2011: Minningarmót Max Euwe í Amsterdam

Þróttmikil og dínamísk taflmennska Friðriks

 

Helgi Ólafsson skrifar. Morgunblaðið 27. nóvember 2011.

Gömlum aðdáendum Friðriks Ólafssonar fannst gaman að fylgjast með honum við skákborðið í Hollandi þar sem minningarmót um fjórða heimsmeistarann Max Euwe fór fram á dögunum. Líkt og Friðrik hafði Euwe mikil áhrif á vöxt og við-gang skáklistarinnar í heimalandi sínu.

Í Amsterdam er dáLítið torg nefnt eftir honum, Max Euwe plein. Max Euwe kom hingað til lands fyrst árið 1948 en við fengum að kynnast honum fyrir alvöru í þeim mikla darraðardansi þegar einvígi Fischers og Spasskís virtist ætla að sigla í strand sumarið 1972. Afsökunarbeiðni Euwes, sem þá var forseti FIDE og játaði að hafa brotið reglur FIDE, kom sennilega í veg fyrir að sovéska sendinefndin tæki saman pjönkur sínar og héldi heim á leið með óklárað uppgjör bestu skákmanna heims.

Friðrik bauð sig fram og vann kosningar til emb-ættis forseta FIDE haustið 1978 en skrifstofa alþjóðaskáksambandsins var þó áfram í Amsterdam. Það eru þó ekki einungis þessi tengsl sem valda því að Holland hlýtur að vera í sérstöku uppáhaldi hjá Friðriki. Þar hefur hann unnið marga af sínum bestu sigrum.

Nægir að nefna sigurinn í Bewerwijk árið 1959 og í sama móti, sem þá hafði flutt sig um set til Wijk aan Zee, deildi hann sigri með Lubomir Ljubojevic í ársbyrun 1976. Ekki má gleyma mótinu 1969 en þar varð hann í fimmta sæti á eftir Botvinnik, Geller, Keres og Portisch og tefldi þá í eina skiptið við gamla heimsmeistarann Botvinnik.

Minningarmótinu í ár var skipt í tvo riðla og var Friðrik í riðli með heimamanninum Van der Sterren, Piu Cramling og kínversku skákkonunni Zhaoqin Peng sem nú hefur hollenskt ríkisfang. Eftir tvöfalda umferð sigraði Peng með 3½ v. Friðrik varð í 2.-3. sæti ásamt Piu Cramling með þrjá vinninga og Van der Sterren rak lestina, ½ vinningi á eftir.

Kannski er það keppnisstaðnum og tilefninu að þakka en taflmennska Friðriks, einkum í seinni hluta mótsins, var í senn þróttmikil og dínamísk.

2011: Minningarmót Max Euwe

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2011_Minningarmotid_Max-Euwe_tafla

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu