2013: N1 Reykjavíkurskákmótið

Skákunnendur glöddust mjög þegar Friðrik Ólafsson settist að tafli í Hörpu, á hinu stjörnum prýdda Reykjavíkurskákmóti 2013. Friðrik var meðal keppenda á fyrsta mótinu 1964 og næsta hálfan annan áratuginn sigraði hann þrisvar á mótinu. Meistarinn hafði ekki verið með síðan 1982.

Óhætt er að segja að Reykjavíkurmótið hafi sjaldan verið betur skipað, með ofurstórmeistarana Anish Giri, Maxime Vachier-Lagrave, David Navara, Ivan Cheparinov og Ding Liren í broddi fylkingar, en þeir voru allir með meira en 2700 skákstig.
Enginn þessara miklu meistara náðu þó á verðlaunapallinn. Efstir og jafnir með 8 vinninga af 10 urðu Pavel Eljanov frá Úkraínu, Wesley So frá Filippseyjum og Bassem Amin frá Egyptalandi.
Mesta athygli vakti þó frammistaða hins 13 ára gamla Wei Yi sem fór ósigraður gegnum mótið og náði þriðja og síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli.
Friðrik hlaut 6 vinninga og sýndi á köflum bráðskemmtilega takta. Mesta athygli vakti skák hans við David Navara, þar sem Friðrik var hársbreidd frá sigri en varð að sætta sig við jafntefli.

Myndaalbúm frá mótinu.

Lokastaða mótsins.

2013: N1 Reykjavíkurskákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Reykjavik Open 2013
Friðrik Ólafsson
Player info
Umf Borð Name Skákstig Þjóð Félag/land Úrslit
1 14 Jonsson Olafur Gisli 1870 ISL KR s 1
2 112 Sat hjá 0 – ½
3 11 GM Navara David 2710 CZE Mahrla Praha w ½
4 11 Drill Frank 2124 GER SC Hattersheim s ½
5 11 Omarsson Dadi 2212 ISL T.R w ½
6 11 Maack Kjartan 2136 ISL TR s 1
7 11 FM Jayakumar Adarsh 2271 USA w ½
8 11 GM Esen Baris 2565 TUR s 0
9 11 Steindorsson Sigurdur P. 2235 ISL Briddsfjelagið w 1
10 11 WGM Mamedjarova Turkan 2280 AZE s ½
Vinningshlutall 61%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu