1953: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri – Úrslit

Úrslit heimsmeistaramóts ungmenna: Frammistaða Friðriks vakti mikla athygli

 

Eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson.

Það var alltaf þröng um keppnisborð Friðriks Ólafssonar í Politikens Hus þessa daga, meðan hann hefur keppt við beztu skákmenn heimsins innan 20 ára. Það var vegna þess, að þar var alltaf hægt að búast við miklum tíðindum, snöggum áhlaupum, óvenjulegum leikjum af hendi Friðriks og framar öllu fögru tafli.

Friðrik Óíafsson hefur enn vakið á sér mikla athygli. Af blöðunum að dæma gera skáksérfræðingar þeirra örugglega ráð fyrir því, að nafn þessa unga Íslendings muni oft heyrast nefnt á komandi árum í sambandi við heimsmeistarakeppni í þessari fögru og skemmtilegu íþrótt.

Ég tók líka eftir því hve oft keppendur í þessari heimsmeistarakeppni tóku sér stöðu að baki Friðriks, meðan hann tefldi, og fylgdust með skák hans.

 

Frumstæður kraftur

Friðrik Ólafsson er sérstæður taflmaður eftir því sem fremsti skákfræðingur danskra blaða sagði við mig: „Það er frumstæður kraftur í honum og í hverri skák verður maður var við þennan kraft. en einstaka sinnum er eins og hann blundi, og þá opnast möguleikinn fyrir andstæðinginn,“ sagði þessi sérfræðingur. i

Ståhlberg, hinn aldraði sænski stórmeistari, mætti einstaka sinnum á keppninni og skýrði skákir. Eitt kvöldið spurði hann tilheyrendur í fvrirlestrasalnum, hvaða skák þeir vildu, að hann tæki til umræðu. Þeir svöruðu ..Bents Larsens“, enda var það von, þvi að Larsen var fulltrúi Dana.

„Nei,“ svaraði Ståhlberg. „Við skulum heldur taka einhverja aðra fegurri og snjallari skák, til dæmis Ólafss»ns.“ Og svo gerði hann það. Það lyftist brúnin á Íslendingum, sem voru viðstaddir.

 

Eldgos í Íslendingnum

Ég fylgdist með úrslitakeppninni eins vel og ég gat. Meðan fyrri keppnin fór fram sögðu blöðin hvað eftir annað: „Den islandske vulkan er i udbrud.“ „Það er eldgos í Íslendingnum.“

„Við bjuggumst við, að Ólafsson myndi berjast um heimsrneistaratitilmn við Argentínu og Júgóslavíu, því að þeir hafa teflt bezt, og ef til vill hefur Ólafsson oftast komið á óvart með gersamlega óvenjulegum leikjum,“ sagði sami sérfræðingur við mig.

En það varð hlé á sóknínni. Hann tapaði þremur skákum. Tvær af þeim, gegn Englandi og Vestur-Þýzkalandi, hafði hann raunverulega unnið í miðju tafli, en lék af sér.

 

Var orðinn þreyttur

,,Ég skil ekkert í því,“ sagði Friðrik við mig þar sem við sátum saman og borðuðum danskan mat. „Ég var orðinn þreyttur. Ég kom í hitabylgjunni, ég brann á skrokknum af sólinni, ég var alltaf sveittur. Ég hefði átt að koma hingað hálfum. mánuði áður. Annars leið mér dásamlega vel á heimili Gunnars Hallssonar stórkaupmanns, sem hugsaði um mig eins og ég væri persónugervingur allrar íslenzku bióðarinnar og vakti yfir því að ég hvíldi mig, en svona getur komið fyrir. Ég mæti í Esbjerg. Ég finn það á mér, að ég muni standa mig betur þar.“

Þetta var áður en úrslitakeppninni lauk.

 

Bara hann vinni Danann

Ég stóð við borð Friðriks, meðan hann tefldi tvær síðustu skákirnar. Fyrst tefldi hann við Sviss. Svisslendingurinn átti afmæli þann dag, og blómvöndur stóð í vasa á borðinu hans megin. Allir óskuðu Svisslendingnumi til hamingju og það gerði Friðrik líka, en hann vildi ekki gefa honum vinning í afmælisgjöf. Hann vann skákina með miklum yfirburðum í 22 leikjum.

Síðustu skákina, í kvöld, tefldi hann við Danann. Íslendingar voru hálf taugaveiklaðir. Þeir þjást af smæðartilfinningu gagnvart Dönum alveg eins og Danir þjást af smæðartilfinningu gagnvart stærri bjóðum. ,,Bara að hann vinni Danann,“ sögðu þeir hvað eftir annað.

,.Ég verð að vinna Danann,“ sagði Friðrik og strauk mjóum fingrum um hátt ennið, en það er siður hans, þegar hann reynir að einbeita huganum, því tók ég eftir, meðan hann tefldi.

Og hann vann Danann með svo miklum yfirburðum, að óveniulegt verður að teljast. Friðrik hafði svart, en hóf sókn þegar í upphafi og hélt henni til loka í 38 leikium.

Flestir hefðu gefið skákina fyrir löngu, en Daninn streittist við í lengstu lög, þar til hann rétti Íslendingnum höndina brosandi og þakkaði honum. En um leið var Friðrik Ólafsson gripinn og heillaóskum okkar Íslendinga rigndi yfir hann.

 

Úrslit keppninnar

Friðrik vann í þessari keppni um heimsmeistaratitilinn í skák, þeirra, sem yngri eru en 20 ára, Danmörku, Bandaríkin og Svíss, gerði jafntefli við Júgóslavíu, sem hann tapaði fyrir í fyrri keppninni, en tapaði, eins og áður segir, fyrir Argentínu, Vestur- Þýzkalandi og Englandi. Hann fékk því 3,5 vinning.

Sigurvegari varð Oscar Panno frá Argentínu, annar Darga frá Vestur-Þýzkalandi og þriðji Ivkov frá Júgóslavíu.

 

Skemmtileg keppni

Það var mjög gaman að horfa á þessa keppni. Við Íslendingarnir stóðum alltaf vörð um borðið, bar sem Friðrik keppti. Hann hugsaði sig alltaf lengi um og lenti oft í tímahraki, en þegar hann var búinn að Íeika, stóð hann upp, strauk um ennið mjóum fingrum og brosti afsakandi. Hann vildi ekki ræða við okkur um skákina, enda höfðum við lítið vit á henni.

„Af hverjum fjandanum tók hann ekki hrókinn fyrir biskupinn? Það er þó mannamunur?“ sagði ég við Gunnar Hallsson, sem gekk þarna um snöggklæddur. ,,Já, það veit ég ekki. Þeir tefla ekki eins og við, þessir karlar.“

 

Hugðnæmur taflmaður

Friðrik er hugðnæmur taflmaður. Hann er kurteis og mjúkur, sýnir aldrei stolt eða tilgerð. Hann er góður íþróttamaður, sem við getum verið stolt af að eiga. Danir voru hrifnir af honum. Það fann ég. Í lokin hefðu þeir viljað skipta á Bent sínum og Friðriki okkar!

Alþýðublaðið 24. júlí 1953. Lítillega stytt og fyrirsögn breytt.

1953: Heimsmeistaramót 20 ára og yngri - Úrslit

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1953_hm-ungmenna_tafla_urslit

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu