Svæðakeppni II, er haldin var í Wageningen í Hollandi, á tímabilinu frá októberlokum til 26. nóvember sl., lauk með naumum sigri ungverska stórmeistarans L. Szabó. Hlaut hann 13 1/2 v. af 17, tapaði engri skák. Szabó tók forustuna þegar í byrjun mótsins og fór geyst af stað. Hélt hann forustunni allt til loka mótsins og var aldrei í taphættu. Má því segja að sigur hans hafi verið verðskuldaður.
Í 2. sæti varð Friðrik Ólafsson með 13 vinninga, og tapaði hann aðeins einni skák, fyrir Larsen, eftir að hafa sótt heldur fast eftir vinningi. Friðrik vann 10 skákir og gerði 6 jafntefli. Með þessum glæsilega árangri sínum hefur hann tryggt sér réttindi til þátttöku í millisvæðakeppninni, þar sem þrír efstu menn úr hverri svæðakeppni fyrir sig mætast.
Þessi árangur Friðriks er vafalaust hans bezti fram að þessu, sérstaklega þegar þess er gætt, að meðal keppenda voru fimm stórmeistarar. Má því segja að Friðrik nálgist nú óðfluga stórmeistaratitilinn.
Í 3.-4. sæti koma, þeir Bent Larsen og Donner, með 12 1/2 v. hvor. Larsen fór mjög vel afstað og var í 2. sæti lengi framan af. Tefldi hann af mikill hörku og sigurvilja. Eftir sigur sinn yfir Friðriki komst hann framúr honum, en svo stöðvaði Donner sigurgöngu Larsens með fallegum sigri.
Fyrir siðustu umferð var röðin þessi: Szabó 13, Friðrik og Larsen 12, og Donner 11 1/2 v.
Til þess að vera öruggur um 2.-3. sætið varð Friðrik því að vinna sina skák, gegn Alster, sem honum tókst, eftir að skákin fór í bið. Larsen varð hins vegar að láta sér nægja jafntefli gegn Teschner, meðan Donner sigraði Lindblom, en Szabó gerði jafntefli við Kolarov.
– Munu þeir Larsen og Donner að Öllum líkindum tefla til úrslita um 3. sætið, en hins vegar hefur verið send beiðni til Alþjóðaskáksambandsins, þess efnis, að fjórir efstu mennirnir fái rétt til þátttöku í millisvæða- keppninni.
Í 5. sæti kemur Uhlmann með 12 vinninga, og er það sennilega einn bezti árangur hans til þessa.
Stórmeistararnir Stáhlberg og Trifunovic skiptu á. milli sin 6. og 7. sæti. Tapaði Tifunovic engri skák.
Mikla athygli vakti hin slælega frammistaða stórmeistarans Ivkovs, en hann tefldi auðsjáanlega langt undir styrkleika. Sömuleiðis virtist Kolarov ekki vera í góðu formi.
Önnur úrslit, sjá. meðfylgjandi töflu.
SKÁK, 1957.