2014: WOW Air Open

Yfirburðasigur Hjörvars

Hjörvar Steinn Grétarsson vann glæsilegan sigur á WOW Air-skákmóti Taflfélags Reykjavíkur, hlaut 6,5 vinning af 7 mögulegum. Hann var einum og hálfum vinningi á undan Hannesi Hlífari Stefánssyni sem hlaut 5 vinninga, en í 3.-4. sæti lentu Þröstur Þórhallsson og Guðmundur Kjartansson með 4,5.

Alls voru keppendur í A-flokki mótsins 22 og aldursforseti var Friðrik Ólafsson, 79 ára. Friðrik fór sér að engu óðslega á mótinu, sat yfir í tveimur fyrstu umferðunum og gerði síðan fimm jafntefli, gegn Sigurði P. Steindórssyni, Þorsteini Þorsteinssyni, Sigurbirni Björnssyni, Guðmundi Gíslasyni og Magnúsi Teitssyni.

Magnús Pálmi Örnólfsson sigraði í B-flokki, en þar vakti mesta athygli frábær frammistaða Vignis Vatnars Stefánssonar, 11 ára. Í lokahófi mótsins rifjaði Friðrik einmitt upp að sjálfur hefði hann verið 11 ára þegar hann tók í fyrsta sinn þátt í kappskákmóti, en þá hefði reyndar þurft að greiða atkvæði um hvort hann fengi að vera með!

Ítarlega umfjöllun um þetta skemmtilega mót má lesa hér:
Lokastaða í A-flokki:

2014: WOW Air Open

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
WOW air tournament 2014 – Group A
Friðrik Ólafsson
Árangur Friðriks
Umferð Borð SNo Titill Nafn Stig Þjóð Úrslit
1 10 -2 not paired 0 – ½
2 12 -2 not paired 0 – ½
3 5 17 Steindorsson Sigurdur P. 2215 ISL s ½
4 8 13 FM Thorsteinsson Thorsteinn 2245 ISL w ½
5 5 9 FM Bjornsson Sigurbjorn 2360 ISL s ½
6 7 10 FM Gislason Gudmundur 2314 ISL w ½
7 4 18 Teitsson Magnus 2207 ISL s ½
Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu