1953: Skákþing Norðurlanda – Esbjerg

1953 Norðurlandamótið: Yfirburðir Friðriks!

KAUPMANNAHÖFN, 13. ágúst. — Friðrik Ólafsson vann Svíann Hildebrand í síðustu umferðinni í landsliðsflokki á norræna meistaramótinu í skák og hlaut 9 vinninga alls af 11 mögulegum. Var hann 1,5 vinningi fyrir ofan næsta mann, sem var Svíinn Skjöld. Hlaut hann 7,5 vinning.

Nielsen og Sterner hlutu 7 vinninga, Vestöl og Larsen 6,5, Poulsen 6, Karlin 5, Solin og Blomberg 4, Herseth 2 og Hildebrand I,5. Í 11. umferðinni fóru leikar þannig: Friðrik vann Hildebrand, Skjöld vann Karlin, Larsen vann Vestöl, Sterner vann Solin, Poulsen vann Herseth og Blomberg og Nielsen gerðu jafntefli.

HINIR ÍSLENDINGARNIR í meistaraflokki (A-riðli) hlaut Jón Pálsson 5,5  vinning og varð 7. í röðinni. Í meistaraflokki (B-riðli) hlaut Óli Valdimarsson 4,5  vinning og varð nr. 8—9.

Í fyrsta flokki (A-riðli) urðu þeir efstir og jafnir Arinbjörn Guðmundsson og Daninn Kristiansen. Svíar unnu í báðum riðlum meistaraflokks.

,,Það er greinilegt, að Friðrik hefir verið í sérflokki,“ sagði Baldur Möller, fyrrv. skákmeistari Norðurlanda, er blaðið átti tal við hann í gær um sigur Friðriks.

Við höfum að vísu unnið áður, en aldrei svona glæsilega. Keppinautarnir hafa nú átt við ofjarl að etja. Friðrik var orðinn góður skákmaður og vaxandi, en eftir Ólympíumótið í fyrra hefir hann tekið mjög hröðum framförum, og er nú orðinn hlutgengur skákmeistari hvar sem er.

Mbl. 14. ágúst 1953.

1953: Skákþing Norðurlanda - Esbjerg

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1953 Norðurlandamót - tafla

Vinningshlutall 82%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu