1978: Alþjóðlegt skákmót í Las Palmas

Alþjóðaskákmótið

Í Las Palmas 1978

Sjöunda árlega skákmótið í Las Palmas var haldið sem hluti af hátíðahöldunum til þess að minnast 500 ára afmælis upphafs byggðar í Las Palmas. Mótshaldararnir höfðu gert sér vonir um, að mótið yrði einstaklega sterkt, en tafir við lokaundirbúninginn urðu til þess, að boð í mótið voru seint á ferðinni og niðurstaðan varð sú, að mótið komst aðeins í 10. styrkleikaflokk. Rússnesku keppendurnir voru til dæmis veikari en venjulega þar sem mótið stangaðist á við sovézka svæðismótið.

Mótið hafði ekki staðið nema í þrjár klukkustundir þegar ógæfan dundi yfir. Ungur skákmaður af staðnum, Garcia Padron, vann Larsen. Kann að vera, að Larsen hafi verið að reyna að endurtaka frammistöðu sína frá Lone Pine, en gleymdi því, að þetta var ekki Monrad. Hvað sem því líður var þetta þriðja tap hans í röð í fyrstu umferð.

Ég byrjaði vel, tók snemma forystuna með 3 1/2 vinning af fjórum, en lenti síðan í sömu dularfullu lægðinni um mitt mótið eins og í Reykjavík og tókst ekki að vinna aftur fyrr en eftir heilar sex umferðir til viðbótar.

Á meðan hafði Tukmakovi malað miskunnarlaust áfram og ýmist unnið eða gert jafntefli.

Þegar þrjár umferðir voru eftir, hafði hann 9 vinninga úr 12 skákum. Næstir komu Stean með 8 1/2, Sax, Friðrik, Miles 8, Larsen og Mariotti 7 1/2. Í 13. umferð varð hann að sætta sig við jafntefli gegn Sanz, en af keppinautum hans tapaði Stean fyrir Csom og ég tapaði fyrir Rodriguez. Síðari skákin var ráðin, þegar ég lék af mér með tveimur peðum yfir í fertugasta leik, en afleikurinn bauð upp á glæsilega og langa fléttu, sem síðar deildi fegurðarverðlaununum. Sax og Mariotti gerðu jafntefli og Panchenko hélt jöfnu á móti Larsen. Friðrik var sá eini, sem hélt merkinu á lofti með því að sigra Dominguez. Þannig var mótið að ná hámarki.

Tukmakov hélt forystunni með 9 1/2, en hann átti eftir að tefla við Larsen og Sax. Friðrik var með 9 vinninga og átti eftir að tefla við Sanz og Larsen. Stean og Sax höfðu 8 1/2 og áttu eftir að tefla við Miles og Diez del Corral og Sax við Panchenko og Tukmakov.

Í næstsíðustu umferð malaði Tukmakov Larsen, Sax vann Panchenko og við Stean gerðum jafntefli. Skák Friðriks við Sanz var frestað fram á hvíldardaginn vegna veikinda Friðriks, en þegar þar að kom, afgreiddi hann Spánverjann og var enn í baráttunni.

Fyrir síðustu umferð hafði Tukmakov 10 1/2 vinning, Friðrik 10 og Sax 9 1/2 og lentu þá saman Sax og Tukmakov og Larsen og Friðrik. Rússinn fórnaði peði í byrjuninni fyrir smávegis frumkvæði, en Sax náði öðru skömmu síðar. Smám saman hvarf sá ávinningur, sem Tukmakov hafði haft af peðsfórninni og Tukmakov beið sinn eina ósigur. Þar með hafði Friðrik möguleika á að ná efsta sætinu einn, ef hann gæti sigrað Larsen, en Daninn var í banastuði, og eftir ýmsar flækjur bar hann hærri hlut.

– Sax og Tukmakov deildu efsta sætinu, en Ungverjinn hlaut bikar menntamálaráðherra, þar sem hann hafði betri Sonnenborn-Berger stigatölu.

1978: Alþjóðlegt skákmót í Las Palmas

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1978 Las Palmas_tafla

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
Merki: