2012: Minningarmót Bent Larsen í Álaborg

Bent Larsen var sá skákmeistari sem Friðrik Ólafsson tefldi oftast við. Þeir voru jafnaldrar, fæddir 1935, og voru áratugum saman í senn vinir og keppinautar. Þeir tefldu alls 35 kappskákir og það er til marks um hörkuna í viðureignum þeirra að aðeins 5 skákum þeirra lauk með jafntefli. Þeir unnu 15 skákir hvor og voru því hnífjafnir að leikslokum!

Friðrik var meðal keppenda á minningarmóti um Larsen (d. 2010) sem fram fór í Álaborg 15.-21. október. Nokkrir aðrir öflugir skákmenn af kynslóð Larsens tóku þátt auk Friðriks, t.d. Wolfgang Uhlmann.

Friðrik varð í 6.-17. sæti af 61 keppanda, hlaut 4 ½ vinning af sjö mögulegum, vann tvær skákir og gerði fimm jafntefli. Sigurvegari varð Jens Kristiansen.

Helgi Ólafsson stórmeistari sagði í skákdálki sínum í Morgunblaðinu að taflmennska Friðriks í sigurskákunum tveimur hafi verið þróttmikil, en hann hafi verið ,,fullmikill diplómat er hann mætti minni spámönnunum. Markmið hans var vitaskuld að heiðra minningu Larsens en þeir Friðrik háðu marga hildi á meira en 50 ára tímabili. Larsen steig sín fyrstu skref í skákinni í Álaborg og Danir minnast hans ávallt með mikilli virðingu og hlýju.“

Lokastaðan á mótinu.

2012: Minningarmót Bent Larsen í Álaborg

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2012_minningarmot_larsen_tafla

Vinningshlutall 64%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu