1983: 45. alþjóðlega Hogoovens skákmótið

Svæfingameistarinn sigraði í Sjávarvík

 

Margeir Pétursson skrifar. Morgunblaðið 9. febrúar 1983.

Ulf Andersson
Ulf Andersson

Ulf Andersson fri Svíþjóð sýndi það á stórmótinu í Wijk aan Zee að það er engin tilviljun aíi hann er kominn í fjórða sætið á alþjóðlega skákstigalistanum á eftir Karpov, Korchnoi og Ljubojevic. Svíinn sigraði með miklu öryggi á mótinu og gat jafnvel leyft sér að gera stutt jafntefli í síðustu umferð við Hollendinginn Ree til að tryggja sér efsta sætið.

Friðrik Ólafssyni vegnaði mjög vel í upphafi, en um miðbik mótsins var hann svo óheppinn að fá snert af flensu og lenti þá í öldudal. Honum tókst þó að ná sér á strik aftur og vinna bandaríska stórmeistarann Seirawan í góðri skák, en í síðustu umferðunum átti hann eftir að mæta mörgum af sterkustu keppendum mótsins og hafnaði því röngu megin við 50% mörkin.

Þrátt fyrir að útkoman hafi verið verri en búast mátti við eftir óskabyrjun Friðriks má hann þó vel við una ef litið er til þess að mótið var geysilega sterkt og margir af öflugustu skákmönnum heims á meðal þátttakenda. Ofan á þetta bættist að Friðrik var gjörsamlega æfingarlaus, því hann tók sárasjaldan þátt í mótum meðan hann var forseti FIDE, en því starfi gegndi hann í fjögur ár.

Ungverjinn Zoltan Ribli sem varð í öðru sæti er mjög öruggur skákmaður eins og Andersson, en þó öllu mistækari. Þess má geta að Andersson tapaði aðeins þremur skákum á síðasta ári (Karpov tapaði fjórum) en vegna þess að hann var svo óheppinn að lenda í „sterka“ millisvæðamótinu í Moskvu er hann ekki með í áskorendakeppninni sem senn fer í hönd.

Það er Ribli hins vegar og eftir góða frammistöðu hans á þessu móti er vart hægt að búast við því að Filippseyingurinn Torre verði honum erfiður ljár í þúfu í fyrstu umferð einvíganna.

Nokkrir öflugir skákmenn ollu vonbrigðum á Wijk aan Zeemótinu, en Viktor Korchnoi sló þó öll met. Allt síðan hann tapaði einvíginu við Karpov í Merano hefur hann verið heillum horfinn og er nú dottinn úr öðru sæti á alþjóðlega stigalistanum niður í 12.-13. sæti.

Heppnin var heldur ekki með Korchnoi í Wijk aan Zee, í skák sinni við sigurvegarann Andersson sást honum yfir rakta vinningsleið rétt fyrir bið, sprengdi sig síðan við vinningstilraunir og endaði með því að tapa skákinni. Í síðustu umferð kórónaði hann síðan allt saman með því að falla á tíma gegn Hort vegna þess að hann hélt að tímamörkunum hefði verið náð.

Taflmennska Anderssons er ekki sérlega mikið fyrir augað, a.m.k. ef gengið er út frá því að flestir vilji sjá leiftrandi kóngssóknir og snjallar leikfléttur. En það er hægt að tefla skák á fleiri en einn veg og Andersson er orðinn frægur sem nokkurs konar svæfingameistari.

Hann lætur andstæðinga sína oft standa í þeirri trú að taflið sé að einfaldast til jafnteflis, en þegar út í endataflið er komið yfirspilar hann þá oft í stöðum sem við fyrstu sýn virðast steindauðar. Hann hefur jafnvel leikið þennan leik svo oft að Anderssons-stíllinn er orðið þekkt hugtak meðal skákmanna.

1983: 45. alþjóðlega Hogoovens skákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1983_hoogovens_tafla

Vinningshlutall 42%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu