1979: Marlboro Chess Classic – Manila

Jóhann Örn Sigurjónsson skrifar. Vísir, 10. ágúst 1980.

Asíubúar munu trúlega láta æ meira að sér kveða í skákíþróttinni á næstu árum. Skákáhugi þar er mikill og vaxandi, enda margt gert til að glæða hann. Komið hefur verið á fót harðsnúnu liði titilhafa sem ferðast á milli staða, tefla á mótum og útbreiða skákina. Oft eru útlendir meistarar kallaðir til, því fjarlægðin gerir fjöllin blá, og ávallt þykir skákmönnum eftirsóknarvert að mæla krafta sína við annarra þjóða snillinga.

Eitt þessara móta fór fram á Filipseyjum nýlega, og meðal keppenda var Friðrik Ólafsson. Sem forseti F.I.D.E. hefur hann sýnt áhuga fyrir útbreiðslu skákíþróttarinnar sem víðast, og fékk nú tækifæri til að sýna hug sinn í verki.

Friðrik tefldi gegn flestum léttari mönnum mótsins í byrjun, og vann þá skák eftir skák. Að 6 umferðum loknum var hann kominn með 5,5 vinning, aðeins Indónesanum Bachtiar hafði auðnast að ná hálfum vinningi.

Í síðari hlutanum mætti Friðrik hverjum stórmeistaranum á fætur öðrum, en á meðan hakkaði Filipseyingurinn Torre í sig minni spámennina.

 

1979: Marlboro Chess Classic

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1979_marlboro-tafla

Vinningshlutall 69%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
Merki: