda í „sterka“ millisvæðamótinu í Moskvu er hann ekki með í áskorendakeppninni sem senn fer í hönd.

Það er Ribli hins vegar og eftir góða frammistöðu hans á þessu móti er vart hægt að búast við því að Filippseyingurinn Torre verði honum erfiður ljár í þúfu í fyrstu umferð einvíganna.

Nokkrir öflugir skákmenn ollu vonbrigðum á Wijk aan Zeemótinu, en Viktor Korchnoi sló þó öll met. Allt síðan hann tapaði einvíginu við Karpov í Merano hefur hann verið heillum horfinn og er nú dottinn úr öðru sæti á alþjóðlega stigalistanum niður í 12.-13. sæti.

Heppnin var heldur ekki með Korchnoi í Wijk aan Zee, í skák sinni við sigurvegarann Andersson sást honum yfir rakta vinningsleið rétt fyrir bið, sprengdi sig síðan við vinningstilraunir og endaði með því að tapa skákinni. Í síðustu umferð kórónaði hann síðan allt saman með því að falla á tíma gegn Hort vegna þess að hann hélt að tímamörkunum hefði verið náð.

Taflmennska Anderssons er ekki sérlega mikið fyrir augað, a.m.k. ef gengið er út frá því að flestir vilji sjá leiftrandi kóngssóknir og snjallar leikfléttur. En það er hægt að tefla skák á fleiri en einn veg og Andersson er orðinn frægur sem nokkurs konar svæfingameistari.

Hann lætur andstæðinga sína oft standa í þeirri trú að taflið sé að einfaldast til jafnteflis, en þegar út í endataflið er komið yfirspilar hann þá oft í stöðum sem við fyrstu sýn virðast steindauðar. Hann hefur jafnvel leikið þennan leik svo oft að Anderssons-stíllinn er orðið þekkt hugtak meðal skákmanna.

1983: 45. alþjóðlega Hogoovens skákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1983_hoogovens_tafla

Vinningshlutall 42%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1982: Einvígi við Boris Spassky

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

1982: Einvígi við Boris Spassky

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Vinningshlutall 25%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
vantar skakir

1982: X. Reykjavíkurskákmótið

Lev Alburt frá Bandaríkjunum sigraði á Reykjavíkurskákmótinu, sem nú var opið í fyrsta skipti, hlaut 8,5 vinning af 11 mögulegum. Bosko Abramovic frá Júgóslavíu hlaut 8 vinninga og Dmitry Gurevic frá Bandaríkjunum 7,5. Guðmundur Sigurjónsson varð efstur Íslendinga, hlaut 7 vinninga og varð í 4.-11. sæti. Friðrik tefldi nú í fyrsta sinn á stórmóti í þrjú ár og varð að gera sér 5 vinninga að góðu og hafnaði í 33.-39. sæti af  54 keppendum. Hér á eftir fer viðtal Morgunblaðsins við Friðrik í mótslok, 23. febrúar. Viðtalið tók Hallur Hallsson.

,,Það var skemmtileg nýbreytni að hafa Reykjavíkurmótið opið og ég hef trú á, að svo verði í framtíðinni,“ sagði Friðrik Ólafsson forseti FIDE í samtali við Morgunblaðið. ,,Opin mót ná til fleiri, gefa ungum skákmönnum, sem eiga framtíðina fyrir sér, tækifæri til að tefla við sér eldri og reyndari menn. Þannig ná opin mót til fleiri og mér fannst Reykjavíkurmótið takast í alla staði vel. Hitt er svo að Kjarvalstaðir eru ekki í alla staði heppilegir til keppnishalds af þessu tagi, þar sem samankomnir eru svo margir keppendur.“

Hvað viltu segja um taflmennskuna í mótinu?

,,Það er ljóst, að menn riðu misjafnlega feitum hesti frá mótinu. Þeir Alburt, Abramovic og Gurevic tefldu að mínu mati skarpast og best og uppskáru laun erfiðis síns.“

Hvað um frammistöðu Íslendinganna?

,,Okkur tókst ekki að láta verulega að okkur kveða. Guðmundur Sigurjónsson stóð fyrir því að verja heiður landans og er greinilegt að hann er að komast í sitt gamla form og það er ánægjulegt, eftir þá lægð sem hann hefur verið í. Þá stóðu þeir Sævar Bjarnason og Jóhann Hjartarson sig nokkuð vel.“

Alþjóðlegu meistararnir okkar stóðu sig ekki eins og vonir stóðu til.

,,Já, menn bundu vonir sínar við að þeir yrðu ofar. En ekki má líta framhjá þeirri staðreynd, að mótið var vel skipað og mikið þurfti til að skila þokkalegum árangri. Að tefla á svona móti krefst jafnaðargeðs og að menn séu vel undirbúnir, líkamlega og andlega og síst fræðilega. Menn verða að halda jafnaðargeði sínu, þó á móti blási. Þeir verða að vera fastir fyrir og taka ekki of mikla áhættu. Mótið var vel skipað og munur á efstu og neðstu mönnum nú er ekki eins mikill og á árum áður. Þess vegna er erfitt að fara áfallalaust í gegnum svona mót og því ríður á að halda striki þó móti blási. Til að slíkt megi verða, verður undirbúningur að vera í góðu lagi.“

Frammistaða þín olli miklum vonbrigðum.

,,Út frá skynsemissjónarmiði þá er það stór spurning, hvort menn gera sjálfum sér og öðrum greiða með því að mæta til leiks undirbúningslausir, þá á ég við þessa þrjá þætti, líkamlegan, andlegan og fræðilegan undirbúning. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Ég hef ekki teflt á nema einu stóru móti síðan 1978, þá í  Buenos Aires 1980. Þetta veldur öryggisleysi við skákborðið; það er svipað og að fara ólesinn í próf.“

1982: X. Reykjavíkurskákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1982 Reykjavíkurmót - tafla - fyrri hluti

Vinningshlutall 45%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1981: X. Helgarskákmótið í Grímsey

Jóhann Örn Sigurjónsson skrifar. Vísir 2. júlí 1981.

Sú var tíðin, að teflt var í Grímsey linnulaust á dimmum löngum vetrarkvöldum. Lengi vel mátti heita, að einasta skemmtan eyjaskeggja væri manntaflið. Um 1900 voru Grímseyingar 76 talsins og 19 þeirra taldir góðir skákmenn, eða 25% af íbúatölunni. Á þeim tíma var þetta talið hæsta hlutfall í heiminum.

Einkenni á skákmönnum í Grímsey var hversu fljótir þeir voru að leika, og jafnan þóttu skákmenn ofan af landi fara halloka í samskiptum við Grímseyinga á skáksviðinu.

En nú er öldin önnur. Einu merki um skákstyrk eyjaskeggja eru að finna á safninu í Grímsey, þar sem gamlar skákbækur og skákrit vitna um forna frægð. Fremstu skákmenn þjóðarinnar koma ekki lengur frá  Grímsey. Dæmið hefur snúist við og um síðustu helgi voru það fremstu skákmenn þjóðarinnar sem fóru til Grímseyjar.

10. helgarskákmótið var haldið í þessu forna höfuðbóli skáklistarinnar og þótti vel við hæfi. 44 skákmenn sóttu Grímseyinga heim og áttu einstæða helgi norður við heimskautsbaug.

En lítum á röð efstu manna:

1. Friðrik Ólafsson 5 vinningar af 6

2. Jón L. Árnason 5

3. Helgi Ólafsson 4,5

4. Gunnar Gunnarsson 4,5

5. Guðmundur Sigurjónsson 4,5

6. GuðmundurPálmason 4,5

Friðrik vann 3 fyrstu skákir sínar, gegn Heimi Bessasyni, Ásmundi Ásgeirssyni og Hilmari Karlssyni. Í 4. umferð gerði hann jafntefli við Jóhann Hjartarson, vann Helga Ólafsson í  5. umferð og gerði jafntefli við Jón L. í síðustu umferðinni.

Jón L. vann Jóhann Snorrason í l. umferð, gerði jafntefli við Óla Valdimarsson í 2. umferð, vann síðan Birgi Örn Steingrímsson, Ásgeir Þ . Árnason og Jóhann Hjartarson, en gerði síðan jafntefli við Friðrik eins og fyrr sagði.

Helgi Ólafsson vann f jórar fyrstu skákir sínar, gegn Hrannari Jónssyni, Sigurlaugu Friðþjófsdóttur, Jóhanni Ragnarssyni og Gunnari Gunnarssyni, tapaði síðan fyrir Friðriki og gerði jafntefli við Guðmund Sigurjónsson i 6. umferð.

Gunnar Gunnarsson vann Jón Úlfljótsson í l. umferð, Einar Karlsson í 2. umferð og Guðmund Sigurjónsson í þeirri 3. Þá kom tapið gegn Helga í 4. umferð, vinningur gegn Ólöfu Þráinsdóttur í 5 . umferð og jafntefli gegn Jóhanni Hjartarsyni í 6. umferð.

Guðmundur Pálmason hefur ekki sést á opinberum mótum lengi. Hann tapaði aðeins 1 skák og þótti sýna sitthvað af þeim eiginleikum, sem gerðu hann einn fremsta skákmann þjóðarinnar hér áður fyrr.

Gamall vopnabróðir, Jón Einarsson, kom nú aftur fram á sjónarsviðið eftir 25 ára hlé og slapp taplaus í gegn.

Árangur Ásmundar Ásgeirssonar, sem nú er 75 ára gamall, er stórkostlegur. Ásmundur tapaði aðeins 1 skák, gegn Friðriki.

Gunnar Gunnarsson var sekúndubrotum frá því að deila efsta sætinu með Friðriki og Jóni L. Í lokaumferðinni hafði Jóhann Hjartarson kónginn einan eftir og mát í aðsigi, er fallvísirinn breytti vinning í jafntefli.

Í stigakeppni síðustu 5 móta varð Helgi Ólafsson stigahæstur með 69 stig, rétt á undan Jóni L. sem hafði 67.

Menntamálaráðuneytið styrkti mótið með kr.10.000  framlagi og veðurguðirnir skörtuðu sínu fegursta. Einstök veðurblíða hefur reyndar sett mark sitt á öll helgarskákmótin til þessa og hefur verið haft að orði, að vilji bæjarfélög tryggja sér gott veður, sé ekki annað en halda helgarskákmót.

Í mótslok voru haldnar margar ræður. Friðrik Ólafsson gaf Grímseyingum skákklukku og fylgir henni sú kvöð, að hún verði notuð, en ekki látin rykfalla á safni.

Þáttur Jóhanns Þ. Jónssonar var mjög rómaður, og sögðu sumir að hér hefðum við eignast okkar Fiske, slíku Grettistaki hefði Jóhann lyft í skákmálum þjóðarinnar.

 

1981: 10. Helgarskákmótið í Grímsey

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1980_Helgarskakmotid-Borgarnesi_tafla

Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1984: XI. Reykjavíkurskákmótið

Tímamót urðu í íslenskri skáksögu á Reykjavíkurmótinu 1984 þegar ný kynslóð íslenskra meistara steig fram á sviðið. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urðu efstir, ásamt bandarísku goðsögninni Samuel Reshevsky, og náðu báðir áfanga að stórmeistaratitli. Jón L. Árnason og Margeir Pétursson lentu í 4.-6. sæti — ,,fjórmenningaklíkan“ var komin fram á sjónarsviðið! Á þessum árum var reyndar talað um ,,fimmmenningana“ því Karl Þorsteins þótti ekki síður efnilegur; hann náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á mótinu.

Friðrik Ólafsson hafnaði í 19.-23. sæti af 59 keppendum með 6 vinninga af 11 mögulegum. Hann tapaði fyrir Helga og Jóhanni á mótinu, en var einsog aðrir hæstánægður með ,,íslensku skáksprengjuna“. Hallur Hallsson blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Friðrik um miðbik mótsins. Viðtalið, sem birtist 21. febrúar, fer hér á eftir:

,,Ungu skákmennirnir okkar eru í mikilli framför. Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson hafa verið í fremstu röð um nokkurra ára skeið og virðast allir vera í góðri þjálfun, teflt mikið og til alls líklegir. Það hefur áhrif til góðs að nú hafa Jóhann Hjartarson og Karl Þorsteins bæst í þeirra hóp. Hér á landi er nú hópur ungra og mjög efnilegra skákmanna. Eftir þessu hefur maður lengi vonast — nú get ég ánægður farið að huga að því að draga mig í hlé,“ sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari, eftir að hafa beðið ósigur fyrir Jóhanni Hjartarsyni í 5. umferð Reykjavíkurmótsins.

Orðinn ryðgaður í fræðunum

Ég er orðinn í fræðunum. Það kostar gríðarlegt átak að ná upp fyrri styrkleika í skákinni — minnst tvö ár með þrotlausri vinnu. Ég finn vel, þegar ég tefli hvassar stöður eins og gegn Jóhanni í dag, að mig skortir úthald, þjálfun, einbeitingu, og það er ekkert auðvelt mál að ná þessu upp.

Ánægjuleg þróun

En það er ekki kjarni málsins. Heldur eigum við miklu fremur að gleðjast yfir þeirri ánægjulegu þróun, sem átt hefur sér stað í íslensku skáklífi. Ungu skákmennirnir okkar, með fimmmenningana í fylkingarbrjósti hafa náð miklum styrkleika og ef fram heldur sem horfir getum við boðið hverjum sem byrginn; náð upp svipaðri þróun hér á landi og gerst hefur á Englandi. Þar hefur verið hörð samkeppni meðal ungra skákmanna og í dag eiga Englendingar þrjá af alsterkustu skákmönnum heims og fjöldann allan af ungum og upprennandi skákmönnum. Englendingar hafa skipað sér á stuttum tíma í fremstu röð í skákinni.

Sama á að geta orðið hér og á Englandi

Einmitt í þessu andrúmslofti hafa Englendingar lyft Grettistaki — í andrúmslofti samkeppninnar. Sama þróun á að geta átt sér stað hér.  Það hefur mikið að segja að margir ungir skákmenn komi fram á sjónarsviðið og ætli sér stóra hluti. Þeir hvetja hver annan til dáða, undirbúa sig vel, stúdeta grimmt, vinna ötullega að íþrótt sinni — veita hver öðrum aðhald. Að þessu leyti hefur orðið breyting á íslensku skáklífi. Áður fyrr vorum við einn eða tveir sem börðumst í þessu og hið rétta andrúmsloft náði ekki að skapast þó áhuginn væri mikill meðal þjóðarinnar. Ég hef þá trú að breyting hafi orðið á til góðs og fagna því innilega.

Hver dregur lengsta stráið?

Nú er bara spurningin hver okkar ungu skákmanna dregur lengsta stráið. Margeir, Jón L. og Helgi hafa um nokkurn tíma staðið í fremstu röð. Nú hafa Jóhann og Karl bæst í hópinn og fleiri efnilegir eru í sjónmáli.

Hver okkar ungu skákmanna telur þú að geti orðið okkar næsti stórmeistari?

Jóhann Hjartarson hefur tekið miklum framförum bara á einu ári og sýnir nú mikinn styrkleika. Hann hefur öðlast meiri þroska og með sama áframhaldi þurfum við engu að kvíða. Hann virðist í augnablikinu vera sá sem mesta möguleika á til að verða okkar næsti stórmeistari. Virðist ekki sýna nein merki um að hann hyggist láta deigan síga og hefur rétt skap, lætur sér hvergi bregða. Þá hefur Karl Þorsteins sýnt miklar framfarir á þessu móti, meiri en ég átti von á. Margeir, Jón L. og Helga skortir aðeins herslumun á stórmeistaraárangur.

Þetta eru ákaflega ánægjuleg tíðindi og ég get með meira jafnaðargeði farið að huga að því að hætta. Það er greinilega enginn skortur á framtíðarskákmönnum, sagði Friðrik Ólafsson.

1984: XI. Reykjavíkurskákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1984_reykjavikurmot-tafla1984_reykjavik_open_tafla

Vinningshlutall 55%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1980: III. Clarin alþjóðamótið í Buenos Aires

Morgunblaðið 11. nóvember 1980.

Það er náttúrlega kærkomið að ná sér í vona feitan bita, og því var gaman að leggja heimsmeistarann að velli, sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari í samtali við Morgunblaðið í gær. Friðrik er nýkominn heim frá Buenos Aires í Argentínu, þar sem hann tefldi á mjög sterku skákmóti, þar sem meðal annars bar til tíðinda að hann sigraði heimsmeistarann, Rússann Anatoly Karpov, sem fyrr segir.

 

Skákin tefldist þannig allt frá byrjun, sagði Friðrik, að við vorum báðir ákveðnir í því að knýja fram úrslit í skákinni, en láta hana ekki fara út í jafntefli. Karpov hafði ekki gengið of vel á mótinu fram til þessa og þurfti á vinningi að halda, og eins ætlaði ég mér ekki jafnteflisleiðina. Lengi framan af var það hins vegar á valdi hvors okkar um sig, að leiða skákina út í lítt áhugaverða stöðu, en það tókst að koma í veg fyrir það með góðri samvinnu!

 

Skákin tefldist eftir svonefndri Catalan-byrjun, en hún er svo nefnd vegna þess að afbrigðið kom fyrst fram á skákmóti í Barcelona í Katalóníu árið 1929. Friðrik stýrði hvítu mönnunum en Karpov þeim svörtu. Svo fór, að heimsmeistarinn gaf skák sína í 40. leik, en þá var Friðrik að heita má kominn með gjörunnið tafl.

 

Lengi framan af var meiri broddur í sókn Karpovs, sagði Friðrik, en í 25. til 30. leik gætti hann sín ekki nægilega, lék ónákvæmt og glutraði niður muninum, og taflið snerist mér í hag og ég náði undirtökunum. Hann tapaði peði, og síðar fórnaði hann manni sem ekki stóðst og sigurinn var minn, þótt ég væri kominn í mikið tímahrak. Karpov gafst upp er hann sá að sóknin, sem hann ætlaði að byrja með mannfórninni, var ekki nægilega vel hugsuð.

 

Þetta er í fyrsta skipti sem Friðrik sigrar heimsmeistara við skákborðið, þótt hann hafi oft áður unnið fyrrverandi eða komandi heimsmeistara, svo Robert Fischer, MIkail Tal og Tigran Petrosian.

 

Karpov hefur teflt af miklum styrkleika undanfarin ár, og yfirleitt orðið í fyrsta eða öðru sæti á mótum sem hann hefur tekið þátt í. Slakari frammistöðu hans nú kvað Friðrik ekki þurfa að benda til þess að hann væri í öldudal. Karpov væri mannlegur eins og aðrir skákmenn, og einnig yrði að hafa í huga að nú stytist í að hann þyrfti að verja titil sinn, en þá væri það oft svo að menn vildu ekki sýna öll spil á hendi of snemma. Þetta yrði líka að hafa í huga þegar nýleg frammistaða Hübners á skákmótum væri metin.

 

Friðrik kvað Larsen frá Danmörku hafa teflt af miklum krafti fyrri hluta mótsins, en síðan dalað nokkuð. Timman hefði einnig teflt mjög sterkt, og hefði verið mjög í samræmi við gang mótsins að þeir deildu með sér efstu sætunum.

 

 

 

 

1980: III. Clarin alþjóðamótið í Buenos Aires

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1980_clarins-tafla

Vinningshlutall 46%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1980: 3. Helgarskákmótið – Ísafjörður og Bolungarvík

Þriðja helgarmót okkar

Helgi Ólafsson og Friðrik Ólafsson efstir

 

Ásgeir Þ. Árnason skrifar:

Oft hefur því verið haldið fram að hlutskipti skákmanna á jörðu hér komist hvað næst því að vera dans á þyrnirósum. Þjóðflokkur þessi býr yfir þeirri áráttu að einangra sig fá umhverfi sinu þegar síst skyldi og leiðir þá hjá sér alla erfiðleika mannlegs lífs. Aldrei hefur þó mér af vitandi verið gerð félagsfræðileg könnun á kynjaverum þessum og ekki hafa Vísindamenn heldur reynt að gera sér far um að varpa ljósi á hvers vegna skákmenn eru svona allt öðruvísi en önnur dýr merkurinnar. Hvað sem slíkum bolla- leggingum liður er staðreyndin sú að skákmenn lifa á skákmótum og á þeim svæðum jarðarinnar þar sem skákmót eru flest i er skáklíf líka í mestum blóma.

1980_Helgarskakmotid_VestfjordumÁ Íslandi hefur löngum verið einkenni á saeluríki skákmanna að „hungursneyð“ ríkir á sumrin. Svo rammt hefur kveðið að þessu undanfarin misseri að hinir hungruðustu hafa leitað út fyrir landsteinana til fæðuöflunar. Þannig hefur Ísland oft og tíðum verið skákmannslaust frá því er fyrstu grös spretta og allt fram í réttir. Þegar þessi staðreynd er höfð í huga er ekki að undra að kunnugir menn telja að íslenskt skáklíf hafi stigið langt skref í átt að fullkomnun þegar ritstjóri vor beitti sér fyrir þeirri nýung sem nefnd hefur verið helgarmótin okkar. Nú geta allar skákhænur á Íslandi teflt allan ársins hring og það sem meira er, „flóðhestunum“ er gefið tækifæri til þess að tefla við okkar mestu meistara.

Á Ísafirði og Bolungarvík fór þriðja helgarmót okkar fram og auðvitað var yfir því sérstakur glæsileiki enda líta þeir Vestfirðingar skákina stærri augum en önnur spil. — Bæjarfélögin fjármögnuðu mótið af rausnar skap og þrátt fyrir bágborlð efnahagslíf fyrirtækjanna fyrir vestan þegar mótið bar að garði reyndu þau einnig að mæta erindinu af vinsemd og höfðingskap. Án stuðnings þessara aðila hefði aldrei orðið af þessum einstaka atburði í skáksögu Vestfjarða.

Margir meistarar lögðu gjörfa hönd á plóginn við undirbúning mótsins. —  Má þar helsta nefna Matthías Kristinsson og Einar Otta Guðmundsson frá, Ísafirði, Daða Guðmundsson og Óla Ingimundarson frá Bolungarvík, en á engan er þó hallað þegar Magnús Reynir, bæjarritari á Ísafirði, er sérstaklega nefndur í þessu sambandi.

Reykvískir skákmenn komu flestir með flugvél til Ísafjarðar föstudagsmorguninn 8. ágúst. Þar var jafnt stórmeisturum sem óbreyttum skákmnönum tekið opnum örmum af heimamönnunum Einari Otta Guðmundssyni formanni Skákfélags Ísafjarðar, og Bolla Kjartanssyni, bæjarstjóra. Eftir stutta viðkynningu var haldið með áætlunarbíl  til Bolungarvíkur, þar sem á ný var tekið á móti gestunum og þeim síðan komið fyrir eftir atskákstigum á heimilum Bolvískra skákmanna, þar sem þeir nutu góðrar aðhlynningar yfir helgina.

1980_Helgarskakmotid_Vestfjordum_1Þátttakendur á þessu þriðja helgarskákmóti okkar voru 42 og vekur það athygli að fjöldi þeirra virðist aukast í réttu hlutfalli við fjarlægð frá höfuðborginni. Fyrstu fjórar umferðirnar fóru fram í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði, en lokin í ráðhúsi Bolvíkinga. Við setningu mótsins bauð Kjartan Sigurjónsson skólastjóri gesti og aðra skákmenn velkomna og rifjaði síðan upp skák sem hann hafði tapað fyrir mörgum árum og vakti sú frásögn mikla kátínu. Guðmundur Ingólfsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar, lék síðan fyrsta leikinn í skák Friðriks Ólafssonar við Arinbjörn Gunnarsson og þar með var mótið hafið.

Fyrstu þrjár umferðir mótsins  voru heldur tíðindalitlar. Þeir skákmenn, sem fyrirfram voru álitnir sterkastir, unnu sínar skákir. Þetta gerðist þó ekki átakalaust, þannig lá jafnteflið í loftinu í skák Sigurðar H. Jónssonar og Margeirs Péturssonar,  en Sigurður lék af sér a örlagastund og tapaði taflinu. Einnig lenti Friðrik í brösum með að vinna Daða Guðmundsson, sem barðist eins og ljón, en varð þó að gefast upp fyrir stórmeistaranum eftir magnaða baráttu.

Í raun er eki hægt að segja annað en að ballið hafi byrjað fyrir alvöru í fjórðu umferð, en þá leiddu margir kunnir meistarar saman hesta sína. – Helgi Ólafsson lagði Ásgeir Þór hvatlega að velli. – Jóhannes Gísli lenti strax í erfiðri stöðu gegn Margeiri og átti sér ekki viðreisnar von eftir það. Jafntefli var snemma samið hjá Jóni L. og Jóhanni Hjartarsyni, en skák umferðarinnar var hjá Sævari Bjarnasyni og Friðriki Ólafssyni. Henni lauk einnig með jafntefli, þó Sævar hafi saumað mjög rækilega að stórmeistaranum og haft möguleika á þvinguðum vinningsleiðum að sögn kunnugra. Hinn ungi og efnilegi Karl Þorsteins vann góða skák af Hilmari Karlssyni og var Karl því efstur ásamt Helga og Margeiri, hálfum vinningi á undan Friðriki, Jóni L., Jóhanni og Sævari, þegar til ráða var gegnið á laugardagskvöldið. Tvær síðustu umferðirnar, sem tefldar voru í hinu glæsilega ráðhúsi Bolungavíkur, buðu því upp á mikla spennu.

Á sunnudagsmorguninn áttust meðal annarra við Helgi og Margeir, Karl Þorsteins og Friðrik, Jón L. og Sævar Bjarnason og Íslandsmeistarinn Jóhann Hjartarson átti í höggi við Ásgeir Þór, alræmdan skákref. – Þeir félagarnir Helgi og Margeir voru ekki í baráttubuxunum að þessu sinni og þótti því hyggilegast að semja snemma um jafntefli, en hart var hins vegar barist á öðrum borðum. Jón L. fórnaði liði fyrir allskyns flækjur og stöðu sem var vandtefld á báða bóga. Sævar, sem tefldi af miklum krafti í mótinu, tók auðvitað hraustlega á móti og eftir miklar sviptingar stýrði hann taflinu í jafnteflishöfn. Ásgeir Þór taldi sig aldeilis hafa króað drottningu Íslandsmeistarans inni – „átti aðeins eftir að sækja hana“ – þegar hæverskur peðsleikur frá Jóhanni kollvarpaði áformum hans algerlega. Ásgeir stóð uppi með skiptamun minna og tapað tafl, sem síðan tapaðist örugglega eins og venja er. Hámark fimmtu umferðar var síðan skák Friðriks Ólafssonar við Karl Þorsteins. Karl, sem aðeins er fimmtán ára, stýrði svarta liðinu af miklu öryggi. – Hann byggði hægt og sígandi upp góða stöðu, sem Friðrik var ekki alls kostar ánægður með og reyndi að brjóta niður með öllum ráðum. Bollaleggingar hans kostuðu þó mikinn tíma á klukkunni og þegar fallvísirinn var farinn að hreyfast sá hann sitt óvænna og bauð hinum unga meistara jafntefli. Öllum á óvart var Karl ekki ginnkeyptur fyrir friðarsamningum. Rekinn áfram af mikilli keppnishörku og sigurvilja hafnaði hann jafnteflinu og stefndi ótrauður til sigurs. Meistarinn ungi rak sig þó fljótt á að Friðrik er ekkert lamb við að eiga og allra síst í tímahraki. Stórmeistarinn þurfti ekki meira en örlitla ónákvæmni frá andstæðingnum til þess að snúa taflinu við. Von bráðar sá Karl sæng sína útbreidda og gafst upp, en það var mál manna að hann væri fullsæmdur af.

1980_Helgarskakmotid_Vestfjordum_2Fyrir síðustu umferð trónuðu því titilberarnir Friðrik, Helgi, Margeir og Jóhann í efsta sætinu og höfðu hver um sig tapað niður hálfum vinningi Á hæla þeirra komu síðan sex menn með hálfum vinningi minna. Í þeim hópi voru bæði menn sem komu frá efstu borðum, eins og Jón L., Sævar Bjarnason og Karl Þorsteins, en þar voru líka Jóhannes Gísli og Monradgambítsmennirnir Ómar Jónsson og Róbert Harðarson. – Fræðilega var því mögulegt að sjö menn yrðu efstir og jafnir í mótslok.

Spennan var því mögnuð þegar Jóhann Þórir blés til síðustu umferðar. Fjórir efstu menn tefldu innbyrðis: Jóhann gegn Helga og Margeir gegn Friðriki og voru hinir fyrrnefndu með hvítt. Hvorki Margeiri né Jóhanni tókst að notfæra sér að eiga fyrsta leikinn. Þeir Ólafssynirnir voru báðir í miklum vígaham og eftir klukkustundar tafl stóðu þeir báðir betur. Friðrik hafði mætt frumlegri taflmennsku Margeirs af fullum krafti og var í þann veginn að vinna peð þegar Helgi fór út í  hagstæðara endatafl á hinu borðinu. Helgi tefldi síðan lokin óaðfinnanlega og varð fyrri til að sigra, en ávallt var ljóst að Friðrik myndi einnig vinna sína skák. Það var þó ekki fyrr en komið var út í hróktsendatafl sem Margeir gafst upp, Friðrik og Helgi urðu því efstir á mótinu og síðar kom í ljós að þeir voru einnig jafnir á stigum og deildu þeir því með sér efsta sætinu. Helgi tefldi ávallt af miklu öryggi og lenti aldrei í neinni hættu. Hið sama verður ekki sagt um Friðrik, því eitthvert æfingaleysi virtist angra hann. Í síðustu umferð sýndi hann þó að fáir standast honum snúning þegar mest á reynir.

Jón L. Árnason, Karl Þorsteins og Ómar Jónsson unnu sinar skákir og deildu því með sér þriðja til fimmta sæti. Jón L. var ávallt í fremstu röð, en skorti herslumuninn til að ná toppnum. Karl Þorsteins tapaði aðeins fyrir Friðriki og það er vitaskuld frábært fyrir jafn ungan pilt. Í síðustu umferð lagði hann Sævar einstaklega stílhreinni skák. Ómar Jónsson var vitaskuld spútnik mótsins, en eins og kunnugt er þá er það til marks um að Monradmót heppnist vel ef einn keppandi a. m. k. fær ærlegan Monrad-meðvind (þ.e. Monradgambíturinn heppnast).

Ýmsir skákmenn sátu eftir með sárt ennið, en aðrir voru ánægðir með sinn hlut. Margeir Pétursson náði ekki verðlauna sæti í þetta skipti, en hann hefur verið sérlega „óheppinn“ með andstæðinga í þeim þrem helgarmotum sem tefld hafa verið. Þannig hefur hann teflt við Friðrik og Helga í þeim öllum á meðan þeir hafa ekki teflt innbyrðis!

1980_Helgarskakmotid_Vestfjordum_3Athygli vakti þátttaka Önnu Sigrúnar Benediktsdóttur, en hún ku vera eiginkona Hilmars Karlssonar skákmeifstara. Anna tefldi á köflum mjög vel, en skákklukkan var henni óþægur ljár í þúfu og felldi hana á tíma a. m. k. tvívegis. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir var sú eina af „þekktarí“ skákkonurm landsins sem tók þátt og stóð sig með sóma, þó vankunnátta í Marshall árásinni hafi komið í veg fyrir hærra sæti í mótinu. Það er reyndar nokkurt áhyggjuefni að hinar skákkonur landsins skuli ávallt sitja heima, því eins og kunnugt er þá ætla þær að bregða sér á ólympíumót í vetur og víst er að þangað hafa þær ekkert að gera æfingalausar. Örlögin hafa reyndar komið því svo fyrir að Sigurlaug fær að sitja heima þegar hinar leggja í sólarlandareisuna. Ægir Páll Friðbertsson, Súðavík fék flesta vinninga unglinga innan 14 ára aldurs og hlaut að launum dvöl í skákskólanum að Kirkjubæjarklaustri á sumri komanda. Ægir er eins og svo margir vestfirskir unglingar bráðefnilegur skákmaður, sem við eigum ábyggilega eftir að heyra meira frá í framtíðinni.

Bolvíkingar efndu til veglegs kvöldverðar í félagsheimilinu að móti loknu. Þar afhenti Ólafur Kristjánsson, forseti bæjarráðs Bolungarvíkur, verðlaunin og flutti síðan stutta tölu. Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á Ísafirði, tók einnig til máls fyrir hönd heimamanna, en síðan þakkaði Jóhann Þórir fyrir góða keppni og góðar viðtökur, og Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, tók í sama streng.

Greinarhötfundur vill síðan fyrir sitt leyti þakka Vestfirðingum góðar móttökur og sérstaklega þó Bolvíkingum, sem veittu okkur sunnanmönnum húsaskjól og sitthvað fleira. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra samferðamanna minna þegar ég segi að þið gerðuð ferðina vestur ógleymanlega.

Skák nr. 4836.

Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart Daði Guðmundsson.

Grunfelds-vörn.

Skák nr. 4839.

Hvítt: Sævar Bjarnason.
Svart: Friðrik Ólafsson.

Kóngindversk vörn.

Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Karl Þorsteins.

Meran-vörn.

Hvítt: Margeir Pétursson.
Svart: Friðrik Ólafsson.

Kóngindversk vörn.

1980: 3. Helgarskákmótið - Ísafjörður og Bolungarvík

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1980_Helgarskakmotid_Vestfjordum_tafla

Vinningshlutall 92%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1980: 2. Helgarskákmótið í Borgarnesi

Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari í skák, bar sigur úr býtum í Helgarskákmótinu í Borgarnesi, sem lauk á sunnudag. Hann hlaut 5,5 vinning á mótinu, en þátttakendurnir 28 tefldu sex skákir hver. Næsta helgarskákmót fer fram á Bolungarvík og Ísafirði fljótlega.
Mótið fór fram í Hótelinu í Borgarnesi og keppendur bjuggu þar meðan á keppninni stóð og kunnu vel að meta hina góðu aðstöðu þar. Það er Tímaritið Skák, sem gengst fyrir þessum helgarskákmótum, og Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Skákar, var skákstjóri.
Verðlaun í mótinu gáfu Hótel Borgarnes og Borgarneshrepur. Sigurvegarinn fékk 300 þúsund krónur í sinn hlut, en aðrar 300 þúsund skiptust á milli þeirra, sem urðu í 2 næstu sætum.
Í stigakeppninni, sem háð er í þessum helgarskákmótum, hefur Helgi Ólafsson forystuna með 40 stig, Guðmundur Sigurjónsson 35 stig, Jón L. Árnason 20 stig, Friðrik Ólafsson og Margeir Pétursson 15 stig.
Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, 17 ára stúlka úr Reykjavík, fékk 2,5 vinning í mótinu og þykir sérlega efnileg. Guðjón Rúnarsson úr Borgarnesi stóð sig best unglinga innan 14 ára aldurs og fær að launum vikudvöl í skákskólanum á Kirkjubæjarklaustri næsta sumar. Í mótinu í Keflavík fyrir nokkru vann Halldór Einarsson úr Bolungarvík til sömu verðlauna.
Guðmundur Sigurjónsson var með fullt hús vinninga fyrir síðustu umferð, en gerði þá jafntefli við Helga Ólafsson. Þá má einnig geta þess að Jón L. Árnason vann Friðrik Ólafsson í mótinu.
Morgunblaðið 1. júlí 1980.

 

Skák nr. 4820

Hvítt: Jón L Árnason
Svart: Friðrik Ólafsson

Spænski leikurinn

1980: 2. Helgarskákmótið í Borgarnesi

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1980_Helgarskakmotid-Borgarnesi_tafla

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

vantar skakir

1980: I. Helgarskákmótið í Keflavík

Dagblaðið, 9. júní 1980.
Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Friðrik Ólafsson urðu efstir og jafnir með 5 vinninga af 6 mögulegum á fyrsta helgarskákmótinu, sem haldið var um síðastliðna helgi. Þeir fá 200 þúsund krónur hver i verðlaun fyrir árangurinn.
Helgi telst sigurvegari í mótinu á stigum. Hann hlaut 17,5 stig, Margeir 17 stig og Frtðrtk 16,5 stig. Þátttaka Friðriks Ólafssonar stórmeistara setti mikinn svip á mótið og tefldi hann mjög vel að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar. Hann tefldi stíft til vinnings í öllum skákunum en varð tvívegis að gera sér jafntefli að góðu, gegn Margeiri Péturssyni og Íslandsmeistaranum unga, Jóhanni Hjartarsyni. Í báðum skákunum hafði Friðrik náð betri stöðu en lék henni niður í tímahraki.
Í lokaumferðinni mættust stórmeistararnir Friðrik og Guðmundur Sigurjónsson og vann Friðrik í æsispennandi og vel tefldri skák.

Röð næstu keppenda varð sem hér segir: 4. Guðmundur Sigurjónsson 4,5 vinningar, 5. Jón L. Árnason 4,5 v.,6. Hilmar Karlsson 4,5 v., 7. Jóhann Hjartarson 4 v., 8. Sævar Bjarnason 4 v., 9. Pálmar Breiðfjörð 3,5 v., 10. Halldór Einarsson 3,5 v.
Næsta helgarskákmót verður sennilega haldið um næstu mánaðamót. Líklegt er að það verði haldiðað Bifröst.

1980: I. Helgarskákmótið í Keflavík

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1980_Helgarskakmotid-Keflavik_tafla

Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

vantar skakir

1979: Marlboro Chess Classic – Manila

Jóhann Örn Sigurjónsson skrifar. Vísir, 10. ágúst 1980.

Asíubúar munu trúlega láta æ meira að sér kveða í skákíþróttinni á næstu árum. Skákáhugi þar er mikill og vaxandi, enda margt gert til að glæða hann. Komið hefur verið á fót harðsnúnu liði titilhafa sem ferðast á milli staða, tefla á mótum og útbreiða skákina. Oft eru útlendir meistarar kallaðir til, því fjarlægðin gerir fjöllin blá, og ávallt þykir skákmönnum eftirsóknarvert að mæla krafta sína við annarra þjóða snillinga.

Eitt þessara móta fór fram á Filipseyjum nýlega, og meðal keppenda var Friðrik Ólafsson. Sem forseti F.I.D.E. hefur hann sýnt áhuga fyrir útbreiðslu skákíþróttarinnar sem víðast, og fékk nú tækifæri til að sýna hug sinn í verki.

Friðrik tefldi gegn flestum léttari mönnum mótsins í byrjun, og vann þá skák eftir skák. Að 6 umferðum loknum var hann kominn með 5,5 vinning, aðeins Indónesanum Bachtiar hafði auðnast að ná hálfum vinningi.

Í síðari hlutanum mætti Friðrik hverjum stórmeistaranum á fætur öðrum, en á meðan hakkaði Filipseyingurinn Torre í sig minni spámennina.

 

1979: Marlboro Chess Classic

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1979_marlboro-tafla

Vinningshlutall 69%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1979: Alþjóðlegt skákmót í München

BORIS Spassky fyrrverandi heimsmeistari bar sigur úr býtum á alþjóðlega skákmótinu í Miinchen, sem lauk í gær. Friðrik Ólafsson varð í 8.-9 . sæti en Guðmundur Sigurjónsson hafnaði í 10.—11. sæti af 14 keppendum. Tveir hættu keppni sem kunnugt er, Karpov heimsmeistari og Adorjan.

 

Spassky hlaut 8,5 vinning og jafnir honum að vinningum urðu Andersson, Balashov og Hübner en samkvæmt Sonneborn-Berger stigakerfinu hlaut Spassky flest stig eða 53,50, Andersson og Balshov hlutu 52,25 stig og Hübner 49,50 stig. í næstu sætum urðu Stean með 8 vinninga, Robatsch og Pachman 7, Unzicker og Friðrik 6,5, Pfleger og Guðmundur 6, Lau 4,5 k, Lieb 4 og Dankert 2 vinninga.

Morgunblaðið 16. mars.

1979: Alþjóðlegt skákmót í München

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1978: XXIII. Ólympíuskákmótið í Buenos Aires

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

XXIII. Ólympíuskákmótið í Buenos Aires

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Vinningshlutall 70%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1978: Alþjóðlegt skákmót í Las Palmas

Alþjóðaskákmótið

Í Las Palmas 1978

Sjöunda árlega skákmótið í Las Palmas var haldið sem hluti af hátíðahöldunum til þess að minnast 500 ára afmælis upphafs byggðar í Las Palmas. Mótshaldararnir höfðu gert sér vonir um, að mótið yrði einstaklega sterkt, en tafir við lokaundirbúninginn urðu til þess, að boð í mótið voru seint á ferðinni og niðurstaðan varð sú, að mótið komst aðeins í 10. styrkleikaflokk. Rússnesku keppendurnir voru til dæmis veikari en venjulega þar sem mótið stangaðist á við sovézka svæðismótið.

Mótið hafði ekki staðið nema í þrjár klukkustundir þegar ógæfan dundi yfir. Ungur skákmaður af staðnum, Garcia Padron, vann Larsen. Kann að vera, að Larsen hafi verið að reyna að endurtaka frammistöðu sína frá Lone Pine, en gleymdi því, að þetta var ekki Monrad. Hvað sem því líður var þetta þriðja tap hans í röð í fyrstu umferð.

Ég byrjaði vel, tók snemma forystuna með 3 1/2 vinning af fjórum, en lenti síðan í sömu dularfullu lægðinni um mitt mótið eins og í Reykjavík og tókst ekki að vinna aftur fyrr en eftir heilar sex umferðir til viðbótar.

Á meðan hafði Tukmakovi malað miskunnarlaust áfram og ýmist unnið eða gert jafntefli.

Þegar þrjár umferðir voru eftir, hafði hann 9 vinninga úr 12 skákum. Næstir komu Stean með 8 1/2, Sax, Friðrik, Miles 8, Larsen og Mariotti 7 1/2. Í 13. umferð varð hann að sætta sig við jafntefli gegn Sanz, en af keppinautum hans tapaði Stean fyrir Csom og ég tapaði fyrir Rodriguez. Síðari skákin var ráðin, þegar ég lék af mér með tveimur peðum yfir í fertugasta leik, en afleikurinn bauð upp á glæsilega og langa fléttu, sem síðar deildi fegurðarverðlaununum. Sax og Mariotti gerðu jafntefli og Panchenko hélt jöfnu á móti Larsen. Friðrik var sá eini, sem hélt merkinu á lofti með því að sigra Dominguez. Þannig var mótið að ná hámarki.

Tukmakov hélt forystunni með 9 1/2, en hann átti eftir að tefla við Larsen og Sax. Friðrik var með 9 vinninga og átti eftir að tefla við Sanz og Larsen. Stean og Sax höfðu 8 1/2 og áttu eftir að tefla við Miles og Diez del Corral og Sax við Panchenko og Tukmakov.

Í næstsíðustu umferð malaði Tukmakov Larsen, Sax vann Panchenko og við Stean gerðum jafntefli. Skák Friðriks við Sanz var frestað fram á hvíldardaginn vegna veikinda Friðriks, en þegar þar að kom, afgreiddi hann Spánverjann og var enn í baráttunni.

Fyrir síðustu umferð hafði Tukmakov 10 1/2 vinning, Friðrik 10 og Sax 9 1/2 og lentu þá saman Sax og Tukmakov og Larsen og Friðrik. Rússinn fórnaði peði í byrjuninni fyrir smávegis frumkvæði, en Sax náði öðru skömmu síðar. Smám saman hvarf sá ávinningur, sem Tukmakov hafði haft af peðsfórninni og Tukmakov beið sinn eina ósigur. Þar með hafði Friðrik möguleika á að ná efsta sætinu einn, ef hann gæti sigrað Larsen, en Daninn var í banastuði, og eftir ýmsar flækjur bar hann hærri hlut.

– Sax og Tukmakov deildu efsta sætinu, en Ungverjinn hlaut bikar menntamálaráðherra, þar sem hann hafði betri Sonnenborn-Berger stigatölu.

1978: Alþjóðlegt skákmót í Las Palmas

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1978 Las Palmas_tafla

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1978: Alþjóðlegt skákmót í Maspalomas

Friðrik Ólafsson kunni vel við sig í sólinni í Maspalomas, sem er ferðamannabær á eyjunni Gran Caraia, sem er ein af Kanaríeyjunum. Friðrik hlaut 8,5 vinning af 11 mögulegum, líkt og Perúmaðurinn Orestes Rodrigues, en var hærri á stigum.

1978: Alþjóðlegt skákmót í Maspalomas

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Vinningshlutall 82%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1978: VIII. Reykjavíkurskákmótið

Þjóðsagnapersónan Walter Browne við gullnám á Íslandi

 

Jóhann Þórir Jónsson skrifar, SKÁK 1. tbl. 1978.

Þau eru vissulega orðin nokkur árin síðan Sverrir Vinur minn Norðfjörð fræddi mig um undramann nokkurn, sem knésetti danskinn við skákborðið á svo hrikalegan hátt, að enn skjálfa þeir suður þar, eflaust. Á sínum tíma sagði ég svo lesendum Skákar frá þessu og flestir biðu afar spenntir eftir frekari fréttum af Walter Browne. Hann var þá ungur og óþekktur víðast hvar, en framganga hans í Danmörku vakti á honum athygli, sem síðan hefur haldist. Marga fýsti að sjá snáðann og svo fór, að hann kom einnig hér, sá og sigraði.

Á margan hátt dregur þessi merkilegi maður athygli manna að sér. Hann getur aldrei verið kyrr eitt augnablik og svo virðist sem hann sé meiriháttar átakaskákmaður líkamlega jafnt sem andlega. Tilburðir Fischers, svo dæmi sé tekið, eru hreinir smámunir hjá því þegar Browne tekst upp. Áhorfendur skemmtu sér vissulega yfir háttarlaginu, en keppendur voru ekki eins ánægðir. Hann hafði truflandi áhrif á alla í kringum sig. En hvað um það, ekki var hægt að hnýta neitt á hann og hann vann mótið sannfærandi þrátt fyrir allt.

Skákstíll Brownes er fullur af lífi og ekki sakaði fyrir áhorfendur, að hann var oft í, að því er virtist, óyfirstíganlegu tímahraki. Sjálfsagt hefur það átt rót sína að rekja til fyrirkomulagsins á mótinu að þessu leyti. Það var nýjung, og að því er virtist, gafst vel.

VIII. Reykjavíkurskákmótið fór fram að hótel Loftleiðum í mjög ákjósanlegum vistarverum. Salarkynnin eru að vísu full smáriðin þegar um stærstu viðburði er að ræða, en þau eru þau langsamlega heppilegustu, sem hér er völ á. Mótið fór fram eins og allir forverar þess, með einni undantekningu. Tímatakmörkin voru frábrugðin því sem áður hefur verið. – Fyrst voru leiknir 30 leikir á 1 klst. og 30 mínútum og síðan 20 leikir á klukkustund. – Þegar hér var komið fór skákin loks í bið.

Hugmyndin að baki þessu var fyrst og fremst sú, að fækka biðskákum og þar með gera mótið eftirsóknarverðara fyrir áhorfendur. Þetta tókst og áhorfendur voru mjög ánægðir með mótið. Mótið var líka um margt meira spennandi en áður hefur verið og þetta timafyrirkomulag á áreiðanlega eftir að eignast fylgjendur víða um heim.

Ekki dró það heldur úr, að nú voru fleiri sterkir og frægir með en nokkru sinni fyrr, og það sem meira var, stórmeistararnir sóttust eftir þátttöku.

Eins og áður getur sigraði Walter Browne á VIII. Reykjavíkurskákmótinu. Í öðru sæti varð ungur breskur stórmeistari, Antony Miles. Hann var frá upphafi mótsins í toppbaráttunni, en varð að láta undan síga fyrir Browne þegar yfir lauk. Miles er ákaflega geðþekkur ungur maður með mikið ljós, hrokkið hár og minnir bara talsvert á gömlu skylminghetjurnar frægu. Skákstíll hans er rólegur á yfirborðinu og honum líkar einkar vel að feta ótroðnar slóðir, enda segist hann ekki leggja mikið upp úr byrjanafræðunum. Hvað um það, Miles sýndi áþreifanlega fram á ágæti sitt og hvers má vænta af honum í framtíðinni.
Eftir 10 umferðir var Larsen enn efstur með 8 vinninga, sem reyndar var aldeilis frábær árangur. Hann hafði tapað í 2. umferð fyrir Friðriki og gert jafntefli í 7. umferð við Ögaard og í 10. umferð við Miles. Þegar hér var komið blandaðist engum hugur um tvímælalausan sigur Larsens. Hann hafði líka eins og hálfs vinnings forskot á næstu menn, sem voru Miles, Browne, Friðrik og Hort. Þrír þeir síðastnefndu unnu allir í 10. umferð.

En ekki fer allt eins og ætlað er. Góðvinur okkar Bent Larsen varð að lúta örlögum sínum. Hann tapaði þremur síðustu skákunum og varð einum vinningi á eftir Browne! – Marga þekki ég sem hafa verið tilbúnir að veðja um hina ótrúlegustu hluti, en enginn þeirra hefði þorað að veðja á þetta niðurlag Larsens. Fram að þessu hafði hann teflt yfirburða vel og engan bilbug á honum að finna. Skákin við Friðrik var listaverk og á einskis mann færi að glíma við Friðrik í slíkum ham.

Satt að segja er ég ekki sáttur við þessa úthlutun örlaganna, en ekki tjáir að deila við yfirvaldið í þessum málum.

Jafnir Larsen að vinningum urðu þeir Friðrik, Hort og Lombardy, en Friðrik reyndar efstur á stigum og því í þriðja sæti. Friðrik tefldi af miklu öryggi í þessu móti og var sá eini, sem ekki tapaði skák.

Hitt er svo annað mál, að 10 jafntefli telja margir ótrúlega niðurstöðu hjá manni með jafn litríkan og hvassan skákstíl og Friðrik hefur. Frábær árangur samt.

Lombardy fór hægt af stað, hafði aðeins fjóra vinninga og biðskák eftir 9 umferðir, en endaspretturinn var drjúgur og sjálfsagt á endataflskennslutíminn, sem hann veitti Browne, eftir að komast í kennslubækur.

Hort tefldi af sínum alkunna þunga, en tapaði tveimur skákum, fyrir Larsen og sem honum þótti öllu lakara, Browne. Höfðu þeir kapparnir strítt sex sinnum áður og Hort ávallt sigrað. Sú prósenta hefur þó eflaust verið orðin nokkuð há og því hlaut að koma að þessu.

Polugaevsky hlaut 7 1/2 vinning, en óneitanlega bjóst maður við meiru af þessum víðfræga vígamanni, og það sem útyfir tók var þó taflmennskan. Oftast þróttlaus og steinrunnin. Þetta var leiðinlegt, því að allir sem til þekkja vita að Polu getur teflt ákaflega skemmtilega og vinnur margar skákir.

Kuzmin var nokkuð óskrifað blað. Að vísu höfðum við fregnir af ágætri frammistöðu hans undanfarið í Sovét, en flestir létu sér fátt um finnast þegar hingað var komið. Þetta er þó hinn geðþekkasti maður og minnti mig gjarnan á Jón Kristinsson í framgangi. Smejkal var ekki heldur svipur hjá sjón nema þá í skákinni við Larsen. Að jafnaði er Smejkal þó líflegur skákmaður.

Aðrir keppendur fengu minna og fór frekar lítið fyrir þeim að þessu sinni. Nú, einhverjir verða víst að fylla þennan hluta töflunnar og þótt svona færi að þessu sinni er enginn kominn til þess að segja, að sagan endurtaki sig. Helgi, Margeir og Jón L. tefldu margar skákirnar vel og fengu minna en efni stóðu til. Helgi vann að vísu enga skák, en var oft nærri því. Margeir felldi trölla sjálfan og Larsen vissi reyndar ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar upp var staðið. Eftir skákina kvisaðist það út, að Larsen hefði sagt áður í mótinu að Margeir væri sá efnilegasti hér um slóðir. Margeir var þá auðvitað ekki í vandræðum með að þakka honum hrósið. – Jón L. tefldi undir meiri pressu en hinir, nýorðinn heimsmeistari.

J. Þ.

1978: VIII. Reykjavíkurskákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1978_VII-Reykjavikurskakmotid-tafla

Vinningshlutall 62%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1977: Tilburg Interpolis

Interpolis-skákmófið í Tilsburg

KARPOV SIGRAR AF ÖRYGGI

Talsverðrar umræðu gætti um það, hvernig „heimsmeistaranum“ Karpov reiddi af á þessu móti. Frá því hann erfði titilinn frá Fischer hefur Karpov staðið sig af mikilli prýði og unnið hvert mótið af öðru. Hefur árangur hans verið með slíkum glæsibrag, að ekki er saman að jafna við feril nokkurs manns nema þá Fischers. Stórmeistaramótið í Tilsburg var enn einn prófsteinninn á yfirburði Karpovs. Hann brást ekki þótt í sumum viðureignunum stæði hann hallt, eins og fram kemur við athugun skákanna hér á eftir, en hvað sem því líður varð sigur Karpovs óvéfengjanlegur og heilan vinning hafði hann umfram andstæðinga sína. Að flestra mati er ekki lengur spurning um réttmæti Karpovs til krúnunnar fyrst meistari Fischer vill ekki sanna sig.

Miles kom kannski einna mest á óvart með frábærri frammistöðu sinni Hann hélt í við heimsmeistarann lengst af, og úrslit ekki ráðin fyrr en Miles tapaði fyrir Andersson í síðustu umferð. Miles er einn þeirra ungu breta, sem stormað hafa upp á stjörnuhimininn í kjölfar einvígisins hér 1972 þegar millinn Slater hét öllum þeim bretum, sem alþjóðlegum meistaratitlum næðu álitlegum fjárupphæðum, Er ekki að orðlengja, að þetta áheit hefur haft ótrúlega góð áhrif. Bretar, sem um langan aldur hafa ekki náð máli í skákheiminum, eiga nú marga sterka skákmenn, sem láta talsvert að sér kveða á alþjóðavettvangi. Timman hreppti þriðja sætið og tapaði aðeins einni skák. Ljóst hefur verið umi nokkurt skeið, að hann er orðinn einn öflugasti skákmeistari okkar tíma og ekki enn séð fyrir endan á frama þessa hollendings, sem er okkur hér að svo góðu kunnur.

Um aðra keppendur er best að afla sér upplýsinga með því að skoða töfluna, en þó eru þarna tvö nöfn í skakkri röð að manni finnst. Frækna kempan Smyslov verður að lúta 10. sætinu af tólf, sem verður að teljast athyglisvert, svo ekki verði meira sagt. Hann tapar þó ekki nema tveimur skákum, en enginn vinningur prýðir árangur hans að þessu sinni. Á þessu er ljóst hversu mótið var feiknarlega sterkt. Hinn keppandinn er Friðrik Ólafsson. Árangur hans á þessu móti er að ég hygg einstæður á ferli Friðriks. Af persónulegum ástæðum átti hann ekki gott með að vera með á mótinu, en þar sem hann hafði lofað þátttöku með löngum fyrirvara, vildi hann ekki bregðast á síðustu stundu. Fyrirfram verður aldrei séð hver úrslitin verða, og þótt svona færi að þessu sinni, er engin ástæða til örvæntingar.

1977: Tilburg Interpolis

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Tilburg_1977_tafla

Vinningshlutall 27%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1977: Alþjóðlegt skákmót í Genf

Larsen í fantaformi: Íslensku stórmeistararnir langt frá sínu besta

 

Bent Larsen
Bent Larsen

Danski meistarinn Bent Larsen sigraði á firnasterku skákmóti í Genf, sem skipað var 12 stórmeisturum og tveimur alþjóðameisturum. Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson voru báðir meðal keppenda, en voru langt frá sínu besta.

Larsen kom rakleitt til Genfar frá Rotterdam, þar sem hann beið lægri hlut gegn Lajos Portisch í áskorendaeinvígi. Hann hlaut 8,5 vinninga af 13 í Genf og var hálfum vinningi á undan Svíanum Ulf Andersson.

Guðmundur varð í 9. sæti en Friðrik varð 12. og í samtali við Tímann í mótslok kvaðst Friðrik mjög óánægður með taflmennsku sína.

,,Ég þarf að hvíla mig og undirbúa, enda hef ég teflt alltof stíft að undanförnu, eða á þremur mótum svo að segja í einni lotu. Ég hef slæma reynslu af þvi af því að tefla svona mikið í einu, og ég fékk staðfestingu á að það borgar sig ekki. Ég er óánægður með taflmennsku mína að undanförnu, og verð að gera bragarbót þar á, taka mér hvíld, og taka þetta föstum tökum. Taflmennska mín hefur þróazt út á brautir, sem ég er ekki sáttur við, og ég hef orðið var við snerpuleysi hjá mér.“

Friðrik sagðist hafa tapað þremur skákum í röð á skákmótinu í Genf, og í þeim öllum hefði hann staðið mjög vel, en látið sigurinn ganga sér úr greipum.

,,Ég er ekki vanur að standa mig svona illa, svo ég kenni um ofþreytu. Sama var með Timman — hann stóð sig mjög vel í Bad Lautenberg-mótinu, var í 2. sæti, en hafnaði svo meðal neðstu manna í Genf. Mótið í Bad Lautenberg var ofboðslega strangt, 15 umferðir og aðeins einn frídagur fyrir 14 fyrstu umferðirnar. Það var hreinasta geggjun.“

Í síðustu umferðinni tefldi Friðrik 115 leikja skák við Liberzon og dróst því talsvert að lokahóf og verðlaunaafhending gætu farið fram. Skákinni lauk með jafntefli.

1977: Alþjóðlegt skákmót í Genf

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1977 Genf - mótstafla

Vinningshlutall 42%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1977: Afmælismót Skáksambands Þýskalands í Bad Lautenberg

Karpov kom, sá og gjörsigraði!

 

Anatoly Karpov
Anatoly Karpov

Anatoly Karpov vann yfirburðasigur á hinu á mjög sterku móti sem haldið var til að fagna 100 ára afmæli þýska skáksambandsins. Hinn 26 ára gamli heimsmeistari tefldi nú í fyrsta skipti á þýskri grund og fékk 12 vinninga af 15 mögulegum, og var heilum tveimur vinningum á undan jafnaldra sínum frá Hollandi, Jan Timman.

Karpov var útnefndur heimsmeistari árið 1975, þegar Bobby Fischer neitaði að mæta til leiks í einvígi og verja titil sinn. Rússinn ungi hefur að undanförnu sýnt að hann er verðugur heimsmeistari, og sigurinn í Genf undirstrikar það rækilega.

Karpov komst raunar í krappan dans á mótinu, einkum gegn Ungverjanum Csom sem náði yfirburðastöðu, en lék henni niður í tap með herfilegum afleik. Sögusagnir fóru samstundis á kreik um að brögð hefðu verið í því tafli, en sigur Karpovs á mótinu var eigi að síður ótvíræðru og sögulegur.

Friðrik Ólafsson hafnaði í 5. sæti með 8 vinninga af 15 mögulegum. Friðrik vann tvær skákir á mótinu og tapaði aðeins einni. Hann gerði jafntefli við Karpov í mikilli baráttuskák, en tapaði í kjölfarið mjög óvænt fyrir Þjóðverjanum Mathias Gerusel, sem hafnaði næstneðsta sæti.

Jafnteflisvofan gekk annars ljósum logum á mótinu. Andersson gerði þannig 14 jafntefli í 15 skákum, Friðrik og Csom 12 og Sosonko 11. Helsta skýringin var sú, að dagskráin var mjög þétt og aðeins einn frídagur, og því urðu meistararnir að spara kraftana. Sjálfur sagði Friðrik í blaðaviðtali skömmu síðar að svo þétt dagskrá væri ,,geggjun“.

1977: Afmælismót Skáksambands Þýskalands í Bad Lautenberg

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1977_afmaelismot_tafla

Vinningshlutall 53%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1977: 39. alþjóðlega Hoogovens skákmótið

Gunnar Steinn Pálsson skrifar. Þjóðviljinn 28. janúar 1977.

Sovéski harðjaxlinn Geller komst upp að hlið Hollendingsins Sosonko eftir stórskemmtilega skák gegn Nicolac á skákmótinu í Wijk aan Zee í gær. Um leið náðu Sovétríkin þeim ágæta árangri að bera sigur úr býtum í öllum flokkum, sem keppt var í á þessu móti, en það voru til dæmis flokkur stórmeistara, meistara, kvennaflokkur, unglingaflokkur o.fl. Alls staðar röðu þeir sovésku sér í efstu sætin en Geller varð þó að deila sínu með Sosonko.

 

39. Hoogoven-skákmótinu er þar með lokið og verður afmælisskákmótið næsta ár, það fertugasta í röðinni, glæsilegra en nokkru sinni fyrr, ef áætlun verður haldið. Mikill áhugi er ævinlega fyrir þessu móti og með lokasprettinum fylgdust hvorki meira né minna en eitt þúsund manns.

 

Síðan 1963 hefur Hollendingur ekki borið sigur úr býtum í Wijk aan Zee, en þá var það Donner sem hélt forskoti sínu mótið í gegn. Nú kom Sosonko öllum á óvart, og þessi lítt þekkti og tiltölulega nýbakaði stórmeistari, sem ættaður er frá Sovétríkjunum en hefur hollenskan ríkisborgararétt, tefldi stórglæsilega í hverri umferðinni á fætur annarri.  Hann hefur rólegt yfirbragð og er gæflyndur maður, en í skákinni teflir hann af grimmd og stóðust andstæðingar hans honum aldrei snúning á þessu móti.

 

Sosonko og Timman eru hetjur Hollendinga um þessar mundir, en sá fyrrnefndi hélt sér við toppinn alveg frá byrjun. Timman sigraði í fimm síðustu skákum sínum og tefldi þá stórglæsilega um leið og hann klifraði alla leið upp í 3. sæti. Í gær sigraði Timman Miles í hörkuskák en íslensku stórmeistararnir, þeir Friðrik og Guðmundur, hafa greinilega misst áhugann að mestu. Í gær sömdu þeir um jafntefli eftir mjög stuttar skákir.

 

Guðmundur tefldi gegn Böhm og sömdu þeir kappar eftir aðeins tólf leiki, enda skipti staðan [á mótinu] þá nákvæmlega engu máli. Friðrik tefldi við Kavalek og hafði hvítt. Skák þeirra tók aðeins 13 leiki og sömdu þeir þá um jafntefli. Sannarlega ekki mikil barátta í þeim viðureignum enda e.t.v. fullseint að keyra hörkuna upp í síðustu umferð.

 

Ný mót eru framundan og þeir Friðrik og Guðmundur hafa báðir tekið stefnuna á Genf í Sviss.

39. alþjóðlega Hoogovens skákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1977_hoogovens_tafla

Vinningshlutall 55%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1976: Alþjóðlegt mót í Novi Sad

Tékkneski stórmeistarinn Jan Smejkal varð efstur á sterku alþjóðlegu skákmóti, sem fram fór í júgóslavneska bænum Novi Sad á dögunum. Meðal þátttakenda voru báðir íslenzku stórmeistararnir, þeir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson, en af öðrum sterkum keppendum má nefna, auk Smejkals, júgóslavnesku stórmeistarana Gligoric, Matulovic, Velimirovic og Ivkov, Tékkann Hort sem hefur tryggt sér sæti í næstu áskorendakeppni go ungverjann Sax.

Eins og sjá má var mótið allvel skipað, en engu að síður fóru þeir Friðrik og Guðmundur vel af stað og höfðu báðir þrjá vinninga eftir fjórar umferðir. Þeir héldu svo sínu striki fram i mitt mót, en þá fór allt að ganga á afturfótunum, þar til undir lokin.

Þá tókst þeim báðum að tryggja sér mjög sómasamleg sæti. Eins og komið hefur fram i fréttum, áttu Íslendingarnir í deilum við framkvæmdaaðila mótsins vegna fargjalds þeirra frá Íslandi til Júgóslavíu, en slíkt stapp hefur að sjálfsögðu ekki góð áhrif á einbeitingarhæfileikana. Einnig hefur heyrzt, að aðstæður á keppnisstað hafi ekki fullkomlega verið sæmandi alþjóðlegu skákmóti sem þessu.

1976: Alþjóðlegt mót í Novi Sad

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1976_novi-sad_tafla

Vinningshlutall 57%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1976: VII. Reykjavíkurskákmótið

Friðrik Ólafsson og Jan Timman urðu efstir og jafnir á Reykjavíkurskákmótinu, en íslenski stórmeistarinn var hærri á stigum. Dagblaðið Tíminn fjallaði um mótið 16. september 1976 og ræddi stuttlega við sigurvegarana. Umfjöllun Tímans fer hér á eftir.

Stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Jan Timman urðu efstir og jafnir á VII. alþjóðlega Reykjavíkurmótinu, sem lauk í gærmorgun, þegar biðskákir 15. og síðustu umferðar voru tefldar. Þá vann Friðrik biðskák sína móti Inga [R. Jóhannssyni] og kom það nokkuð á óvart. Biðleikur Friðriks mun þó hafa verið mjög góður. Með þessum árangri hefur hann enn einu sinni sýnt snilli sína við skákborðið og óskar Tíminn honum til hamingju með árangurinn.

Öðrum biðskákum lauk þannig, að Tukmakov tókst að halda jafntefli móti Helga [Ólafssyni] með þráskák. Þar með hafnaði Tukmakov í 3.-4. sæti ásamt Najdorf og rættist því spá Tímans um úrslit mótsins, en fyrir nokkru var búið að spá þessum úrslitum á síðum blaðsins.

Þá tókst Westerinen að halda jafntefli á móti Birni Þorsteinssyni, en Björn hafði betri stöðu áður en skákin var sett í boð.

Eins og sést á töflunni á þessari síðu, eru þeir Friðrik og Timman efstir og jafnir með 11 vinninga. Friðrik hefur hins vegar mun hærri stigatölu.

Árangur Guðmundar [Sigurjónssonar] var ekki eins góður og margir höfðu búist við áður en mótið hofst. Þess ber þó að gæta, Guðmundur reyndi sitt besta með því að tefla til vinnings móti Timman, en hætti sér of langt og tapaði.

Árangur Inga R. er honum og öllum til mikils sóma. Ingi hefur teflt mjög lítið að undanförnu og er því árangur hans enn betri fyrir vikið.

Björn Þorsteinsson varð hæstur af titilslausu Íslendingunum. Hann byrjaði mótið illa, enda tefldi hann við erfiða menn í fyrstu umferðunum. Þá hefur það ekki svo lítið að segja, að hann fékk mjög margar biðskákir til að byrja með, og það hefur sennilega komið niður á taflmennskunni, því að Björn mun hafa unnið fulla vinnu með mótinu. Það má því segja að árangur hans sé til mikils sóma. Athyglisvert er að hann gerir jafntefli við Timman, Najdorf, Antoshin og Westerinen, sem allir eru stórmeistarar. Auk þess vann hann svo Vukevich.

Helgi brást vonum margra, en hann stóð sig samt með prýði og hefði vel getað unnið bæði Najdorf og Tukmakov. Auk þess átti hann vinningstöðu gegn Gunnari Gunnarssyni, en missti hana niður í jafntefli. Það hefur örugglega haft sín áhrif á taflmennskuna síðar í mótinu.

Margeir má vera ánægður með sinn hlut, eins og reyndar kemur fram í viðtalinu við Timman, en það er annars staðar hér á blaðsíðunni.

Af útlendu keppendunum er að helst að segja, að góð frammistaða Najdorfs er öllum til ánægju. Keene fékk svipaða vinningatölu og menn höfðu búist við, en Westerinen hefur oft staðið sig betur. Salvatore Matera vann alþjóðlegan meistaratitil á mótinu, eins og kom fram í Tímanum í gær.

Jan Timman: Ég kvarta ekki!

Jú, þetta var mjög erfitt mót, sagði Jan Timman í stuttu samtali við blaðamann Tímans í gærdag, og ég get ekki sagt annað en ég sé ánægður með úrslitin. Ég kvarta að minnsta kosti ekki.
Eins og fram hefur komið í fréttum, var Timman annar hinna tveggja sigurvegara mótsins. Um leið og Tíminn óskaði hinum unga hollenska stórmeistara til hamingju með árangurinn, spurðum við hann um álit hans á íslensku keppendunum.

,,Ólafsson (Friðrik) og Sigurjónsson (Guðmundur) eru auðvitað skákmenn á heimsmælikvarða og Jóhannsson (Ingi R.) er mjög öruggur skákmaður og alveg ótrúlega góður, ef tillit er tekið til, hve lítið hann hefur teflt að undanförnu. Margeir Pétursson á framtíðina fyrir sér. Hann er mög þolinmóður og gefst aldrei upp þótt á móti blási, sem er sjaldgæft meðal svo ungra skákmanna. Og hann þarf ekki að kvarta undan árangri sínum í  þessu móti — fyrsta sterka mótinu, sem hann tekur þátt í.“

Hvaða skák fannst þér þú tefla best í mótinu?

,,Því er erfitt að svara. Þær voru nokkrar athyglisverðar, eins og t.d. skákin við Margeir.“

Frá Íslandi heldur Timman á laugardaginn, en næsta mót, sem hann tekur þátt í, er Ólympíuskákmótið í Ísrael, en þar teflir Timman á fyrsta borði fyrir hollensku sveitina.

Friðrik: Mjög ánægður með þetta mót

,,Jú, því er ekki að neita, að ég er mjög ánægður með þetta mót,“ sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari, í gærkvöldi við blaðamann Tímans skömmu áður en verðlaunaafhending fór fram í hófi, sem Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra hélt fyrir keppendur og aðstandendur mótsins í Ráðherrabústaðnum.

,,Þetta var erfitt mót og þá sérstaklega lokaspretturinn, en í honum var Vukevich svo vinsamlegur að taka hálfan vinning af Timman.“

Hvaða skák telur þú vera þá best tefldu af þinni hálfu í þessu móti?

,,Þær voru nokkrar, sem voru ágætar, en mér dettur fyrst og fremst í hug skákirnar við þá Keene og Najdorf, sem báðar voru skemmtilegar.

Hvað er næst á dagskrá hjá þér?

,,Ég tek þátt í móti í Júgóslavíu, sem hefst 29. september, svo ég verð varla búinn að ná mér eftir þetta, þegar það hefst,“ sagði Friðrik að lokum.

1976: VII. Reykjavíkurskákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1976 Reykjavíkurmótið - tafla

Vinningshlutall 73%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1976: IBM-skákmótið í Amsterdam

IBM-skákmótið sem haldið er árlega í Amsterdam var venju fremur viðburðasnautt sl. sumar. Þó átti það eftir að enda á viðburðaríkari og athyglisverðari hátt en flest önnur skákmót sem haldin hafa verið og var það sovéski stórmeistarinn Kortsnoj sem sló svo hressilega botninn í mótið. Aðeins rúmum sólarhring eftir að hann tók á móti fyrstu verðlaunum IblW mótsins sótti hann um hæli sem flóttamaður í Hollandi og lét sig að því búnu hverfa af sjónarsviðinu í meira en eina viku. Brotthlaup Kortsnojs vakti geysimikla athygli um allan heim og íslendingar nutu þeirra forréttinda að geta einir allra þjóða lesið viðtal við flóttamanninn um hina óvæntu og örlagaríku ákvörðun hans.

Já, Kortsnoj var tvímælalaust í aðalhlutverki á IBM-mótinu í sumar. Enda þótt hann berðist í gegnum allt mótið með hugann rígbundinn við ákvarðanatöku í „flóttamálinu“ tefldi hann oft af stakri prýði og tryggði sér efsta sætið ásamt enska stórmeistaranum Miles. – Óneitanlega rann upp fyrir manni ljós þegar fréttist um brotthvarf hans. Þá skildi maður betur en fyrr hvers vegna hann hafði á stundum virkað svolítið órólegur og æstur þegar hann var að tefla og a. m. k. steinhætti maður að hneykslast á því að sovétmaðurinn skyldi keðjureykja sig í gegnum hverja einustu umferð mótsins!

Tveir íslenskir stórmeistarar

Undirrituðum gafst kostur á að fylgjast með IBM-mótinu úr návígi fyrir tilstilli Tímaritsins Skák og dagblaðsins Þjóðviljans. Fyrir okkur íslendinga var mótið nokkuð forvitnilegt þar sem báðir íslensku stórmeisararnir, þeir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson, voru á meðal keppenda. Þarna tóku þeir félagar í fyrsta sinn þátt í einu og sama skákmótinu á erlendri grund og höfðu þeir báðir beðið þess lengi með mikilli tilhlökkun að fá að njóta félagsskapar hvors annars á svo sterku skákmóti í útlöndum.

Því er þó ekki að neita að árangurinn varð ekki eins mikill og vonir stóðu til. Guðmundur nældi sér að vísu í neðstu verðlaunin með því að hafna í 7.-10. sæti. Friðrik Ólafsson varð hins vegar að sætta sig við 11.-12. sætið og var að vonum ekki yfir sig hrifinn.

Svona mót geta alltaf komið öðru hvoru,  sagði hann.

Það vantaði ekki að ég reyndi og reyndi að rífa mig upp en hlutir voru mér andstæðir og það var á köflum sem mér væri algjörlega fyrirmunað að vinna úr þeim stöðum sem lágu á borðinu fyrir framan mig. Stundum þurfti bókstaflega ofurmannlegt hugvit til þess að klúðra niður vinningunum og ég virtist einhverra hluta vegna hafa yfir þessari snilldargáfu að ráða. Þetta var svo sannarlega erfitt mót og mótbyrinn orðinn ansi þreytandi undir lokin

sagði Friðrik.

Þegar íslensku stórmeistararnir komu til Amsterdam í byrjun júlí var hitabylgjan, sem lagði menn og skepnur að velli, sem betur fer í rénum og hitinn „ekki nema“ rúmlega þrjátíu og fimm stig á celsíus.

IBM-skákmótið fór fram í hvorki meira né minna en langstærstu byggingu Amsterdamborgar, RAI-húsinu, sem er rúmir áttatíu þúsund fermetrar að stærð og inni heldur fjöldan allan af ráðstefnusölum og smáum veitingahúsum.

Um átta hundruð þátttakendur

Trúlega hefur fæstum stórmeisturunum verið kunnugt um það, að fleiri tóku þátt í þessu móti heldur en þeir sextán sem háðu keppni í flokki stórmeistara. IBM-mótið er nefnilega öllum opið, allt frá smábörnum upp í gamalmenni og einu gæðakröfurnar sem settar eru hljóða upp á það ófrávíkjanlega skilyrði að allir þátttakendur kunni mannganginn!!

Þátttakendur í sumar voru um átta hundruð talsins og þótt mikið hafi verið teflt í RAI var einnig leitað fanga víðar í sambandi við húsnæði. IBM-mótið er eitt stærsta skákmót sem haldið er reglulega í heiminum og er teflt í fjölmörgum gæðaflokkum. Tveir efstu í hverjum flokki vinna sér rétt til þátttöku í næsta flokki fyrir ofan og þannig geta menn „klifrað“ alla leið upp í flokk stórmeistara án þess þó að geta skartað þeim eftirsótti titli.

Einmitt á þann hátt höfðu nokkrir ungir og vaxandi hollendingar* tryggt sér þátttökurétt í stórmeistaraflokknum í sumar. Voru það þeir Langeweg, Ligterink og Böhm,og er óhætt að fullyrða, að sá síðastnefndi kom mjög á óvart og náði verðlaunasæti.

Einstök samheldni íslendinganna

Íslendingarnir voru svo sannarlega samhentir í fyrstu umferðum mótsins. Þeir byrjuðu á því að leggja tvo hollendinga að velli í fyrstu umferð, sem tefld var þann 6. júlí.Guðmundur vann Böhm og Friðrik sigraði Donner, sem var gjörsamlega heillum horfinn í þessu móti og hafnaði í neðsta sæti. En þetta var góð byrjun fyrir íslendingana og vakti strax vonir um gott framhald og þokkalega útkomu úr mótinu.

Skák nr. 3600.

Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Donner (Holland).

Katalan.

Skák nr. 3601.

Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson.
Svart: Böhm (Holland).

Cam-Kann vörn.

Svartur er í rauninni leiklaus.–

Hugsanlegt framhald gæti orðið 42.-Bf5 43. f3 Kg8 44. g4 hxg4 45.hxg4 Bc2 46. h5 Kh7 47. b6 Kxb6 48. Dh8 Kg5 49. Kg3 og vinnur.

En þá komu jafnteflin til sögunnar. Í 2. umferð sömdu þeir Guðmundur og Friðrik báðir um jafntefli gegn Miles og Szabó og í þriðju umferð sömuleiðis. Þá gerði Friðrik jafntefli með hvítt á móti Ligterink og Guðmundur á móti Ree, en báðir þessir skákmenn eru frá Hollandi.

Og áfram héldust íslendingarnir í hendur. Í 4. umferð töpuðu þeir báðir sínum skákum og það sem meira var þeir urðu báðir svo gott sem skák og mát! Friðrik tapaði fyrir hollendingnum Böhm en Guðmundur fyrir ungverjanum Farago, sem síðar átti eftir að koma mjög á óvart með frammistöðu sinni.

Friðrik og Guðmundur gerðu síðan báðir jafntefli í 5. umferð og líka í þeirri 6. Menn voru farnir að tala mikið um einstaka samheldni íslensku stórmeistaranna og ekki dró úr talinu þegar þeir sömdu báðir um enn eitt jafnteflið í 7. umferð. Það kom því fæstum á óvart að kapparnir skyldu semju jafntefl í viðureign þeirra í 8. umferð, en þá hafði Guðmundur hvítt á móti Friðriki.

Það var síðan ekki fyrr en í 9. umferð að þeir slepptu taktinum og þá brá svo við að Friðrik tapaði fyrir hollendingnum Langeweg, sem þá var í neðsta sæti mótsins.

Loks sigur í 10. umferð

Í 10. umferð kom loks íslenskur sigur er Guðmundur sigraði júgóslavann Ivkov eftir langa og nokkuð skemmtilega skák.

Skák nr. 3602.

Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson
Svart: Ivkov (Júgóslavía).

Spánskur leikur.

Í sömu umferð tefldi Friðrik gegn Kurajica og eftir góða og skemmtilega viðureign var samið um jafntefli í 56. leik.

Skák nr. 3603.

Hvítt: Kurajica ( Júgóslavía).
Svart: Friðrik Ólafsson.

Caro-Kann Vörn.

Sekúndubrotin gerðu útslagið

Friðrik Ólafsson fylgdi síðan vel eftir í næstu umferð er hann hirti nokkuð óvænt vinninginn af sovétmanninum Kortsnoj. Og það var sannkölluð baráttuskák. Sekúndubrotin réðu þar úrslitum. Eftir mikinn bardaga lentu þeir báðir í tímahraki en þó einkum Kortsnoj, sem hafði rýmri stöðu, en minni tíma. Síðustu tuttugu leikirnir voru leiknir á örfáum mínútum og darraðardansinn undir lokin dró að sér athygli allra áhorfenda. Kortsnoj lék vinningslegri stöðu niður í jafntefli í tímahrakinu en það voru sekúndubrotin, sem réðu úrslitum og um leið og sovétmaðurinn lék sínum 40. leik féll vísirinn og þar með hafði Friðrik unnið á tíma. Fyrsta og eina tapskák Kortsnoj var þar með orðin staðreynd og þótt hann gæti ekki dulið vonbrigði sín brást hann við af sannri íþróttamennsku, rétti Friðriki brosandi hendina og óskaði honum til hamingju.

Þetta var kærkomin upplyfting fyrir Friðrik, sem ekki hafði átt mikilli velgengni að fagna til þessa og að skákinni lokinni sagði hann m.a.:

Ég hafði ákveðið að láta til skarar skríða í dag. Eftir frammistöðuna undanfarið var ekki um annað að ræða en að hleypa í sig manndómi, og þótt Kortsnoj sé ef til vill ekki árennilegastur keppenda hér, varð ekki hjá því komist að reyna að stöðva sigurgöngu hans. Hann hefur teflt af mikilli festu og öryggi í þessu móti og því er ekki að neita að það var ansi feitur biti að vinna hann.

En ég byrjaði svo sannarlega ekki vel í þessari viðureign okkar. Ég misreiknaði mig herfilega í fyrstu, tapaði tveimur leikjum mjög fljótlega og allt í einu hafði skákin snúist upp í eitthvað sem ég get eiginlega ekki kallað annað en „Sikileyjarvörn á hvolfi“, allt hafði farið úrskeiðis og mér fannst ég ekki geta annað gert en að reyna að flækja skákina og reyna að flækjast fyrir, andstæðingnum. En hann eyddi miklum tíma og honum tókst aldrei að vinna úr þeim yfirburðum sem hann fékk út úr byrjuninni.

– Tilraunir hans runnu út í sandinn. Þegar hann féll á tíma var ekkert til annað en jafntefli í skákinni. Við hefðum staðið uppi með tvö peð hvor og svo hrókana og hefðum vafalaust samið um jafntefli fljótlega.

Skák nr. 3604.

Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Kortsnoj (Sovétríkin)

Katalan.

Hinn sovétmaðurinn lét sig ekki

En Friðrik átti möguleika á meiru en að verða eini keppandinn sem sigraði Kortsnoj, því strax daginn eftir tefldi hann gegn Gipslis frá Sovétríkjunum og náði fljótlega betri stöðu. Í miðtaflinu átti hann rakta vinningsleið sem honum sást yfir og þegar skákin fór í bið var hún jafnteflisleg. Gipslis varð heldur betur jafntefliskonungur mótsins, því hann fékk hálfan vinning úr

hverri einustu skák sinni, tapaði ekki einni einustu og vann heldur ekki neina. Þótti mönnum þó lítið til taflmennsku hans koma, sögðu hann leiðinlegan þátttakanda og gjörsamlega lausan við allan baráttukjark.

Það má segja að það hafi þurfti alveg sérstaka hugkvæmni til þess að vinna,ekki þessa skák,“ sagði Friðrik. „Eg sá bara góða stöðu, en smám saman rann hún út í sandinn án þess að ég fengi við neitt ráðið. Þetta var einfaldlega hneyksli; það á eingöngu að vera tæknilegt atriði að vinna svona skák. Ég þurfti engar áhyggjur að hafa af tímanum og einhvern tíma hefði það þótt feiki nóg í endatafli að hafa tvo biskupa og svo eitt peð yfir.

Nei, ég tefldi þetta hræðilega; ég leyfði honum að „blokkera“ peðið. Það var alls ekki nauðsynlegt og ég átti um margar leiðir að velja til að vinna þessa skák,

sagði Friðrik Ólafsson að lokum.

Skák nr. 3605.

Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Gipslis ( Sovétríkin)

Nimzoindversk vörn.

Skák nr. 3608.

Hvítt: Ligterink (Holland).
Svart: Guðmundur Sigurjónsson.

Sikileyjarvörn.

Ungverjinn Sax hafði ekki að minnu að keppa er hann stýrði hvítu mönnunum gegn Friðriki. Sax átti möguleika á að ná efsta sæti mótsins ef hann bæri sigurorð af íslendingnum og áttu menn því ekki síður von á baráttuskák á þessum vígstöðvum. Friðrik tefldi Sikileyjarvörn sem síðan snerist upp í afbrigði af spánska leiknum.

Skák nr. 3609.

Hvítt: Sax (Ungverjaland).
Svart: Friðrik Olafsson.

Sikileyjarvörn.

 

Og þar með var botninn sleginn í IBM-mótið að sinni.

Ekki áttu þeir Guðmundur og Friðrik mikilli velgengni að fagna, en hreint var það dásamlegt að sjá hve miklum vinsældum þeir áttu að fagna í gegnum þykkt og þunnt. Í Hollandi hefur Friðrik greinilega lagt grunninn að einlægum áhuga og jafnvel ást á Íslandi og fólkinu sem þar býr. Hann hefur teflt mikið í Hollandi og tók t. d. þarna þátt í öðru skákmótinu á þessu ári, aðeins tveim mánuðum eftir að hann tefldi á afmælismóti Dr. Max Euwe, sem einnig fór fram í Amsterdam. Í janúar á næsta ári fer hann enn einu sinni til Hollands og má vart á milli sjá hvar Friðrik hefur lögheimili nú orðið, í Hollandi eða heima á Íslandi.

A .m. k. er ekki hægt að merkja neinn verulegan mun á því hvort Friðrik tefli „á heimavelli“ þegar hann er í Amsterdam eða Reykjavík. Hann á hylli áhorfenda óskipta á báðum stöðunum og er skemmst að minnast í því sambandi gömlu konunnar sem mætti upp á hvern dag í lopapeysunni sinni á IBM-mótið. Sagði hún undirrituðum að hún væri ævinlega í þessari forláta peysu þegar Friðrik sæti að tafli í Hollandi þar sem hún væri vafalaust lukkugripurinn hans. Sagði sú gamla að sig skipti það engu hvort hún væri á meðal áhorfenda eða ekki, ef hún einhverra hluta vegna gæti ekki mætt á staðinn, þá einfaldlega gengi hún í peysunni heima hjá sér á meðan hún vissi af Friðriki við skákborðið.

Óneitanlega vorkenndu margir konunni þegar hún sat í lok hitabylgjunnar í lopapeysunni sinni klukkutímum saman, en hún var hin ánægðasta og gerði þetta allt saman fyrir átrúnaðargoðið sitt, „elskuna hann Friðrik“. Þarna var komið gott dæmi um vinsældir hans í Hollandi og sömuleiðis átti Guðmundur óskipta athygli margra áhorfenda.

Var gaman að fylgjast með þeim köppum saman á erlendri grund og kann ég þeim bestu þakkir fyrir ánægjulega samveru.

Gunnar Steinn Pálsson.

1976: IBM-skákmótið í Amsterdam

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1976 IBM 1 - tafla

Vinningshlutall 47%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1976: Afmælismót Max Euwe í Amsterdam

Gunnar Steinn Pálsson skrifar. Þjóðviljinn 27. maí 1976.

Dr. Max Euwe - Afmælis steinninn
Einar Ess Einarsson færir Dr. Max Euwe afmælissteininn

Afmælismóti Dr. Max Euwe var slitið sl. sunnudag eftir tveggja daga veisluhöld til heiðurs Euwe 75 ára. Um leið var stofnaður sérstakur „Euwe sjóður“ og er fyrirhugað að veita úr honum fé til eflingar skáklistar eða skákkennslu meðal þeirra þjóða sem styst eru á veg komnar á þessu sviði.

Stofnsjóðurinn var hátt á 4. milljón króna og í lokahófinu gáfu forsetar skáksambanda margra landa loforð fyrir mismunandi háum upphæðum til viðbótar.

Gestir frá tæplega 80 löndum mættu til Amsterdam til þess að taka þátt í afmælishófinu og heiðra þannig hinn aldna en sístarfandi forseta Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Flestir höfðu þeir einhverjar gjafir með sér eins og siður er í afmælisveislum og forseti íslenska skáksambandsins, Einar S. Einarsson, færði Dr. Euwe að gjöf íslenskan undurfagran grjóthnullung. Var hann af náttúrunnar hendi eins og hálfkúla í laginu en mannahendur höfðu síðan skorið hann í tvennt, sett á hann hjarir og grafið íslenska minnispening með mynd af Friðriki Ólafssyni inn í steininn.

Þrír af fjórum keppendum á afmælismótinu voru viðstaddir þennan helgarfagnað, þ.e.a.s. allir nema Bandaríkjamaðurinn Browne sem hvarf til síns heimalands á sunnudagsmorgninum. Hollendingurinn Timman sýndi að vísu ekki af sér mikla veislukæti og ,,skrópaði“ í öllum móttökum og veislum þar til komið var að verðlaunaafhendingunni á sunnudagskvöld.

Heimsmeistarinn Karpov háði hins vegar keppni við Euwe um afmælisfagnaði, því hann varð 25 ára gamall meðan á mótinu stóð og hélt upp á það eins og frekast var unnt vegna hinnar ströngu dagskrár á mótinu. Í sovéska sendiráðinu var haldinn afmælisfagnaður honum til heiðurs og sl. sunnudagsmorgun hélt hótelið þar sem skákmennirnir dvöldust stutta veislu fyrir Karpov.

Euwe var hins vegar í aðalhlutverki enda 50 árum eldri en heimsmeistarinn.

Óþarf er að rekja með mörgum orðum fremur sorglegan endi þessa móts fyrir íslenska þátttakandann. Friðrik byrjaði mjög vel, vann Timman í fyrstu umferð og á eftir fylgdu jafntefli við Browne og Karpov. Þegar mótið var hálfnað hafði því fengið 2 vinninga og var í efsta sæti ásamt Karpov.

Í seinni umferðinni gekk ekki eins vel. Fyrst kom jafntefli við Timman. Menn voru sáttir við það, enda hélt Friðrik sínu striki á toppnum. Skákin gegn Browne í fimmtu umferð réði hins vegar úrslitum. Með gjörunna stöðu féll Friðrik á tíma og til þess að rétta sinn hlut eitthvað varð hann að tefla til vinnings gegn Karpov í síðustu umferð.

EUWE steinninn
EUWE steinninn

Friðrik hafði þá svart og þrátt fyrir góða en djarfa taflmennsku tókst honum ekki að brjóta varnarmúr Karpovs, sem sætti síðan lagi, náði yfirhöndinni og vann skákina. Þannig hrapaði Friðrik úr efsta sæti í það neðsta í tveimur síðustu umferðunum og Browne, sem fékk hálfan vinning úr fyrri umferðinni, skaust af botninum upp í næstefsta sæti.

Hollendingar voru því ekki yfir sig hrifnir af úrslitum afmælismótsins. Þeirra maður, stórmeistarinn Timman, sat á botninum með Friðriki sem er einnig ákaflega vinsæll í þessu landi. Hins vegar var á vissan hátt gaman að því að Karpov skyldi vinna þetta mót, því margur heimsmeistarinn hefði vafalaust veigrað sér við að fara í svona stutt en sterkt mót, þar sem ekkert má út af bera til þess að illa fari.

Dr. Max Euwe hrósaði Karpov enda sérstaklega fyrir þátttökuna og sagði að enginn heimsmeistari hefði teflt eins mikið og þessi 25 ára Rússi, sem tekur þátt í hverju mótinu á fætur öðru. Þess má geta til gamans að Karpov hélt beint frá Amsterdam til Spánar þar sem hann mun tefla á fjöltefli á nokkrum stöðum. Enginn efaðist um yfirburði hans í þessu móti en hins vegar þótti mörgum að annað sætið hans Browne væri ekki alveg í réttu hlutfalli við styrkleika keppenda. Það verður þó að viðurkennast að þessi sérkennilegi skákmaður er duglegur að hala inn vinningana þótt oft gangi það klúðurslega fyrir sig.

1976: Afmælismót Max Euwe í Amsterdam

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
1 2 3 4 Vinningar
1 Karpov xxx 1 ½  ½ ½  ½ 1 4
2 Browne 0 ½ xxx 0 1  ½ 1 3
3 Timman  ½ ½ 1 0 xxx 0 ½ 2,5
4 Olafsson  ½ 0  ½ 0 1 ½ xxx 2,5
Vinningshlutall 42%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1976: Sjónvarpseinvígi við Guðmund Sigurjónsson

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

1976: Sjónvarpseinvígi við Guðmund Sigurjónsson

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1976_sjonvarpseinvigi-tafla

Vinningshlutall 75%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu