1979: Alþjóðlegt skákmót í München

BORIS Spassky fyrrverandi heimsmeistari bar sigur úr býtum á alþjóðlega skákmótinu í Miinchen, sem lauk í gær. Friðrik Ólafsson varð í 8.-9 . sæti en Guðmundur Sigurjónsson hafnaði í 10.—11. sæti af 14 keppendum. Tveir hættu keppni sem kunnugt er, Karpov heimsmeistari og Adorjan.

 

Spassky hlaut 8,5 vinning og jafnir honum að vinningum urðu Andersson, Balashov og Hübner en samkvæmt Sonneborn-Berger stigakerfinu hlaut Spassky flest stig eða 53,50, Andersson og Balshov hlutu 52,25 stig og Hübner 49,50 stig. í næstu sætum urðu Stean með 8 vinninga, Robatsch og Pachman 7, Unzicker og Friðrik 6,5, Pfleger og Guðmundur 6, Lau 4,5 k, Lieb 4 og Dankert 2 vinninga.

Morgunblaðið 16. mars.

1979: Alþjóðlegt skákmót í München

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
Merki: