,,Rósemdin eitthvað farin að raskast…“
Grein í Þjóðviljanum 14. ágúst 1960 um einvígi Friðriks Ólafssonar og Freysteins Þorbergssonar um réttinn til að tefla á millisvæðamóti FIDE.
Síðastliðið miðvikudagskvöld hófst í Sjálfstæðishúsinu skákeinvígi milli þeirra Friðriks Ólafssonar stórmeistara og Freysteins Þorbergssonar núverandi Íslandsmeistara í skák um réttinn til þess að keppa fyrir Íslands hönd á næsta svæðamóti í skák, er haldið verður í haust.
Friðrik hefur um árabil borið höfuð og herðar yfir aðra íslenzka skákmenn og borið hróður íslenzkrar skáklistar vítt. Fleiri ungir, íslenzkir skákmenn hafa þó sýnt, að þeir eru verðugir fulltrúar Íslands á erlendum vettvangi, t.d. Ingi R. Jóihannsson, Guðmundur Pálmason og Freysteinn Þorbergsson, og er það vel, að þeim þeirra, sern nú ber Íslandsmeistaratitilinn, gefst færi á að reyna skáksnilli sína við stórmeistarann.
Slíkt einvígi getur orðið til örvunar íslensku skáklífi, ef vel tekst til. Fréttamaður frá Þjóðviljanum lagði leið sina í Sjálfstæðishúsið á miðvikudagskvöldið kl. 7.30, þegar einvígið hófst. Er hann kom á vettvang voru keppendur seztir að taflborðinu uppi á sviðinu og Friðrik, er lék hvítu mönnunum að því sinni, hafði leikið fyrsta leikum.
Áhorfendur voru fremur fáir, er einvígið hófst, aðeins nokkrir kunnir skákmenn og skákáihugamenn. Það gerast sjaldan neinir stórviðburðir í upphafi langrar kappskákar, sem spennandi sé að fylgjast með, svo að áhorfendunum fer ekki að fjölga fyrr en byrjunin er afstaðin og átökin fara að hefjast fyrir alvöru á skákborðinu. Í upphafi fóru keppendurnir troðnar slóðir.
Friðrik var þaulsætinn við borðið og hugsaði vel um hvern leik en Freysteinn lék hratt og örugglega, stóð síðan á fætur og gekk rólega um gólf á sviðinu. Ingvar Ásmundsson sagði, að þetta væri uppáhaldsvörn Freysteins og sagði fyrir um nokkra næstu leiki og gekk það allt eftir.
Eftir nokkra leiki kom Freysteinn með nýjung, sem skákfróðir menn sögðu að ekki væri að finna í bókum. Sumir héldu, að þessi leikur væri heimagerður en aðrir töldu hann vera uprunninn austur í Moskvu, þar sem Freysteinn hefði lært hann af gerzkum.
Það má glöggt sjá, hvor heirra félaga uppi á sviðinu á leikinn í hvert sinn, því að sá grúfist yfir taflið íhugandi á svip meðan hinn hallast makindalega afturábak í sætinu og virðir fyrir sér stöðuna. Frammi í litla salnum eru þeir Jón Pálsson og Ingvar farnir að skýra út skákina fyrir áhorfendum og leggja ýmsir þeirra einnig orð í belg.
Einn leikurinn hjá Freysteini hlýtur ekki náð fyrir augum skýrendanna, er telja hann hafa átt völ á öðrum sniallari. Áki Pétursson, er stendur með vasatafl frammi í sal og ræðir skákina af kappi við nokkra skákmenn, fullyrðir að hefði Frevsteinn valið réttan leik hefði það aðeins verið tæknilegt atriði að ná vinningi með svo góða stöðu.
Áhorfendum er nú farið að fjölga. Flest eru þeita kunnir skákmenn, þótt sumir séu þekktari fyrir aðra iðiu en leik að taflmönnum, t d. Helgi Sæmundsson, er fylgist vökulum augum með því, er fram fer uppi á sviðinu og ræðir skákina af miklum áhuga.
Þegar kemur út í miðtaflið fer heldur að halla á Freystein og hann eyðir stöðugt lengri tíma á hvern leik. Hann er hættur að ganga um gólf en situr álútur yfir taflborðinu íhugull mjög og tekur hvað eftir annað ofan gleraugun og fægir í ákafa. Rósemdin er eitthvað farin að raskast. Keppendur eru nú báðir komnir í allmikla tímaþröng og farnir að leika hratt.
Þeir eru komnir yfir í endatafl, þar sem Freysteinn á peði minna, en hann teflir vel og tekst að koma sér upp allhættulegu frípeði nokkru áður en skákin fer í bið. Það er alls ekki vonlaust, að honum takist að halda jafntefli segja skákfróðir menn, þegar 40 leikjum er lokið og skákin fer í bið. Annars vilja þeir sem minnst láta eftir sér hafa að órannsökuðu máli, því að margt getur leynzt í stöðunni, sem ekki er gott að sjá í fljótu bragði. Þannig lýkur fyrstu einvígisskákirni.
Þegar fréttamaður kemur á vettvang á fimmtudagskvöldið eru keppinautarnir búnir að tefla í röskan klukkutíma. Friðrik hefur eins og fyrri daginn eytt nokkru meiri tíma á byrjunarleikina og það er sameiginlegt álit skákskýrendanna í litla salnum, að Freysteinn standi öllu betur að vígi.
Í litla sa’num er enn ekki farið að skýra út skákina fyrir áhorfendum. Þar eru aðeins Ingvar Ásmundsson, Jón Pálsson, Benóný Benediktsson, Gunnar Gunnarsson og nokkrir aðrir skákmenn að kryfja stöðuna í ró og næði. Þegar skákstjórinn Gísli Ísleifsson talar um að beina áhorfendum inn til að hlýða á skýringar þeirra segir Ingvar að það sé skemmtilegra að þeir hafi sjálfir einhvern skilning á stöðunni.
Friðrik leikur nú leik sem þeir skákmennirnir finna hvergi í bókinni, en þeir sitja með Pachmann fyrir framan sig og fylgjast með því, hvað leikjum hann mælir með í stöðunni. Síðan leikur Friðrik fram peði á drottningarvæng. Er það leikur, sem enginn hafði séð fyrir, þótt búið væri að koma með margar tillögur.
Hann virðist leyna á sér þessi peðsleikur, því aö skyndilega hefur sókn Freysteins snúizt í vörn og hann virðist eiga fáa góða leiki. Hann hugsar sig mjög lengi um leikinn. Ingi R. Jóhannsson hefur nú tekið að sér að skýra skákina fyrir áhorfendum með aðstoð fleiri góðra manna, m.a. hefur nú Guðmundur Pálmason bæzt í hópinn. Þegar Freysteinn loks leikur velur hann þá leið, er sízt skyldi, að dómi þessara ágætu skákmanna allra saman og leggur út í ævintýri, er hlýtur að enda með skelfingu.
Ingi segir að það sé einsýnt, hvernig þetta fari og hættir skýringunum og allir ganga fram í aðalsalinn til þess að sjá lokin. Allt fer eins og Ingi hefur sagt fyrir og Freysteinn gefst upp og réttir Friðriki höndina yfir borðið. Hann hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir stórmeistaranum í þetta skipti en kannske hann rétti hlut sinn í næstu skák.
Hver veit? Það fá menn að sjá annað kvöld…
[Friðrik vann einvígið 5-1]