1951: Skákþing Íslands

Landsliðskeppnín 1951

Lárus Johnsen skákmeistari Íslands

 

SKÁKRITIÐ 9.-10. tbl. 1951.

Hin árlega landsliðskeppni, þar sem teflt er um skákmeistaratitil Íslands, fór fram, óvenju seint í ár eða dagana 23. sept. til 3. okt. s.l. Rétt til þátttöku í keppninni höfðu alls 15 menn, en þar af mætti til keppni tæpur helmingur eða 7 menn. ýmsir okkar þekktustu og færustu skákmanna stóðu utan keppninnar, þar á meðal 6 af 8 þáverandi landsliðsmönnum!

Þrír af þeim halda þó enn sætum í landsliði samkvæmt þeim fyrirmælum í landsliðslögunum, að fjórir efstu landsliðsmenn þurfi eigi að tefla í næstu keppni til að halda sætum í landsliði, en færist aðeins um eitt sæti niður. Þeir þrír, sem nú halda sætum í landsliði með tilstyrk laga þessara, eru Baldur Möller, skákmeistari Norðurlanda, Guðmundur Ágústsson og Guðjón M. Sigurðsson, en þeir Guðmundur Arnlaugsson, Ásmundur Ásgeirsson og Bjarni Magnússon falla úr landsliði. Er þar sannarlega vöskum drengjum á bak að sjá, en vonandi snúa þeir aftur, þótt síðar verði og hefja þátttöku í íslenzkum skákmótum á ný, endurnærðir og þrungnir bardagamóði eftir hressandi hvíld.

Enda þótt ýmsir af okkar færustu skákmönnum stæðu utan landsliðskeppninnar í ár, ber þó mótstaflan með sér, að það voru engir veifiskatar, sem leiddu þar saman hesta sína að þessu sinni. Eggert Gilfer, Steingrímur Guðmundsson, Lárus Johnsen og Friðrik Ólafsson eru það þekkt og virt nöfn meðal íslenzkra skákmanna og skákunnenda, að þar sem þessir fjórmenningar eru sjaldan komnir á móti, eru a. m. k. einhverjar skákir traust og djarflega tefldar. Er hér með engri rýrð varpað á hina keppendurna, sem einnig sýndu oft og tíðum djörfung og tilþrif. Nokkuð lýtti það mót þetta, að einn keppandinn, Björnson, en tapaði fyrir þeim Friðríki og Lárusi. Hinum skákunum tapaði hann sökum fjarvistar.

Svo að maður snúi sér aftur að aðalatriðunum, verður því eigi neitað, að Lárus Johnsen tefldi af mestu öryggi og mestri leikni á mótinu og var vel að sigrinum kominn. Hann tapaði engri skák, gerði þrjú jafntefli og vann 3, og hlaut þannig 75% vinninga. Þess má að vísu geta, að sökum leiðinlegs misskilnings mætti Jóhannesson, hætti keppni að Eggert Gilfer eigi, er hann þremur umferðum tefldum og hélt til útlanda, þar sem hann er að hefja nokkurra ára tungumálanám. Verður hvort tveggja að teljast furðulegt, að Björn skyldi skrá sig til keppni vitandi það, að hann yrði að yfirgefa landið, áður en keppninni lyki og einnig hitt, að mótstjórnin skyldi ekki ráða honum fastlega frá slíku eða jafnvel meina honum þátttöku undir slíkum kringumstæðum. Það er ætíð skemmd á mótum, ef þátttakendur, einn eða fleiri, hætta keppni, áður en mótinu er lokið og þá ekki hvað sízt, ef um stutt mót er að ræða eins og þessa keppni.

Eins og sagt var áðan tefldi Björn aðeins þrjár skákir. Hann vann Sigurgeir Gísla skyldi tefla við Lárus og tapaði þannig baráttulaust þeirri skák. Þetta var leiðinlegt tilvik, sem eflaust var að einhverju leyti stjórn mótsins að kenna, en því miður fórust henni störf sín engan veginn vel, og er þá fremur vægilega til orða tekið. T. d. virtist enginn fastur skákstjóri vera á mótinu, en hinir og þessir voru „settir“ í starfa þennan stutta hríð, en síðan tók annar við. Töldu kunnugir, að skákstjórarnir væru engu færri en keppendurnir! En þrátt fyrir þetta leiðinlega tilvik, verður eins og áður var drepið á ekki annað sagt en Lárus væri vel að sigrinum kominn. Skákir hans báru því vitni, að hann tók engum vettlingatökum á þeim erfiðu viðfangsefnum, sem keppnin færði honum til úrlausnar, heldur tefldi af festu og einbeitni, en það eru oftast giftudrýgstu eiginleikarnir, þegar afrek skal vinna.

Það mun óþarfi að kynna hinn nýja Íslandsmeistara fyrir íslenzkum skákunnendum, og skal það því að mestu látið ógert. Lárus hefur undanfarin ár verið í flokki okkar sterkustu meistara, þótt honum á síðastliðnu ári væru fremur mislagðar hendur á mótum þeim, er hann þá tók þátt í. En slíkir afturkippir eru ekki óalgengir, jafnvel meðal færustu meistara.

Stíll Lárusar er furðu fastmótaður, þegar það er athugað, að hann á aðeins 28 ár að baki. Er hann að sjálfsögðu all fjölbreytilegur, en hefur þó einkum eitt skýrt einkenni, sem skilur hann allgreinilega frá stíl annarra íslenzkra meistara. Það er, ef svo mætti að orði komast, hinn listræni fjölkynngisblær, sem hvílir yfir mörgum skákum Lárusar. Út úr einföldustu stöðum töfrar hann oft snjöll og hrífandi leikjatilbrigði, sem hafa að miðdepli einhverja óvænta „kombínasjón“ sveipaða hinum fjölbreytilegustu taflflækjum. Og hvað við kemur kombínasjónum yfirleitt, er vafasamt, að nokkur íslenzkur skákmaður standi Lárusi jafnfætis á því sviði, nema ef vera skyldi Guðjón M. Sigurðsson.

Hins verður þá einnig að geta, að Lárus er mun veikari á ýmsum öðrum sviðum skákarinnar, einkum þeim, er lúta að stöðumati og djúpstæðum framtíðar-áætlunum. Á því sviði stendur hann ýmsum, meisturum okkar, t. d. Guðmundi S. Guðmundssyni og Ásmundi Ásgeirssyni, greinilega að baki. En ekki verður alls krafizt af einum dauðlegum manni, og miklum meistara verður margt fyrirgefið.

Skákritið vill óska hinum nýja Íslandsmeistara af alhug til hamingju með titilinn og væntir þess, að hann láti hann ekki af hendi án harðvítugrar baráttu.

Friðrik Ólafssön og Þórður Jörundsson urðu jafnir í öðru og þriðja sæti. Þeim er í flestu ólíkt farið. Friðrik er undrabarnið, sem þaut eins og hvirfilvindur út úr skákáhuga bylgju þeirri, sem myndaðist við einvígi þeirra Ásmundar Ásgeirssonar og Guðmundar Ágústssonar haustið 1946 og hefur lítt hægt skrið sitt síðan. Hefur hann þegar, aðeins 16 ára að aldri vakið feikna athygli, bæði innan lands og utan, fyrir skákhæfni sína. Á hann vafalaust glæsta framtíð í vændum sem skákmeistari, en annars er ábyrgðarminnst að hafa sem fæstar spár um menn, sem tilheyra fortíðinni í jafn snauðum mæli sem Friðrik.

Þórður á lengri skákferil að baki og hefur þrætt hann með mun hæglátara og almennara göngulagi en Friðrik. Hóf hann þátttöku í skákmótum snemma á stríðsárunum og er þó mjög nýlega kominn í meistaraflokk. Þórður hefur glöggan skilning á ýmsum veigamestu atriðum skáklistarinnar, teflir fast og örugglega, en skortir snerpu og taktíska leikni. Má mikils af Þórði vænta.

Gilfer og Steingrímur voru þeir einu fulltrúar eldri kynslóðarinnar, er freistuðu gæfunnar á móti þessu. Hún reyndist þeim þó engan veginn leiðitöm og varðist öllum freistingum þeirra, nema helzt, þegar Steingrímur lagði Friðrik Ólafsson að velli í 4. umferð, en þá hafði hann að ýmis dómi óvenjulega happasæld í verki með sér.

Eins og taflan ber með sér urðu þeir Gilfer, Steingrímur og Sigurgeir jafnir í 4.-6. sæti. Þeir Steingrímur og Sigurgeir munu verða að tefla einvígi um það, hvor hlýtur sæti í landsliði, en Gilfer mun halda sínu sæti (þann skilning leggja ritstj. a. m.k. í landsliðslögin). Þá munu þeir Friðrik og Þórður einnig verða að tefla um 3. landsliðssætið, en, sá sem því einvígi tapar hlýtur væntanlega 6. sætið, þar eð þeir Guðmundur Ágústsson og Guðjón M. Sigurðsson sitja í 4. og 5. sæti. Endanleg röð landsliðsins er þannig ókunn, þegar þetta er ritað, en eftirfarandi röðun má setja upp til skýringar eins og máIin nú standa.

1. Lárus Johnsen
2. Baldur Möller
3. Friðrik Ólafsson eða Þórður Jörundsson.
4. Guðmundur Ágústsson.
5. Guðjón M. Sigurðsson.
6. Friðrik eða Þórður.
7. Eggert Gilfer
8. Sigurgeir eða Steingrímur.

Keppnin fór fram að Skáta heimilinu við Snorrabraut.

1951: Skákþing Íslands

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1951 Skákþing Íslands - tafla

Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu