2013: Norðurlandamót öldunga í Allinge

Friðrik og Áskell Örn í 2.-3. sæti: Laglegur sigur Friðriks á Westerinen

Friðrik Ólafsson (2407) og Áskell Örn Kárason (2205) unnu báðir sínar skákir í níundu og síðustu umferð Norðurlandamótsins í skák en mótið fór fram á Borgundarhólmi. Þeir hlutu 6½ og urðu í 2.-4. sæti ásamt danska FIDE-meistaranum og fráfarandi Norðurlandameistara Jörn Sloth (2322). Friðrik og Áskell urðu jafnir í 2.-3. sæti eftir stigaútreikning.

 

Danski stórmeistarinn Jens Kristansen (2403) sigraði á mótinu og er því bæði í senn heimsmeistari og Norðurlandameistari öldunga!

Sigurður Kristjánsson (1922) tapaði í lokaumferðinni, hlaut 5 vinninga, og endaði í 24.-26. sæti.

 

Friðrik sparaði kraftana í nokkrum skákum með stuttum jafnteflum, en sýndi klærnar þess á milli. Sigur hans á hinum gamalreynda finnska stórmeistara Heikki Westerinen var tvímælalaust besta skák hans á mótinu.

 

32 skákmenn tóku þátt í mótinu frá öllum Norðurlöndunum nema Færeyjum. Þar af voru þrír stórmeistarar og fjórir FIDE-meistarar. Friðrik var stigahæstur keppenda, Áskell var nr. 7 í stigaröðinni og Sigurður nr. 18.

Heimasíða mótsins.

2013: Norðurlandamót öldunga í Allinge

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2013_nm_pldunga_tafla

Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu