1980: I. Helgarskákmótið í Keflavík

Dagblaðið, 9. júní 1980.
Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Friðrik Ólafsson urðu efstir og jafnir með 5 vinninga af 6 mögulegum á fyrsta helgarskákmótinu, sem haldið var um síðastliðna helgi. Þeir fá 200 þúsund krónur hver i verðlaun fyrir árangurinn.
Helgi telst sigurvegari í mótinu á stigum. Hann hlaut 17,5 stig, Margeir 17 stig og Frtðrtk 16,5 stig. Þátttaka Friðriks Ólafssonar stórmeistara setti mikinn svip á mótið og tefldi hann mjög vel að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar. Hann tefldi stíft til vinnings í öllum skákunum en varð tvívegis að gera sér jafntefli að góðu, gegn Margeiri Péturssyni og Íslandsmeistaranum unga, Jóhanni Hjartarsyni. Í báðum skákunum hafði Friðrik náð betri stöðu en lék henni niður í tímahraki.
Í lokaumferðinni mættust stórmeistararnir Friðrik og Guðmundur Sigurjónsson og vann Friðrik í æsispennandi og vel tefldri skák.

Röð næstu keppenda varð sem hér segir: 4. Guðmundur Sigurjónsson 4,5 vinningar, 5. Jón L. Árnason 4,5 v.,6. Hilmar Karlsson 4,5 v., 7. Jóhann Hjartarson 4 v., 8. Sævar Bjarnason 4 v., 9. Pálmar Breiðfjörð 3,5 v., 10. Halldór Einarsson 3,5 v.
Næsta helgarskákmót verður sennilega haldið um næstu mánaðamót. Líklegt er að það verði haldiðað Bifröst.

1980: I. Helgarskákmótið í Keflavík

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1980_Helgarskakmotid-Keflavik_tafla

Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

vantar skakir