Ágætur árangur Íslendinga á Skákþingi Norðurlanda:
Bent Larsen og Friðrik Ólafsson efstir í Landsliðsflokki
Lárus Johnsen sigurvegari í B-riðli Meistaraflokks
Skákþing Norðurlanda 1955 var haldið í Osló á tímabilinu 14.-25. ágúst sl. Þátttakendur voru alls 89, og skiptust þannig í flokka: 12 í Landsliðsflokki, 23 í Meistaraflokki og 54 í I. flokki.
Í þessum hópi voru sjö islenzkir Skákmeistarar, þeir Friðrik Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson og Guðjón M. Sigurðsson, er tefldu í Landsliðsflokki, og Lárus Johnsen, Ingvar Ásmundsson og Jón Pálsson, er tefldu í Meistaraflokki.
Úrslitin í Landsliðsflokki urðu þau, að Bent Larsen og Friðrik Ólafsson urðu jafnir efstir, hlutu 8 ½ vinning hvor. Larsen tók forustuna strax í byrjun mótsins, og vann tvær fyrstu skákirnar, en Friðrik náði honum í 3. umferð og héldu þeir forustunni fram að 5. umferð, en þá tapaði Larsen fyrir landa sínum, Axel Nielsen. Ekki lét hinn ungi meistari það á sig fá; hann tefldi af mikilli hörku og vann hverja skákina á fætur annarri. Og þótt hann tapaði fyrir Niemelá í 8. umferð, munaði aðeins einum vinningi á honum og Friðriki, þar til þeir mættust í hinni örlagariku siðustu umferð, er Friðrik beið lægri hlut eftir harða baráttu.
Þessi árangur Larsen er að vonum mjög glæsilegur, enda sýndi hann með taflmennsku sinni, að hann er mjög sterkur skákmaður, enda var fyrirfram vitað, að þeir Friðrik myndu berjast um fyrsta sætið.
Flestir skákunnendur hér heima hafa sjálfsagt gert sér góðar vonir um að Friðriki myndi takast að verja titil sinn, enda leit mjög vel út fyrir það, allt fram í síðustu umferð. En allt getur komið fyrir í skák, og þótt Friðriki tækist ekki að hreppa titilinn, þá skyggir það ekki á hina frábæru frammistöðu hans. – Þeir Larsen munu heyja einvígi um titilinn, að öllum líkindum í janúarmánuði n.k. og þá annaðhvort í Kaupmannahöfn eða Reykjavík.
Árangur Inga R. er einnig með ágætum, en hann sótti sig mjög vel í síðari hluta mótsins, vann síðustu þrjár skákimar og tryggði sér þannig 3. – 4. sætið ásamt A. Nielsen.
Guðjón fór vel af stað, en skorti greinilega úthald er líða tók á mótið.
Í heild verður að telja árangur íslenzku þátttakendanna með afbrigðum góðan, en fimm þeirra hrepptu verðlaunasæti. Önnur úrslit, sjá töflu.
Meistaraflokkur – A-riðill.
Þar sigraði danski skákmeistarinn Börge Andersen mjög glæsilega, hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum, tapaði engri skák.
Næstur Andersen varð Ingvar Ásmundsson, hlaut 8 vinninga; vann 7 skákir, tapaði einni og gerði tvö jafntefli. Er þetta prýðilegur árangur hjá Ingvari, sem tefldi skákir sínar af mikilli hörku og sigurvilja.
Arinbjörn hreppti þriðja sætið, hlaut 6 vinninga; vann 5 skákir, tapaði 3 og gerði 2 jafntefli. Honum gekk erfiðlega framan af, en náði sér ágætlega á strik í lokin.
– Röðin í A-riðlinum varð annars þessi:
- B. Andersen (D) 9
- Ingvar Ásmundsson .. 8
- Arinbj. Guðmundss. . . 6
- – 5. J. Nilsson (S) 5 ½
- – 5. Th. Störe (N) 5 ½
- A. Svensson (S) 5
- G. Christensen (N) 4 ½
- O. Appelguist (S) 4
- – 10. B. Lömblad (F) 3
- – 10. N. Lie (D) 3
- B. Ahlbáck (F) 1 ½
Meistaraflokkur – B-riðill.
Sigurvegari varð Lárus Johnsen, hlaut 8 ½ vinning af 11, tapaði einni skák. Er þetta mjög glæsileg frammistaða hjá Lárusi, en hann sýndi greinilega með öruggri taflmennsku, að hann var vel að sigrinum kominn.
Næstur Lárusi varð Svíinn Körling, hlaut 7 ½ v. Hann hélt forustunni lengi vel, en í síðustu umferðunum tókst Lárusi að komast fram úr.
Jón Pálsson lenti í 6. – 7. sæti, hlaut 6 vinninga; vann 5 skákir, tapaði 4 og gerði eitt jafntefli. Sýnir þetta greinilega, hve baráttan um efstu sætin hefur verið jöfn, að á 3. og 7. sæti munar aðeins hálfum vinning.
Röðin í B-riðlinum varð annars þessi:
- Lárus Johnsen 8 ½
- U. Körling (S) 7 ½
- – 5. G. Lundh (S) 6 ½
- – 5. K. Dinsen (D) 6 ½
- – 5. Heilimo (F) 6 ½
- – 7. Jón Pálsson 6
- – 7. C. Dinsen (D) 6
- A. G. Ojanen (F) 5 ½
- P. Monsen (N) 5
- A. Jensen (D) 3
- – 12. P. Lindblom (N) 2 ½
- 11. – 12. Th. Österaas (N) 2 ½
Skákirnar
Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu