1956: Heimsmeistaramót stúdenta

Rússar efstir á Alþjóðaskákmóli stúdenta

Íslenzka sveitin sigurvegari í B-riðli — Friðrik með bestan árangur allra á 1. borði.

Heimsmót stúdenta, hið þriðja í röðinni, fór fram á Norrlands Nation í Upsala, dagana 5.-15. apríl sl. Að þessu sinni mættu til leiks sveitir frá 16 þjóðum, og er það meiri þátttaka en nokkru sinni fyrr. – Nauðsynlegt var að ljúka mótinu á 11 dögum, og reyndist ógerlegt að viðhafa það fyrirkomulag, sem áður hafði tíðkast, að ein sveit keppti við allar og, allar við eina. Mótstjórnin ákvað því, í samráði við fyrirliða sveitanna, að hafa undankeppnir. Var því teflt í fjórum riðlum, og komust tvær sveitir úr hverjum riðli í úrslit, en hinar, sem eftir sátu, tefldu saman í B-riðli.

Eins og við mátti búast, þá báru Sovétstúdentarnir sigur úr býtum, og það með miklum yfirburðum, hlutu 21,5 v. í úrslitakeppninni.

Hin firnasterka sveit Sovétmanna var skipuð þeim Korchnoi, Tal, Antoshin, Polugaevsky og Vasiukov.

Íslenzka sveitin, sem var skipuð þeim Friðriki Ólafssyni, Guðm. Pálmasyni, Ingvari Asmundssyni, Þóri Olafssyni og Jóni Einarssyni, lenti í riðli með Búlgörum, Rúmenum og Norðmönnum. – Gæfan var löndunum ekki hliðholl í undankeppninni, en hinn mikli sigur í B-riðli verður að teljast mikil raunaót. Islenzka sveitin hlaut vasa í verðlaun fyrir þann sigur. Auk þess hlutu þeir Friðrik, Guðmundur og Þórir verðlaun fyrir bezta árangur á 1., 2. og 4. borði.

Jón Böðvarsson.

 

Skák nr. 409.

Alþjóðaskákmót Stúdenta

(Uppsölum 1956).

Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Szabo (Rúmeníu).

Drottningarindversk vörn.

Skýringar eftir Friðrik Ólafsson

1956: Heimsmeistaramót stúdenta

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Heimsmeistaramót Stúdenta 1956 – Úrslit Friðriks

1956 Heimsmeistaramót stúdenta_tafla_fridrik

Heimsmeistaramót Stúdenta – Öll mót Friðriks

1956 Heimsmeistaramót stúdenta_tafla_fridrik_oll

Heimsmeistaramót Stúdenta 1956: Riðlakeppni

1956 Heimsmeistaramót stúdenta_tafla_ridill

Heimsmeistaramót Stúdenta 1956: Úslitakeppni B

1956 Heimsmeistaramót stúdenta_tafla_urslit-b

Vinningshlutall 90%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu