1950: Alþjóðlegt mót 20 ára og yngri – Birmingham

Friðrik varð fjórði í Birmingham

 

Vísir 17. apríl 1950.

Unglingaskákmótinu í Birmingham lauk þannig, að Fríðrik. Ólafsson varð fjórði í röðinni af ellefu keppendum og má það heita ágæt frammistaða á mótinu, því að margir þátttakendur voru mun eldri en hann. Svíi bar sigur úr býtum og hlaut hann 8,5 vinning. Í öðru og þriðja sæti urðu  Englendingur og Þjóðverji jafnir, hlutu átta vinninga, en þá kom Friðrik í fjórða sæti með sjö og hálfan vinning.

Hann tapaði einungis einni skák á mótinu,  varnn fimm og gerði jafntefli í öðrum fimm. Er óhætt um það, að Friðrik á eftir að vinna landi sínu margvíslegan sóma á sviði skákíþróttarinnar á komandi árum og vel fer hann af stað í hinu fyrsta erlenda móti, sem hann tekur þátt í.

 

Friðrik var þriðji í hraðskákinni

 

Morgunblaðið 20. apríl 1950.

MEÐAL farþega með Gullfaxa í gærkveldi frá Prestvík, var Friðrik Ólafsson hinn 15 ára ungi skákmaður, er þátt tók í ungmennaskákmóti suður í Birmingham. Í stuttu samtali við Mbl. sagðist Friðrik hafa orðið í 3. sæti í hraðskákkeppninni.

Svíinn Hággquist, sem er 17 ára, vann hana. Annar varð Englendingur og í þriðja sæti ásamt Friðrik var einnig Englendingur. Friðrik tapaði engri skák, vann sex og gerði tvö jafntefli.

Friðrik var yngstur þátttakenda, en Haggquist er 17 ára.

1950: Alþjóðlegt mót 20 ára og yngri – Birmingham

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umf. Dags. Nafn Þjóð Úrslit Nafn Þjóð
1 3.4.1950 Yngvar Barda NO 0-1 Friðrik Ólafsson ISL
2 4.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 B. Pritchett
3 5.4.1950 W. Marshall 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
4 6.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1/2-1/2 J. Alexander
5 7.4.1950 E. Klaeger 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
6 8.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 J. Boey
7 10.4.1950 B. Häggqvist 1-0 Friðrik Ólafsson ISL
8 11.4.1950 P. Harris 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
9 12.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 J. Way
10 13.4.1950 J. Grove 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
11 14.4.1950 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Oosterhuis

1950 Birmingham - tafla

Vinningshlutall 68%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu