1983: 18. Helgarskákmótið á Reykhólum

Friðrik og Helgi deildu sigrinum bróðurlega

 

Jóhannes Gísli Jónsson skrifar.

Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson deildu bróðurlega með sér sigrinum i helgarskákmóti, sem haldið var i Reykhólum um síðustu helgi. Þeir gerðu aðeins jafntefli sín á milli, en lögðu alla aðra keppinauta sína að velli.

Næstir á eftir þeim komu Guðmundur Halldórsson og Hilmar Karlsson, skákmeistari Íslands, með 5,5 vinning af 7 mögulegum.

Efstur í unglingaflokki varð Guðmundur Árnason með 5 vinninga og Þráinn Sigurðsson varð hlutskarpastur öldunga með 4,5 vinning.

Mót þetta var haldið í grunnskólanum á Reykhólum, en þar dvöldust keppendur við góðan kost meðan á mótinu stóð.

Að þessu sinni var umhugsunartími á skák 30 mín. Í fyrstu tveimur umferðunum, en breyttist í 1,5 klst. á 30 leiki og hálftíma til að ljúka skákinni strax í næstu umferð og hélst þannig til mótsloka.

Skýringin á þessu er sú, að í fyrstu tveimur umferðunum gefst hinum lakari skákmönnum kostur á að glíma við þungu fallstykkin, og taka þær viðureignir að jafnaði skemmri tíma en rimmur skákmanna að svipuðum styrkleika.

Að vanda stýrði Jóhann Þórir skákritstjóri mótinu af stakri snilld, en heimamenn höfðu hins vegar allan veg og vanda að undirbúningi mótsins og eiga þakkir skilið fyrir framtakið.

Hvað úrsliltum mótsins viðvíkur er óhætt að segja, að sigur Helga og Friðriks hafi verið í hæsta máta sanngjarn og auðveldur. Báðir tefldu af miklu öryggi og lentu aldrei í taphættu og báru að sönnu ægishjálm yfir aðra keppendur mótsins. Við útreikning stiga reyndist Helgi hlutskarpari en Friðrik og fær hann því fleiri vinningsstig fyrir frammistöðu sína í mótinu.

Guðmundur Halldórsson og Hilmar Karlsson deildu með sér næstu sætum eins og fyrr greinir, en við stigaútreikning bar sá fyrrnefndi hærri hlut frá borði.

Hvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: Ásgeir Þ. Árnason

Drottningarbragð

Morgunblaðið 8. júlí 1983.

1983: 18. Helgarskákmótið á Reykhólum

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Vinningshlutall 93%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu