1974: VI. Reykjavíkurskákmótið

REYKJAVÍKURMÓTID 1974

Vassily Smyslov sigrar örugglega

 

smyslov_1974Á þessu ári voru liðin tíu ár frá því er fyrsta alþjóðlega mótið fór hér fram. Það var því sérstaklega ánægjulegt hversu vel til tókst með þátttöku að þessu sinni. Flestir okkar bestu menn voru með og erlendu þátttakendurnir með því sterkasta sem hér hefur verið boðið upp á. Þá vakti sérstaka ánægju, að þeir Smyslov og Bronstein skyldu vera fulltrúar Sovétríkjanna að þessu sinni.

Þriðja febrúar var þingið sett að Kjarvalsstöðum, þar sem Skáksambandið hafði fengið annan salinn undir mótið, og setti það sérstakan svip á viðburðinn. Menntamálaráðherra, Magnús Torfi, setti mótið með ágætri ræðu og Guðmundur G. Þórarinsson forseti skáksambandsins sagði nokkur orð. Að því búnu tók Guðmundur Arnlaugsson við stjórninni og keppnin hófst með því, að Birgir Ísleifur Gunnarsson borgarstjóri lék fyrsta leikinn í skák þeirra Smyslovs og Tringovs.

Keppnin var hafin og margar spurningar sóttu á hugann. Svörin komu miskunnarlaus eftir því sem á leið mótið. Erlendu keppendurnir voru ofjarlar okkar manna enn einu sinni. Friðrik hélt þó dampinum uppi fram í fimmtu umferð er hann tapaði óvænt fyrir ungum og efnilegum Norðmanni, Leif Ögaard. Friðrik náði sér samt strax á strik aftur, en tap í þremur síðustu skákunum gerði útslagið á árangurinn. Frammistaða stórmeistarans okkar var þó engan veginn slæm. Hann hefur ekki teflt neitt um nokkurra ára skeið, og því varla hægt við því að búast að hann standi jafnfætis atvinnumönnunum svona í fyrsta móti. Friðrik hefur nefnilega ákveðið að gera tilbreytingu á högum sínum komandi ár og gerast atvinnumaður í skák. Ákvörðunin mun þó aðeins ná yfir eitt ár til að byrja með. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir íslenzka skáklist og verður gaman að fylgjast með átökum hans við fremstu meistara heims í skákmótum ársins. Árangur Friðriks nú verður að skoðast með tilliti til þessarar ákvörðunar hans. Hann hefur þegar hafið kerfisbundna þjálfun og rannsóknir og sagði því, að þátttaka í þessu þingi félli ekki sem best inn í þá áætlun, þar sem hann væri enn stutt á veg kominn í þeim efnum. Hann taldi því að það bezta sem hann gæti gert, væri að tefla hverja skák til þrautar burtséð frá öllum jafnteflismöguleikum. Taflmennska Friðriks fór í einu og öllu eftir þessari ákvörðun. Hann tefldi af hörku og þar sem margir hefðu sæzt á jafntefli hélt hann áfram og teygði sig þá stundum of langt og tapaði. Það fer samt ekki Iá milli mála, að fyrir mann sem ætlar sér að ná einhverjum árangri, verður hann á stundnum að tefla til þrautar og staðreynd er að enginn nær langt án þess að þora að taka áhættuna.

1974 Reykjavíkurmótið - myndEins og áður segir sigraði Smyslov örugglega á þessu þingi. Gamla kempan var í essinu sínu og hinn kristalstæri „position-stíll“ reyndist gjörsamlega óyfirstíganlegur. Eftirtektarverðast var hversu létt hann virtist eiga með að framfylgja stílnum. Hann lenti aldrei í tímahraki og oftast var útséð um úrslitin snemma tafls. Hann lenti aldrei í tapstöðu að því ég bezt veit, en stundum fannst áhorfendum eins og andstæðingar hans væru heldur klaufskir við jafnteflismöguleikann.

Koma Smyslovs til Íslands hefur verið langþráður draumur og ekki brást hann því trausti sem menn hafa á honum sem skáksnillingi.

Í öðru sæti var ungverjinn Forintos, einhver geðþekkasti skákmaður sem ég hef hitt, enda vann hann hugi allra með frábærri framkomu og glæsilegri taflmennsku. Hann þurfti 10 vinninga til þess að öðlast stórmeistaratign, svo það jók enn á ánægju móthaldsins að einn keppandinn, Forintos, náði einmitt stórmeistaratign á þessu móti. Forintos ívar í efsta eða næstefsta sæti allt mótið út í gegn, og virtist ekki láta það mikið á sig fá, þótt svo mikið væri í húfi sem raun bar vitni. Hann virðist mjög sterkur skákmaður, þótt styrkur skákmanna virðist vera eins og veðrið, skin og skúrir. Þannig tefldi Forintos á móti skömmu áður en hann kom hér ásamt Tringov. Er skemmst frá því að segja, að Forintos varð í miðju móti en Tringov sigraði glæsilega. Hér snerist dæmið næstum við.

Bronstein og Velimirovic komu næstiri í 3. og 4. sæti. Fyrirfram var búist við mestu af þessum mönnum, hvað snerpu og áræði snertir. Báðir frægir fyrir hinn hvassa sóknarstíl sinn. Því miður varð ekki af sýningunni að þessu sinni, en vonandi eru þeir ekki þrotnir að kröftum enn. Norðmaðurinn Leif Ögaard náði þeim ágæta árangri, að verða 5. í svo sterku móti. Má telja að nú sé hann farinn að ógna Svein Johannesen, norska skákkonunginum, ef hann hefur ekki þegar rutt honum úr hásæti. Leif teflir af miklu öryggi, en naut þess, sérstaklega í upphafi mótsins, að hann var talinn auðveld bráð. Þetta fór á annan veg. Ögaard var ekki eins auðunninn og ætlað var. Má ætla, að Íslendingarnir hefðu jafnvel getað fengið fleiri jafntefli á hann ef þeir hefðu reiknað hann a. m. k. jafnoka sinn í skáklistinni. Hann vann þá alla nema Júlíus Friðjónsson. Júlíus tefldi við Ögaard í síðustu umferð og Norðmanninum dugði jafntefli til þess að hljóta alþjóðlegan meistaratitil. Það urðu því tveir sem áfanga náðu á þessu móti og er það gleðiefni, þótt gleðilegra  hefði verið, að þeir sem mótið var stofnað fyrir hefðu verið nær markinu.

Friðrik og Guðmundur komu næstir og jafnir. Um árangur Friðriks hefur þegar verið rætt, en Guðmundur fór illa af stað og leit ekki vel út hjá honum fram eftir móti. Hann sótti sig samt er á leið og árangurinn varð góður þegar yfir lauk.

Um önnur úrslit vísast til meðfylgjandi töflu.

1974: VI. Reykjavíkurskákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1974 Reykjavíkurskakmótið - taflaa

Vinningshlutall 57%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu