1953: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri – Úrslit

Úrslit heimsmeistaramóts ungmenna: Frammistaða Friðriks vakti mikla athygli

 

Eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson.

Það var alltaf þröng um keppnisborð Friðriks Ólafssonar í Politikens Hus þessa daga, meðan hann hefur keppt við beztu skákmenn heimsins innan 20 ára. Það var vegna þess, að þar var alltaf hægt að búast við miklum tíðindum, snöggum áhlaupum, óvenjulegum leikjum af hendi Friðriks og framar öllu fögru tafli.

Friðrik Óíafsson hefur enn vakið á sér mikla athygli. Af blöðunum að dæma gera skáksérfræðingar þeirra örugglega ráð fyrir því, að nafn þessa unga Íslendings muni oft heyrast nefnt á komandi árum í sambandi við heimsmeistarakeppni í þessari fögru og skemmtilegu íþrótt.

Ég tók líka eftir því hve oft keppendur í þessari heimsmeistarakeppni tóku sér stöðu að baki Friðriks, meðan hann tefldi, og fylgdust með skák hans.

 

Frumstæður kraftur

Friðrik Ólafsson er sérstæður taflmaður eftir því sem fremsti skákfræðingur danskra blaða sagði við mig: „Það er frumstæður kraftur í honum og í hverri skák verður maður var við þennan kraft. en einstaka sinnum er eins og hann blundi, og þá opnast möguleikinn fyrir andstæðinginn,“ sagði þessi sérfræðingur. i

Ståhlberg, hinn aldraði sænski stórmeistari, mætti einstaka sinnum á keppninni og skýrði skákir. Eitt kvöldið spurði hann tilheyrendur í fvrirlestrasalnum, hvaða skák þeir vildu, að hann tæki til umræðu. Þeir svöruðu ..Bents Larsens“, enda var það von, þvi að Larsen var fulltrúi Dana.

„Nei,“ svaraði Ståhlberg. „Við skulum heldur taka einhverja aðra fegurri og snjallari skák, til dæmis Ólafss»ns.“ Og svo gerði hann það. Það lyftist brúnin á Íslendingum, sem voru viðstaddir.

 

Eldgos í Íslendingnum

Ég fylgdist með úrslitakeppninni eins vel og ég gat. Meðan fyrri keppnin fór fram sögðu blöðin hvað eftir annað: „Den islandske vulkan er i udbrud.“ „Það er eldgos í Íslendingnum.“

„Við bjuggumst við, að Ólafsson myndi berjast um heimsrneistaratitilmn við Argentínu og Júgóslavíu, því að þeir hafa teflt bezt, og ef til vill hefur Ólafsson oftast komið á óvart með gersamlega óvenjulegum leikjum,“ sagði sami sérfræðingur við mig.

En það varð hlé á sóknínni. Hann tapaði þremur skákum. Tvær af þeim, gegn Englandi og Vestur-Þýzkalandi, hafði hann raunverulega unnið í miðju tafli, en lék af sér.

 

Var orðinn þreyttur

,,Ég skil ekkert í því,“ sagði Friðrik við mig þar sem við sátum saman og borðuðum danskan mat. „Ég var orðinn þreyttur. Ég kom í hitabylgjunni, ég brann á skrokknum af sólinni, ég var alltaf sveittur. Ég hefði átt að koma hingað hálfum. mánuði áður. Annars leið mér dásamlega vel á heimili Gunnars Hallssonar stórkaupmanns, sem hugsaði um mig eins og ég væri persónugervingur allrar íslenzku bióðarinnar og vakti yfir því að ég hvíldi mig, en svona getur komið fyrir. Ég mæti í Esbjerg. Ég finn það á mér, að ég muni standa mig betur þar.“

Þetta var áður en úrslitakeppninni lauk.

 

Bara hann vinni Danann

Ég stóð við borð Friðriks, meðan hann tefldi tvær síðustu skákirnar. Fyrst tefldi hann við Sviss. Svisslendingurinn átti afmæli þann dag, og blómvöndur stóð í vasa á borðinu hans megin. Allir óskuðu Svisslendingnumi til hamingju og það gerði Friðrik líka, en hann vildi ekki gefa honum vinning í afmælisgjöf. Hann vann skákina með miklum yfirburðum í 22 leikjum.

Síðustu skákina, í kvöld, tefldi hann við Danann. Íslendingar voru hálf taugaveiklaðir. Þeir þjást af smæðartilfinningu gagnvart Dönum alveg eins og Danir þjást af smæðartilfinningu gagnvart stærri bjóðum. ,,Bara að hann vinni Danann,“ sögðu þeir hvað eftir annað.

,.Ég verð að vinna Danann,“ sagði Friðrik og strauk mjóum fingrum um hátt ennið, en það er siður hans, þegar hann reynir að einbeita huganum, því tók ég eftir, meðan hann tefldi.

Og hann vann Danann með svo miklum yfirburðum, að óveniulegt verður að teljast. Friðrik hafði svart, en hóf sókn þegar í upphafi og hélt henni til loka í 38 leikium.

Flestir hefðu gefið skákina fyrir löngu, en Daninn streittist við í lengstu lög, þar til hann rétti Íslendingnum höndina brosandi og þakkaði honum. En um leið var Friðrik Ólafsson gripinn og heillaóskum okkar Íslendinga rigndi yfir hann.

 

Úrslit keppninnar

Friðrik vann í þessari keppni um heimsmeistaratitilinn í skák, þeirra, sem yngri eru en 20 ára, Danmörku, Bandaríkin og Svíss, gerði jafntefli við Júgóslavíu, sem hann tapaði fyrir í fyrri keppninni, en tapaði, eins og áður segir, fyrir Argentínu, Vestur- Þýzkalandi og Englandi. Hann fékk því 3,5 vinning.

Sigurvegari varð Oscar Panno frá Argentínu, annar Darga frá Vestur-Þýzkalandi og þriðji Ivkov frá Júgóslavíu.

 

Skemmtileg keppni

Það var mjög gaman að horfa á þessa keppni. Við Íslendingarnir stóðum alltaf vörð um borðið, bar sem Friðrik keppti. Hann hugsaði sig alltaf lengi um og lenti oft í tímahraki, en þegar hann var búinn að Íeika, stóð hann upp, strauk um ennið mjóum fingrum og brosti afsakandi. Hann vildi ekki ræða við okkur um skákina, enda höfðum við lítið vit á henni.

„Af hverjum fjandanum tók hann ekki hrókinn fyrir biskupinn? Það er þó mannamunur?“ sagði ég við Gunnar Hallsson, sem gekk þarna um snöggklæddur. ,,Já, það veit ég ekki. Þeir tefla ekki eins og við, þessir karlar.“

 

Hugðnæmur taflmaður

Friðrik er hugðnæmur taflmaður. Hann er kurteis og mjúkur, sýnir aldrei stolt eða tilgerð. Hann er góður íþróttamaður, sem við getum verið stolt af að eiga. Danir voru hrifnir af honum. Það fann ég. Í lokin hefðu þeir viljað skipta á Bent sínum og Friðriki okkar!

Alþýðublaðið 24. júlí 1953. Lítillega stytt og fyrirsögn breytt.

1953: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri - Úrslit

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1953_hm-ungmenna_tafla_urslit

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1953: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri – Undanrásir

Friðrik Ólafsson komst í úrslit

 

Undankeppninni á heimsmeistaramóti unglinga í skák er nú lokið og komst Friðrik Ólafsson í úrslit. Keppt var í tveimur riðlum, en fjórir efstu menn í hvorum riðli munu siðan keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Hefst sú keppni á miðvikudag.

Lokastaðan í riðlunum varð sú, að í A-riðli varð Ivkov frá Júgóslavíu efstur, síðan kom Friðrik og Panno frá Argentínu. Fjórði maður í riðlinum varð Keller, Sviss.

Í B-riðli slgraði Darga, -Vestur-Þýzkalandi, næstur varð Sherwin, Bandaríkjunum, en í þriðja og fjórða sæti urðu Penrose, Englandi, og Bent Larsen, Danmörku með 6 vinninga. Spánverjinn Farre varð næstur með 5,5 vinning, en kemst ekki í úrslit.

Í næst síðustu umferðinni sigraði Friðrik Keller. Ivkov gerði jafntefli við Boey. Panno vann Mellberg, Perzits vann Barda og Siemms vann Reichel. Í síðustu umferðinni tefldi Friðrik við Ivkov og tapaði. Var sú skák með afbrigðum vel tefld af beggja hálfu.

Tíminn 14. júlí 1953.

1953: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri - Undanrásir

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1953_HM-ungmenna_undanrasir

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1953: Skákþing Íslands

Skákþing Íslands 1953

Friðrik Ólafsson efstur í Landsliðsflokki

 

Skákþing Íslands 1953 hófst 22. marz og lauk laust eftir 20. apríl. Þátttakendur voru 40, 10 í landsliðsflokki, 12 í meistaraflokki, 9 í fyrsta flokki og 9 í öðrum flokki. Í síðasta blaði var getið keppenda í landsliðsflokki, og í þessu blaði talar taflan máli tölvísindanna um menn og vinninga. Auk þess verður nú stuttlega vikið að keppninni nokkrum orðum.

Friðrik Ólafsssyni tókst að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra, og raunar sigraði hann nú á einsýnni hátt en þá, með því að nú þurfti hann ekki að heyja tvísýnt einvígi við neinn keppinauta sinna að mótinu loknu. Hins vegar sýndi Friðrik enga þá yfirburði, sem sneyddu keppni þessa tvísýnu og spenningi. Úrslitin voru tvísýn allt til loka mótsins, og það var ekki fyr en í síðustu umferð, sem Friðrik tryggði sér sigurinn. Er það ómetanlegur kostur frá sjónarmiði áhugasamra áhorfenda, að spenningurinn haldist sem lengst á skákmótum. Hins vegar, er sá spenningur miður hollt taugalyf keppendum þeim, sem fremst standa í eldlínunni, og getur hann oft leitt til óvæntra úrslita í mikilvægum skákum. En það er önnur saga.

Friðrik sjálfur segist ekki hafa teflt sérlega vel á þessu móti, en í því sambandi skyldum vér minnast þess, að lítillæti er aðalsmerki hins sanna meistara, og má ekki taka það of bókstaflega. Auðvitað tefldi Friðrik vel, ella hefði hann ekki unnið keppnina. Hitt er svo matsatriði, hvort hann hefur áður teflt betur í einstökum tilfellum, og skal ekki dómur lagður á það hér. Friðrik er vaxandi skákmaður, þótt framför hans sé nú ekki eins ör og 2-3 síðustu árin. Framför manna verður almennt hægari eftir því sem hæfni þeirra eykst, og liggja til þess eðlilegar ástæður, sem óþarft er að fjölyrða um. Auk þess getur, Friðrik nú ekki lengur sótt reynslu og æfingu til sér sterkari innlendra keppinauta. Landið er orðið of lítið fyrir hann í þeim skilningi. Þetta hvort tveggja verðum við að hafa í huga, ef við ætlum að leggja sanngjarnan dóm á hinn unga „skákkóng“ okkar með tilliti til fórtíðar hans. Og jafnframt ætti það að vera okkur metnaðarmál, að hann fái sem oftast að reyna sig við skákkappa annarra þjóða, svo að hinn vöxtulegi frjóangi, sem í honum býr, blikni ekki eða trénist af völdum þröngs og fjörefnasnauðs umhverfis. Væntanlega gefst Friðrik þegar á þessu sumri kostur á að bæta við orðstír sinn og reynslu á erlendum vettvangi.

Skákritið vill svo færa Friðrik hamingjuóskir í tilefni af sigri hans og jafnframt láta í ljós þá trú, að með Friðrik og öðrum efnilegustu yngri skákmönnum okkar, sé að vaxa upp kynslóð, sem ber merki hinnar göfugu skáklistar enn hærra en því hefur áður verið lyft hér á landi.
Næstir Friðrik, aðeins hálfum vinning neðar, komu þeir Guðjón M. Sigurðsson, Guðmundur S. Guð- mundsson og Sveinn Kristinsson, en ásamt Guðmundi Ágústssyni, sem varð 5., veittu þeir Friðrik einna harðasta keppni. Það er óþarfi að ræða hér um hvern og einni þessara skákmanna, enda hafa því efni oftlega verið gerð skil hér í blaðinu áður.

— Guðmundarnir heyra til kynslóð skákmanna, sem ætti nú að standa með hvað mestum blóma, en hefur enzt verr en mátt hefði vænta. Er það vissulega undrunarefni, hve fátt við eigum góðra skákmanna milli þrítugs og fertugs. Af toppmönnum eru það aðeins Baldur Möller og Guðmundarnir tveir. Þetta er því einkennilegra, sem þessir þrír risar sýna gleggra en nokkuð annað, að jarðvegur sá, er þeir eru úr sprottnir, hefur alls ekki verið snauður að gróðrarmagni. Er því líklegt, að orsaka þessa fjölgresisskorts sé meir að leita meðal hinna ytri aðstæðna. Þeir Guðjón M. Sigurðsson og Sveinn Kristinsson hafa sýnt bæði fyrr og nú, að þá brestur margt fremur en hæfileika til að tefla, og eru þeir þegar, orðnir fjölhliða skákmenn. Munu þeir sennilega sækja manna fastast að Íslandsmeistaratitlinum næstu árin, og verður gæfan þeim ekki fylgispök, ef hvorugum tekst að ná tangarhaldi á honum um sinn.

Eggert Gilfer, sem hlaut nákvæmlega 50% vinninga, má vel við una, miðað við sinn aldur, en sama verður eigi sagt um Baldur Möller, sem hlaut hálfum vinningi minna. Tefldi hann bersýnilega ekki af sama eldmóði og léttleika sem oft áður, hvað sem valdið hefur. Þrátt fyrir þetta er þó engin ástæða til að ætla, að Baldri hafi hrakað í skákinni, og mun hér fremur um stundarfyrirbæri að ræða. Tækni hans er sú hin sama og eiginleikarnir þeir sömu; aðeins virtist skorta gneistann til að tendra þá til sigursæls samstarfs. Þyrfti því engum að koma á óvart, þótt Baldur sýndi þegar á næsta móti, að honum er enn trúandi til að vinna mikil afrek á skákborðinu.

Í þremur neðstu sætunum lentu þrír fulltrúar þriggja kynslóða: þeir Ingi, Óli og Steingrímur, og í fullu samræmi við lögmál framþróunarinnar, skiptu þeir með sér sætum eftir aldursröð, reiknaðri frá þeim yngsta til hins elzta, og er ástæðulaust að gera athugasemdir við það.

 

1953_Skakthing-Islands_tafla

 

 

Í meistaraflokki varð Jón Pálsson hlutskarpastur og fær því réttindi til þátttöku í landsliðsflokki á næsta Skákþingi Íslands. Er það ekki vonum fyrr, að Jón nær þessum árangri, því að hann hefur um langt skeið haft mikla leikni til að bera í skák. Þeir Birgir og Þórður Jörundsson, er jafnir urðu í 2.-3. sæti, munu væntanlega heyja einvígi um landsliðsréttindin. Er erfitt að spá um úrslit þeirrar viðureignar, því að þeir eru báðir öruggir skákmenn og mjög líkir að styrkleika. Birgir var eini keppandinn í meistaraflokki, sem engri skák tapaði. Frammistaða Margeirs Sigurjónssonar verður að teljast ágæt, miðað við það, að hann er, nýliði í meistaraflokki, og framför Gunnars Ólafssonar frá síðasta Skákþingi Reykjavíkur er augljós. Maður hefði getað vænzt betri frammistöðu bæði af Hauk og Þórði Þórðarsyni, en þeir eru þó báðir vænlegri til mikilla afreka í einstökum skákum en glæsilegs heildarárangurs á skákmótum. Ingimundur Guðmundsson er sýnilega að verða áhrifamaður í meistaraflokki, og sonur hans, Ágúst, sem er algjör nýliði í þeim flokki, vakti mikla athygli með því að sigra tvo af þremur efstu mönnunum. (Sjá töflu).

 

1953_Skakthing-Islands_tafla_meistaraflokkur

 

 

í I. flokki urðu 3 jafnir í efsta sæti, með 6 vinninga hver. Það voru þeir Bjarni Linnet, Dómald Ásmundsson og Karl Þorleifsson. Munu þeir verða að tefla til úrslita um meistaraflokksréttindin. Að öðru leyti fóru leikar svo í 1. flokki:

4. Jóhannes Lárusson 4 ½ v., 5. Guðmundur Ársælsson 4, 6. Knud Kaaber 3 ½ , 7. – 8. Pétur Þorvaldsson 2 ½ , 7. – 8. Eiríkur Marelsson 2 ½ og 9-. Halldór Jónasson 1 vinning.

Í öðrum flokki urðu jafnir, efstir, Grétar Jónsson og Jón Guðmundsson, með 6 ½ vinning hver, og flytjast þeir báðir upp í 1. flokk. Má mikils af þeim vænta í framtíðinni.

Önnur úrslit í 2. flokki:

3. Guðmundur Magnússon 6 v., 4. – 5. Óli Erlingsson 4, 4. – 5. Þórketill Sigurðsson 4, 6. – 7 . Snorri Jónasson 3, 6. – 7. Björn Eyþórsson 3, 8.- 9. Alfred Nielsen 1 ½ , 8 – 9. Þorsteinn Friðjónsson 1 ½ vinning.
Mótið fór fram ýmist að Þórskaffi eða samkomusal Mjólkurstöðvarinnar og var með köflum allvel sótt af áhorfendum. Skákstjóri var Arinbjörn Guðmundsson.

Að lokum má víkja að niðurröðun landsliðsins í ár. Hún liggur ljós fyrir, að öðru leyti en því, að eftir er að útkljá, hvernig skipta beri sætum nr. 3 og 4 með þeim Guðmundi S. Guðmundssyni og Sveini. Mun ekki enn afráðið, hvort þeir heyja einvígi eða málið verður leyst á einhvern annan viðunandi hátt. Guðjón hlýtur hins vegar 2. sætið, þar sem hann var sá eini af þremenningunum, sem átti sæti í síðasta landsliði.

Landslið Íslands 1953 verður því skipað á eftirfarandi hátt:

1. Friðrik Ólafsson.
2. Guðjón M. Sigurðsson.
3. Guðmundur S. Guðmundsson eða Sveinn Kristinsson.
4. Sveinn Kristinsson eða Guðmundur S. Guðmundsson.
5. Guðmundur Ágústsson.
6. Eggert Gilfer.
7. Baldur Möller.
8. Ingi R. Jóhannsson.
9. Óli Valdimarsson.
10. Steingrímur Guðmundsson.

1953: Skákþing Íslands

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Friðrik Ólafsson x 0 ½ ½ 1 1 1 ½ 1 1 6,5 72%
2 Sveinn Kristinsson 1 x ½ ½ 1 ½ ½ ½ ½ 1 6 67%
3 Guðmundur S. Guðmundsson ½ ½ x ½ ½ ½ ½ 1 1 1 6 67%
4 Guðjón M. Sigurðsson ½ ½ ½ x 0 ½ 1 1 1 1 6 67%
5 Guðmundur Ágústsson 0 0 ½ 1 x ½ ½ 1 1 1 5,5 61%
6 Eggert Gilfer 0 ½ ½ ½ ½ x ½ 1 0 1 4,5 50%
7 Baldur Möller 0 ½ ½ 0 ½ ½ x ½ 1 ½ 4 44%
8 Ingi R. Jóhannsson ½ ½ 0 0 0 0 ½ x 1 ½ 3 33%
9 Óli Valdimarsson 0 ½ 0 0 0 1 0 0 x ½ 2 22%
10 Steingrímur Guðmundsson 0 0 0 0 0 0 ½ ½ ½ x 1,5 17%
Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1952: X. Ólympíuskákmótið – Helsinki

Ólympíuskákmotið í Helsingfors

Viðtal við Lárus Johnsen

1952 Ólympíumótið - kápumynd af Skákritinu
1952 Ólympíumótið – kápumynd af Skákritinu

Lárus Johnsen Skákmeistari kom fyrstur íslenzku þátttakendanna heim frá Alþjóðaskákmótinu í Helsingfors.

Skákritið snéri sér til hans og beiddist frétta frá mótinu. Það, sem hér fer á eftir, er í stórum dráttum það, sem Lárus hafði að segja um förina.

Við héldum út 2. ágúst með Gullfossi. Ferðin gekk ágætlega, sólskin var og mikil veðurblíða, og nutum við þess óspart.

Mátti með sanni segja, að þann tíma lifðum við eingöngu fyrir líðandi stund og gleymd um að mestu öllum framtíðar áhyggjum.

Til Kaupmannahafnar komum við morguninn 7. ágúst. Höfðum við þar skamma viðdvöl og héldum um kvöldið með ferju yfir til Malmö í Svíþjóð og þaðan með næturlest til Stokkhólms og komum þangað um morguninn 8. ágúst.

Þar höfðum við einnig mjög skamma viðdvöl, því að kl. 2.30 um daginn héldum við með skipi áleiðis til Helsingfors. Með skipi þessu voru einnig lið ýmissa annarra þjóða.

Til Helsingfors komum við svo um morguninn 9. ágúst og höfðum þannig verið rétta viku á leiðinni.

Það mátti ekki seinna vera, að við kæmum til Helsingfors, því að sama dag fór fram hátíðleg setningarathöfn mótsins í samkomusal Verzlunarháskóla Helsingforsborgar, en þar fór mótið fram. Voru þar mjög glæsileg salarkynni.

Svíinn Folke ‘Rogard, forseti Alþjóðaskáksambandsins, setti mótið.

Kl. 4 um daginn vorum við síðan boðnir í veizlu í móttökusal finnsku ríkisstjórnarinnar. og vorum þar sæmdir návist ráðherra og annarra fyrirmenna.

Var þar veittur óspart bæði, matur og drykkur.

Hvenær hófst svo sjálf keppnin?

Keppnin hófst sunnudaginn 10. ágúst. Svo sem kunnugt er var þeim 25 þjóðum, sem mótið sóttu, skipti 3 riðla, nr. 1, 2, og 3, og var dregið um það, hvar í riðli, hver þjóð lenti, að því þó tilskildu, að séð var um það, að af hinum allra sterkustu þjóðum (t. d. Sovétríkin, Argentína, Júgóslavía, Bandaríkin o. s. frv.) lentu ekki 3 í sama riðli.

Af sjálfu sér leiddi, að þar sem þjóðirnar voru 25 alls,gátu þær ekki orðið jafnmargar í hverjum riðli, og var því ráðstafað svo, að í 1. riðli urðu 9 þjóðir, en í hinum tveimur 8. Við lentum í 1. riðli ásamt Argentínu, Vestur Þýskalandi, Tékkóslóvakíu, Bretlandi, Danmörku, Kúbu, Saar og Luxemburg.

Hvað gerðuð þið ykkur vonir ,um að verða ofarlega í riðli þessum, áður en keppnin hófst?

Við gerðum okkur vonir um að lenda ekki neðar en í 6.sæti, en það þýddi það, að við hefðum lent. í B-flokki í úrslitakeppninni og aldrei orðið neðar en nr. 18 á mótinu.

Nú, 3 fyrstu þjóðir í hverjum riðli hafa þannig lent í A-flokki :í: úrslitunum, 8 næstu í B-flokki og þær, sem af gengu í C-flokki?

Já, því var á þann veg háttað.

Jæja, varð sú von að lenda í miðflokkinum sér til skammar þegar í fyrstu umferðunum?

Nei, sú von kulnaði ekki alveg fyr en í 8. umferð, er við tefldum við Luxemburg.

Síðan byrjaði Lárus að segja frá einstökum umferðum.

Við vorum ekki ánægðir með úrslitin í 1. umferð, er við töpuðum fyrir Saar með 1 1/2 – 2 1/2.

Sannleikurinn er sá, að við vanmátum Sa’arbúa og töldum þá veikari en þeir reyndust vera.

Í 2. umferð fengum við 1 1/2 vinning á Tékka, og voru það góð úrslit eftir atvikum, enda þótt Friðrik hlyti óverðskuldað tap á 1. borði.

Ég þóttist ekki þurfa að fyrirverða mig fyrir jafntefli mitt gegn Pachmann, sem er mjög þekktur alþjóðlegur meistari. Um skákir þeirra Guðjóns og Sigurgeirs mætti segja svipað.

Í 3. umferð áttum við frí og notuðum það til nánari glöggvunar á öllum aðstæðum og til hvíldar eftir því, sem kostur var á.

Í 4. umferð tefldum við svo við langsterkustu þjóðina í okkar riðli, Argentínumenn, sem höfnuðu í öðru sæti í úrslitakeppninni. Í byrjun gerðum við okkur von um að fá 1 vinning, en sú von brást. Einungis Friðrik tókst að herja út afntefli á andstæðing sinn, Jul. Bolbochan, og var það út af fyrir sig ágætt afrek.

Í 5. umferð tefldum við svo við Dani. Ekki þyrði ég að sverja fyrir, að við hefðum ekki teflt af ögn meiri þunga og lagt meiri orku í skákirnar en í hinum umferðunum, er við þreyttum kapp við þessa frændur vora. En hvað, sem því líður tókst okkur að sigra þá með eins vinnings mun, og var vissulega fögnuður í okkar herbúðum eftir þá umferð.

Einna . athyglisverðust var skák þeirra Guðmundar Arnlaugssonar og Egils Pedersen, en Danir töldu hana lengi unna hjá Agli.

En með óvæntum og sterkum varnarleik tókst Guðmundi að snúa taflinu sér í hag, og réði það úrslitum í þessari viðureign.

Í 6. umferð tefldum við við Þjóðverja og hlutum 1 1/2 :2 1/2. Það mætti ætla, að við þyrftum ekki að .vera svo óánægðir með þau úrslit, en eftir skákunum fundust okkur þau úrslit ekki sérlega sanngjörn. Gilfer átti unnið á Teschner, en náði einungis jafntefli, og ég tapaði jafnteflisskák gegn L. Schmid.

Gerðuð þið ykkur ennþá vonir um að lenda í B-flokki í úrslitunum?

Já, ennþá þóttu okkur standa vonir til þess, einkum ef okkur tækist að sigra Kúbu í næstu umferð, en við Kúbumenn stóð meginbaráttan.

Svo kom 7. umferðin, þegar við töpuðum fyrir Kúbu með eins vinnings mun. Við vorum sáróánægðir með þau úrslit. Við Friðrik töldum okkur báða eiga unnið tafl á tímabili.

Eftir þessi úrslit var ljóst, að við gátum ekki gert okkur vonir um að lenda í B-flokki nema gæfan væri okkur sérlega hliðholl, sem í ljós kom, að ekki var.

Í næstu umferð, þeirri áttundu kom nefnilega áfallið, og mátti líta á það sem hlutfallslega mesta áfall, er er við urðum fyrir á mótinu. Þá gerðum við jafnt við Luxemburg. Hve úrslit þessi eru lítt til þess fallin að hælast yfir þeim, sést bezt á því, að á öllu mótinu, bæði í undanrásum og úrslitum (þ. e. af 56 skákum) hlutu Luxemburgarar einungis 31%; vinning, þar af 2 á okkur!!! Þeir virðast því standa í eigi lítilli þakkarskuld við okkur.

Hverjar telur þú aðalorsakir þessarra óhagstæðu úrslita?

Höfuðorsökin hefur sennilega verið sú, að við höfum vanmetið andstæðinga okkar. Í öðru lagi kann, að hafa gætt hjá okkur taugaóstyrks vegna þess, hversu tvær síðustu umferðirnar voru mikilvægar upp á úrslitin. Hvað einstakar skákir snertir gét ég a. m. k. fullyrt það, að Friðrik Ólafsson var þarna unninn af sér mun veikari manni.

Eftir þetta höfðum við engar vonir um að lenda í 2. gæðaflokki, ef svo mætti að orði komast.

Misstuð þið nú ekki kjarkinn og gáfuzt upp fyrir brezka heimsveldinu banrdagalaust í síðustu umferð?

Nei. Við fengum eftir atvikum ;sæmilega útkomu gegn Bretum: 1 1/2 :2 1/2, og hygg ég að þær úrslitatölur gætu jafnvel gilt sem hlutfallstölur fyrir styrkleika landanna.

En þar með höfðu þó hinar björtustu vonir svikið ykkur?

Já, nú urðum við að lækka seglin og láta okkur nægja að tefla upp á efsta sætið í C-flokki.

Tölduð þið ykkur í byrjun hafa talsverða möguleika til þess?

Já, það var álit okkar, en við reiknuðum þó með Brasilíumönnum sem hættulegum andstæðingum, enda hafði aðeins munað einum vinningi, að þeir lentu ekki í B-flokki.

Hvernig vegnaði ykkur svo í fyrstu í úrslitunum?

Ágætlega til að byrja með. Í 1. umferð unnum við Luxemburg á öllum borðum.

Satt að segja var þetta eina umferð mótsins, sem hægt var að segja, að við værum heppnir í, því að þeir Sigurgeir og Guðjón römbuðu báðir um skeið á barmi glötunarinnar. En hvað um það. Við unnum allar skákirnar og vorum nú hinir vígreifustu.

Hvað voruð þið svo lengi undir áhrifum þessarar sigurvímu?

Í 2. umferð áttum við frí, og þótt áhrifin hafi. kannske dvinað nokkuð við það, þá fengum við tvo góða „afréttara“ í 3. og 4. umferð, en þá unnum við fyrst Norðmenn, en síðan Grikki’ með 2 1/2 : 1 1/2 hvora þjóðina.

Eftir 4. umferð fundust okkur möguleikar okkar til að vinna flokkinn hafa allmjög aukizt. Vorum við þá í efsta sæti ásamt Norðmönnum með 9 vinninga, en Norðmenn áttu eftir að eiga frí. Í öðru sæti voru Brasilíumenn og Svisslendingar með 8 vinninga.

Svo kom 5. umferð, örlöga ríkasta umferð úrslitanna. Við tefldum við Saar og hugsuðum þeim nú þegjandi þörfina, en þeir höfðu sem áður var sagt sigrað okkur með 2 1/2 : 1 1/2 í fyrstu umferð undanrásanna. En oft verður lítið úr því högginu, sem hátt er reitt.

Í stað þess að ná að koma fram hefndum biðum við nú enn herfilegri ósigur og hlutum aðeins 1 vinning gegn 3.Orsök þess má sjálfsagt rekja til taugaóstyrks og þess ásetnings okkar að vinna því sem næst hverja skák af Saar.

Sem heild tel ég Saarliðið nokkru veikara en okkar lið.

En þeir virtust ekki setja sig á eins háan hest og við og tefla meira fyrir ánægjuna heldur en það að vinna sigra hvað sem það kostaði. Slíkt hugarfar gefur oft furðulegan árangur.

Gerðuð þið ykkur nú lengur vonir um efsta sætið?

Ja, ég veit ekki hvað segja skal. Bjartsýnir menn ala alltaf hinar fáránlegustu vonir í brjósti. Svo mikið er víst, að í næstu umferð gerðum við örvæntingarfulla tilraun til að vinna Brasilíu með sem mestum yfirburðum, því að það var úr því sem komið var eina vonin til að ná forustunni.

Þessi tilraun endaði með þeim ósköpum, að við töpuðum á öllum borðum. Hvílíkt reiðarslag þetta var sést bezt á því að við þetta lentum við í næst neðsta sæti, hálfum vinning niður fyrir Saar.

Þótti ykkur nú ekki sem Íslands óhamingju yrði allt að vopni?

Sjálfsagt hefur það hvarflað að sumum okkar.

Svo síðasta umferðin?

Já, í henni unnum við Sviss með 2 1/2 :1 1/2 og náðum við það Saar og höfnuðum því í næst neðsta sæti. Við vorum þó raunar taldir vinna Saar á stigum.

Og hver varð svo heildarútkoma ykkar að vinningum til?

Við hlutum 25 vinninga af 56 mögulegum, sem eru 44,6%.

Vinningar skiptust á þann veg milli einstakra manna úr okkar liði að:

Gilfer hlaut 2 vinninga af 8 eða 25%.
Friðrik hlaut 6 v. af 13 eða 46,1%.
Lárus hlaut 4 v. af 11 eða 36,4%.
Guðjón hlaut 6 v. af 12 eða 50,0%.
Guðmundur hlaut 4 v. af 6 eða 66,7 %.
Sigurgeir hlaut 3 v. af 6 eða 50,0 %.

Hvað viltu segja um þessa frammistöðu?

Hún er að sjálfsögðu ekki góð og verri en menn almennt munu hafa vænzt.

Þess ber þó að gæta að 4 okkar höfðu aldrei teflt á slíku móti fyrr. En auk þess tel ég, að minni framför hafi orðið hjá okkur í skák síðustu árin en hjá. ýmsum öðrum þjóðum.

En telur þú engan árangur hafa orðið af ferðinni þegar vinningafjöldi er fráskilinn.

Jú, ég tel okkur hafa hlotið mikla og staðgóða þjálfun. Auk þeirra skáka, sem við tefldum, sáum við ýmsa heimsfræga meistara þreyta með sér kapp, og má ætla að við höfum eitthvað lært af þeim.

Ég tel því líklegt, að þeir af okkur, sem mótækilegir voru fyrir framför, hafi bætt talsverðu við skákstyrkleika sinn.

Já, það er nú alltaf mikils um vert.

Var ekki mótinu vel stjórnað?

Jú með ágætum. Salarkynni voru glæsileg, öllu haganlega fyrirkomið og í föstum sniðum og ítrasta stundvísi viðhöfð. Finnar sýndu skákmönnunum fyllsta atlæti og vínsemd. Var okkur m. a. tvisvar boðið í kynnisferð, í annað skiptið um Helsingforsborg, en hitt skiptið sjóleiðis í skrautlegri lystisnekkju um nágrenni borgarinnar. Var þannig allt gert til að gera okkur lífið sem ánægjulegast.

Þess þarf tæpast að geta, að í lok mótsins var keppendum haldin mjög vegleg skilnaðarveizla.

Hverjir hlutu flesta vinninga á hinum ýmsu borðum?

Á fyrsta borði hlaut argentíski skákmeistarinn Najdorf bezta útkomu: 12 1/2 vinning af 16 sem eru 78,12% vinninga.
Á öðru borði Smyslov (Sovétríkjunum) 10 1/2 af 13 eða 80,-77%.
Á þriðja borði Bronstein (Sovétr.) 8 af 10 eða 80,0%.
Á fjórða borði Kottnauer (Tékkóslóvakía) 12% af 15 eða 83,33%.

Hvaða stórmeistari virtist þér vekja mesta athygli í Helsingfors?

Najdorf virtist mér draga mest að sér áhorfendur, enda tefldi hann mjög skemmtilega, en af einstökum liðum vakti lið Sovétríkjanna, sem bar sigur af hólmi í keppninni, auðvitað mesta athygli. Skákmeistari Sovétríkjanna, Paul Keres, fannst mér mjög kurteis og vingjarnlegur maður.

Að endingu gat Lárus þess, að skákstjóri á mótinu hefði verið tékkneski meistarinn Opocensky, sem hefði auðvitað haft sér til aðstoðar fjölda finnskra embættismanna.

Að því loknu þökkuðum við Lárusi gefnar upplýsingar og kvöddum hann með virktum.

1952: X. Ólympíuskákmótið - Helsinki

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Árangur Friðriks

1952 Ólympíumótið - tafla_fridrik

Lokastaða: Riðill 1

1952 Ólympíumótið - tafla_group

Lokastaða: Úrslitakeppni – C-riðill

1952 Ólympíumótið - tafla_finalc

Vinningshlutall 46%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1952: Einvígi við Lárus Johnsen um Íslandsmeistaratilinn

FRIÐRIK ÓLAFSSON

SKÁKMEISTARI ÍSLANDS

Sigraði Lárus Johnsen í einvígi 3 ½ : 2 ½.

SKÁKRITIÐ 5.-6. tbl. 1952.

Einvígi þeirra Friðriks og Lárusar var skemmtileg og tvísýn viðureign og vakti mikla athygli. Að sönnu voru skákirnar fjarri því að vera lýtalausar, og verður oft sú raunin, þegar barizt er sem ákafast. En þær voru aldrei leiðinlegar, viðleitni og athafnasemi var mikil á báða bóga, og oft mynduðust skemmtilega leikfléttur, er hinum hvassa stíl beggja keppenda sló saman.

Stíll Friðriks virðist hvassari, en hvað nýstárlegar hugmyndir áhrærir, sýnist Lárus tánum fremri. Að öllu samanlögðu er Friðrik líklega heldur sterkari. Bæði Friðrik og Lárus eru í ríkum mæli það, sem Englendingar nefna „tactican“

Í þessu felst, að þeir eru leikhagari en skyggni þeirra á baksvið átakanna og skilningur á innsta eðli þeirra gefur fullt tilefni til. En enginn má þó skilja þetta svo, að þeir séu ekki fjölhliða skákmenn, þótt þeir við gaumgæfilega athugun reynist ekki jafnir á alla kanta.

Og tæplega getur það móðgað nokkurn mann, þótt staðhæft sé, að enginn skákmaður okkar standi þeim Friðrik og Lárusi framar þessa stundina.

Svo að vikið sé að einstökum skákum, þá er lesendum það kunnugt, að fyrsta skákin varð jafntefli. Aðra skákina vann Friðrik, að því er virtist með nokkrum yfirburðum, og birtist sú skák í þessu hefti með skýringum eftir hinn unga sigurvegara.

Þriðja skákin varð jafntefli, en þá fjórðu vann Lárus. Sú skák var sennilega eftirminnilegasta skák einvígisins. Lárus fórnaði snemma tafls manni, en Friðrik hafnaði fórninni og sást yfir, að hefði hann tekið henni var Lárus neyddur til að taka jafntefli með þráskák.

Friðrik voru einnig mislagðar hendur í framhaldi skákarinnar. Lék hann nokkra veika leiki, sem gáfu Lárusi færi á giftusamlegri kóngssókn, er leiddi að lokum til sigurs. Vinningar stóðu því 2:2 eftir fyrstu fjórar skákirnar, og varð því að tefla tvær til viðbótar.

Þegar hér var komið, var liðið fast að apríllokum. Var nú gert hlé á einvíginu um mánaðartíma eða þar til í júní byrjun. Var þá teflt áfram. Fimmta skákin (tefld 5. júní) varð jafntefli eftir snörp átök í 40 leiki.

Sjötta og síðasta skákin var síðan tefld strax daginn eftir. Með henni fengust úrslit í þessu harða og skemmtilega einvígi.

Friðrik lék kóngspeði, og kom fram fjögurra riddara tafl. Ekki höfðu þeir lengi teflt, er Lárus skyndilega lék af sér skiptamun, og rétti hann ekki við eftir það. Gafst hann upp eftir tæpa 30 leiki.

Einvíginu lyktaði því svo, að Friðrik fór með sigur af hólmi með 3,5 vinning gegn 2,5 og varð þar með Skákmeistari Íslands að þessu sinni.

Friðrik Ólafsson er einungis 17 ára að aldri og hefur með tilliti til þess unnið þarna einstætt afrek. Enginn Íslendingur hefur fyrr unnið æðstu gráðu skákreglunnar hér á landi svo ungur að árum.

En þessi sigur Friðriks mun þó hafa komið fáum á óvart. Af öllum þeim, sem þátt tóku í Landsliðskeppninni í vetur mun Friðrik síður en svo hafa verið talinn ólíklegri til að sigra en nokkur hinna keppendanna. Önnur ályktun hefði líka brotið í bága við gefnar forsendur, því að reynslan hafði sýnt, að hann var fyllilega hlutgengur á hverjum innlendum vettvangi, sem var og er þá vægilega að orði kveðið.

En eftir þennan sérstæða sigur verða þær kröfur gerðar til Friðriks, sem ofurmenni ein fá undir staðið. Um leið og SKÁKRITIÐ óskar hinum unga Íslandsmeistara til hamingju með sigurinn, er það von þess og trú, að hann verði íslenzkum æskumönnum aflvaki og hvöt til nýrra glæsilegra afreksverka.

EINVÍGIÐ
FRIÐRIK-LÁRUS

Skák nr. 133.
Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Lárus Johnsen.

Sikileyjar vörn.

1952: Einvígi við Lárus Johnsen um Íslandsmeistaratiilinn

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
1 23.4.1952 Lárus Johnsen 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson
2 25.4.1952 Friðrik Ólafsson 1-0 Lárus Johnsen
3 27.4.1952 Lárus Johnsen 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson
4 28.4.1952 Friðrik Ólafsson 0-1 Lárus Johnsen
5 5.6.1952 Lárus Johnsen 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson
6 6.6.1952 Friðrik Ólafsson 1-0 Lárus Johnsen
Vinningshlutall 58%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1952: Skákþing Íslands

Æsispennandi Íslandsmót: Friðrik og Lárus Johnsen efstir

SKÁKRITIÐ 3.-4. tbl. 1952.

Landsliðskeppni Íslands fór fram 28. marz til 20. apríl sl. Þátttakendur voru 16, eða aðeins röskur helmingur þeirra, er réttindi höfðu til þátttöku samkvæmt samþykkt þeirri, er gerð var þar að lútandi á síðasta aðalfundi Skáksambandsins.

Þarna vantaði líka marga afar sterka meistara, og er slíkt leitt, þegar velja skal menn til Ólympíukeppni, eins og hér var gert. Nægir að nefna t. d. þá Guðmund S. Guðmundsson, Ásmund Ásgeirsson og Guðmund Arnlaugsson til að finna þessum orðum stað. En þrátt fyrir það var þetta þó eitt af fjölsetnustu og sterkustu mótum, sem hér hafa verið haldin.

Friðrik Ólafsson náði forustunni eftir 4 umferðir og hélt henni til loka mótsins. Töldu menn um hríð, að hann mundi sigra með nokkrum vinningsmun, en í 8. umferð lék hann sér í mát í tímahraki gegn Sigurgeiri Gíslasyni, og við það náðu þeir  Lárus, Sigurgeir og Árni honum að vinningum.

Í 9. og síðustu umferð unnu þeir svo báðir, Friðrik og Lárus, og urðu þannig jafnir að vinningum með 6,5 vinning hvor, en Friðrik er þó einn efstur samkvæmt kerfinu.

Árni gerði jafntefli og varð þannig 3. með 6 vinninga, en Sigurgeir tapaði og við það náðu þeir honum Eggert Gilfer og Guðjón M. Sigurðsson, hlutu allir 5 1/2 vinning.

Næstir með 5 vinninga komu þeir Baldur Möller og Steingrímur Guðmundsson og skipa þeir 7. og 8. sætið í landsliði. Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi töflu um vinninga einstakra manna og önnur úrslit.

Enda þótt Friðrik yrði ótvírætt í efsta sæti samkvæmt kerfinu, ákvað mótstjórinn, að þeir Lárus skyldu tefla einvígi um efsta sætið í landsliði og Íslandsmeistaratitilinn.

Hefur þessi ákvörðun sjálfsagt verið tekin með hliðsjón af því, að Lárus var handhafi titilisins síðastliðið ár og þess vegna þótt ótilhlýðilegt, að hann tapaði titlinum að jöfnum vinningum. Munu þeir tefla 4 skákir, og verði þeir þá jafnir, tvær í viðbót og síðan áfram, unz annar hvor vinnur, verði þeir jafnir að sex tefldum.

Einvígið hófst 23. apríl sl. og lauk fyrstu skákinni með jafntefli, en fleiri höfðu eigi verið tefldar, er blaðið fór í prentun.

Landsliðið 1952 verður samkvæmt ofansögðu þannig skipað:

  1. Lárus eða Friðrik.
  2. Friðrik eða Lárus.
  3. Árni Snævarr.
  4. Sigurgeir Gíslason.
  5. Eggert Gilfer.
  6. Guðjón M. Sigurðsson.
  7. Baldur Möller.
  8. Guðmundsson.

Ráðgert var, þegar mótið hófst, að 5 efstu menn tefldu fyrir Íslands hönd í Helsingfors í sumar, og verður væntanlega ekki hvikað frá þeirri ráðagerð héðan af með góðri samvizku gagnvart hlutaðeigandi mönnum.

Hitt er svo álitamál, hvort Monradskerfi gefur eins glögga mynd af  styrkleika keppenda eins og  hið venjulega kerfi. Það þyrftu  þeir vendilega að athuga, sem standa að því, að þetta kerfi sé viðhaft á mikilvægum úrtökumótum.

Frá landsliðskeppninni.

Skák nr. 120.
Hvítt: Óli Valdimarsson.
Svart: Friðrik Ólafsson.

Kóngsindversk vörn.

Skýringar eftir Friðrik Ólafsson

1952: Skákþing Íslands

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 Vinn. Prósenta
1 Friðrik Ólafsson x ½ ½ 0 1 ½ 1 1 1 1 6,5 72%
2 Lárus Johnsen ½ x 1 1 1 ½ ½ 1 ½ ½ 6,5 72%
3 Árni Snævarr ½ x 1 ½ 1 ½ ½ ½ 1 ½ 6 67%
4 Sigurgeir Gíslason 1 0 0 x ½ 1 ½ 1 ½ 1 5,5 61%
5 Eggert Gilfer 0 0 ½ ½ x ½ 1 1 1 1 5,5 61%
6 Guðjón M. Sigurðsson ½ 0 0 ½ x 1 1 1 1 ½ 5,5 61%
7 Baldur Möller ½ ½ 0 x 0 0 1 1 1 1 5 56%
8 Steingrímur Guðmundsson ½ 0 0 0 1 x ½ 1 1 1 5 56%
9 Óli Valdimarsson 0 ½ ½ ½ 0 0 x 1 1 1 4,5 50%
10 Jón Einarsson 0 0 1 ½ x 0 1 0 1 1 4,5 50%
11 Guðmundur Ágústsson ½ 0 0 0 x ½ ½ ½ 1 1 4 44%
12 Benóný Benediktsson 0 ½ ½ 0 0 1 ½ x 1 0 3,5 39%
13 Bjarni Magnússon ½ 0 0 0 0 ½ x 1 ½ 1 3,5 39%
14 Hafsteinn Gíslason 0 ½ 0 1 ½ 0 0 x ½ 1 3,5 39%
15 Sturla Pétursson 0 0 0 0 0 1 ½ ½ x ½ 2,5 28%
16 Haukur Sveinsson 0 0 0 0 0 0 0 0 ½ x 0,5 6%
Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1951: Skákþing Íslands

Landsliðskeppnín 1951

Lárus Johnsen skákmeistari Íslands

 

SKÁKRITIÐ 9.-10. tbl. 1951.

Hin árlega landsliðskeppni, þar sem teflt er um skákmeistaratitil Íslands, fór fram, óvenju seint í ár eða dagana 23. sept. til 3. okt. s.l. Rétt til þátttöku í keppninni höfðu alls 15 menn, en þar af mætti til keppni tæpur helmingur eða 7 menn. ýmsir okkar þekktustu og færustu skákmanna stóðu utan keppninnar, þar á meðal 6 af 8 þáverandi landsliðsmönnum!

Þrír af þeim halda þó enn sætum í landsliði samkvæmt þeim fyrirmælum í landsliðslögunum, að fjórir efstu landsliðsmenn þurfi eigi að tefla í næstu keppni til að halda sætum í landsliði, en færist aðeins um eitt sæti niður. Þeir þrír, sem nú halda sætum í landsliði með tilstyrk laga þessara, eru Baldur Möller, skákmeistari Norðurlanda, Guðmundur Ágústsson og Guðjón M. Sigurðsson, en þeir Guðmundur Arnlaugsson, Ásmundur Ásgeirsson og Bjarni Magnússon falla úr landsliði. Er þar sannarlega vöskum drengjum á bak að sjá, en vonandi snúa þeir aftur, þótt síðar verði og hefja þátttöku í íslenzkum skákmótum á ný, endurnærðir og þrungnir bardagamóði eftir hressandi hvíld.

Enda þótt ýmsir af okkar færustu skákmönnum stæðu utan landsliðskeppninnar í ár, ber þó mótstaflan með sér, að það voru engir veifiskatar, sem leiddu þar saman hesta sína að þessu sinni. Eggert Gilfer, Steingrímur Guðmundsson, Lárus Johnsen og Friðrik Ólafsson eru það þekkt og virt nöfn meðal íslenzkra skákmanna og skákunnenda, að þar sem þessir fjórmenningar eru sjaldan komnir á móti, eru a. m. k. einhverjar skákir traust og djarflega tefldar. Er hér með engri rýrð varpað á hina keppendurna, sem einnig sýndu oft og tíðum djörfung og tilþrif. Nokkuð lýtti það mót þetta, að einn keppandinn, Björnson, en tapaði fyrir þeim Friðríki og Lárusi. Hinum skákunum tapaði hann sökum fjarvistar.

Svo að maður snúi sér aftur að aðalatriðunum, verður því eigi neitað, að Lárus Johnsen tefldi af mestu öryggi og mestri leikni á mótinu og var vel að sigrinum kominn. Hann tapaði engri skák, gerði þrjú jafntefli og vann 3, og hlaut þannig 75% vinninga. Þess má að vísu geta, að sökum leiðinlegs misskilnings mætti Jóhannesson, hætti keppni að Eggert Gilfer eigi, er hann þremur umferðum tefldum og hélt til útlanda, þar sem hann er að hefja nokkurra ára tungumálanám. Verður hvort tveggja að teljast furðulegt, að Björn skyldi skrá sig til keppni vitandi það, að hann yrði að yfirgefa landið, áður en keppninni lyki og einnig hitt, að mótstjórnin skyldi ekki ráða honum fastlega frá slíku eða jafnvel meina honum þátttöku undir slíkum kringumstæðum. Það er ætíð skemmd á mótum, ef þátttakendur, einn eða fleiri, hætta keppni, áður en mótinu er lokið og þá ekki hvað sízt, ef um stutt mót er að ræða eins og þessa keppni.

Eins og sagt var áðan tefldi Björn aðeins þrjár skákir. Hann vann Sigurgeir Gísla skyldi tefla við Lárus og tapaði þannig baráttulaust þeirri skák. Þetta var leiðinlegt tilvik, sem eflaust var að einhverju leyti stjórn mótsins að kenna, en því miður fórust henni störf sín engan veginn vel, og er þá fremur vægilega til orða tekið. T. d. virtist enginn fastur skákstjóri vera á mótinu, en hinir og þessir voru „settir“ í starfa þennan stutta hríð, en síðan tók annar við. Töldu kunnugir, að skákstjórarnir væru engu færri en keppendurnir! En þrátt fyrir þetta leiðinlega tilvik, verður eins og áður var drepið á ekki annað sagt en Lárus væri vel að sigrinum kominn. Skákir hans báru því vitni, að hann tók engum vettlingatökum á þeim erfiðu viðfangsefnum, sem keppnin færði honum til úrlausnar, heldur tefldi af festu og einbeitni, en það eru oftast giftudrýgstu eiginleikarnir, þegar afrek skal vinna.

Það mun óþarfi að kynna hinn nýja Íslandsmeistara fyrir íslenzkum skákunnendum, og skal það því að mestu látið ógert. Lárus hefur undanfarin ár verið í flokki okkar sterkustu meistara, þótt honum á síðastliðnu ári væru fremur mislagðar hendur á mótum þeim, er hann þá tók þátt í. En slíkir afturkippir eru ekki óalgengir, jafnvel meðal færustu meistara.

Stíll Lárusar er furðu fastmótaður, þegar það er athugað, að hann á aðeins 28 ár að baki. Er hann að sjálfsögðu all fjölbreytilegur, en hefur þó einkum eitt skýrt einkenni, sem skilur hann allgreinilega frá stíl annarra íslenzkra meistara. Það er, ef svo mætti að orði komast, hinn listræni fjölkynngisblær, sem hvílir yfir mörgum skákum Lárusar. Út úr einföldustu stöðum töfrar hann oft snjöll og hrífandi leikjatilbrigði, sem hafa að miðdepli einhverja óvænta „kombínasjón“ sveipaða hinum fjölbreytilegustu taflflækjum. Og hvað við kemur kombínasjónum yfirleitt, er vafasamt, að nokkur íslenzkur skákmaður standi Lárusi jafnfætis á því sviði, nema ef vera skyldi Guðjón M. Sigurðsson.

Hins verður þá einnig að geta, að Lárus er mun veikari á ýmsum öðrum sviðum skákarinnar, einkum þeim, er lúta að stöðumati og djúpstæðum framtíðar-áætlunum. Á því sviði stendur hann ýmsum, meisturum okkar, t. d. Guðmundi S. Guðmundssyni og Ásmundi Ásgeirssyni, greinilega að baki. En ekki verður alls krafizt af einum dauðlegum manni, og miklum meistara verður margt fyrirgefið.

Skákritið vill óska hinum nýja Íslandsmeistara af alhug til hamingju með titilinn og væntir þess, að hann láti hann ekki af hendi án harðvítugrar baráttu.

Friðrik Ólafssön og Þórður Jörundsson urðu jafnir í öðru og þriðja sæti. Þeim er í flestu ólíkt farið. Friðrik er undrabarnið, sem þaut eins og hvirfilvindur út úr skákáhuga bylgju þeirri, sem myndaðist við einvígi þeirra Ásmundar Ásgeirssonar og Guðmundar Ágústssonar haustið 1946 og hefur lítt hægt skrið sitt síðan. Hefur hann þegar, aðeins 16 ára að aldri vakið feikna athygli, bæði innan lands og utan, fyrir skákhæfni sína. Á hann vafalaust glæsta framtíð í vændum sem skákmeistari, en annars er ábyrgðarminnst að hafa sem fæstar spár um menn, sem tilheyra fortíðinni í jafn snauðum mæli sem Friðrik.

Þórður á lengri skákferil að baki og hefur þrætt hann með mun hæglátara og almennara göngulagi en Friðrik. Hóf hann þátttöku í skákmótum snemma á stríðsárunum og er þó mjög nýlega kominn í meistaraflokk. Þórður hefur glöggan skilning á ýmsum veigamestu atriðum skáklistarinnar, teflir fast og örugglega, en skortir snerpu og taktíska leikni. Má mikils af Þórði vænta.

Gilfer og Steingrímur voru þeir einu fulltrúar eldri kynslóðarinnar, er freistuðu gæfunnar á móti þessu. Hún reyndist þeim þó engan veginn leiðitöm og varðist öllum freistingum þeirra, nema helzt, þegar Steingrímur lagði Friðrik Ólafsson að velli í 4. umferð, en þá hafði hann að ýmis dómi óvenjulega happasæld í verki með sér.

Eins og taflan ber með sér urðu þeir Gilfer, Steingrímur og Sigurgeir jafnir í 4.-6. sæti. Þeir Steingrímur og Sigurgeir munu verða að tefla einvígi um það, hvor hlýtur sæti í landsliði, en Gilfer mun halda sínu sæti (þann skilning leggja ritstj. a. m.k. í landsliðslögin). Þá munu þeir Friðrik og Þórður einnig verða að tefla um 3. landsliðssætið, en, sá sem því einvígi tapar hlýtur væntanlega 6. sætið, þar eð þeir Guðmundur Ágústsson og Guðjón M. Sigurðsson sitja í 4. og 5. sæti. Endanleg röð landsliðsins er þannig ókunn, þegar þetta er ritað, en eftirfarandi röðun má setja upp til skýringar eins og máIin nú standa.

1. Lárus Johnsen
2. Baldur Möller
3. Friðrik Ólafsson eða Þórður Jörundsson.
4. Guðmundur Ágústsson.
5. Guðjón M. Sigurðsson.
6. Friðrik eða Þórður.
7. Eggert Gilfer
8. Sigurgeir eða Steingrímur.

Keppnin fór fram að Skáta heimilinu við Snorrabraut.

1951: Skákþing Íslands

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1951 Skákþing Íslands - tafla

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1951: Tveggja skáka einvígi í Birmingham

Eftir heimsmeistaramót ungmenna í Birmingham 1951 tefldi Friðrik tveggja skáka einvígi við írska meistarann John O’Hanlon (23. apríl 1876 20. febrúar 1960) og vann báðar skákirnar næsta léttilega.

O’Hanlon, sem var 75 ára þegar þetta litla einvígi fór fram, var meðal bestu skákmanna Írlands á fyrri hluta 20. aldar og hafði níu sinnum hampað írska meistaratitlinum, á árunum 1913 til 1940.

Hann hafði einnig náð ágætum árangri á alþjóðlegum skákmótum, varð efstur ásamt Max Euwe í Broadstairs 1921, og í 1.-3. sæti í Hyères 1928 ásamt Marcel Duchamp og Vitaly Halberstadt.

Þá var O’Hanlon fulltrúi þjóðar sinnar á fyrsta ,,óopinbera“ Ólympíumótinu í skák í París 1924, og síðan á ólympíumótunu í Varsjá 1935 og Buenos Aires 1939.

1951: Tveggja skáka einvígi í Birmingham

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
2ja skáka einvígi í Birmingham 1951
1 John O’Hanlon 0 – 1 Friðrik Ólafsson
2 Friðrik Ólafsson 1 – 0 John O’Hanlon
Vinningshlutall 100%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1951: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri – Birmingham

Heimsmeistaramót ungmenna í Birmingham: Friðrik í miðjum hópi

 

Guðmundur Arnlaugsson skrifar

Götumynd frá Birmingham um 1950Hljótt hefur verið um för Friðriks Ólafssonar á alþjóðamót drengja í Birmingham. Um það leyti að hann fór af stað voru birt hér ummæli forstöðumanna mótsins, mjög lofsamleg í hans garð, en þeir þekktu hann frá drengjamótinu í fyrrasumar. Töldu þeir líklegt, að hann yrði einn hinna efstu ef ekki efstur. Þegar á mótið leið, og það kom í ljós, að þessi spá mundi ekki rætast, fór að bera minna á fréttunum og leiksloka mun aðeins hafa verið getið í útvarpinu.

Friðrik kom heim með Heklu úr síðustu Skotlandsför hennar. Skákmótinu lauk þannig, að hæstur varð Júgóslavinn Boris Ivkoff, eins og flestir, sem eitthvað þekktu til, munu hafa búizt við. Hann hafði talsverða yfirburði yfir keppinauta sína, vann 8 skákir, gerði 3 jafntefli, en tapaði engri, hlaut því 9,5 vinning.

Næstur honum kom drengjamestari Breta, Malcolm Barker, með 8 vinninga. Báðir voru eins fullorðnir og keppendur máttu framast vera, Ivkoff 19 ára, en Barker vantaði aðeins fáa daga í tvítugt. Þriðji varð piltur frá Argentínu, R. C. Cruz með 7 vinninga. Faðir hans, sem er kunnur skákmaður, kom með honum frá Argentínu og var hjá honum meðan keppnin stóð yfir.

Ivkoff
Ivkoff

Friðrik lenti í miðjum hópi með slétt 50%. Hann vann 4 og tapaði 4, en 3 af skákum hans urðu jafntefli. Þessi leikslok munu hafa orðið mörgum vonbrigði, ekki sízt vegna ummæla í blöðum hér áður en Friðrik lagði af stað. Það er tvíeggjað og reyndar oftast til ills eins að spenna bogann of hátt fyrirfram, koma mönnum til að vænta þeirra leiksloka, sem bezt geta orðið.

Fáir sem til þekktu munu hafa ætlað Friðriki sigurvonir á við Ivkoff, sem ferðaðist með landslði Júgóslava um Evrópu í fyrrasumar og átti sinn þátt í hverjum sigri þeirra á fætur öðrum. En Júgoslavar munu vera öflugusta skákþjóð þeirra, er keppendur sendu á þetta mót, svo að einnig að því leyti voru úrslitin sanngjörn.

Flestir munu hafa búizt við að Friðrik yrði ofarlega, en fæstum tekst alltaf jafnvel upp, og skákir Friðriks frá mótinu bera það með sér, að honum hefur eigi sóttst hugsanaróðurinn jafnlétt þarna og stundum áður. Friðrik sótti þetta mót nýsloppinn úr erfiðu prófi, sem mörgum stendur stuggur af, landsprófinu, og hann var þarna einn síns liðs. Enn hann hefur tímann fyrir sér. Í ráði er að þessi drengjaskákmót verði haldin á árs fresti eða tveggja, og þar verður Friðrik hlutgengur aldursins vegna enn um hríð. Og enn er sagan ekki öll…

 

Friðrik fyrir ofan Tartakower, Unzicker, Rossolimo, Donner og Matanovic!

 

Samtímis drengjaskákmótinu fór fram minningarskákþing það, sem haldið er í sambandi við Bretlandshátíðina. Þess hefur verið getið í þessum dálkum áður og verður nánar vikið að því síðar. Tefldu báðir flokkar í sama salnum, annar á morgnana, hinn síðari hluta dagsins.

Að þingunum loknum fór fram hraðskákamót. Þar tefldu allir saman, meistarar og drengir, og voru tefldar sjö umferðir eftir Monrads-kerfi. Er skemmst af því að segja að Friðrik vann sex meistara í röð, þá Radivic, Sweene, Matanovic, Donner, Tartakower og Unzicker.

Eftir þessar sex umferðir var honum tryggur sigur, hvernig sem sú síðasta færi, enda tapaði hann þar fyrir Rossolimo. Úrslit urðu þessi: 1. Friðrik 6 vinn., 2.—5. Rossolimo, Van Scheltinga, Tartakower og Unzicker 5,5 hver.

Íslendingar hafa sýnt það fyrr, að þeir standa framarlega í hraðskák, enda er hún mjög stunduð hér. Friðrik vann glæsilegan sigur á síðasta hraðskákmóti Íslands, en hann hefur í einu vetfangi lagt þarna að velli fleiri kempur en nokkur annar íslenzkur taflmaður.

Meðal þátttakenda í þessari hraðkeppni voru auk þeirra, sem hér hafa verið taldir, tveir Bretlandsmeistarar, þeir Alexander qg Broadbent, Wade og Bogoljuboff. En hvorki Gligoric né Stáhlberg voru meðal þátttakenda.

Nýi tíminn 12. júlí 1951.

1951: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri - Birmingham

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1951 Birmingham - tafla

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1951: Afmælismót TR – Rossolimo mótið

AFMÆLISMÓTIÐ

Síðari hluti Afmælismóts Taflfélags Reykjavíkur, almennt nefnt „Rossolimomótið“ fór fram í Listamannaskálanum í Reykjavík dagana 5.-18. febrúar síðastliðinn.

Eins og vænta mátti var aldrei tvísýnt um það, hverjum félli 1. sætið í skaut. Hin örugga og þrautþjálfaða hernaðartækni Rossolimos brást hvergi, og komst enginn okkar manna nokkru sinni nærri því að standa yfir höfuðsvörðum hans. Hins vegar hlýtur sú staðreynd að hita okkur um hjartaræturnanr, að ýmsir af okkar mönnum veittu honum harða keppni í hinum einstöku skákum og þremur þeirra tókst að gera jafntefli við hann, þ. e. þeim Guðjóni M. Sigurðssyni, Baldri Möller og Ásmundi Ásgeirssyni. Ver tókst til fyrir Guðmundi S. Guðmundssyni, sem sigraði Rossolimo í Amsterdam. Rossolimo telfdi nú af ó-bifanlegu öryggi og eftir 40 leikja viðureign var viðnám Guðmundar brotið á bak aftur. Skákin birtist á öðrum stað í blaðinu.

Hvað vinningatölu snerti, veitti hinn ungi skáksnillingur Friðrik Ólafsson Rossolimo harðasta keppni framan af og gekk svo fram að 6. umferð, en þá. skyldu þeir Friðrik og Rossolimo tefla saman, og voru þeir þá jafnir og efstir með 3 1/2 vinning hvor.

Þeir voru margir, er lögðu leið sína niður í Listamannaskála mánudaginn 12. febrúar, er viðureignin skyldi hefjast, og eftir skamma stund var þar húsfyllir. Friðrik hafði hvítt og lék drottningarpeði, en Rossolimo svaraði með hollenzkri vörn. Framan af skákinni hélt Friðrik allvel í horfinu, en er líða tók á skákina varð hann fyrir jafnvaxandi sóknaráleitni Frakkans. Vörnin varð æ erfiðari. Friðrik lenti í tímahraki, sem honum var ofviða að sleppa lifandi úr og gafst hann upp eftir 36 leikja baráttu með tapaða stöðu. Skákin birtist á öðrum stað hér í blaðinu.

Eftir þetta skildu leiðir með þeim Rossolimo og Friðrik. Rossolimo stakk af og varð eigi framar náð.

Hófst nú allströng barátta milli þeirra Friðriks og Guðjóns um annað sætið, sem náði hámarki með skák þeirra í síðustu umferð. Lauk þeirri skák með jafntefli, og urðu þeir jafnir í 2. og 3. sæti 11% vinning fyrir neðan Rossolimo.

Baldur Möller, sem varð fjórði á mótinu, telfdi örugglega, en þó tæpast af þeirri  snerpu, sem honum er lagin. Hann tapaði einungis fyrir Guðmundi S. Guðmundssyni, og virtist hann tefla þá skák langt undir venjulegum styrkleika.

Guðmundur S. Guðmundsson mun hafa valdið aðdáendum sínum vonbrigðum með útkomu sinni á mótinu, og miðað við frammistöðu hans í Amsterdam, er hann engan veginn fullsæmdur af 50%  vinninga á móti sem þessu. Skákir hans voru flestar fremur tilþrifaslitlar og báru lítil merki hins tillitslausa sigurvilja sem einkenndi margar skákir hans í Amsterdam. Að vísu hefur áhlaupaorkan aldrei verið sterkasta hlið Guðmundar, en úthaldið og þolgæðin, að sjálfsögðu ásamt hans ágætu skákhæfileikum, átt drýgri þátt í sigrum hans. En Guðmundur virtist ekki leggja mikla áherzlu á það, að setja þessa styrkleikaþætti á oddinn á afmælismótinu, enda stundaði hann erilsama vinnu, meðan a mótinu stóð, auk þess  sem skipulagning mótsins hvíldi að miklu leyti á hans herðum.

Ásmundi Ásgeirssyni hættir til að. vanmeta getu ungra skákmanna, og má þangað rekja orsakir margra ósigra hans á síðustu árum, svo sem er hann lék af sér manni snemma skákar gegn Guðmundi Pálmasyni i Landsliðskeppninni 1948. Tapskákir hans nú gegn Guðjóni og Friðrik voru að vísu sneiddar svo stórfelldum fingurbrjótum, en þó var eitthvað losaralegt við þær, einkum skákina gegn Guðjóni, einhver víxlsporatilhneigng og skortur á raunsæi og hlutlægu mati. Hins vegar voru sumar aðrar skákir hans, t. d. gegn Árna Snævarr, markvíst og vel tefldar.

Þeir Eggert Gilfer og Árni Snævarr eru hrapaðir úr efsta toppi íslenzkra skákmanna og geta þó enn sýnt snerpu og tilþrif„ ef svo ber undir.

Gefið var í skyn í febrúarhefti SKÁKRITSINS, að tæpast væri hægt að tengja miklar vonir við þátttöku Steingríms Guðmundssonar og Sturlu Péturssonar í mótinu. Þetta reyndist að miklu leyti rétt, en þó sneru þeir ekki með öllu slyppir og snauðir frá bardaganum, og að öllum málsatvikum athuguðum, gæti manni virzt, að þeir fengju að mestu sparað sér. sára óánægju með sinn hlut.

Annars voru úrslit mótsins mikill sigur fyrir hina uppvaxandi kynslóð íslenzkra skákmanna. Þeir Guðjón M. Sigurðsson og Friðrik Ólafsson skutu aftur fyrir sig hinum þrautþjálfuðu og kunnu skákgörpum Baldri Möller, Guðmundi S. Guðmundssyni og Ásmundi Ásgeirssyni, svo að aðeins sé stiklað á þeim stærstu.

Það hefði ekki’ þótt trúlegt fyrir svona 4-5 árum, að þessum þremur jörmunrekum íslenzkrar skáklistar yrði bólað til hliðar af nýslegnum riddurum skákreglunnar, svo sem Guðjón og einkum Friðrik verða að teljast.  En enginn fær stöðvað franmþróunina, enda væri það eflaust hæpinn hagnaður.

Einn kemur öðrum meiri á hvaða sviði sem er.  Og það er ekki af neinni meinfýsni gagnvart hinum eldri meisturum, að við fögnum af hjarta framgangi hinna ungu garpa og óskum þeim glæsilegrar framtíðar. Og þar sem hinir yngri brjótast fram eftir farvegi, er af hinum eldri  var ruddur, fer fátt betur saman en frómar óskir til beggja aðila.

Segja má um mót þetta, að það færi í flesta staði vel fram, miðað við þær aðstæður, sem hér eru fyrir hendi til að halda skákmót.

Listamannaskálinn er þrífaIegur og rúmgóður salur, en nokkuð kaldur í rysjóttum veðrum. Því miður eru þar ekki aðstæður til að útskýra skákir fyrir áhorfendum jafnóðum og þær eru tefldar eins og á Skákþingi Norðurlanda í sumar.

Áhorfendur voru margir fyrstu 6 umferðirnar, en fór mjög fækkandi eftir skák þeirra Rossolimos og Friðriks, en þá fjaraði Spenningurinn um úrslit mótsins, sem var fyrir hendi hjá allmörgum, mjög út. Aðgangur var alldýr, eða 10 krónur, og mun það mjög hafa átt sinn þátt í að fæla áhorfendur frá, enda munar menn um hverja krónuna á þeim hallæristímum, er nú eru.

Skákstjóri var Áki Pétursson.

Skák nr. 54
Hvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: Rossolimo

Hollensk Vörn.

Skýringar eftir Friðrik Ólafsson

Fjöltefli Rossolimos

Í febrúarheftinu var minnzt á tvö fyrstu fjöltefli Rossolimos hérlendis. Kemur hér framhald þessa fjöltefla annáls.

8. febrúar tefldi Rossolimo fjöltefli við 28 menn úr Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli. Úrslit urðu þau, að Rossolimo vann 19 skákir, gerði 9 jafntefli og tapaði engri skák.

10. febrúar tefldi Rossolimo síðan fjöltefli í Menntaskólanum Við 23 nemendur. Vann hann 19, gerði 2 jafntefli og tapaði 2, fyrir þeim Úlfari Kristmundssyni og Guðmundi Árnasyni.

Næst tefldi Rossolimo fjöltefli 17. febrúar og þá tvö samdægurs. Hið fyrra tefldi hann í Háskólanum við 29 manns, vann 14, 10 jafntefli, tapaði 5. Tapaði hann fyrir þeim Árna Ísberg, Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Sigurjóni Jóhannessyni, Þórði Jörundssyni og Sigurkarli Stefánssyni.

Hið síðara tefldi hann við 24 menn úr Vörubílstjórafélaginu Þrótti og Taflfélagi Alþýðu. Vann hann 19, gerði 3 jafntefli og tapaði 2. Þeir, sem unnu hann, voru þeir Guðmundur Jónasson (Þr.) og Dómald Ásmundsson (T. A.).

Þessu næst bar Fransmaðurinn niður á Bridgefélaginu, þar sem hann tefldi við 31 mann, laugardaginn 24. febrúar. Þar vann hann 18, gerði 10 jafntefli og tapaði 3. Árni Þorvaldsson, Magnús Jónasson og Ingi Eyvinds unnu Rossolimo.

Daginn eftir, 25. febrúar, brá hann sér síðan til Hafnarfjarðar í boði Taflfélagsins þar og tefldi fjöltefli á 31 borði. Vann hann 24, gerði 6 jafntefli, en tapaði einni skák, fyrir Guðmundi Þorlákssyni.

Næst var fyrirhugað, að Rossolimo héldi austur fyrir heiði til að treysta styrkleika Selfyssinga. Hélt hann af stað 22. febrúar og hafði Guðmund S. Guðmundsson að fylgdarmanni. En er þeir voru skammt á veg komnir gerði hríð mikla með frosti og fannkomu, og máttu þeir eigi komast leiðar sinnar, en urðu að snúa til baka, er þeir voru komnir í Krísuvík suður. Gerði Rossolimo ekki fleiri tilraunir til Austurvíkingar.

26. febrúar flaug Rossolimo til Akureyrar og dvaldist þar um Vikutíma í boði Skákfélags Akureyrar. Þar ,tefldi hann m. a. þrjú fjöltefli og sýndi auk þess skákir. Í fyrsta fjölteflinu átti hann við 47 menn, og fóru leikar svo, að hann vann 27, gerði 15 jafntefli og tapaði 5. Þeir, sem unnu hann, voru þessir: Anton Magnússon, Agnar Jörundsson, Daníel Guðnason, Snorri Rögnvaldsson og Ólafur Stefánsson.

Næst tefldi hann klukkufjöltefli á Akureyri við 10 af sterkustu skákmönnum staðarins. Vann hann þrjár skákir, gerði fimm jafntefli og tapaði tveimur, fyrir Júlíusi Bogasyni og Snorra Rögnvaldssyni (aft- ur).

Að síðustu tefldi Rossolimo þar fjöltefli við 25 manns. Fóru leikar svo, að hann vann 13, gerði 8 jafntefli og tapaði 4. Þeir, sem unnu Rossolimo, voru Þorsteinn Svanlaugsson, Sigurður Halldórsson, Bragi Sigurgeirsson og Steinþór Helgason.

Þetta var síðasta fjöltefli Rossolimos hér á landi. Alls telzt okkur til, að hann hafi teflt 285 skákir í fjölteflum hérlendis, þar af unnið 178, gert 79 jafntefli og tapað 28, og hlotið þannig ca. 75% vinn- inga.

Rossolimo kveður Ísland

Rossolimo kom úr Akureyrarför sinni seinna en hann hafði ráðgert, þar sem ferðir lágu niðri sökum slæmrar veðráttu.

Kom hann til Reykjavíkur mánudaginn 5. marz, en það var daginn áður en hann skyldi leggja af stað heimleiðis. Var því eigi nægur tími fyrir hendi til þess að hann gæti setið kveðjusamsæti, sem fyrirhugað var að halda honum og þar sem um leið skyldi fara fram  verðlaunaafhending fyrir mótið.

Hins vegar voru Rossolimo afhent verðlaun sín að kvöldi þessa sama dags, en það voru 600 íslenzkar krónur. Auk þess var Rossolimo greitt umsamið kaup fyrir ferð sína hingað, auk ferðakostnaðar, en þær greiðslur, auk uppihalds hans hér, innti Taflfélag Reykjavíkur af hendi.

Daginn eftir flaug Rossolimo síðan áleiðis heim.  Íslenzkir skákmenn hafa mikið lært af dvöl hins franska listamanns hér. Hann hefur kennt þeim dýpri skilning og þekkingu á takmörkunum sínum og þannig veitt þeim betri aðstöðu til að útvíkka þær. Jafnfram gaf hann skákmönnum okkar tilefni til að beita  allri sinni ýtrustu getu við skákborðið, og veitti þeim glöggt yfirlit yfir þanþol hæfileika sinna. Í fáum orðum sagt veitti hann þeim alhliða fræðslu og þjálfun á sviði skáklistarinnar, sem tæpast verður ofmetin.

Framkoma hans öll hér var fyllilega samboðin víðsýnum og samvizkusömum listfrömuði, prúðmannleg og látlaus og vakti ósjálfrátt traust á manninum. Slíka gesti sem hann er gott að hýsa.

Við brottför sína lét Rossolimo þess getið, að hann óskaði einskis framar en að fá tækifæri til að heimsækja Ísland fljótlega aftur, helzt á næsta ári. Hann rómaði mjög allar móttökur hér og lýsti aðdáun sinni á menningu þjóðarinnar og sérílagi á þeim almenna skákáhuga, er hér væri fyrir hendi.

Hraðskákmót

Mánudaginn 19. febrúar og þriðjudaginn 20. febrúar fór fram hraðskákmót að tilhlutan Taflfélags Reykjavíkur, og var Rossolimo einn þátttkaenda.

Þátttakendur voru alls 54. Fyrri daginn voru tefldar undanrásir. Skipt var í sex riðla, 9 menn í hverjum, og fóru síðan tveir í úrslit úr hverjum riðli eða alls 12.

Úrslit urðu þau, að efstir urðu þeir Árni Snævarr og  Guðjón M. Sigurðsson með 10 vinninga hvor (glæsileg útkoma!), 3. Rossolimo 7 vinninga, 4.-5. Guðmundur Ágústsson og Guðmundur S. Guðmundsson 6 1/2 v., 6. Þórir Ólafsson 5 1/2 v. 7. Sveinn Kristinsson 4 1/2 v.  8.-9. Gunnar Gunnarsson og Benóný Benediktsson 4 v. 10.-11. Jón Pálsson og Gunnar Ólafsson 3 1/2 v. 12. Kristján Sylveríusson 1 v.. Rossolimo reyndist þannig ekki bera af okkar beztu hraðskákmönnum í þessari grein Skáklistarinnar.

1951: Afmælismót TR - Rossolimo-mótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1950: Afmælismót Skákfélags Hafnarfjarðar

Friðrik sigraði á afmælismóti Taflfélags Hafnarfjarðar

 

Vísir 18. desember 1950

Nýlega er lokið afmælismóti Taflfélags Hafnarfjarðar, er háð var í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Var þeim Friðriki Ólafssyni og Guðjóni M. Sigurðssyni boðið að keppa sem gestir í mótinu, en auk þeirra tóku 4 Hafnfirðingar þátt í meistaraflokkskeppninni.

Úrslit urðu þau að Friðrik Ólafsson varð efstur með 4,5 vinning, en Guðjón M. Sigurðsson og Sigurgeir Gíslason urðu næstir með 3,5 vinning hvor.

Í 1. flokki varð Magnús Vilhjálmsson efstur.

1950: Afmælismót Skákfélags Hafnarfjarðar

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Vantar töflu

Vinningshlutall 90%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1950: Skákþing Norðurlanda – Meistaraflokkur

 Skákþing Norðurlanda 1950

Stórfenglegur sigur íslenzkra skákmanna

SKÁKRITIÐ 2. tbl. 1950.

Skákþing Norðurlanda fyrir árið 1950 var háð í Reykjavík 28. júlí – 11 ágúst sl. Hinir erlendu þátttakendur, alls 15 að tölu, komu til Íslands með Gullfossi um hádegisbil 27. júlí, og var tekið á móti þeim af sérstakri móttökunefnd, sem skipuð var af Skáksambandi Íslands, en í henni áttu sæti þeir Árni Snævarr, forseti Skáksambands Norðurlanda og Íslands, Elís Ó. Guðmundsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands og Guðmundur Arnlaugsson, ritari Skáksambands Norðurlanda.

Var gestunum fylgt til bústaðar síns, er þeir dvöldu á meðan mótið stóð yfir, en það var Gamli Stúdentagarðurinn (Hótel Garður) í Reykjavík. Daginn eftir, 28. júlí kl. 4 e. h., fór fram sameiginleg kaffidrykkja allra keppenda, hinna erlendu og íslenzku, á „Garði“. Var þá dregið í öllum flokkum.

Klukkan 7 e. h. var síðan mótið  sett í nýju Þjóðminjasafnsbyggingunni í Reykjavík, en þar fór allt mótið fram. Árni Snævarr setti mótið með stuttri ræðu og bauð keppendur velkomna til mótsins, sér í lagi hina erlendu.

Viðstaddir setninguna voru, auk keppenda fjöldi áhorfenda og fréttamenn útvarps og blaða. Kl. 7.30 hófst síðan keppnin. Stjórn mótsins skipuðu þeir Árni Snævarr, Guðmundur Arnlaugsson, Elís Ó. Guðmundsson og Pétur Sigurðsson, sem var skákstjóri. Tímamarkið var 40 leikir á 2 1/2 klukkustund og úr því 16 leikir á klukkustund.

Eins og áður var nefnt, voru erlendu þátttakendurnir 15 að tölu. Íslenzku þátttakendurnir voru 25 að tölu, þannig að þátttakendur í mótinu urðu alls 40, og skiptust þeir í þrjá flokka; landsliðsflokk, meistaraflokk og I. flokk.

Í landsliðsflokki voru 10 þátttakendur, 4 frá Íslandi, 2 frá Danmörku, 2 frá Noregi og 2 frá Svíþjóð. Í meistaraflokki voru keppendur einnig 10, þar af 7 frá Íslandi, 1 frá Danmörku, 1 frá Svíþjóð og 1 frá Finnlandi.

Í fyrsta flokki voru 20 þátttakendur, og var hann tvískiptur með 10 þátttakendur í hvorum flokki.  Í I. flokki A tefldu 7 Íslendingar, 1 Dani, 1 Norðmaður og 1 Svíi, og í 1. flokki B 7 íslendingar, 2 Danir  og 1 Svíi.

Miklum vonbrigðum olli það íslenzkum skákmönnum, að þeir sænski meistarinn Gösta Stoltz og finnski meistarinn Eero Böök voru þess ekki megnugir að koma hingað, sem þó hafði fastlega verið ráðgert. Hefði það gert mót þetta ennþá glæsilegra, að geta skartað slíkum snillingum sem þeim, en af þessu gat því miður eigi orðið, og er blaðinu ekki kunnugt um orsakir þess.

En hvað um það. Hingað var kominn fjöldi ágætra skákmanna frá bræðralöndum vorum, sem líklegir voru til að veita okkar snjalla liði það harða keppni, að tvísýnt yrði um úrslit, sem og varð.

Frá byrjun og til loka mótsins gætti eðlilega mikils „spennings“ meðal íslenzkra skákáhugamanna um úrslit mótsins og þá einkanlega í landsliðsflokki, þar sem Baldur Möller átti hinn glæsilega titil „Skákmeistari Norðurlanda“ að verja.

Það var metnaðarmál íslenzkra skákmanna, að sá titill yrði ekki látinn af hendi fyrr en í fulla hnefana. Í kvíðablandinni eftirvæntingu spurði maður mann: „Heldur þú, að Baldri takist að halda titlinum“. Og svörin voru margvísleg. Þeir bjartsýnustu töldu engin tormerki á því, að svo mundi verða, ef ekkert óhapp henti, aðrir töldu ýmsa hinna erlendu meistara vænlega til sigurs, en fáir munu þó hafa aftekið með öllu, að Baldur kynni að  halda velli.

 

Mótið hefst

 

Þegar í byrjun sýndi Baldur það, að hann hafði einsett sér að leggja sig allan fram og gefa ekkert eftir  án harðrar baráttu. Hann tefldi ákveðið og örugglega upp á vinning í fyrstu skákunum án þess að gefa andstæðingum sínum hættuleg færi.

Taugaspenningur sá, sem grafið hafði um sig meðal margra landa hans hafði augsýnilega látið Baldur ósnortinn. Þess báru skákir hans glöggt vitni. Árangurinn varð glæsilegur. Eftir 4 umferðir hafði hann lagt að velli fjóra andstæðinga, þá Eggert Gilfer, Palle Nielsen (D), Olov Kinmark (S) og Storm Her- seth (N). Þann síðastnefnda vann Baldur á sérstaklega glæsilegan hátt.

Baldur var þannig efstur eftir 4 umferðir með 100%, en næstir honum komu þeir Aage Vestöl (N) og Guðjón M. Sigurðsson með 2 1/2 vinning. Vonir hinna bjartsýnu virtust vera vel á vegi með að rætast.

Í 5. umferð mættust þeir Baldur Möller og Guðmundur Ágústsson. Baldur hafði hvítt og lék Birdsbyrjun, sem er nú fremur fágæt. Báðir keppendur tefldu mjög gætilega og gáfu eigi færi á sér. Er líða tók á skákina, urðu það mikil uppskipti, á mönnum, að frekara áframhald var þýðingarlaust og keppendur sömdu jafntefli.

Í þessari umferð gerði Vestöl einnig jafntefli, við Kinmark, þannig að bilið milli hans og Baldurs hélzt óbreytt, en Guðjón vann Julius Nielsen í fjörugri og viðburðaríkri skák og náði þannig Vestöl og dró 1/2 vinning á Baldur.

Í 6. umferð tapaði svo Baldur sinni fyrstu skák, fyrir Dananum Julius Nielsen. Baldur hafði svart og lék Laskersvörn gegn Drottningarbragði, sem síðar tefldist yfir í Hollenzka vörn. Baldur hóf kóngssókn, sem var engan veginn nógu vel undirbúin og var hrundið af Nielsen á einfaldan en sterkan hátt.

Snerust nú vopnin í höndum Baldurs, og Nielsen náði frumkvæðinu í sínar hendur. Baldur fékk stakt peð á e6,- sem hann lenti í örðugleikum með, staða hans varð æ vonlausari og reyndist óverjandi er á leið.

Á meðan þessu fór fram, vann Guðjón Danann P. Nielsen í viðburðaríkri hörkuskák, og Vestöl vann landa sinn Herseth, og voru þeir nú jafnir þrír, Baldur, Guðjón og Vestöl, með 4,5 vinning hver. Voru nú úrslit mjög tvísýn og „spenningur“ á hástigi.

Í 7. umferð tefldu þeir saman Baldur Möller og Guðjón M. Sigurðsson. Baldur hafði hvítt og lék drottningarpeði, en Guðjón tefldi kóngsindverska vörn.

Baldur beindi einkum liðstyrk sínum að drottningarvæng, tókst að staðsetja riddara á d5 eftir að hann hafði látið drottningarbiskup sinn fyrir svartan riddara á f6. Honum tókst þó ekki að ná neinum úrslitaávinningi, og leiddu stórfelld mannakaup brátt til jafnteflis.

Í 8. umferð mætti Baldur Svíanum Sundberg. Baldur hafði hvítt og lék drottningarpeði, en Sundberg svaraði með Nimzoindverskri vörn.  Snemma í skákinni vann Baldur peð af Sundberg á -a7. Mun Sundberg sennilega hafa talið peðið „eitrað“, en Baldri varð ekkert meint af því.

Svartur virtist hafa allgott spil á kóngsvæng um tíma, en að lokum heppnaðist hvítum að loka kóngsbiskup svarts inni á h8 með peðakeðjunni „h4, g5, f6. Urðu síðan aðalátökin á miðborðinu; svartur tapaði þar öðru peði, og síðan sprengdi hvítur upp með e6 og náði mátárás.

Guðjón hafði hvítt gegn Kinmark og lék spánska leikinn. Kinnmark hóf grimmilega kóngssókn, sem Guðjón eyddi með laglegri „kombination“ og hafði eftir það frumkvæðið. Kom upp hróks- og riddaraendatafl, þar sem Guðjón hafði tvö peð yfir, en tókst þó eigi að vinna.

Vestöl hafði svart gegn P. Nielsen og lék Sikileyjarvörn gegn kóngspeði. Hann náði snemma frumkvæðinu og óð fram með miðpeðin, sem virtust óstöðvandi. Honum tókst að koma völduðu frípeði allt til e3, vann peð og virtist eiga unna stöðu, en fórst nýting hennar óhönduglega; hvíta drottingin brauzt inn í víglínu hans, drap tvö peð, og jafnaðist nú taflið og varð brátt j aftefli.

Eftir 8. umferð hafði Baldur því aftur einn, forustuna með 6 vinninga, en í 2. og 3. sæti komu þeir Vestöl og Guðjón með 5,5  vinning hvor. Þriðji Íslendingurinn, Guðmundur Ágússtsson, var nú kominn í 4. sæti með 4,5 v. Guðmundur fór illa af stað, var með 1,5 vinning eftir. 4 umferðir, en fór síðan að síga á. Slíkur háttur er Guðmundi ekki ótamur í skákmótum.

 

Dregur til úrslita

 

Þannig var þá staðan, er síðasta umferð hófst. Af hinum þremur efstu höfðu allir möguleika til sigurs, þótt Baldur stæði bezt að vígi, þar eð hann var ½ vinning ofar en hinir tveir.

Hinsvegar átti hann Vestöl eftir, og var því sú skák raunverulega úrslitaskák um efsta sætið, að því tilskildu, að Guðjón hafði einnig möguleika á efsta sæti, nema því aðeins, að Baldur ynni.

1950_Aage-VestolÍ síðustu umferð hafði Baldur svart gegn Vestöl og tefldi franska vörn gegn kóngspeðsbyrjun (Mac-Cutheon afbrigðið).

Í þessu afbrigði er aðalgangur átakanna venjulegast sá, að hvítur sækir á kóngsvæng, en svartur á drottningarvæng. Sú varð og raunin í þessari skák. Vestöl hóf skjótt kóngssókn, lék kóngshrók sínum til h3 og fórnaði kóngsbiskup sínum á g6.

Baldur rasaði að sjálfsögðu ekki um ráð fram og hafnaði fórninni, enda hefði hann á annan hátt tapað hrók og staða hans molast. Vestöl hélt enn frumkvæðinu um tíma, lagði kænlegar gildrur, sem Baldur vippaði sér fimlega yfir, og kom að lokum fram  hróksendatafl, sem var heldur betra hjá Baldri.

Með nákvæmri taflmennsku hefði þó Vestöl sennilega haldið skákinni, en Baldur tefldi sterkt, enda ræður hann yfir mikilli leikni í endatafli.

Fór svo að lokum, að síga tók á ógæfuhlið fyrir Vestöl, en einmitt þegar staða Baldurs var auðunnin, gaf hann Vestöl færi á að ná jafntefli vegna pattstöðu kóngs síns, en Vestöl láðist að notfæra sér þetta síðasta tækifæri og varð brátt að gefast upp. – Baldur Möller var enn skákmeistari Norðurlanda.

Guðjón hafði svart gegn Súndberg í síðustu umferð, og lék Sundberg Collebyrjun. Guðjóni tókst að sundra peðastöðu hans á kóngsvæng með Bxf3 í  stöðu, þar sem Sundberg var neyddur til að drepa með g-peðinu.

Eftir það fór að síga á ógæfuhlið fyrir Sundberg. Kom loks fram endatafl, þar sem Guðjón hafði hrók og riddara gegn hrók og biskup. Guðjón gat komið hrók sínum upp á aðra reitalínuna og setti á biskup á c2, en svo ólánleg var staða Sundbergs, að ef hann hreyfði biskupinn, þá skákaði Guðjón hrókinn af með riddara og vann skiptamun.

Sundberg kjöri að gefa manninn, en eftir það var áframhaldið auðvitað vonlaust. – Guðmundur Ágústsson tapaði gegn P. Nielsen, en varð þó nr. 4.

Endanleg vinningatala fjögurra efstu manna varð því þessi:

1950_nordurlandamot_landslidsflokkur

 

Baldur Möller Skákmeistari Norðurlanda

 

1950_Gudjon-M-SigurdssonBalduri Möller hefur með þessum glæsilega sigri sínum undirstrikað það álit velflestra þeirra, er málum eru kunnugir, að hann sé nú jafnsterkasti skákmaður hérlendis.

Stíll hans er fjölbreytilegur og margþættur og erfitt að draga upp heildarmynd af honum. Baldur er fyrst og fremst hinn rökvísi skákmaður, sem leggur ekki út í annað en það, sem skynsamleg og róleg yfirvegun segir honum, að sé vænlegast til árangurs.

Hann býr yfir næmum og þrautþjálfuðum stöðumatshæfileikum samfara glöggri yfirsýn yfir „kombinationiska“ möguleika. Opnar og lífmiklar árásarstöður eru ef til vill bezti vettvangur Baldurs á skákborðinu, en lokaðar „þumbara- stöður“ teflir hann einnig að jafnaði ágæta vel.

Það verður að teljast ónauðsýnlegt að rekja hér ævi og afrekaferil Baldurs, því að hann mun flestum þeim kunnur, sem fylgzt hafa ,með skák að undanförnu. Skákferill hans má heita ein sigraröð á innlendum sem erlendum vettvangi.

Að vísu hefur hann stundum orðið að lúta í lægra haldi og mætt sér snjallari keppinautum. En Baldur býr yfir þeim eiginleika í ríkum mæli, að viðurkenna ósigra sína og draga af þeim þann lærdóm, sem dreginn verður. Slíkt hefur verið og er aðalsmerki sterkustu skákmanna.

Þeim, sem kunnugir eru Baldri, ber þó saman um, að hæfileikar hans sem skákmanns hverfi í skuggann fyrir persónulegum mannkostum hans. En þá hlið málsins telur SKÁKRITID eigi hlutverk sitt að fjölyrða um. SKÁKRITID óskar Baldri til hamingju með þann heiður, er hann hefur unnið sér og þjóð sinni með þessum sigri.

Hver Íslendingur stendur í þakkarskuld við hann sem og aðra þá íslenzku skákmenn, sem unnu að hinum glæsilega sigri Íslendinga.

Óhætt er að færa Guðjóni M. Sigurðssyni hamingjuóskir í tilefni af frammistöðu hans á þessu móti. Margir töldu Guðjón fullungan og reynslulítinn til að verða verulega liðtækan í hinni hörðu baráttu  í landsliðsflokki.

Þeir voru þó margir, er töldu, að hinir ágætu hæfileikar Guðjóns ásamt dirfsku og hugkvæmni hans mundu vega upp á móti því, er hann skorti á í reynslu við keppinauta sína. Sú varð og raunin.

 

1950_nordurlandamot_landslidsflokkur-umferd

 

Úrslit í öðrum flokkum

 

1950_Fridrik-OlafssonÍ meistaraflokki gerðust þau tíðindi, að 15 ára íslenzkur drengur, Friðrik Ólafsson, bar sigur af hólmi, hlaut 6,5 vinning af 9 mögulegum, tapaði engri skák.

Það er að vísu óþarft að tala svo ókunnuglega um Friðrik, þar eð hann mun flestum landsmönnum kunnur sem hartnær „undrabarn“ á sviði skákarinnar.
Skákþroski hans er ótrúlegur, og mun hann nú þegar standa í röðum okkar allra fremstu skákmanna. Einkum býr hann yfir miklum „kombinations“ hæfileikum, og slær hann oft andstæðing sinn til jarðar í leifturárás á veikar hliðar stöðu hans.

Með þessum sigri sínum hefur Friðrik unnið titilinn „Norrænn skákmeistari“, og mun honum verða boðin þátttaka í næstu landsliðskeppni. SKÁKRITID færir honum hamingjuóskir í tilefni af þessum glæsilega sigri.

Nr. 2-3 urðu Íslendingurinn Áki Pétursson og Svíinn Nihlén með 5 ½ vinning hvor. Hlutu Íslendingarnir þannig 2 af 3 efstu sætunum í þessum flokki.

 

1950_nordurlandamot_meistaraflokkur

 

Í I. flokki A færðu þeir Birgir Sigurðsson og Þórir Ólafsson Íslendingum sigurinn. Frá byrjun töldu flestir Þóri Ólafsson, sem er vel þjálfaður meistaraflokksmaður og einn efnilegasti yngri skákmanna okkar, líklegastan til sigurs.

Hann vann líka 5 fyrstu skákirnar og virtist óstöðvandi, er hann tapaði fyrir landa sínum Birgi Sigurðssyni í 6. umferð. Birgir er einnig hinn efnilegasti skákmaður.

Héldust þeir síðan því sem næst í hendur til loka mótsins. Þóri tókst að vísu að ná aftur forustunni eftir tapið gegn Birgi, en metin jöfnuðust í síðustu umferð, er Þórir tapaði fyrir Dananum Larsen, meðan Birgir gerði jafntefli við Ásgeir Þór Ásgeirsson. Þórir Ólafsson var eini maður mótsins, sem ekkert jafntefli gerði.

Þriðja sætið hlaut Jón Pálsson, sem er í hópi hinna mörgu ungu skákstjarna okkar. Nr. 4-5 urðu þeir Jón Kristjánsson, skákmeistari Hafnarfjarðar og Daninn Öjvind Larsen, og hlutu Íslendingar þannig 4 af 5 efstu sætunum í þessum flokki.

 

1950_nordurlandamot_I-flokkur-A

 

Í I. flokki B. var baráttan um efsta sætið lengi tvísýn, en að lokum hreppti Íslendingurinn Ólafur Einasson efsta sætið, hlaut 6½ v. Ólafur sýndi mikið baráttuþrek í þessari keppni og mun þetta bezti  árangur Ólafs til þessa. Nr. 2-3 urðu þeir Haukur Kristjánsson, Hafnarfirði, og P. Larsen, Danmörku.

Íslendingar báru þannig sigur af hólmi í öllum flokkum.

 

1950_nordurlandamot_I-flokkur-B

 

Ásmundur skýtur upp kollinum

 

Síðasta umferð mótsins var tefld miðvikudaginn 9. ágúst, en daginn eftir, 10. ágúst, fór fram hraðskákmót, sem venja er í sambandi við Norðurlandaskákmótin.

Þátttakendur voru 50, þar af flestir keppendur úr mótinu auk nokkurra annarra. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monradkerfi. Flestir töldu Svíann Sundberg líklegastan til sigurs í hraðskákkeppninni, þar sem hann er hvorki meira né minna en hraðskákmeistari Svíþjóðar, og vitað er, að Svíar eru engir viðvaningar í þeirri grein.

En það fór á annan veg. Hinn landskunni skákmaður Ásmundur Ásgeirsson vann  keppnina með 7 ½ . vinning. Annar  varð Lárus Johnsen með 7 vinninga, þriðji Guðjón M. Sigurðsson 6 ½ og fjórði Daninn P. Nielsen 6 ½ . Svíinn Sundberg lenti ekki einu sinni í baráttunni um efsta sætið. Hann varð níundi!

Sigur Ásmundar kom flestum á  óvart, þar eð hann hefur lítið gefið sig að hraðskák í seinni tíð. En Ásmundur er einmitt sérfræðingur í því að koma mönnum á óvart.

Íslenzkum skákmönnum mun hafa þótt fara vel á því, að Ásmundur Ásgeirsson fengi að reka smiðshöggið á sigur Íslendinganna á Norðurlandaþinginu.

 

Mótíma slitið – Verðlaunaafhending

 

Föstudaginn 11. ágúst hélt bæjarstjórn Reykjavíkur öllum þátttakendum mótsins og mótstjórninni samsæti að Hótel Garði. Var mótinu þá slitið og verðlaun veitt.

Tómas Jónsson, borgarritari, stjórnaði hófinu og bauð keppendur velkomna í boði bæjarstjórnar og borgarstjóra með stuttri ræðu. Því næst tóku til máls Árni Snævarr, Daninn J. Nielsen, Norðmaðurinn Storm Herseth, SvíinnA. W. Olson og Finninn A. Lethinen.

Árni Snævarr þakkaði hinum er lendu skákmönnum fyrir komuna og ræddi nauðsyn slíkra skákmóta sem þessa. Hinir erlendu skákmenn þökkuðu góðar móttökur og ánægjulega dvöl hér. Létu þeir og í ljós aðdáun sína á íslenzkum skákmönnum og kváðust undrast þann mikla  skákstyrkleika, sem hér væri fyrir hendi.

Er staðið var upp frá borðum, fór afhending verðlauna fram. Voru auk peningaverðlauna veitt heiðurs verðlaun, er tryggingarfélögin íslenzku höfðu gefið í því skyni.

Heiðursverðlaunum var úthlutað þannig, að Baldur Möller fékk veglega bókagjöf, Friðrik Ólafsson öskju með áletruðum silfurskildi og þeir Birgir Sigurðsson, Þórir Ólafsson og Ólafur Einarsson hlutu sinn keramikvasann hver.

Peningaverðlaununum, en þau voru veitt af Skáksambandi Norður landa og Skáksambandi Íslands, var úthlutað þannig, að Norðurlandameistarinn Baldur Möller hlaut 1000 íslenzkar krónur. Guðjón M. Sigurðsson 500 og Vestöl 150 kr. sænskar.

Í meistaraflokki hlaut Friðrik Ólafsson 500 kr., Áki Pétursson 250 og Nihlén 80 sænskar krónur.

Í I. flokki A fengu þeir Birgir Sigurðsson og Þórir Ólafsson 250 kr. hvor og Jón Pálsson 150 kr.

í 1. flokki B. fékk Ólafur Einarsson 300 kr., P. Larsen 60 sænskar  kr. og Haukur Kristjánsson 175 kr. Alls voru veittar í verðlaun rúmlega 4000 íslenzkar krónur.

Þar með var lokið fyrsta Norðurlandaskákmótinu, sem haldið er á Íslandi. Segja má um mótið í heild, að það hafi orðið Íslendingum til hins mesta sóma.

Stjórn mótsins virtist farast þeim, sem hana önnuðust, sérstaklega vel úr hendi, bæði hvað snerti aðbúnað keppenda og áhorfenda. Í anddyri hinnar miklu Þjóðminjasafnsbyggingar var komið fyrir 10 stórum sýningartöflum, þar sem helztu skákirnar í landsliðs- og meistaraflokki voru sýndar  áhorfendum, og er líða tók á mótið og spenningurinn að vaxa, voru fengnir kunnáttumenn til að skýra skákirnar fyrir áhorfendum.

Hinum erlendu gestum til ánægjuauka var margt gert, og má þar til nefna, að fimmtudaginn 3. ágúst var þeim boðið í skemmtiferð austur að Gullfossi og Geysi með viðkomu á Þingvöllum í bakaleiðinni.

Fóru margir hinna íslenzku keppenda einnig austur svo og mótsstjórnin og móttökunefnd. Var ferð þessi hin ánægjulegasta, t. d. gaus Geysir veglegu gosi fyrir hina erlendu gesti. Þótti þeim mikið til koma um fjölbreytni og glæsileik íslenzkrar náttúru.

Laugardaginn 12. ágúst héldu útlendingarnir til baka með Gullfossi. Þeim fylgdu hugheilar árnaðaróskir íslenzkra skákmanna og skákunnenda sem og þjóðarinnar allrar.

Þau vináttubönd, sem liggja á milli frændþjóðanna á Norðurlöndum, höfðu styrkzt við eldvígslu drengilegrar keppni.

1950: Skákþing Norðurlanda - Meistaraflokkur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umf. Dags. Nafn Þjóð Úrslit Nafn Þjóð
1 28.7.1950 Bjarni Magnússon ISL 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
2 29.7.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1/2-1/2 Jón Þorsteinsson ISL
3 30.7.1950 Hugo Nihlen 0-1 Friðrik Ólafsson ISL
4 1.8.1950 Jóhann Snorrason ISL 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
5 2.8.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Alku Lethinen
6 4.8.1950 Lárus Johnsen ISL 0-1 Friðrik Ólafsson ISL
7 5.8.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Viggo Rasmussen
8 6.8.1950 Áki Pétursson ISL 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
9 7.8.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1/2-1/2 Sturla Pétursson ISL
Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1947: Skákþing Reykjavíkur

Skákþing Reykjavíkur 1947

 

Skákþing Reykjavíkur fyrir árið 1947 hófst að Þórskaffi þann 13. janúar s. l.

Þátttakendur voru 58: Í meistaraflokki voru 12 keppendur, í fyrsta flokki 10 og í öðrum flokki 36. Annar flokkur var þrískiptur í A. B og C flokk með 12 keppendum í hverjum.

1947_Larus-JohnsenÚrslit í meistaraflokki urðu þau, að efstir urðu þeir Lárus Johnsen og Eggert Gilfer með 9 vinninga. Næstir urðu Sturla Pétursson og Magnús G. Jónsson með 7 vinninga.

Í fyrsta flokki varð Þórður Þórðarson efstur með 8 1/2 vinning, og hefur hann þar með unnið sér réttindi til þátttöku í meistaraflokki.
Í öðrum flokki var keppni ekki fulllokið, nema í C flokki, þegar blaðið fór í prentun. Úrslit í honum urðu þau, að efstur varð Friðrik Ólafsson með 9 vinninga.

1947_Eggert-GilferÞar sem þeir Lárus Johnsen og Eggert Gilfer hlutu jafna vinningatölu, verða þeir að heyja einvígi um titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1947“. Í ráði er, að einvígi þeirra hefjist um miðjan marzmánuð. Lög Skáksambands Íslands mæla svo fyrir, að sá keppandi, sem fyrr vinnur þrjár skákir, jafntefli ekki talin, hafi unnið einvígið og titilinn „skákmeistari Reykjavíkur“. Einvígi þetta mun án efa verða tvísýn og harðvítug viðureign.

Sturla Pétursson hefur unnið réttindi til þátttöku í næstu landsliðskeppni. Þau réttindi öðlaðist hann samkvæmt lögum Skáksambands Íslands, en þar segir svo: „Sá, sem flesta Vinninga hlýtur í meistaraflokki á siðasta Skákþingi Reykjavíkur, af þeim, sem hvorki eru í landsliði eða hafa þátttökurétt þar, öðlast rétt til þátttöku í landsliðskeppni“.

Sérstaka athygli vakti „hin glæsilega frammistaða Friðriks Ólafssonar, yngsta keppandans í mótinu, en hann varð efstur í C flokki sem fyrr getur. Friðrik er aðeins 11 ára gamall. Hann hefur fallegan og öruggan skákstíl, er vel heima í byrjunum, góður í sókn og tekst honum oft furðu vel að finna mistök andstæðings síns og sjá, hvernig hægt er að hagnast á þeim.

Þegar keppni verður að fullu lokið í öðrum flokki, munu tveir efstu keppendurnir úr A, B og C flokki keppa um efsta sætið og réttindi til þátttöku í fyrsta flokki.

Úrslit mótsins hafa annars orðið sem hér greinir: Meistaraflokkur (sjá töflu).

 

Fyrsti flokkur:

1. Þórður Þórðarson 8 1/2 vinning.
2. Sigurgeir Gíslason 7 vinninga.
3. Guðmundur Guðmundsson 6 1/2 vinning.
4. Ólafur Einarsson 5 1/2 vinning.
5. Skarphéðinn Pálmason 4 1/2 vinning.
6.-7. Böðvar Pétursson 3 1/2 vinning.
6.-7. Eyjólfur Guðbrandsson 3 1/2 vinning.
8.-9. Eiríkur Bergsson 3 vinninga.
8.-9. Ingim. Guðmundsson 3 vinninga.
10. Hafsteinn Ólafsson 0 vinning.

 

Annar flokkur

1. Friðrik Ólafsson 9 vinninga.
2. Jón Böðvarsson 8 vinninga.
3. Valur Norðdal 7 vinninga.
4.-5. Þorvaldur Finnbogason 6 1/2 vinning.
4.-5. Jónas Karlsson 6 1/2 vinning.
6. Anton Sigurðsson 6 vinninga.
7. Richard Ryel 5 1/2 vinning.
8. Haukur Valdimarsson 5 vinninga.
9.-10. Jóhann B. Jónsson 4 vinninga.
9.-10. Sverrir Sigurðsson 4 vinninga.
11. Sigurður Sigurðsson 3 vinninga.
12. Ólafur Haukur Ólafsson 1 1/2 vinning.

Mótið fór fram á vegum Taflfélags Reykjavíkur. Skákstjóri var Konráð Arnason.

1947: Skákþing Reykjavíkur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1947_skakthing_reykjavikur_tafla

Vinningshlutall %

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1950: Alþjóðlegt mót 20 ára og yngri – Birmingham

Friðrik varð fjórði í Birmingham

 

Vísir 17. apríl 1950.

Unglingaskákmótinu í Birmingham lauk þannig, að Fríðrik. Ólafsson varð fjórði í röðinni af ellefu keppendum og má það heita ágæt frammistaða á mótinu, því að margir þátttakendur voru mun eldri en hann. Svíi bar sigur úr býtum og hlaut hann 8,5 vinning. Í öðru og þriðja sæti urðu  Englendingur og Þjóðverji jafnir, hlutu átta vinninga, en þá kom Friðrik í fjórða sæti með sjö og hálfan vinning.

Hann tapaði einungis einni skák á mótinu,  varnn fimm og gerði jafntefli í öðrum fimm. Er óhætt um það, að Friðrik á eftir að vinna landi sínu margvíslegan sóma á sviði skákíþróttarinnar á komandi árum og vel fer hann af stað í hinu fyrsta erlenda móti, sem hann tekur þátt í.

 

Friðrik var þriðji í hraðskákinni

 

Morgunblaðið 20. apríl 1950.

MEÐAL farþega með Gullfaxa í gærkveldi frá Prestvík, var Friðrik Ólafsson hinn 15 ára ungi skákmaður, er þátt tók í ungmennaskákmóti suður í Birmingham. Í stuttu samtali við Mbl. sagðist Friðrik hafa orðið í 3. sæti í hraðskákkeppninni.

Svíinn Hággquist, sem er 17 ára, vann hana. Annar varð Englendingur og í þriðja sæti ásamt Friðrik var einnig Englendingur. Friðrik tapaði engri skák, vann sex og gerði tvö jafntefli.

Friðrik var yngstur þátttakenda, en Haggquist er 17 ára.

1950: Alþjóðlegt mót 20 ára og yngri – Birmingham

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umf. Dags. Nafn Þjóð Úrslit Nafn Þjóð
1 3.4.1950 Yngvar Barda NO 0-1 Friðrik Ólafsson ISL
2 4.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 B. Pritchett
3 5.4.1950 W. Marshall 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
4 6.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1/2-1/2 J. Alexander
5 7.4.1950 E. Klaeger 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
6 8.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 J. Boey
7 10.4.1950 B. Häggqvist 1-0 Friðrik Ólafsson ISL
8 11.4.1950 P. Harris 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
9 12.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 J. Way
10 13.4.1950 J. Grove 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
11 14.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Oosterhuis

1950 Birmingham - tafla

Vinningshlutall 68%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1950: Skákþing Reykjavíkur – Úrslit

Guðmundur S. varð Skákmeistari Reykjavíkur

 

Morgunblaðið 28. mars 1950

SKÁKÞINGI Reykjavíkur er nú lokið, en það hefur staðið yfir um alhangt skeið.  Guðmundur S. Guðmundsson gekk með sigur af hólmi og er því Skákmeistari  Reykjavíkur 1950.

Síðasta umferðin í úrslitakeppninni var tefld á sunnudaginn. Fóru leikar svo, að Baldur Möller vann Guðjón M. Sigurðsson. Guðmundur Agústsson vann Svein Kristinsson. Þeir Eggert Gilfer fyrrum Reykjavíkurmeistari og Friðrik Ólafsson gerðu jafntefli, einnig Árni Snævarr og Lárus Johnsen og þeir Guðmundur S. og Benóný Benediktsson gerðu jafntefli.

Guðmundur S. Guðmundsson skákmeistari. hlaut 6,5  vinning af níu mögulegum. Hann tapaði engri skák, en gerði fimm jafntefli. Baldur Möller varð í öðru sæti með 6 vinninga, þá komu Árni, Lárus og Guðmundur Ágústsson með 4,5 vinning hver. Í 7. og 8 sæti eru Gilfer. Guðjón M. og Sveinn með 4 vinninga hver, en í 9. og 10. sæti Friðrik og Benóný, og hlutu þeir hvor 3,5 vinning.

í kvöld kl 8 fer fram í Þórskaffi Hraðskákmót Reykjavíkur og er búist við að þátttakendur muni verða alit að 50. Keppninni verður þannig hagað að einn leikur á hverju borði er leikinn á hverjum 10 sek.

Nú er Sigurgeir Gíslason „Hraðskákmeistari Reykjavíkur“.

Verðlaunaafhending af báðum þessum mótum fer fram n.k. laugardag

 

Lárus Johnsen sigrar í hraðskákkeppni

 

Tíminn 30. mars 1950 

Lárus Johnsen hlaut titilinn hraðskákmeistari Reykjavíkur á Skákþíngi Reykjavíkur sem haldið var að Þórskafé í fyrrakvöld. Fékk Lárus 9 vinninga en næstur honum varð Baldur Möller með 8 vinninga og sá þriðji var Friðrik Ólafsson með 7.

Alls voru þátttakendur 36 og voru tefldar 10 umferðir samkvæmt Monrad-kerfinu. Keppnin stóð yfír í 4 tíma. Á laugardaginn verður fyrstu mönnum í hverjum flokki sem tefldu á Skákþingi Reykjavíkur veitt verðlaun.

1950: Skákþing Reykjavíkur - Úrslit

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Guðmundur S. Guðmundsson x ½ ½ 1 ½ ½ 1 1 ½ 1 6,5 72%
2 Baldur Möller ½ x ½ 0 1 1 ½ ½ 1 1 6 67%
3 Árni Snævarr ½ ½ x ½ 1 0 ½ ½ 0 1 4,5 50%
4 Lárus Johnsen 0 1 ½ x 0 0 1 ½ 1 ½ 4,5 50%
5 Guðmundur Ágústsson ½ 0 0 1 x 1 ½ 1 0 ½ 4,5 50%
6 Guðjón M. Sigurðsson ½ 0 1 1 0 x 0 1 ½ 0 4 44%
7 Eggert Gilfer 0 ½ ½ 0 ½ 1 x ½ ½ ½ 4 44%
8 Sveinn Kristinsson 0 ½ ½ ½ 0 0 ½ x 1 1 4 44%
9 Benóný Benediktsson ½ 0 1 0 1 ½ ½ 0 x 0 3,5 39%
10 Friðrik Ólafsson 0 0 0 ½ ½ 1 ½ 0 1 x 3,5 39%
Vinningshlutall 39%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1950: Skákþing Reykjavíkur – Undanrásir

Lengsta skákþing sem fram hefur farið á Íslandi

 

Þjóðviljinn 5. mars 1950

Nú er undanrásunum í Skákþingi Reykjavíkur lokið og urðu úrslitin þessi: 1.-2. Guðjón M. Sigurðsson og Benóný Benediktsson 6,5 vinning hvor. 3.-4. Guðmundur S. Guðmundsson og Friðrik Ólafsson 6 vinn. 5.-10. Sveinn Kristinsson, Árni Snævarr, Baldur Möller, Eggert Gilfer, Guðmundur Ágústsson og Lárus Johnsen, sem hlutu 5,5 vinn. hver.

Keppendur voru alls 24 og var ekki öllum skákum lokið þegar þetta var ritað, en þær skákir, sem eftir eru hafa engin áhrif á 10 efstu sætin, og komast þeir, sem hér að framan eru nefndir, í úrslitin, sem hefjast í dag.

Þar teflir hver keppandi við alla hina. Þetta Reykjavikurþing er hin mesta eldraun eins og sjá má af því að þeir, sem i úrslitin komast tefla 18 skákir hver. Mun óhætt að fullyrða að þetta sé lengsta skákþing, sem farið hefur fram á Íslandi.

Þeir Guðjón og Benóný unnu góðan sigur í undanrásunum og voru vel að honum komnir. Benóný var efstur framan af, en þá tók Guðjón forustuna og hélt henni fram í síðustu umferð að Benóný náði honum aftur.

Skákstíll þeirra er ekki ósvipaður, báðir eru vel að sér í taktíkinni og harðir í sóknum. Mun þetta vera bezta frammistaða beggja til þessa og veitir þeim rétt til þátttöku í næstu landsliðskeppni.

Guðmundur Arnlaugsson.

1950: Skákþing Reykjavíkur - Undanrásir

Smelltu til að skoða töfluna í fullri stærð

skakthing_reykjavikur_undanrasir

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1949: Haustmót TR – Meistaraflokkur

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur

Árni Stefánsson sigrar í meistaraflokki

 

Úr tímaritinu SKÁK, 4. tbl. 1949

Mótið hófst hinn 5. september s.l. að félagsheimili Vals við Hlíðarenda. Eins og flestum er kunnugt, er afar erfitt að fá húsnæði á góðum stað í bænum og var þetta það eina, er til greina kom. Þátttakan var góð, þótt staðurinn hafi átt sök á því, hversu fáir áhorfendur sáust á mótinu.

Þátttakendur voru að þessu sinni 37; 11 í meistaraflokki, 9 í 1. flokki og 17 í 2. flokki. Að vísu vantaði í meistaraflokkinn flesta af okkar sterku skákmönnum, m. a. Lárus Johnsen, meistarann frá í fyrra, og Eggert Gilfer, er varð annar.

Tefldar voru 11 umferðir í meistaraflokki, eða alls 55 skákir, Af þeim unnust 22 á hvítt, 19 á svart og 14 urðu jafntefli.

Árni Stefánsson
Árni Stefánsson

Sigurvegari varð Árni Stefánsson, hlaut 8 ½ v. af 10 mögulegum, tapaði aðeins einni skák, fyrir Þóri Ólafssyni, og gerði eitt jafntefli. Með þessum glæsilega sigri sínum hefur hann hlotið titilinn Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1949. Einnig öðlast hann þátttökuréttindi í næstu Landsliðskeppni.

Árni er mjög öruggur skákmaður, byggir upp ágætar stöður og gætir þess, að tefla ekki of djarflega. Beztu árangrar hans á öðrum mótum eru Skákþing Reykvíkinga 1948, en þar varð hann fimmti, sem er prýðilegur árangur í svo sterku móti, og Skákþing Reykvíkinga 1949, en þar öðlaðist hann einnig þátttökuréttindi í Landsliðinu, sem hann notfærði sér þó ekki.

Næstir urðu þeir Þórir Ólafsson og Friðrik Ólafsson, hlutu 7 v., sem er prýðilegur árangur, sérstaklega þegar þess er gætt, hversu ungir þeir eru. Þórir er 18 ára, en Friðrik aðeins 14 ára. Það er áreiðanlegt, að þeir verða okkar eldri meisturum skeinuhættir í framtíðinni.

Fjórði varð Sveinn Kristinsson, hlaut 5 ½ v. Fylgdi hann, ásamt þeim Þóri og Friðriki, Árna fast eftir, en tapaði svo tveim síðustu skákunum.

Ingvar Ásmundsson, sem varð fimmti ásamt Jóni Ágústssyni, er aðeins 15 ára og er hann mjög efnilegur skákmaður.

Í 1. flokki sigruðu þeir Björn Jóhannesson og Kári Sólmundarson, hlutu 6 ½ V. af 8 mögulegum og flytjast því báðir upp í meistaraflokk. Þeir eru báðir efnilegir skákmenn.

 

Röðin varð annars þessi:

Björn Jóhannesson 6 ½
Kári Sólmundarson 6 ½
Haukur Sveinsson 5 ½
Anton Sigurðsson 4
Jón Guðjónsson 3 ½
Ásgeir Þór Ásgeirsson 3 ½
Magnús Vilhjálmsson 3
Eiríkur Marelsson 2
Ingimundur Guðmundsson 1 ½

 

2. flokkur var tvískiptur, í A- og B- flokk. Voru 9 í A-fl. en 8 í B-fl.

Sigurvegari í A-fl. varð Birgir Ásgeirsson, hlaut 7 v. Næstir urðu Hákon Hafliðason, Tómas Einarsson og Tryggvi Arason, allir með 5 v.

Í B-fl. sigraði Jón Pálsson, hlaut 6 ½ v. Næstur varð Kjartan Ólafsson með 5 v.

Þessir sex ofangreindu tefldu síðan til úrslita og sigraði Jón Pálsson, hlaut 4 ½ v. af 5. Næstir urðu Hákon og Birgir með 3 v. Þessir þrír flytjast því upp í 1. flokk.

Skákstjóri var Konráð Árnason.

 

Hér fer á eftir lauslegt yfirlit umferðanna í meistaraflokki.

 

1. umferð.

Óli ½ Guðjón ½
Friðrik ½ Þórður ½
Ingvar 0 Jón 1
Árni ½ Sveinn ½
Steingrímur 0 Hjálmar 1
Þórir sat yfir.

 

Óli náði betra tafli framan af, en komst lítið áleiðis og tókst svo smám saman að jafna taflið. Var samið jafntefli í 26. leik eftir drottningaruppskipti.

Friðrik hafði yfirtökin mest alla skákina, en tókst ekki að ná verulegri sókn og var samið jafntefli eftir að uppskipti höfðu orðið á flestum mönnunum.

Ingvar náði ágætri stöðu upp úr byrjuninni. Í 17. leik fórnaði hann peði fyrir sterka sókn, en fór skakkt í áframhaldið og náði sv. frumkvæðinu, tókst að vinna tvö peð og gafst hv. upp í 48. leik.

Sveinn fékk betri stöðu upp úr byrjuninni, vann peð í miðtaflinu og virtist hafa góða vinningsmöguleika, er hann þáði jafntefli í 33. leik.

Skákin Steingrímur – Hjálmar var mjög svipuð framan af, unz báðir lentu í miklu tímahraki. Stóð hv. þá heldur betur, en lék af sér hrók í tímahrakinu og þar með skákinni.

 

2. umferð.

Þórir 1 Óli 0
Guðjón ½ Friðrik ½
Þórður 1 Ingvar 0
Jón 0 Árni 1
Sveinn 1 Steingrímur 0
Hjálmar sat yfir.

 

Þórir fékk heldur betri stöðu upp úr byrjuninni og náði sterkri sókn. Í 16. leik fórnaði sv. skiptamun og náði vinningsstöðu á eftir, en lék af sér manni skömmu seinna og varð að gefast upp í 57. leik.
Guðjón komst lítið áleiðis í skák sinni við Friðrik, og var samið jafntefli í 28. leik í jafnri stöðu.

Ingvar hélt Þórði vel í skefjum lengi framan af, en gaf svo færi á að komast „inn á sig“ með drottningu og hrók, er gerði út um taflið í nokkrum leikjum. Árni náði ágætri stöðu og tókst að vinna peð í miðtaflinu. Hann skipti síðan upp drottningum og fór út í hróksendatafl, sem hv. hefði átt að geta haldið, en fór skakkt í peðakaup og kom sv. upp peði, sem kostaði hrókinn.

Skák þeirra Sveins og Steingríms var all- fjörug. Svartur langhrókaði og hóf sterka sókn á kóngsvængnum. Hvítur svaraði með sókn drottningarmegin og tókst að brjótast í gegnum varnir svarts, eftir að hafa fórnað manni, sem svartur var neyddur til að þiggja. Við það varð svarti kóngurinn berskjaldaður fyrir mönnum hvíts, sem tókst að vinna manninn aftur. Svartur gafst upp nokkrum leikjum síðar, en þá var hann skiptanum undir og með tapaða stöðu.

 

3. umferð.

Friðrik 1 Þórir 0
Ingvar 1 Guðjón 0
Árni 1 Þórður 0
Steingrímur 1 Jón 0
Hjálmar ½ Sveinn ½
Óli sat yfir.

 

Friðrik náði smám saman yfirtökunum, í skák sinni við Þóri, hóf sterka kóngssókn, sem hann fylgdi fast eftir og neyddi sv. til uppgjafar í 26. leik.

Ingvar tefldi mjög skemmtilegt Evansbragð og náði yfirburðastöðu. Tókst honum að hrekja sv. kónginn út á borðið, þar sem hann stóð berskjaldaður fyrir mönnum hv. Svartur gafst upp í 26. leik er mát eða drottningartap var óumflýjanlegt:

Staðan hjá Árna og Þórði var jöfn framan af, unz sv. veikti kóngsstöðu sína með h5 og g5, sem hv. notfærði sér og fékk betri stöðu. Í 25. leik sást sv. yfir skiptamunstap og gafst upp í næsta leik.

Steingrímur náði sterkri sókn á kóngsstöðu svarts, sem hafði langhrókað. Neyddist sv. að flýja með kónginn yfir á kóngsvænginn, en átti tapaða stöðu og tveim peðum minna er það hafði tekizt og gafst upp nokkrum leikjum síðar.

Hjálmar náði vinningsstöðu, vann tvö peð og skipti síðan upp drottningum til að flýta fyrir vinningnum, en lék af sér, og fékk tapstöðu. Svörtum sást þó yfir vinningsleiðina og tók jafntefli með þráskák.

 

4. umferð.

Óli 0 Friðrik 1
Þórir 1 Ingvar 0
Guðjón 0 Árni 1
Þórður 0 Steingrímur 1
Jón 1 Hjálmar 0
Sveinn sat yfir.

 

Óli fékk heldur betra tafl upp úr byrjuninni og fórnaði peði fyrir sóknarmöguleika, en fór skakkt í áframhaldið, sást m. a. yfir skiptamunsvinning og snerist skákin sv. í vil. Lenti hvítur í miklu tímahraki, missti mann og féll á tíma í 27. leik.

Þórir fékk heldur betri stöðu upp úr byrjuninni, en lenti í miklu tímahraki, sem svartur notfærði sér ekki og lék veikt á móti. Náði hvítur þá sterkri sókn, sem hann fylgdi fast eftir og gafst svartur upp í 47. leik.

Staðan hjá Guðjóni og Árna var svipuð framan af. Í 18. leik fórnaði hv. tveimur peðum í þeim tilgangi að vinna mann, en sást yfir mótspil hjá sv., er lét drottningu sína fyrir báða hróka hv. Eftir uppskiptin hafði sv. tvö samstæð frípeð, sem hv. gat ekki stöðvað nema með mannsfórn og varð að gefast upp í 51. leik.

Steingrímur náði betra tafli eftir að drottningar uppskipti höfðu orðið og tókst að skapa sér tvö sterk frípeð, sem hv. áleit það hættuleg, að hann fórnaði manni til að stöðva þau. Það nægði þó ekki til að halda skákinni og varð hann að gefast upp nokkrum leikjum síðar.

Jón náði fljótlega betri stöðu og tókst að sprengja upp kóngsstöðu sv., sem sá sig neyddan að láta drottningu sína fyrir hrók og biskup. Hvítum tókst að halda sókninni áfram og gafst sv. upp í 29. leik er mát var óumflýjanlegt.

 

5. umferð.

Steingrímur 1 Guðjón 0
Ingvar 1 Óli 0
Árni 0 Þórir 1
Sveinn 1 Jón 0
Hjálmar 1 Þórður 0
Friðrik sat yfir.

 

Í skákinni Steingrímur – Guðjón skeði ekkert markvert framan af, skiptust flestir mennirnir upp. Eftir að skákin fór í bið náði hv. yfirtökunum, tókst að vinna peð og vann á því í hróksendatafli, sem sv. hefði átt að geta haldið, en fór skakkt í vörnina og gat ekki stöðvað frípeð hvíts.

Skák Ingvars og Óla var svipuð framan af,. unz sv. lenti í miklu tímahraki og tapaði tveimur peðum. Er skákin fór í bið var staðan unnin á hvítt, en harðsótt var hún því sv. gafst upp í 84. leik!

Árni byrjaði ágætlega og náði vinningsstöðu. Í miðtaflinu vann hann skiptamun fyrir peð, en lenti svo í miklu tímahraki og gaf sv. færi á mótspili, er nægja átti til jafnteflis. Hvítum sást yfir jafnteflið og missti drottningu sína í tímahrakinu.

Hjálmar fékk betri stöðu upp úr byrjuninni og fórnaði sv. peði til að létta á stöðu sinni. Hv. skipti þá upp drottningum og vann á tveim samstæðum frípeðum.

Sveinn náði sterkri sókn á kóngsstöðu sv., sem hann fylgdi vel eftir, tókst að vinna mann í miðtaflinu og þvingaði sv. til uppgjafar nokkrum leikjum síðar.

Eftir 5. umferð er Árni efstur með 3 ½ v., Friðrik, Sveinn og Þórir 3 v.

 

6. umferð.

Þórir ½ Steingrímur ½
Óli 0 Árni 1
Friðrik 1 Ingvar 0
Guðjón ½ Hjálmar ½
Þórður 0 Sveinn 1
Jón sat yfir.

 

Þórir náði heldur betri stöðu, en komst ekkert áleiðis vegna ágætrar vörn sv. í miðtaflinu lét sv. drottningu sína fyrir hrók og biskup og tókst hv. hvergi að brjótast í gegn. Var því samið jafntefli í 60. leik.

Skák þeirra Óla og Árna var mjög svipuð framan af, unz Óli lenti í miklu tímahraki og missti drottningu sína. Átti hann þá eftir 9 leiki á rúma mínútu.

Ingvar leitaðist við að ná mótspili áður en hann hafði tryggt kóngsstöðu sína. Hv. notfærði sér veikleika svörtu stöðunnar og náði sterkri sókn, vann tvö peð og varð sv. að gefast upp í 32. leik.

Guðjón fékk heldur betri stöðu upp úr byrjuninni og tókst að vinna peð. Eftir drottningaruppskipti virtist hv. eiga mikla vinningsmöguleika, er hann missti skiptamun og snerist skákin þá sv. í vil. Hv. varðist eftir beztu getu og tókst að vinna skiptamuninn aftur. Jafntefli var svo samið er aðeins voru eftir mislitir biskupar og örfá peð.

Sveinn náði smám saman yfirtökunum í skák sinni við Þórð, sem fórnaði peði til að losa um sig, en tókst ekki og varð að gefast upp í 75. leik.

Eftir 6. umferð er röðin þessi: Árni 4 ½ , Friðrik og Sveinn 4 (af 5) Þórir 3 ½ af 5.

 

7. umferð.

Steingrímur 0 Óli 1
Árni 1 Friðrik 0
Hjálmar 0 Þórir 1
Sveinn ½ Guðjón ½
Jón 1 Þórður 0
Ingvar sat yfir.

 

Óli náði sterkri sókn eftir að hv. hafði lagt út rangan peðsvinning er varð til þess, að hann missti skiptamun og varð að gefast upp nokkrum leikjum síðar.

Friðrik tapaði peði í byrjun, sem hv. lét aftur og náði sterkri sókn, eftir að sv. hafði farið skakkt í uppskipti. Skákin gerðist allfjörug eftir að hv. hafði fórnað manni á laglegan hátt, en sást yfir skjóta vinningsleið. Sv. svaraði heldur ekki með beztu leikjunum og má því inn kenna, að báðir voru í miklu tímahraki. Hv. fylgdi sókninni fast eftir og gafst sv. upp í 41. leik.

Hjálmar fékk ágætt tafl upp úr byrjuninni, en sást yfir mannstap í miðtaflinu. Snerist skákin þá svörtum í vil, sem náði sterkri sókn og féll hv. á tíma í 38. leik í vonlausri stöðu.

Sveinn og Guðjón voru mjög friðsamir, því flestir menn þeirra skiptust upp og var samið jafntefli er hvorugur hafði neina vinningsmöguleika.
Þórður mætti ekki til leiks og var því skák hans dæmd töpuð.

Röðin eftir 7. umferð: Árni 5 ½ , Sveinn og Þórir 4 ½ , Friðrik 4 v.

 

8. umferð.

Ingvar 0 Árni 1
Þórir ½ Sveinn ½
Friðrik 1 Steingrímur 0
Guðjón ½ Jón ½
Óli 0 Hjálmar 1
Þórður sat yfir.

 

Ingvar valdi Evansbragð og hafði ágæta stöðu framan af, en þá fór hann að leika veikt, er varð til þess, að sv. tók frumkvæðið í sínar hendur. Náði hann ágætri sóknaraðstöðu á kóngsvæng hv. Í 22. leik sást hvítum yfir mannstap og gafst því upp í næsta leik. Hafði sv. þá betri stöðu.

Sveinn fékk ágætt tafl upp úr byrjuninni og náði hv. ekki neinni sókn. Í miðtaflinu fórnaði sv. manni til að sprengja kóngsstöðu hvíts, en það nægði ekki til vinnings og tók hann jafntefli með þráskák.

Skák þeirra Friðriks og Steingríms var fljótlega útkljáð. Hv. fórnaði í byrjuninni riddara fyrir tvö peð. Svartur varð síðan svara bæði mátshótun og hróksvinning. Neyddist hann til að skipta upp drottningum til að bjarga mátinu og vann hv. auðveldlega á endataflinu.

Guðjón náði sterkri sókn eftir að hafa látið báða biskupa sína fyrir hrók og peð. Svartur varðist vel og tókst að skipta upp drottningum. Eftir uppskiptin hafði hv. tvö samstæð frípeð, en samdi jafntefli í 34. leik, er hann hafði mikla vinningsmöguleika.

Óli fékk sterka sókn á kóngsstöðu sv. eftir að hafa fórnað manni. Hann vann manninn aftur, en þá náði sv. drottningaruppskiptum og tókst að jafna taflið. Í biðskákinni stóð sv. heldur betur, er hv. lék af sér manni í uppskiptum og varð að gefast upp eftir nokkra leiki.
Eftir 8. umferð er röðin þessi: Árni 6 ½ , Friðrik, Sveinn og Þórir 5.

 

9. umferð.

Steingrímur ½ Ingvar ½

Hjálmar 0 Friðrik 1
Sveinn ½ Óli ½
Jón 0 Þórir 1
Þórður 1 Guðjón 0
Árni sat yfir.

 

Steingrímur komst lítið áleiðis í skák sinni við Ingvar. Skiptust flestir mennirnir upp og sömdu þeir jafntefli í 41. leik, en þá voru eftir mislitir biskupar og hrókur hjá hvorum.

Skák Hjálmars var sú stytzta í mótinu, hann lék af sér hrók í 17. leik í stöðu og gafst upp í næsta leik.

Sveinn fékk heldur betri stöðu upp úr byrjuninni, en gaf svo sv. færi að fórna manni á réttu augnabliki. Svartur vann manninn aftur með betri stöðu. Hv. átti þá færi á þráskák, sem hann notfærði sér ekki og fór út í vafasamt hróksendatafl með peði minna. Sv. tókst þó ekki að vinna og varð því að láta sér nægja jafntefli.

Þórir fékk betra tafl strax í byrjun eftir að hv. hafði farið í röng peðakaup. Áframhaldið tefldi hv. alltof veikt, tapaði tveim peðum og síðan skiptamun og varð að gefast upp nokkrum leikjum síðar. Guðjón mætti ekki til leiks og var skák hans því dæmd töpuð.

Eftir 9. umferð er röðin þessi: Árni 6 ½ , Friðrik og Þórir 6, Sveinn 5 ½ .

 

10. umferð.

Þórir ½ Þórður ½
Óli 1 Jón 0
Friðrik 1 Sveinn 0
Ingvar 1 Hjálmar 0
Árni 1 Steingrímur 0
Guðjón sat yfir.

 

Þórir fékk betri stöðu upp úr byrjuninni. Náði hann sterkri sókn, fórnaði manni, sem hann vann aftur og skiptamun með. Í tímahraki sást honum yfir vinninginn og gaf sv. færi á að loka stöðunni eftir að drottningaruppskipti höfðu orðið. Hafði sv. þá riddara og fjögur peð, en hv. hrók og þrjú peð, og tókst ekki að vinna.

Óli fórnaði tveim léttum mönnum fyrir hrók og tvö peð, og fékk sterka sókn í staðinn. Sv. gat ekki hrókað og sá sig neyddan að fórna manni til að bjarga máti. Hv. skipti þá upp drottningum og vann á endataflinu með skiptamun yfir fyrir peð.

Friðrik fékk betri stöðu upp úr byrjuninni og þrengdi svo smám saman meira að sv., sem átti erfitt um vik. Tapaði hann peði og sást síðan yfir máthótun í þriðja leik, en þá var staðan unnin á hvítt.

Skák þeirra Ingvars og Hjálmars var mjög svipuð framan af. Skiptust drottningarnar fljótlega upp. Hvítur lék af sér peði skömmu síðar, sem honum tókst að vinna aftur eftir uppskipti. Höfðu þá báðir tvo hróka og mislita biskupa. Svartur fékk heldur betra tafl og þrýsti á einangrað peð á miðborðinu, sem hvítur síðan fórnaði til að skapa sér frípeð drottningarmegin. Svörtum tókst einnig að skapa sér frípeð á miðborðinu og kóngsmegin, en tefldi áframhaldið alltof veikt, er varð til þess, að hvítur kom upp b-peði sínu, sem kostaði ekki minna en hrók og þar með skákina.

Steingrímur fékk erfiða stöðu strax í byrjun, sem hv. notfærði sér vel. Fórnaði hann peði og náði sterkri sókn á kóngsstöðu sv. Hrakti hann sv. kónginn frá e8 yfir á a7, og gafst sv. upp í 31. leik er mát var óumflýjanlegt.

Eftir 10. umferð er röðin þessi: Árni 7 ½, Friðrik 7, Þórir 6 ½, Sveinn 5 ½.

 

11. umferð.

Hjálmar 0 Árni 1
Jón 1 Friðrik 0
Sveinn 0 Ingvar 1
Þórður 0 Óli 1
Guðjón ½ Þórir ½
Steingrímur sat yfir.

 

Hjálmar valdi kóngsbragð og fórnaði manni í byrjun fyrir tvö peð, en komst ekkert áleiðis og tók sv. frumkvæðið fljótlega í sínar hendur. Hv. lék af sér manni í miðtaflinu og lenti síðan í miklu tímahraki. Sv. fórnaði þá skiptamun til að flýta fyrir vinningnum, en hv. féll á tíma nokkrum leikjum síðar.

Jóni sást yfir mannsvinning í 8. leik, en byrjunin var þessi: 1. e4, e6 2. c4, c6 3. Rc3, Bb4 4. Db3, BxR 5. DXB, Rf6 6. e5, Re4?? 7. De3, d5. Nú gat hv. leikið einfaldlega hér d3 og riddarinn á engan reit. Engu að síður lék hann 8. f3 og varð áframhaldið þannig: 8. Dh4+ 9. Ke2, Rg3+ 10. hxR, DxH 11. Rh3 og sv. drottningin er úr leik. Sv. hefði sennilega getað bjargað henni með h5-h4 0. s. frv., en kaus að koma mönnum sínum út fyrst. Á meðan tókst hv. að vinna drottninguna og varð sv. að gefast upp í 24. leik.

Sveinn fékk heldur betra tafl upp úr byrjuninni, en gaf sv. færi á sterkri sókn eftir að hafa hafnað tvöföldum hrókauppskiptum í jafnteflisstöðu. Náði sv. að leppa biskup hvíts á d3, en drottningin var í dauðanum ef hann vék frá. Neyddist hv. að leika kóng á e2 til að valda biskupinn, en við það varð kóngsstaða hans hættuleg og tókst sv. að komast „inn á hann“. Varð hv. að gefast upp nokkrum leikjum síðar er mát var óverjandi.

Guðjón valdi Evans-bragðið, fékk heldur betra tafl framan af, tókst að sprengja kóngsstöðu svarts, en komst lítið áleiðis vegna traustrar vörn hans. Tókst sv. að rétta stöðu sína við og vinna tvö peð. Í tímahaki sást honum yfir auðvelda vinningsleið og varð að fórna manni fyrir peð til að bjarga máti. Hafði hv. þá riddara og peð á móti fjórum peðum svarts, sem ekki tókst að vinna og sömdu þeir jafntefli í 49. leik.

Þórður mætti ekki til leiks og var því skák hans dæmd töpuð.

Úrslit: Árni 8 ½ , Þórir og Friðrik 7, Sveinn 5 ½ .

1949: Haustmót TR - 1. flokkur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Vinn Prósenta
1 Árni Stefánsson Iceland x 0 1 ½ 1 1 1 1 1 1 1 8,5 85%
2 Þórir Ólafsson Iceland 1 x 0 ½ 1 1 ½ 1 1 ½ ½ 7 70%
3 Friðrik Ólafsson Iceland 0 1 x 1 0 1 1 1 1 ½ ½ 7 70%
4 Sveinn Kristinsson Iceland ½ ½ 0 x 1 0 1 ½ ½ ½ 1 5,5 55%
5 Jón Ágústsson Iceland 0 0 1 0 x 1 0 0 1 ½ 1 4,5 45%
6 Ingvar Ásmundsson Iceland 0 0 0 1 0 x ½ 1 1 1 0 4,5 45%
7 Steingrímur Guðmundsson Iceland 0 ½ 0 0 1 ½ x 0 0 1 1 4 40%
8 Óli Valdimarsson Iceland 0 0 0 ½ 1 0 1 x 0 ½ 1 4 40%
9 Hjálmar Theódórsson Iceland 0 0 0 ½ 0 0 1 1 x ½ 1 4 40%
10 Guðjón M. Sigurðsson Iceland 0 ½ ½ ½ ½ 0 0 ½ ½ x 0 3 30%
11 Þórður Jörundsson Iceland 0 ½ ½ 0 0 1 0 0 0 1 x 3 30%
Vinningshlutall 70%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

vantar skakir

1949: Flokkakeppni TR

Baldur leiddi barnungan D-flokk til sigurs!

Haustið 1949 efndi Taflfélag Reykjavíkur til svonefndrar flokkakeppni, þar sem fimm knáar sveitir mættu til leiks. Vinirnir Friðrik Ólafsson, 14 ára, og Ingvar Ásmundsson, 15 ára, gengu af þessu tilefni á fund sjálfs Norðurlandameistarans Baldurs Möller og báðu hann um að leiða skáksveit sem að auki var skipuð hinum 19 ára Birni Jóhannessyni, en varamaður var sá mikli hæfileikapiltur Guðjón M. Sigurðsson.

Þessi glæsilegi flokkur fékk úthlutað listabókstafnum D, og Baldur og lærisveinar hans háðu harða baráttu við A-flokk, þar sem Guðmundur S. Guðmundsson var í fararbroddi.

Guðmundur (1918-1974) var um árabil meðal sterkustu skákmanna okkar, var m.a. skákmeistari Reykjavíkur 1946 og 1950, og Íslandsmeistari 1954. Með honum í flokki voru Sveinn Kristinsson, Þórir Ólafsson, Jón Pálsson og Hjalti Elíasson, sem allir voru kunnir skákmenn á sinni tíð.

B-flokk leiddi Guðmundur Pálmason, sem árið áður hafði gert jafntefli í kappskák við sjálfan Max Euwe, C-flokkur Hafnfirðinga hafði Bjarna Magnússon í fararbroddi og E-flokkur tefldi fram goðsögninni Eggert Gilfer á 1. borði.

Leikar fóru svo að D-flokkur Baldurs og ungu mannanna hlaut 10 vinninga, hálfum meira en A-flokkur. Friðrik stóð vel fyrir sínu á 2. borði og hlaut 2,5 vinning af 4.

1949: Flokkakeppni TR

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1949 Flokkakeppni - tafla

Vinningshlutall 63%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1948: Skákþing Reykjavíkur – 1. flokkur

Baldur Möller Reykjavíkurmeistari – Ágæt frammistaða Friðriks í 1. flokki

 

Baldur Möller
Baldur Möller

Skákþing Reykjavíkur 1948 hófst 15. janúar og var að venju teflt í þremur flokkum. Baldur Möller vann glæsilegan sigur í meistaraflokki, fékk 11 vinninga af 13, en í 2. sæti varð gamla kempan Eggert Gilfer með 10 vinninga. Jafnir í 3.-4. sæti urðu Guðmundur Ágústsson og hinn litríki Benóný Benediktsson.

Friðrik Ólafsson, sem varð 13 ára meðan á mótinu stóð, tefldi nú í 1. flokki, sem skipt var í tvo riðla. Friðrik fór vel af stað og var með 2,5 vinning eftir þrjár umferðir. Í 4. umferðinni lagði hann allt í sölurnar með svörtu mönnunum til að knésetja Lárus Ingimarsson en varð að játa sig sigraðan eftir mikinn darraðardans.

Eggert Gilfer
Eggert Gilfer

Í 5. og næstsíðustu umferð vann Friðrik laglegan baráttusigur á Ingólfi Jónssyni og tefldi því hreina úrslitaskák í síðustu umferð við Hjalta Elíasson. Það var einmitt Hjalti sem lá fyrir Friðriki í fyrstu kappskák hins unga meistara, á Íslandsmótinu 1946, og hann ætlaði sannarlega ekki að tapa aftur fyrir glókollinum snjalla.

Friðrik náði ekki að sýna sitt rétta andlit að þessu sinni og tapaði. Hjalti komst því í úrslitakeppni um sæti í meistaraflokki og þar fór hann með sigur úr bítum. Friðrik mátti hinsvegar ágætlega við una, með 3,5 vinning af 6 mögulegum.

1948: Skákþing Reykjavíkur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
1 16.1.1948 Eiríkur Bergsson 1/2 Friðrik Ólafsson
2 18.1.1948 Friðrik Ólafsson 1 – 0 Ingimann Ólafsson
3 22.1.1948 Friðrik Ólafsson 1 – 0 Ingimundur Guðmundsson
4 23.1.1948 Lárus Ingimarsson 1 – 0 Friðrik Ólafsson
5 26.1.1948 Friðrik Ólafsson 1 – 0 Ingólfur Jónsson
6 30.1.1948 Hjalti Elíasson 1 – 0 Friðrik Ólafsson
Vinningshlutfall 58%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu


1948: Haustmót TR – 1. flokkur

Haustið 1948 var orðið ljóst að mikilla tímamóta var að vænta í íslensku skáklífi, eftir að sömu meistararnir höfðu lengi ríkt: Hinn 13 ára gamli Friðrik Ólafsson sigraði mjög sannfærandi í 1. flokki á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og vann sig þar með upp í sjálfan meistaraflokk.

Friðrik fékk 11 vinninga af 13 mögulegum og tapaði ekki einni einustu skák.

Lárus Johnsen, 25 ára,  sigraði í meistaraflokki og sýndi þar með að hann var kominn í fremstu röð, en sigur hans féll í skuggann af afreki hins kornunga Friðriks.

1948: Haustmót TR - 1. flokkur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
1 Friðrik Ólafsson 1/2 -1/2 Ingólfur Jónsson
2 29.9. Þórður Jörundsson 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson
3 3.10. Friðrik Ólafsson 1-0 Eiríkur Marelsson
4 6.10. Lárus Ingimarsson 0-1 Friðrik Ólafsson
5 8.10. Friðrik Ólafsson 1-0 Magnús Vilhjálmsson
6 10.10. Friðrik Ólafsson 1-0 Valur Norðdahl
7 13.1. Kári Sólmundarson 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson
8 15.10. Friðrik Ólafsson 1-0 Margeir Sigurjónsson
9 Eiríkur Bergsson (0-1) Friðrik Ólafsson
10 20.10. Friðrik Ólafsson 1-0 Ólafur Einarsson
11 22.10. Ingvar Ásmundsson 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson
12 24.10. Friðrik Ólafsson 1-0 Haukur Sveinsson
13 27.10. Þórir Ólafsson 0-1 Friðrik Ólafsson
Vinningshlutall 85%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1946: Skákþing Íslands – 2. flokkur

11 ára glókollur stimplar sig inn með stæl

 

img284
Friðrik Ólafsson

Laugardaginn 9. nóvember settust tæplega fimmtíu skákmenn að tafli á Skákþingi Íslendinga. Teflt var í þremur flokkum í Þórskaffi í Reykjavík: Meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki. Einn keppandinn var langyngstur, 11 ára glókollur, og ráku margir upp stóru augu enda fáheyrt að barn tæki þátt í svo virðulegu móti.

Enda komu fram mótmæli: Það mætti hreinlega ekki leyfa piltinum að vera með, því það gæti haft óbætanleg áhrif á hnokkann að tapa öllum skákunum!

Eftir mikla rekistefnu var ákveðið að keppendur í 2. flokki myndu greiða atkvæði um hvort barnið fengi að vera með. Við kunnum ekki skil á atkvæðatölum, en svo mikið er víst að Friðrik Ólafsson fékk að setjast að tafli í Þórskaffi, og snaraði fram kóngspeðinu gegn Hjalta Elíassyni. Friðrik tefldi einsog sá sem valdið hefur, tíndi upp hvert peðið á fætur öðru og þegar Hjalti gafst upp í 50. leik var staða hans ein rjúkandi rúst.

Hann hafði lært mannganginn af föður sínum, Ólafi Friðrikssyni, þremur árum áður en skákbakterían náði ekki tökum á honum fyrr en árið sem hann tók þátt í Íslandsmótinu. Þá hafði hann sýnt góða takta í fjöltefli gegn Baldri Möller, einum besta skákmanni Íslands og Norðurlanda, en í blaðaumfjöllun árið 1956 var því reyndar haldið fram að Friðrik hefði tekið til við taflið af fullum krafti þegar hann fékk ekki harmónikku sem honum lék hugur á að eignast!

Frammistaða Friðriks í 2. flokki 1946 var með miklum ágætum, svo áhyggjur af sálarheill piltsins reyndust með öllu ástæðulausar. Hann fékk 4,5 vinning af 8 mögulegum og hafnaði í 6.-9. sæti af 20. Í tímaritinu SKÁK 1. tbl. 1947 birtist fyrsta nafn hins unga meistara í fyrsta sinn:

,,Í öðrum flokki vakti Friðrik Ólafsson mikla athygli. Hann er aðeins 11 ára og hlaut hann 4,5 vinning á mótinu.“

Friðrik var búinn að stimpla sig inn.

1946: Skákþing Íslands - 2. flokkur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Lokastaðan:

1.-3. Sveinn Kristinsson 6 v.
1.-3. Þórður Jörundsson 6 v.
1.-3. Skarphéðinn Pálmason 6 v.
4.-5. Hjalti Elíasson 5,5 v.
4.-5. Haukur Hjálmarsson 5,5 v.
6.-9. Benedikt Björnsson 4,5 v.
6.-9. Sverrir Sigurðsson 4,5 v.
6.-9. Friðrik Ólafsson 4,5 v.
6.-9. Gestur Pálsson 4,5 v.
10.-13. Richard Ryel 4 v.
10.-13. Eiríkur Marelsson 4 v.
10.-13. Kári Sólmundarson 4 v.
10.-13. Theódór Guðmundsson 4 v.
14.-15. Valdimar Lárusson 3,5 v.
14.-15. Sveinbjörn Einarsson 3,5 v.
16.-18. Magnús Vilhjálmsson 3 v.
16.-18. Kristján Fjeldsted 3 v.
16.-18. Anton Sigurðsson 3 v.
19. Ólafur Þorsteinsson 1 v.
20. Ólafur Haukur Ólafsson 0 v.
Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu