1954: XI. Ólympíuskákmótið – Amsterdam

Sovétliðið sigraði með glæsilegum yfirburðum

Ólympíuskákmót Alþjóðaskáksambandsins, hið ellefta í röðinni, var háð í Amsterdam í Hollandi, á tímabilinu 4.- 25.  september.

Tuttugu og sex þjóðir tóku þátt í mótinu, og var þeim skipt í fjóra riðla. Skyldu síðan þrjár efstu þjóðirnar úr hverjum riðli tefla til úrslita, en hinar í B-riðli.

Setning mótsins fór fram laugardaginn 4. september, í Apollohöllinni, en þar fór keppnin einnig fram. Voru þar fluttar ræður af forvígismönnum hollenzka skáksambandsins, borgarstjóra Amsterdam, svo og Folke Rogard, forseta Alþjóðaskáksambandsins. Síðan var dregið í riðla og hófst keppnin klukkustund síðar.

Öll framkvæmd mótsins og aðbúnaður keppenda var með ágætum, og má segja að hollenzka skáksambandið hafi unnið afrek með því að takast á hendur að halda mótið, þegar þess er gætt, hve nauman tíma það hafði til stefnu.

Árangur íslenzku sveitarinnar má teljast ágætur, þótt þeir að vísu höfnuðu í neðsta sæti í úrslitakeppninni, enda var ekki að búast við því, að sveitin væri líkleg til neinna stórræða í svo geysisterkri keppni.

Íslenzka sveitin tefldi alls 64 skákir. Af þeim unnust 9, 31 varð jafntefli, en 24 töpuðust. Skákirnar skiptust þannig:

1954 Ólympíumótið - arangur_islendinga

1954: XI. Ólympíuskákmótið - Amsterdam

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1954 Ólympíumótið - árangur 1. borðs manna

1954 Ólympíumótið í Amsterdam - úrslit i A-riðli

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu