1962: Millisvæðamót FIDE í Stokkhólmi

Magnaður sigur Fischers á millisvæðamótinu í Stokkhólmi

 

Grein úr SKÁK, 3. tbl. 1962

Millisvæðamótið svonefnda, sem skipað er efstu mönnum úr hinum einstöku svæðamótum, var háð í Stokkhólmi á tímabilinu frá janúarlokum og fram í marzbyrjun. Eins og sjá má á töflunni voru saman komnir fjölmargir sterkir meistarar, og var því vitað að baráttan um hin sex eftirsóttu sæti yrði afar hörð og spennandi.

1962 Stokkhólmur - Korchnoi og Fischer
Viktor Korchnoi og Bobby Fischer slá á létta strengi með sænskum embættismönnum. Bandaríkjamaðurinn ungi var í algjörum sérflokki á þessu firnasterka skákmóti.

Úrslit keppninnar urðu þau, að hinn ungi stórmeistari Bobby Fischer bar glæsilegan sigur úr býtum, hlaut 17 1/2 vinning, tapaði engri skák. Hafði hann 2 1/2 vinning meira en næsti maður, sem er sjaldgæfur árangur í jafn sterku móti. Aðeins einu sinni lenti hann í erfiðleikum, gegn Geller, en tókst að bjarga sér með ágætri taflmennsku. Fischer fór vel af stað og komst fljótlega í fremstu röð. Eftir 11. umferð hafði hann tekið forustuna og hélt henni til loka mótsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem skákmeistara utan Sovétríkjanna tekst að sigra í þessu móti, og virðist því Vesturheimur loks hafa eignazt mann, sem ógnar veldi Sovétríkjanna í skákheiminum. – Það verður án efa spennandi að fylgjast með Fischer á áskorendamótinu, því án efa verður hann Sovétmeisturunum skeinuhættur, þótt við ramman reip sé að draga.

Næstir Fischer urðu þeir Petrosjan og Geller, hlutu 15 v. hvor. Petrosjan fór heldur rólega af stað, en var nálægt „toppnum“ fram eftir mótinu, og það var ekki öruggt fyrr en í lokin að hann kæmist áfram. Geller byrjaði heldur illa, tapaði í fyrstu umferð fyrir Cuellar, en náði sér fljótt á strik og fylgdi Fischer fast eftir. Í 19. umferð beið hann ósigur fyrir Pomar, og þá var útséð um það að hann gæti náð Fischer.

Þeir Dr. Filip og Kortsnoj höfnuðu í 4.-5. sæti með 14 vinninga. Filip komst strax í „toppinn“ og hélt sig þar út allt mótið. – Kortsnoj komst heldur seint í gang, en náði sér vel á strik í síðari hluta mótsins.

Í 6.-8. sæti koma þeir Stein, Gligoric og Benkö með 13 1/2 v. Urðu þeir því að tefla til úrslita um 6. sætið og sigraði Stein, hlaut 3 v., Benkö 2 1/2 og Gligoric 1/2 v. Samkvæmt reglugerð mótsins geta aðeins þrír Sovétmeistarar komizt áfram, og hreppti Benkö því 6. sætið og ferð til Curacao. Gligoric virðist ekki hafa verið í „formi“ í þessu móti.

Öllu sorglegri eru þó örlög Uhlmanns, sem tók forystuna í byrjun og var í efsta sæti eftir 9. umferð. Eftir 14. umferð var hann í 2. sæti með 10 vinninga, en þá sneri gæfan við honum bakinu eða taugarnar hafa bilað, því í þeim  umferðum, sem eftir voru, hlaut hann aðeins 2 1/2 vinning.

Friðrik Ólafsson slapp ekki heldur við áföllin, er hann missti unna stöðu niður í tap gegn Petrosjan í fyrstu umferð. Virtist Friðrik aldrei ná sér verulega á strik eftir þetta, þótt hann hafnaði rétt á eftir þeim útvöldu.

Um önnur úrslit vísast til meðfylgjandi töflu.

1962: Millisvæðamót FIDE í Stokkhólmi

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1962 Stokkhólmur_tafla

Vinningshlutall 55%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1961: Alþjóðlegt stórmót í Bled

Mikhail Tal sigurvegari í minningarmóti Aliekíns í Bled.

1961_Bled_TalÍ tilefni þess að 30 ár eru liðin frá hinum fræga sigri Aljekíns í alþjóðaskákmótinu í Bled, efndi júgóslavneska skáksambandið til minningarmóts um hinn látna heimsmeistara, með þátttöku fjölmargra af þekktustu stórmeisturum heimsins.

Baráttan um efstu sætin varð afar hörð og tvísýn, enda voru verðlaun mörg og rífleg. Úrslitini urðu þau, að fyrrverandi heimsmeisari, Mikhail Tal, hreppti fyrsta sætið og var hann vel að þeim árangri kominn. Tal hlaut 14 1/2. vinning, tapaði einni skák. Virðist hann vera búinn að ná sér eftir ósigurinn gegn Botvinnik í síðara einvígi þeirra.

Afrek Bobby Fischers skyggði þó nokkuð á sigur Tals, en Fischer, sem var í „toppformi“, sigldi taplaus gegnum þetta erfiða mót og hreppti örugglega 2. sætið. Lagði hann margan stórmeistarann að velli, þar á meðal þrjá af fjórum Sovétmönnunum, þá Tal, Petrosjan og Geller, en gerði jafntefli við Keres. Er þetta einstakur árangur af svo ungum manni, en Fischer er aðeins 18 ára að aldri. Verður vafalaust spennandi að fylgjast með honum í svæðakeppninni og áskorendamótinu, því telja verður sjálfsagt að Fischer verði einn af þeim sex, sem þangað komast.

Næstu þrjú sæti skipa reyndir stórmeistarar, þeir Keres, Petrosjan og Gligoric, hutu 12 1/2 vinning hver.

Friðrik Ólafsson virðist ekki hafa verið vel upplagður í móti þessu, enda ekki ólíklegt að hann hafi verið þreyttur eftir þau tvö erfiðu mót, sem hann var nýbúinn að taka þátt í með glæsilegum árangri.

– Friðrik gekk mjög erfiðlega í fyrra hluta mótsins, en sótti sig nokkuð í síðari hlutanum og hafnaði í 14. sæti með 8 1/2 vinning.

Um önnur úrslit vísast til meðfylgjandi töflu.

1961: Alþjóðlegt stórmót í Bled

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1961_Bled_tafla

Vinningshlutall 45%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1961: Svæðamót FIDE í Marianske Lazne

Friðrik Ólafsson sigurvegari í svæðamóti III.

Þá er mótinu í Marianske Lazne lokið með öruggum sigri Friðriks Ólafssonar. Athyglisvert er hve vinningshlutfall efstu manna á mótinu er hátt: Friðrik hefur 12 1/2 vinning, Filip 12 og Uhlmann 10 1/2. Ef tekin eru til samanburðar hin svæðismótin í Evrópu, í Búdapest og Madrid, kemur í ljós að þar kemst enginn hærra en í 10 1/2 vinning úr jafnmörgum skákum. Að vísu er þetta mót ögn veikara en til var stofnað, þar vantar Bent Larsen og fleiri góða menn, en munurinn talar sínu máli engu að síður.

Með sigrum sínum á svæðismótunum tveimur hefur Friðrik sett met, sem erfitt verður að hnekkja, hann er taplaus í 24 skákum og vinnur bæði mótin með nákvæmlega sama vinningshlutfalli, eða rösklega 83%. Við þetta bætist svo ágæt frammistaða hans á skákmótinu í Moskvu. Þegar þetta er allt athugað í senn, verður niðurstaðan sú, að Friðrik hafi enn bætt við sig og hafi aldrei teflt betur en í ár. Vonandi slakar hann ekki á klónni á stórmótinu í Bled. (G. A.).

1961: Svæðamót FIDE í Marianske Lazne

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1961 Svæðamót_tafla

Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1961: Minngarmót Alekhine í Moskvu

Smysiov og Vasjukov efstir í minningarmóii Aljekíns.

Prýðileg frammistaða Friðriks Ólafssonar.

Hið árlega alþjóðaskákmót, sem helgað er minningu Aljekíns, var haldið í Moskvu í júnímánuði s.l. Eins og taflan hér að ofan ber með sér, hefur baráttan um efstu sætin verið mjög hörð. – Henni lauk með knöppum sigri þeirrai Smyslovs, fyrrverandi heimsmeistara, og Vasjukovs, skákmeistara Moskvuborgar og voru þeir vel að sigrinum komnir. Með þessari ágætu frammistöðu sinni öðlaðist Vasjukov stórmeistartitilinn.

Í þriðja sæti varð Friðrik Ólafsson með 7 vinninga, en um skeið virtist annað hvort hann eða Smyslov ætla að hreppa fyrsta sætið. Friðrik vann 4 skákir og gerði 6 jafntefli. Sitt eina tap hlaut hann gegn Vasjukov, eftir að skákin hafði farið í bið. Virtist hún jafnteflisleg, en Friðrik lék ónákvæmt og beið lægri hlut.

Árangur Friðriks verður að teljast mjög góður í svo sterku móti, enda skaut hann mörgum þekktum stórmeistaranum aftur fyrir sig. Er nú svo komið að hér í heimi eru þeir orðnir færri en fingur manns, sem telja má í dag betri skákmenn en Friðrik.

Um önnur úrslit vísast til meðfylgjandi töflu.

1961: Minngarmót Alekhine í Moskvu

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1961 Moskva - tafla

Vinningshlutall 64%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1961: Skákþing Íslands

SKÁKÞING ÍSLANDS 1961

Friðrik Ólafsson sigurvegari í Landsliðsflokki.

Skákþing Íslands var haldið í Breiðfirðingabúð á tímabilinu frá 25. marz til 3. apríl sl. Þátttakendur voru alls 32 og tefldu þeir í tveim flokkum, níu umferðir eftir Monrad-kerfi.

Landsliðsflokkur.

Úrslit í Landsliðsflokki urðu þau, sem vænta mátti, að stórmeistarinn Friðrik Ólafsson sigraði, hlaut 7 1/2 vinning af 9. Tefldi hann af miklu öryggi og komst aldrei í taphættu. Með þessum sigri sínum öðlazt Friðrik sæmdarheitið Skákmeistari Íslands ´61. Er þetta í fjórða sinn, sem Friðrik vinnur þennan titil, áður sigraði hann árin 1952, 1953 og 1957.

Í 2. sæti varð Gunnar Gunnarsson með 6 vinninga, tapaði aðeins fyrir Friðriki. Er þetta mjög góð frammistaða og sýnir ljóslega að Gunnar er vaxandi meistari. Hann hreppti 3. sætið í Landsliðskeppninni í fyrra.

Í 3. sæti er Ingvar Ásmundsson, einnig með 6 vinninga. Það blés ekki byrlega í upphafi þingsins fyrir Ingvari, er hann tapaði í fyrstu umferð og gerði jafntefli í þeirri næstu. En Ingvar, sem er harðskeyttur skákmeistari, lét engan bilbug á sér finna og tókst að ná sjö v. af þeim 7, sem eftir voru, og tryggði sér þar með örugglega þriðja sætið.

Í næstu þrem sætum koma þeir Björn Þorsteinsson, Ólafur Magnússon og Freysteinn Þorbergsson, skákmeistari Íslands frá í fyrra, allir með 5 1/2 vinning. – Birni gekk heldur erfiðlega framan af, en sótti sig er áleið og hlaut 3 v. í síðustu fjórum umferðunum. Ólafur tapaði fyrstu skák sinni, en gekk allvel eftir það, hlaut þrjá v. úr næstu 5 skákum. Í 7. umferð beið hann lægri hlut fyrir Freysteini, en sigraði síðan í báðum skákunum, sem eftir voru. Freysteinn fór mjög vel af stað og fylgdi Friðriki fast eftir, allt fram að sjöttu umferð, en þá beið hann ósigur fyrir Ingvari. Þegar ein umferð var eftir hafði Freysteinn mikla möguleika á 2. sæti, en í síðustu umferð tapaði hann fyrir Birni og hafnaði í 4.-6. sæti.

Þar sem breytingar höfðu verið gerðar á lögum Landsliðsins, og það skyldi framvegis skipað fjórum aðalmönnum og fjórum til vara, urðu þessir þrír ofangreindu menn því að tefla um fjórða sætið. Freysteinn afsalaði sér rétti sínum og tefldu því aðeins Björn og Ólafur. Lyktaði þeirri viðureign með sigri Björns, 1 1/2 v. gegn 1/2, og skipar Björn því 4. sætið.

Önnur úrslit, sjá töflu.

Meistaraflokkur.

Úrslit í meistaraflokki urðu þau, að Jón Kristinsson frá Grenivík í Þingeyjarsýslu hreppti efsta sætið. Hlaut hann 7 vinninga, tapaði aðeins einni skák. Jóni gekk heldur erfiðlega í byrjun, hafði hálfan vinning eftir tvær umferðir. Eftir það sótti hann jafnt og þétt á og hlaut 6 1/2 vinning úr 7 síðustu skákunum. Sigraði hann m. a. tvo af skæðustu keppinautum sinum. Með þessari ágætu frammistöðu sinni hefur Jón öðlazt þátttökuréttindi í Landsliðsflokki á næsta Skákþingi Íslands.

Í 2. sæti varð Sigurður Jónsson, einnig með 7 vinninga. Sigurður byrjaði mjög vel, vann tvær fyrstu skákirnar, en tapaði í þriðju umferð. Eftir það héldu honum engin bönd og vann hann næstu fjórar skákirnar. Var hann þá í efsta sæti, hálfum vinningi á undan þeim Jóni Kristinssyni og Braga Björnssyni. Í næstsíðustu umferð beið hann ósigur fyrir Jóni, en tryggði sér 2. sætið og Landsliðsréttindi með sigri sínum yfir Braga Þorbergssyni í síðustu umferð.

Í 3. sæti varð Bragi Björnsson, hlaut 6 1/2 vinning, tapaði aðeins einni skák. Bragi komst fljótlega í toppinn, og var í efsta sæti þegar ein umferð var eftir, og hafði þá engri skák tapað. Í síðustu umferð tefldi hann við Jón og var það úrslitaskákin um efsta sætið; sá sem ynni, hreppti fyrstu verðlaun, og það kom í hlut Jóns eins og áður er sagt.

Önnur úrslit, sjá töflu.

Skákstjórar voru þeir Gísli Ísleifsson og Árni Jakobsson og fór mótið vel fram.

1961: Skákþing Íslands

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1961 Skákþing Íslands

1961_Islandsmot_meistaraflokkur-tafla

Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1961: Alþjóðlega Hoogovens-skákmótið

Friðrik fjórði í Beverwijk

 

 Ivkov og Larsen voru í sérflokki í Beverwijk.
Ivkov og Larsen voru í sérflokki í Beverwijk.

Borislav Ivkov og Bent Larsen báru höfuð og herðar yfir keppinauta sína á alþjóðlega mótinu í Beverwijk, fengu 7,5 vinning af 9 mögulegum. Næstur kom Uhlmann með 5,5 en Friðrik varð að gera sér fjórða sætið að góðu með 5 vinninga.

Hann tapaði tveimur skákum á mótinu, gegn Larsen og hinum svissneska Gereben. Sigurskákirnar þrjár komu gegn neðstu mönnum mótsins, Hollendingunum Donner og Barendregt, og Grünfeld frá Austurríki.

Borislav Ivkov var um árabil meðal sterkustu skákmanna heims, fæddur 12. nóvember 1933 í Belgrad og því tveimur árum eldri en Friðrik. Hann varð þrisvar skákmeistari Júgóslavíu og tefldi á tólf ólympíuskákmótum frá 1956 til 1980, og vann marga góða sigra á alþjóðlegum mótum, m.a. í Mar del Plata og Buenos Aires 1955, Zagreb 1965, Sarajevo 1967, Amsterdam 1974 og Mosvku 1999.

Alls mættust þeir Friðrik 12 sinnum við skákborðið. Friðrik vann eina skák, Ivkov þrjár, en átta skákum lauk með jafntefli.

1961: Alþjóðlega Hoogovens-skákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1961 Hoogovens - tafla

Vinningshlutall 56%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1960: Svæðamót FIDE – Berg en Dal

Svæðamótið í Berg en Dal er mönnum enn í fersku minni bæði vegna sigurs Friðriks Ólafssonar og eins vegna þess, að austur-þýzka stórmeistaranum Uhlmann, sem þar átti að tefla, var neitað um vegabréfsáritun með þeim afleiðingum, að sjö aðrir þátttakendur frá Austur-Evrópu hættu við þátttöku. Frá því síðarnefnda hefur verið sagt allítarlega í blöðum og útvarpi og verður það því ekki rakið hér nánar. Enn mun óvíst, hvernig ráðið verður fram úr þeim vanda er skapaðist við að þessir þátttakendur drógu sig í hlé.

Svæðamótið varð af þessum sökum ekki eins sterkt og ella hefði orðið. Má segja, að Friðrik Ólafsson hafi fyrirfram verið sigurstranglegastur, þó að búast mætti við að Teschner, Dücksteini og Larsen gætu orðið honum skeinuhættir. Þessir fjórir fylgdust að framan af, unnu allir í fyrstu umferð. Larsen dróst síðan lítið eitt aftur úr, Friðrik og Teschner skiptust á um að vera í fyrsta sætinu, en Dückstein fylgdi þeim fast eftir. Í sjöundu umferð komst Friðrik endanlega upp fyrir Teschner, sem þá tapaði fyrir Spánverjanum Lopez Garcia. Larsen hafði allt fram að næst síðustu umferð möguleika á að ná þriðja sæti, en þá tapaði hann fyrir Dückstein og var þar með úr leik í keppninni um þrjú efstu sætin og réttinn til þátttöku í næsta millisvæðamóti.

Samtímis svæðamótinu fór fram keppni milli þeirra Matanovic, Bertok, Bilek og van Scheltinga, er höfðu orðið jafnir í 2. sæti á eftir Barcza í svæðamótinu í Búdapest í maí sl. Þrír efstu menn á því móti áttu að fá rétt til þátttöku í millisvæðamótinu. Tefldu þessir fjórir menn tvöfalda umferð og urðu úrslit þessi: Bilek 3 1/2., Bertok og Matanovic 3 v., van Scheltinga 2 1/2 v. Bertok vann Matanoviq á stigum og eiga þeir Bilek og Bertok því rétt til þátttöku á næsta millisvæðamóti.

Guðmundur Pálmason.

Skák nr. 956.
Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Lopez Garcia (Spánn).

Petroffs-Vörn.

Skýringar eftir Guðm. Pálmason

1960: Svæðamót FIDE - Berg en Dal

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Land 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinningar Vinningsprósenta
1 Friðrik Ólafsson Ísland x ½ ½ 1 ½ 1 1 1 1 1 7,5 83%
2 Andreas Dückstein Austurríki ½ x ½ 1 ½ 1 1 ½ 1 1 7 78%
3 Rudolf Teschner Þýskaland ½ ½ x 1 1 1 0 1 1 1 7 78%
4 Bent Larsen Danmörk 0 0 0 x 1 1 1 1 ½ 1 5,5 61%
5 Svein Johannessen Noregur ½ ½ 0 0 x ½ ½ 1 ½ 1 4,5 50%
6 Johan Barendregt Holland 0 0 0 0 ½ x 1 1 1 ½ 4 44%
7 Lopez Garcia Spánn 0 0 1 0 ½ 0 x ½ ½ ½ 3 33%
8 Karle-Sakari Ojanen Finnland 0 ½ 0 0 0 0 ½ x ½ 1 2,5 28%
9 Kristian Sköld Svíþjóð 0 0 0 ½ ½ 0 ½ ½ x ½ 2,5 28%
10 Thedor Schuster Þýskaland 0 0 0 0 0 ½ ½ 0 ½ x 1,5 17%
Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1960: Fischer-mótið í Reykjavík

Undradrengurinn Fischer sigrar: ,,Eitt furðulegasta fyrirbæri sem fram hefur komið á skáksviðinu“

 

Sveinn Kristinsson skrifar.

Robert Fischer vann fremur auðveldan sigur á hinu stutta móti, sem hér var slegið upp í tilefni af komu hans. Við þessu var að búast, því Gilfermótið hafði leitt í ljós að stórmeistarinn okkar Friðrik Ólafsson var ekki í sem beztu formi um þessar mundir, og varla var við því að búast að neinn hinna keppendanna gæti leyst af hendi hina erfiðu landvarnarkvöð á fullnægjandi hátt, er undrabarnið herjaði á garðinn.

1960_Fischer-motid_Bobby-FischerFischer er ágreiningslaust eitt furðulegasta fyrirbæri sem fram hefur komið á skáksviðinu, frá því er sögur hófust. 15 ára gamall var hann kominn í röð fremstu stórmeistara theims og 16 ára gamall teflir hann í kandídatamóti, þar sem úr því er skorið (hver á að skora á heimsmeistarann.

Svo hefur sagt mér Freysteinn Þorbergsson, er var viðstaddur það mót, að það hafi sérstaklega vakið athygli sina hve litlum umhugsunartíma Fischer eyddi á skákir sínar. Stundum er staðið var upp frá skák, þar sem hann hafði lagt að velli stórmeistara svo sem Keres og Smyslov, þá átti hann kannski eftir heila klukkustund af umhugsunartíma sínum.

Hann eyddi jafnvel minni umhugsunartíma en Tal sagði Freysteinn.

Reykvískir skákáhorfendur fengu einnig að kynnast þessum eiginleika undramannsins á nýafstöðnu móti. Hann lék yfirleitt hratt og hiklaust, og taflmennska hans einkenndist af sjálfstrausti og fölskvalausum sigurvilja. Jafnvel þá er hann lenti í krítískri aðstöðu ólgaði jafnan undir þessi trú og vissa um sigur og verkaði slævandi á athafnaþrótt andstæðingsins.

Það var eins og öryggi hans og yfirburðavissa hefði dáleiðsluáhrif á andstæðinginn. Er fágætt að búa yfir slíkm eiginleikum á barnsaldri.

Koma Fischers var mikill fengur fyrir íslenzka skákmenn. Einkum verður hann íslenzfkum æskumönnum til fyrirmyndar um það hve mikilli fullkomnun verður náð á unga aldri í skapandi list, ef einbeitni og sigurvilji marka brautina.

Ingi R. Jóhannsson skauzt upo á milli stórmeistaranna og náði öðru sæti. Var það gott innlegg til viðbótar við sgur hans á Gilfermótinu. Hann er nú örugglega annar bezti skákmaður okkar. Sumir vilja iafnvel meina, að hann sé orðinn álíka sterkur og Friðrik. Á það skal ekki lagður dómur hér, þótt líklegra verðí að telja, eins og bent var á í síðasta þætti, að Friðrik reyndist ennþá traustari ef frekari samanburður fengist í lengra móti.

En æsklleg væri sú þróun, ef við eignuðumst tvo (eða fleiri) álíka sterka stórmeistara, sem veittu hver öðrum samkeppni og aðhald. Og í þá átt stefnum við auðvitað.

Þeir félagar Freysteinn og Arinbjörn ráku lestina með 1 vinning hvor. Freysteinn gerði jafntefli við báða stórmeistarana en tapaði fyrir hinum. Miðað við taflmennsku hans í heild, þá virðist hann ekki sloppinn upp úr þeim öldudal, sem hann hefur verið í undanfarið.

Ariribjörn vann aðeins Freystein, en tapaði hinum skákunum. Hann tefldi af minna öryggi en í Gilfermótinu, og sumir segja hann skákþreyttan. Ekki er gott ef svo er því nú mun í ráði, að hann tefli á öðru borði á Ólympíumótinu í Leipzig, þar sem Friðrik Ólafsson hefur gengið þar úr skaftinu.

Þjóðviljinn 16. október 1960.

1960: Fischer-mótið í Reykjavík

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1960 Fischer mótið í Rvk - tafla

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1960: Minningarmót Eggerts Gilfer

Íslendingur fyrir ofan Friðrik í fyrsta sinn í 9 ár!

 

Sveinn Kristinsson skrifar.

Úrslit Gilfersmótsins eru að því leyti merkileg, að þetta er í fyrsta skipti síðan 1951, sem Íslendingur lendir fyrir ofan Friðrik Ólafsson á skákmóti. Það væri að vísu goðgá að telja að viðburður þessi markaði þau tímamót, að Friðrik Ólafsson sé ekki lengur sterkasti skákmaður okkar; það verður hann eflaust enn um hríð. En úrslit mótsins gefa þó ótvírætt til kynna að mjórra kunni að vera á mununum milli hans og næstbezta manns en almennt mun vera talið.

Ber að fagna því, með því að hér er greinilega um að ræða framför Inga fremur en afturför Friðriks. Ingi tefldi af miklu öryggi á mótinu og sýncli sérstaklega mikla kunnáttu í endatöflum, vann meðal annars jöfrn endatöfl af sumum andstæðingum sínum. Hahn tefldi einnig byrjanir og miðtöfl af mikilli festu og einbeitni og ekki sízt af því sjálfstrausti, sem er nauðsynlegt til að afkasta stórum hlutum.

Í stuttu máli gagt hefur Ingi mér vitanlega aldrei sýnt þá gripfimi á öllum sviðum skákarinnar sem á þessu móti. Má hann teljast vel að sigri sínum kominn og vill þátturinn ekki láta hjá líða að samfagna honum.

Friðrik tefldi yfirleitt af nokkru minna öryggi en Ingi. Hann lenti gjarnan í tímaeklu sem er stöðugt ein af hans veiku hliðum. Yfirleitt var taflmennska Friðriks þó góð, og sumar skákir sínar vann hann snilldarvel, að vísu stundum gegn heldur veikri taflmennsku. Svipað má auðvitað segja um sumar skákir Inga.

Arinbjörn Guðmundsson kom mjög á óvart með því að ná þriðja sæti, aðeins hálfum vinningi fyrir neðan sjálfán stórmeistarann. Arinbjörn á sér alllangan skákferil, þótt ungur sé að árum, en framför hans hefur verið mjög misjíifn. Sterkasta hlið Arinbjarnar er lipurð og kunnátta í stöðubaráttu, hann er lítill áhlaupamaður og getur þó einnig á þeim vettvangi brugðið sér í betri flíkurnar ef aðstæður eru góðar. Þetta er langbezti árangur sem Arinbjörn hefur náð á skákborðinu.

Hinn erlendi gestur, Norðurlandameistarinn Svein Johannessen varð 4. með 7 vinninga sem kunnugt er. Miðað við hans háa titil þá kann sumum að finnast sú tala í lægsta lagi, en margs ber að gæta í því sambandi. T.d. hefur það án efa háð honum mikið, að þekkja ekki á keppinauta sína, svo sem gerðu þeir Friðrik og Ingi t.d. Þá er hann hér einn síns liðs meðal framandi manna framandi þjóðar, meðan hinir tefla á heimavelli. En óþarft er að tína hér til afsakanir því Johannessen þarfnast þeirra ekki.

Frammistaða hans er góð, þótt hinir næðu enn betri árangri, og hin athafnasama og frumlega taflmennska hans vakti mikla athygli. Er hér greinilega á ferðinni eitthvert mesta skákmannsefni, sem fram hefur komið á Norðurlöndum.

Ingyar Ásmundsson tefldi yfirleitt af hörku mikilli og fékk glæsilega vinninga og meðal annars fegurðarverðlaun fyrir skák sína gegn Johannessen. Hins vegar sýndi hann ekki nægilegt öryggi til að komast í toppsætin, féll m.a. fyrir mönnum úr lægri grúppunni svo sem Ólafi Magnússyni og Guðmundi Lárussyni. En sem sagt, þegar á heildina, er litið, þá sýndi hann einna mest tilþrif af öllum keppendum.

Guðmundur Ágústsson, sem varð jafn Ingvari tefldi yfirleitt af festu og vandvirkni, enda verður árangur hans að tejjast góður, þegar þess er gætt, að hann er orðinn fáséður á skákmótum. Einkum reyndist Guðmundur hinum yngrimeisturum skeinuhættur og naut þar staðbetri reynzlu. Reyndist Guðmundur góður fulltrúi hinnar eldri kynslóðar á mótinu.

Fjórir hinna væntanlegu ÓIympíufara, þeir Gunnar Gunnarsson, Ólafur Magnússon, Guðmundur Lárusson og Kári Sólmundarson náðu ekki þeirri útkomu á þessu móti sem gefi góð fyrirheit um frammistöðu þeirra á Ólympíumótinu. Hitt þarf ekki að efa að þeir hafa dregið sína lærdóma af þessu móti og ættu því betur að geta áttað sig á hvar þeir standa, er þeir halda til keppni á erlenda grund.

Ungir framgjarnir menn sem þessir eiga að geta staðið undir nokkrum skakkaföllum, og ef þeir reyna á raunsæjan hátt að bæta úr orsökum þeirra, þá geta þeir vænzt betra gengis á næstu mótum.

Benóný Benediktsson vann tvær fyrstu skákirnar, en hlaut síðan einn vinning úr næstu 9 skákum. Þetta er auðvitað ekki glæsileg útkoma hjá gömlum Rússabana, en orsakir þessarar slælegu frammistöðu eru þættinum ókunnar. Benóný sýndi á þessu móti ekki þá hugvitssemi og tilþrif sem stundum einkenna skákir hans.

Jónas Þorvaldsson rak lestina með 2 vinninga. Sýndi hann minni keppnishörku nú en oft áður en reynsluleysi háir honum þó ennþá mest.

Mótið fór vel fram og var allvel sótt af áhorfendum. Skákstjóri var Áki Pétursson, en mótsstjórar þeir Grétar Á. Sigurðsson og Guðjón Jóhannsson.

Þjóðviljinn 9. október 1960

1960: Minningarmót Eggerts Gilfer

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1960 Minningarmót Eggerts Gilfer

Vinningshlutall 82%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1960: Einvígi við Freystein Þorbergsson

Einvígi um sæti á svæðamóti FIDE: Friðrik sigraði Freystein 5-1

 

Úr Morgunblaðinu 25. ágúst 1960.

Skákeinvígi þeirra Friðriks og Freysteins lauk í fyrrakvöld. Síðasta skákin varð jafntefli og hefir Friðrik þá hlotið 5 vinninga gegn 1 og unnið réttinn til þess að taka þátt í svæðakeppninni í Hollandi í haust.

,,Ég veit ósköp vel, að Freysteinn teflir betur en hann hefur gert gegn mér að þessu sinni,“ sagði Friðrik, þegar fréttamaður Mbl. talaði við hann sem snöggvast.

,,Í fyrstu skákunum tefldi hvorugur okkar vel. Það voru baráttuskákir, þar gat allt gerzt, en úrslitin urðu mér í hag. Ég tefldi fyrst byrjanir, sem Freysteinn þekkir. Ég vissi að hann þekkti þær, hann þekkir líka minn skákstíl. Hann hefur þrívegis verið með mér á skákmótum erlendis,“ sagði Friðrik.

,,En ég tefldi þessar kunnu byrjanir aðeins í fyrstu skákunum. Svo fór ég að breyta um, svo að hann gæti ekki einbeitt sér að neinni sérstakri,“ sagði Friðrik.

,,Ég fann það t. d. á mánudaginn. Þá notaði ég mér enska byrjun og fann, að Freysteinn var algerlega óundirbúinm.“

Nú eru liðin 14 ár síðan Friðrik tók fyrst þátt í skákkeppni. Hann ætlar að hvíla sig fram í október-nóvember. Þá er það svæðakeppnin í Wageningen og Ólympíumótið í Leipzig.

1960: Einvígi við Freystein Þorbergsson

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umferð Nafn Úrslit Nafn
1 Friðrik Ólafsson 1/2 – 1/2 Freysteinn Þorbergsson
2 Freysteinn Þorbergsson 0 – 1 Friðrik Ólafsson
3 Friðrik Ólafsson 1 – 0 Freysteinn Þorbergsson
4 Freysteinn Þorbergsson 0 – 1 Friðrik Ólafsson
5 Friðrik Ólafsson 1 – 0 Freysteinn Þorbergsson
6 Freysteinn Þorbergsson 1/2 – 1/2 Friðrik Ólafsson
Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1960: 150 ára afmælismót maí byltingarinnar í Buenos Aires

Korchnoi og Reshevsky sigruðu, Argentínumennirnir komu á óvart

 

Skákdálkur Alþýðublaðsins 30. júlí 1960.

Reshevsky vann góðan sigur ásamt Korchnoi.
Reshevsky vann góðan sigur ásamt Korchnoi.

Öflugasta skákmóti ársins, mótinu í Buenos Aires er nú fyrir nokkru lokið með sigri Reshevskys og Korchnois en næstur varð Ungverjinn Szabo. Þar næst Rossetto, Guimard, Evans og Taimanov.

Verri helmingurinn úr síðasta kandídatamóti var allur meðal keppenda í þessu móti, Gligoric, Fischer, Friðrik og Benkö. Árangur þeirra í mótinu hlýtur að vekja furðu, að eins einum þeirra, Friðrik, tókst að komast í betri helming.mótsihs en hinir þrír urðu uppistaðan í verri helmingnum. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi getað látið sér detta það í hug áður en mótið hófst að Argentínumennirnir Guimard og Rossetto yrðu fyrir ofan alla kandídatana, tæplega Argentínumennirnir sjálfir, hvað þá aðrir.

1960: 150 ára afmælismót maí byltingarinnar í Buenos Aires

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1960_afmaelismot-byltingarinnar_tafla

Vinningshlutall 55%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1960: 23. alþjóðaskákmótið í Mar del Plata

Fischer og Spassky unnu yfirburðasigur í Mar del Plata: Ágætur árangur Friðriks

 

Boris Spassky og Bobby Fischer sigruðu með yfirburðum á alþjóðamótinu í Mar del Plata, hlutu 13,5 vinninga af 15 mögulegum. David Bronstein varð í þriðja sæti og Friðrik Ólafsson í því fjórða, en keppendur voru alls 16. Hér fer á eftir frétt Morgunblaðsins 24. apríl 1960:

1960 Mar del Plata Friðrik, Bronstein og Fischer
Þrír snillingar í Mar del Plata: Bronstein, Friðrik og Fischer

MBL. barzt bréf frá Buenos Aires í Argentínu í gærmorgun, dagsett 17. apríl, en kvöldinu áður lauk alþjóðaskákmótinu í Mar del Plata. Í síðustu umferðinni tefldi Friðrik Ólafsson við Redolfi og varð sú skák jafntefli. Wexler náði jafntefli við Spassky, en Fischer vann Marini, og Bronstein vann Eliskases.

Í bréfinu segir Arnoldo Gravenhorst, að keppnin hafi verið mjög erfið þar sem svo fjölmennt mót hafi verið teflt á jafn skömmum tíma, og til þess að mótið stæðist setta áætlun varð oft að tefla biðskákir að næturlagi.

Gravenhorst telur að Friðrik megi vel una úrslitunum. Hann hafi unnið alla Argentínumennina og Suður-Ameríku skákmennina. Bréfritarinn segir ennfremur að efstu mennirnir muni verða þátttakendur í stórmóti, sem fram á að fara í Buenos Aires í næsta mánuði.

1960: 23. alþjóðaskákmótið í Mar del Plata

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1960 Mar del Plata tafla

Vinningshlutall 70%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1960: Skákþing Reykjavíkur

Friðrik sigraði með fullu húsi!

 

Þjóðviljinn 20. mars 1960.

Engum hinna rösku samkeppenda Friðriks Ólafssonar í úrslitakeppni Skákþings Reykjavíkur tókst að stöðva sigurgöngu hans. Í síðustu þremur umferðunum snaraði hann þeim hverjum á eftir öðrum, Inga R. Jóhannssyni, Guðmundi Lárussyni og Benóný Benediktssyni og tókst þannig að sigra alla keppinauta sína, 7 að tölu.

Benóný Benediktsson
Benóný Benediktsson. Sjöunda og síðasta fórnarlamb Friðriks á Skákþingi Reykjavíkur 1960.

Þessi úrslit munu ekki hafa komið neinum á óvart, því vitað var að Friðrik stóð öllum andstæðingum sínum framar og það mjög verulega flestum. Maður hefði raunar getað vænzt þess, að Ingi og Benóný veittu honum hart viðnám, en svo varð ekki og veittu sumir hinna lægri manna honum engu minni mótspyrnu.

Þetta kann að stafa að nokkru af því, að Friðrik hafi beitt sér meira gegn þeim tveimur fyrrnefndu og ekki síður hinu, að hann þekkir þá betur og kann betur á þá en suma hina yngri menn, sem hann þekkir kannske naumast nema af orðspori.

Það er erfitt og sjálfsagt vanþakkiátt verk að ætla sér að dæma um taflmennsku stórmeistarans í heild á þessu móti. Þátturinn hefur heldur ekki skoðað allar skákir hans og er því enn síður dómbær um efnið. Þó hefur hann ástæðu til að ætla, að stórmeistarinn hafi stillt orku sinni allmjög í hóf á þessu móti, og notfært sér það, að í fæstum tilfellum þurfti hann á henni allri að halda.

Skákirnar í heild hafa svo ef til vill goldið nokkuð þessarar staðreyndar og það dregið úr dýpt þeirra og reisn, þótt ekki sé þar um þau lýti að ræða, sem við dauðlegir skákmenn hnjótum um við fljótlega rannsókn. En aðdáunarvert var öryggi Friðriks og fundvísi hans á úrræði, jafnvel þótt staða hans virist ekki alltaf gefa mikil fyrirheit.

Þetta er í fyrsta sinn, sem Friðrik vinnur titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur“ þótt merkilegt megi virðast. En orsökin er ákaflega nærtæk, því hann hefur nefnilega nær því aldrei teflt á því móti fyrr og alls ekki síðustu tíu árin.

Að loknum þessum sigri sínum heldur Friðrik til Argentínu, þar sem honum hefur verið boðin þátttaka i hinu árlega skákþingi í Mar del Plata. Þátturinn vill um leið og hann óskar Friðriki til hamingju með hinn nýja, virðulega titil, óska honum jaíníramt góðrar ferðar til Suður-Ameríku.

1960: Skákþing Reykjavíkur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinningar Vinningsprósenta
1 Friðrik Ólafsson SM x 1 1 1 1 1 1 1 7 100%
2 Ingi R. Jóhannsson 0 x 1 ½ 1 1 1 1 5,5 79%
3 Benóný Benediktsson 0 0 x 1 ½ 1 1 1 4,5 64%
4 Jónas Þorvaldsson 0 ½ 0 x ½ 1 0 1 3 43%
5 Bragi Þorbergsson 0 0 ½ ½ x 0 1 1 3 43%
6 Guðmundur Lárusson 0 0 0 0 1 x 1 ½ 2,5 36%
7 Halldór Jónsson 0 0 0 1 0 0 x ½ 1,5 21%
8 Björn Þorsteinsson 0 0 0 0 0 ½ ½ x 1 14%
Vinningshlutall 100%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1959: Áskorendamót FIDE í Bled, Zagreb og Belgrad

Með hinni glæsilegu frammistöðu á millisvæðamótinu í Portoroz 1958 vann Friðrik Ólafsson sér rétt til að tefla á sjálfu Áskorendamótinu 1959. Þar tefldu átta bestu skákmenn heims fjórfalda umferð, alls 28 skákir, um réttinn til að skora á Botvinnik heimsmeistara. Ingi R. Jóhannsson, aðstoðarmaður Friðriks á mótinu, fjallaði um þetta gríðarlega sterka mót í tveimur tölublöðum SKÁKAR 1959.

Áskorendamótið, sem margir skákunnendur höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, hófst í Bled hinn 6. september s.l. Þátttakendur voru alls átta, eins og kunnugt er. Þegar þetta er ritað er helmingi mótsins lokið. Ekki er hægt að sega að þessi helmingur hafi verið friðsamur, því af þeim 56 skákum, sem tefldar hafa verið, lauk aðeins 20 með jafntefli, og af þeim aðeins eitt stórmeistarajafntefli.

Alls hafa því 36 skákir unnist og er það óvenju há tala í svo jafnsterku móti. Sýnir það, að baráttan um hinn eftirsóknarverða áskorendarétt er afar hörð.

Slæleg frammistaða Smyslovs, Keres fer á kostum

Margt óvænt hefur skeð í þessum helmingi mótsins. Er þá helst að nefna hina slælegu frammistöðu heimsmeistarans fyrrverandi, Smyslovs, sem aðeins hefur hlotið 6 vinninga úr 14 skákum! Er áreiðanlegt, að engir hafa reiknað með þessari útkomu hjá honum.

Næst er þá að nefna hina stórglæsilegu frammistöðu Keresar, sem er nú í efsta sæti með 10 vinninga af 14. Hann hefur unnið 8 skákir, tapað tveimur og gert fjögur jafntefli. Þessi árangur sýnir greinilega að Keres gefur hinum yngri skáksnillingum ekkert eftir.

Það er einnig eftirtektarvert að Keres byrjaði ekki vel; hann tapar í 1. umferð fyrir ,,undrabarninu“, sem hann ætlaði að vinna. Í næstu umferð vinnur hann Smyslov og tapar síðan óvænt fyrir Petrosian. En þá er eins og orka leysist úr læðingi, og í næstu tíu skákum nær hvorki meira né minna en 8 vinningum, sem er afar sjaldgæfur árangur í svo sterku móti.

Tal á hælum Kerasar

Fast á hæla Kerasar kemur Tal með 9,5. Það má segja um hann og Keres, að fall virðist hafa verið fararheill, því hann tapaði í 1. umferð fyrir Smyslov, vinnur Gligoric í 2. umferð og tapar svo fyrir Keres í þeirri þriðju. Síðan hefst sigurganga hans, og næstu ellefu skákum nær hann 8,5 vinningum, sem einnig er stórglæsilegur árangur.

Í þriðja sæti er Petrosian með 8,5 vinning. Hann tók forystuna þegar í byrjun og hélt henni fram að 5. umferð, og hafði þá hlotið 3,5 vinning. Síðan koma tvö jafntefli og tvö töp, sem rændu hann forystunni. Í næstu sex skákum nær hann sér þó vel á strik og hlaut 4 vinninga úr þeim.

Gligoric nær sér á strik, Smyslov nánast úr leik

Í 4. sæti er Gligoric með 8 vinninga. Hann fór heldur illa af stað, hafði hlotið 1 vinning eftir 3. umferð. Eftir það gekk honum mjög vel, vann m.a. bæði Smyslov og Petrosian og hefur ekki tapað skák eftir það.

Í 5. sæti er Smyslov með 6 vinninga. Ekki er þó hægt að segja, að hann hafi byrjað illa; hann vann Tal í 1. umferð, en síðan virtist gæfan snúa baki við honum, og í næstu 13 skákum gerir hann átta jafntefli og vinnur aðeins eina skák. Er því greinilegt að möguleikar Smyslovs eru harla litlir héðan af.

Fischer, Benkö og Friðrik í neðri hlutanum

Í 6., 7. og 8. sæti koma þeir Fischer með 5,5 v., Benkö 5 v. og Friðrik Ólafsson með 3 v. Margir hafa ef til vill gert sér vonir um að Friðrik myndi ná betri útkomu úr þessum helmingi mótsins. En þar sem hér eigast við margir af snöllustu meisturum heimsins, er baráttan gífurlega hörð. Þá reynir ekki hvað síst á þjálfunina og úthaldið, en segja má að þar standi þrír þeir síðasttöldu hinum e.t.v. eitthvað að baki.

Hér skal þó ekki neinu spáð um heildarúrslit mótsins; margt getur ennþá óvænt skeð og röðin breyst. Segja má þó að fjórir þeir efstu hafi mesta möguleika til sigurs, og þá sérstaklega Keres og Tal. Það verður því áreiðanlega spennandi að fylgjast með síðari helming þessa skemmtilega áskorendamóts.

Seinni hluti: Spennan magnast

Að loknum 14 umferðum stóðu leikar þannig að Keres leiddi með 10 vinningum, Tal hafði 9,5, Petrosian 8,5, Gligoric 8, Smyslov 6, Fischer 5,5, Benkö 5 og Friðrik Ólafsson 3,5.

Það þótti því sýnt að Smyslov átti ekki möguleika á efsta sætinu, þrátt fyrir að taflmennska hans færi stöðugt batnandi, og snerist því áhugi manna aðallega um þá Keres, Tal og Petrosian, en Gligoric var ekki álitinn koma til greina af öðrum en Júgóslövum.

Keres tefldi frábærlega vel allt mótið í Bled, og sama sagan endurtók sig í Zagreb og Belgrad, að undanskildum skákum hans gegn Fischer, þar sem Keres hafði hvítt.

Unun að fylgjast með Keres

Það var unun að fylgjast með skákum Keresar, því þær voru tefldar af slíkri nákvæmni og markvísi. Ég held að sjaldan eða aldrei hafi skákmeistari teflt jafn vel gegnum svo erfiða keppni og Keres gerði. Einnig var eftirtektarvert, hversu seigur hann var að tefla í erfiðum stöðum.

Hættulegur skákstíll sigurvegarans

Sigurvegarinn í þessu móti, Mikail Tal, hefur algjöra sérstöðu í þessu skákmóti, því hann tefldi ákaflega hættulegan skákstíl, bæði fyrir sjálfan sig og andstæðinga sína. Það var ekki svo sjaldan sem hann hafði hætt of miklu og átti í vök að verjast, en hið gífurlega vald hans yfir flóknum stöðum bjargaði honum oft á síðustu stundu.

Tal hefur ákaflega haldgóða þekkingu í byrjunum, og hann áreiðanlega eftir að verða Botvinnik erfiður á því stigi. Einungis í tafllokum virðist hann standa þeim Botvinnik, Keres og Smyslov að baki, en eins og allir reyndir skákmenn vita kemur styrkleiki í skáklokum fram með aukinni reynslu.

Ég vil leyfa mér að fyllyrða að Tal á vissulega erindi í einvígi við Botvinnik, þótt ég vilji engu spá um úrslitin.

Smyslov nær sér á strik, Petrosian skorti hörku

Það var sannarlega harmleikur að fylgjast með hinni slælegu frammistöðu snillingsins Smyslovs í fyrri helming mótsins, en hin frækilega sókn hans í síðari hlutanum sannaði aðdáendum hans að þetta er einungis stundarfyrirbrigði.

Margir álitu að Petrosian myndi standa sig betur, sérstaklega eftir hina góðu byrjun í Bled, en hann skorti mjög hörku, sem þarf til þess að ná efsta sæti á slíku móti.

Hver verður Rússunum hættulegastur?

Ég vil leyfa mér að taka í sama flokk þá Gligoric, Fischer og Friðrik, því að mínu áliti verður framtíðin að skera úr hver þeirra verður Rússunum hættulegastur.

Benkö hlaut neðsta sætið, eins og flestir höfðu reiknað með, og var öllum ljóst er fylgdust með gangi keppninnar, að hann átti tæplega heima í þessu móti.

Að síðustu langar mig til að minnast dálítið á tilhögun mótsins. Í Zagreb og Belgrad var teflt í rúmgóðum sölum, og sátu keppendur uppi á ,,senu“ og gátu áhorfendur fylgst með gangi skákanna á stórum sýningarborðum, en blaðamönnum voru ætluð sérstök sæti, svo og aðstoðarmönnum.

Allur aðbúnaður var með ágætum og Júgóslövum til sóma, þegar frá dregnar eru truflanir þær, sem áhorfendur ollu.

Að mínum dómi er þessi keppni of löng og mætti gjarnan stytta hana um hálfan mánuð.

1959: Áskorendamót FIDE í Bled, Zagreb og Belgrad

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
World Chess Championship
Bled/Zagreb/Belgrade, Yugoslavia, IX-X, 1959.
1 2 3 4 5 6 7 8 Vinningar
1 Tal M xxx 0 0 1 0 = = = = 0 1 = 1 1 = 1 1 1 1 1 1 1 1 1 = 1 1 1 = 20
2 Keres P 1 1 0 1 xxx 0 = = = 1 = = 0 = = 1 1 0 1 0 1 1 1 1 0 1 1 1 1 18,5
3 Petrosian T = = = = 1 = = = xxx = = 0 = 0 = = 1 1 1 = = 1 0 0 = = 1 1 = 15,5
4 Smyslov V 1 0 = 0 0 = = 1 = = 1 = xxx 0 = 1 0 = = 1 0  = 1 = 1 = 0 1 1 15
5 Gligoric S 0 = 0 0 = = 0 0 1 = = 0 1 = 0 1 xxx 0 1 = = = = 1 0 = 1 = = 12,5
6 Fischer R 0 0 0 0 1 0 1 0 0 0 = = = = 0 1 1 0 = = xxx 0 1 = 1  = 1 = 1 12,5
7 Olafsson F 0 0 0 = 0 0 0 1 0 1 1 =  = 0 = 0 = = 0 1 1 0 = 0 xxx 0 0 = 1 10
8 Benko P 0 0 0 = 0 0 0 0 = 0 0 = = 1 0 0 = 0 = =  = 0 = 0 1 1 = 0 xxx 8
Vinningshlutall 36%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1959: Einvígi við Inga R. Jóhannsson

Friðrik lagði Inga R. með minnsta mun

 

Alþýðublaðið 25. júlí 1959.

Ingi R. Jóhannsson. Úrslitin talsverður sigur fyrir hann, þrátt fyrir tapið.
Ingi R. Jóhannsson. Úrslitin talsverður sigur fyrir hann, þrátt fyrir tapið.

Fjórðu og síðustu skákinni í einvígi þeirra Friðriks Ólafssonar, og Inga R. Jóhannssonar lauk í fyrrakvöld. Stóð hún í hálfan fimmta tíma og lauk með jafntefli eftir 22 leiki. Friðrik fór með sigur af hólmi eftir þetta fyrsta einvígi þeirra, hlaut 2,5 vinning, en Ingi 1,5. Enda þótt Ingi hafi tapað einvíginu verða úrslitin að teljast talsverður sigur fyrir hann.

Þetta einvígi var hugsað sem æfing fyrir Inga, en hann fer nú á Skákþing Norðurlanda, sem hefst í Örebro í Svíþjóð um næsta mánaðamót. Búast má við að þar fái hann að etja kappi við skákmeistara Norðurlanda, skákmeistara Svíþjóðar og stórmeistarann Ståhlberg ásamt fleiri köppum.

Sennilega hefur Ingi aldrei verið betri en nú og þess vegna binda menn hér heima miklar vonir við Svíþjóðarför hans.

1959: Einvígi við Inga R. Jóhannsson

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
1 2 3 4 Samtals
Ingi R. Jóhannsson 1 0 0 ½ 1,5
Friðrik Ólafsson 0 1 1 ½ 2,5
Vinningshlutall 63%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1959: Alþjóðlegt stórmót í Zürich

Tal sigraði í Zürich en táningurinn Fischer stal senunni

 

Sveinn Kristinsson skrifar.

Svo fór, að sovézki meistarinn Tal varð hlutskarpastur á skákþinginu í Zürich, þótt ekki væri um neinn yfirburðasigur að ræða, þar sem hann hiaut 11,5 vinning en næsti maður, Júgóslavinn Gligoric, 11.

Hefur þannig spá Friðriks Ólafssonar, að þessir tveir meistarar mundu verða hlutskarpastir ekki reynzt nein falsspá. Hins vegar hefur víst fáa órað fyrir því, að hinn 16 ára gamli bandaríski stórmeistari Fischer mundi reynast efsta sætinu jafn hættulegur og raun varð á, en það var ekki fyrr en í síðustu umferð sem úr því var skorið, hvort hann mundi lenda í efsta sæti eða ekki. Til þess hefði hann þó orðið að vinna Tal með svörtu.

Afrek Fischers á skáksviðinu fram að þessu hljóta að heyra tíl fáheyrðustu kynjaatburðum og verði framför hans á næstunni svo hröð sem hingað til, þá ætti hann að vera orðinn heimsmeistari, svona um það bil sem hann nær löggildum kosningaaldri, og verður þá gaman að sjá framan í „öldungana“ Tal, Spassky, Friðrik og Larsen.

Fulltrúi okkar Íslendinga Friðrik Ólafsson, fór allvel af stað, en er líða tók á mótið sneri stríðsgæfan við honum bakinu. Hámarki náði þetta gengisleysi hans er hann tapaði fyrir „erfðafjanda“ sínum Bent Larsen. Eftir það var ljóst, að hann mundi ekki lenda í flokki efstu manna.

Með því að hljóta tvo vinninga úr þremur síðustu um ferðunum bætti hann þó nokkuð aðstöðu sína og hlaut endanlega 8. sætið með 8 vinninga.

Eftir þessu móti, og mótinu í Moskvu í vetur að dæma, þá virðist Friðrik enn skorta talsverða brýnzlu til að verða jafnburða sterkustu skákmönnum heimsins. Hins vegar er munurinn ekki mikill og ætti að vinnast upp með góðri þjálfun og mótið í Zürich ætti auðvitað að þjóna vel þeim tilgangi.

Þjóðviljinn 14. júní 1959.

1959: Alþjóðlegt stórmót í Zürich

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1959_Zurich_tafla_fridrik

Vinningshlutall 53%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1959: Minningarmót Alexander Alekhine í Moskvu

Rússnesku meistararnir röðuðu sér á verðlaunapallinn í Moskvu

 

Tíminn 21. apríl 1959.

1959 Bronstein
1959 Bronstein

Síðasta umferð á skákmótinu í Moskvu var tefld á sunnudag. Friðrik Ólafsson tefldi þá við Smyslov, fyrrum heimsmeistara. Skákiri fór í bið og hafði Friðrik þá lakari stöðu. en honum tókst samt sem áður að ná jafntefli. Úrslit í mótinu urðu þau. að rússnesku stórmeistararnir Smyslov, Bronstein og Soassky skiptu með sér fyrstu verðlaunum, hlutu sjö vinninga hver.

Í næstu sætum komu dr. Filip, Portisch og Vasiukov með 6 vinninga. Friðrik, Milev og Aronin hlutu 5 vinninga.

Það hefir vakið talsverða athygli að áliti skákfróðra nmanna, að Friðrik hefur ekki beitt þeim byrjunum, sem reynzt hafa honum bezt á mótum undanfarið. Byggist það án efa á því, aö hann var einasti kandidatinn, auk Smyslovs, í mótinu, og hefur því ekki viljað gefa um of upp þær byrjanir, sem hann mun beita á kandidatsmótinu í Júgóslavíu.

Með tilliti til þess verður að líta á árangur hans í þessu móti, en það er í fyrta skipti á skákmóti um árabil, sem Friðrik hlýtur innan við 50% vinninga.

Þá vekur það einnig athygli, að Friðrik vann tvær skákir á rnótinu, og stýrði hann þá í báðum tilfellum svörtu mönnunum. Hann tapaði þremur skákum, tveimur á hvítt og einni á svart, og gerði sex jafntefli.

1959: Minningarmót Alexander Alekhine í Moskvu

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill   1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn Prósenta
1 Vasily Smyslov SM USSR x ½ 1 ½ ½ ½ ½ 1 ½ ½ ½ 1 7 64%
2 David Bronstein SM USSR ½ x ½ 1 ½ ½ ½ ½ 1 ½ 1 ½ 7 64%
3 Boris Spassky SM USSR 0 ½ x ½ 1 ½ ½ ½ 1 1 ½ 1 7 64%
4 Miroslav Filip SM Czech Republic ½ 0 ½ x ½ 1 1 ½ ½ ½ ½ ½ 6 55%
5 Evgeni Vasiukov USSR ½ ½ 0 ½ x ½ ½ ½ ½ 1 1 ½ 6 55%
6 Lajos Portisch Hungary ½ ½ ½ 0 ½ x ½ ½ ½ ½ 1 1 6 55%
7 Lev Aronin USSR ½ ½ ½ 0 ½ ½ x 1 ½ ½ ½ 0 5 45%
8 Zdravko Milev Bulgaria 0 ½ ½ ½ ½ ½ 0 x ½ 1 ½ ½ 5 45%
9 Friðrik Ólafsson SM Iceland ½ 0 0 ½ ½ ½ ½ ½ x 0 1 1 5 45%
10 Vladimir Simagin USSR ½ ½ 0 ½ 0 ½ ½ 0 1 x ½ ½ 4,5 41%
11 Bent Larsen SM Denmark ½ 0 ½ ½ 0 0 ½ ½ 0 ½ x 1 4 36%
12 Anatoly S. Lutikov USSR 0 ½ 0 ½ ½ 0 1 ½ 0 ½ 0 x 3,5 32%
Vinningshlutall 41%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1959: Alþjóðlega Hoogovens-skákmótið í Beverwijk

Glæsilegur sigur Friðriks í Hollandi

 

Morgunblaðið 20. janúar 1959

Baldur Möller: Ótrúlegir yfirburðir Friðriks.
Baldur Möller: Ótrúlegir yfirburðir Friðriks.

Skákmótinu í Beverwijk í Hollandi er lokið. Friðrik Ólafsson fór með glæsiiegan sigur af hólmi hlaut 7,5 vinning, tveim vinningum meir en sá er næstur kom, stórmeistarinn Eliskases. Þó Friðrik hefði þegar unnið mótið er hann settist andspænis Bent Larsen, gaf hann hvergi eftir og lagði Larsen að velli. Friðrik var sá eini er vann í síðustu umferð, jafntefli varð í hinum skákunum fjórum.

Er blaðið hafði tal af Baldri Möller út af þessum síðasta skáksigri Friðriks sagði hann m. a:

,,Árangur Friðriks Ólafssonar á þessu móti, að verða efstur með 7,5 vinning, tveim vinningum fyrir ofan næsta mann, með 6 vinningsskákir og 3 jafntefli í 9 skákum, er mjög ánægjuleg staðfesting á hinni glæsilegu frammistöðu hans í Portoroz í Júgóslavíu á sl. hausti. Keppinautar hans í Beverwijk voru auðvitað ekki jafnokar hinna efstu í Portoroz. En þeim yfirburðum, sem Friðrik hefur þarna sýnt, með því að verða 2 vinningum fyrir ofan Eliksases og síðan Donner, O’Kelly, Larsen o. fl. í aðeins 9 skákum, hefði enginn hinna frá Portoroz, Tal, Gligoric, Petrosjan o. s. frv. getað búizt við fyrirfram, ef þeir hefðu verið í sporum Friðriks — Friðrik auðvitað ekki heldur að óreyndu.“

1959 Friðrik og Baldur.
1959 Friðrik og Baldur.

,,Hinir liggja þó vissulega ekki á liði sínu heldur. Tal er eftir því sem fregnir herma í fararbroddi í Rússlandsmeistaramótinu og Bobby Fischer orðinn Bandaríkjameistari í þriðja sinn í röð og það fyrir ofan Reshevsky sem fyrr og með vinning á móti honum.“

,,Ef einhverjir aðdáendur Friðriks hér heima hafa þurft staðfestingu á þvi, að hann sé fullgildur þátttakandi í keppninni um allra efstu sætin í kandídatamótinu næsta haust (og í heimsmeistaraeinvíginu að ári) þá hafa þeir nú fengið hana. Að svo stöddu er rétt að bíða eftir úrslitum hins mikla móts í Sviss á komandi vori til frekari spádóma, en ljóst er að Friðrik er á réttri leið. Við óskum Friðriki til hamingju.“

1959: Alþjóðlega Hoogovens-skákmótið í Beverwijk

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill   1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Friðrik Ólafsson SM Iceland x 1 1 ½ 1 ½ 1 1 ½ 1 7,5 83%
2 Erich Eliskases SM Argentina 0 x ½ ½ ½ ½ ½ 1 1 1 5,5 61%
3 Jan Hein Donner SM Netherlands 0 ½ x ½ ½ ½ ½ ½ 1 1 5 56%
4 Alberic O´Kelly de Galway SM Belgium ½ ½ ½ x ½ ½ ½ ½ ½ ½ 4,5 50%
5 Johan Barendregt Netherlands 0 ½ ½ ½ x ½ ½ 1 ½ ½ 4,5 50%
6 Roman Toran Albero AM Spain ½ ½ ½ ½ ½ x ½ 0 ½ 1 4,5 50%
7 Theo van Scheltinga AM Netherlands 0 ½ ½ ½ ½ ½ x ½ ½ 1 4,5 50%
8 Bent Larsen SM Denmark 0 0 ½ ½ 0 1 ½ x 1 ½ 4 44%
9 Carel Benjamin van den Berg Netherlands ½ 0 0 ½ ½ ½ ½ 0 x ½ 3 33%
10 Kick Langeweg Netherlands 0 0 0 ½ ½ 0 0 ½ ½ x 2 22%
Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1958: Millisvæðamót FIDE í Portoroz

Gríðarleg spenna í Portoroz:

Friðrik kominn í hóp bestu skákmanna heims!

Frétt Tímans 12. september 1958.

Skákmótinu í Portoroz í Júgóslavíu lauk í gær og náði Friðrik Ólaísson þeim glæsilega árangri að verða í hópi þeirra sex sem unnu sér rétt til þátttöku í kandídatamótinu, sem sker úr því, hver fær tækifæri til að tefla við heimsmeistarann um heimsmeistaratignina í skák. Frammistaða Friðriks í mótinu var með miklum ágætum og eftir þetta afrek má hiklaust telja hann í hópi tíu snjöllustu skákmanna heimsins.

Síðasta umferðin í Portoroz var mjög tvísýn og ytri aðstæður urðu þess valdandi að mikil taugaspenna var meðal skákmanna og skákunnenda hér, sem eru víst allir Íslendingar þegar Friðrik Ólafsson á í hlut, um úrslit í mólinu. Í fyrrakvöld geysaði fárviðri í Portoroz, sem olli því, að símasambandslaust var milli borgarinnar og Belgrad, og gat útvarpið í höfuðborginni því aðeins lítillega sagt frá mótinu.

Af þeim fréttum mátti ráða, að Gligoric stæði betur gegn Fischer, en tafl Friðriks við Greiff var flókið. Óvissan um að Friðrik kæmist í hóp hinna sex útvöldu var því mikil.

Rétt eftir hádegi í gær bárust svo fyrstu fréttir af síðustu um ferðinni og voru þær hreint ekki til að auka möguleika Friðriks, þar sem Fischer hafði náð iafntefli gegn Gligoric, og tryggt sér með því 12 vinninga. Er þetta mjög glæsilegt afrek hjá hinum 15 ára Bandaríkjamanni, þyí Gligoric tefldi upp á fyrsta sæti f mótinu.

Tal gerði jafntefli við Sherwin og tryggði sér því efsta sætið, Benkö gerði jafntefli við Neikirk, og var örugglega í einu af sex efstu sætunum. En einn keppinautur Friðriks um sjötta sætið féll þarna úr leik. Pachmann tókst aðeins að ná jafntefli gegn Sanguinetti, og komst því aðeins í 11,5 vinning. Rosetto vann Furster. Averbach og Filip gerðu jafntefli.

Línurnar skýrast

Um þrjúleytið í gær barst svo skeyti frá Ingvari Ásmundssyni, þar sem sagt var, að Bronstein ætti tapað tafl gegn Cardoso, en Szabo stæði verr gegn Panno. Matanovic vann Larsen. Þar með heltust tveir helztu keppinautar Friðriks úr lestinni.

Um skák Friðriks var ekkert sagt í skeytinu, en staðan hinsvegar gefin. Þegar hinn almenni skákáhugamaður dró fram taflborðið gat hann lítið ráðið um stöðuna, allt jafnt á borðinu, en þeir sem betur voru að sér í völundarhúsi skáklistarinnar sögðu að Friðrik hefði vinningslíkur.

Og svo fór líka. Klukkan 6.30 í gær skýrði Belgrad-útvarpið frá því að Friðrik hefði unnið Greiff, Cardoso unnið Bronstein, en Panno og Szabo gert jafntefli, og þar með var Friðrik kominn í hóp hinna útvöldu.

Glæsileg taflmennska

Friðrik tefldi mjög glæsilega á köflum á mótinu, en var misjafn. Hann vann flestar skákir, ásamt Tal og Gligoric af öllum á mótinu, átta. talsins, gerði átta jafntefli, en tapaði fjórum skákum, en í minnsta kosti tveim þeirra tapaði hann í tímahraki eftir að hafa átt yfirburðastöðu.

En athyglisverðastur er árangur Friðriks gegn hinum 11 stórmeisturum, sem tefldu á mótinu. Gegn þeim hlaut hann sjö vinninga, eða fleiri vinninga, en nokk ur annar, að Tal einum undanskildum, sem einnig hlaut sjö vinninga. Gligoric og Bronstein komu næstir með 6,5 vinning.

Þessi árangur Friðriks sýnir, að hann er jafningi þeirra beztu í skákinni, en hins vegar kom hin slælega frammistaða hans gegn hinum lakari skákmönnum mótsins í veg fyrir það, að hann hlyti enn hærra sæti. Friðrik hélt sig mest allt mótið í öðru og þriðja sæti, þar til í lokin, að hann lenti í einhverjum öldudal og hlaut aðeins tvo vinninga úr fimm skákum, frá 15.—20. umferð.

Féll hann þá nokkuð niður, en sigur í síðustu skákinni skaut honum upp í virðingarsæti aftur. Um önnur úrslit á mótinu er það að segja, að mjög hefir komið á óvart hin ágæta frammistaða hins 15 ára gamla Fischers og Benkö. Hvorugur þeirra er stórmeistari, en nú skutu þeir mörgum aftur fyrir sig.

Rússlandsmeistarinn Tal frá Lettlandi sigraði, en hann var í fyrsta eða öðru sæti allt mótið. Tal tapaði aðeins einni skák, en það gerðu einnig Bronstein og Petrosjan.

Gligoric tefldi af mikilli hörku í lokin, hlaut 8,5 vinning úr síðustu 11 skákunum og er það mjög glæsilegur áfangur í jafn erfiðu móti. Larsen stóð sig afar illa á mótinu og var lang neðstur stórmeistaranna, og einnig kom á óyart að Tékkarnir tveir skyldu ekki blanda sér meir í baráttuna um efstu sætin. Jafnteflis kóngur í. mótinu yarg Bronstein með 15 jafntefli, en næstir komu Panno og Filip með 14 jafntefli.
Dreymdi fyrir úrslitunum

Sigríði Símonardóttur, móður Friðriks Ólafssonar, skákmeistara, dreymdi einkennilegan draum rétt eftir að skákmótið í Portoroz hófst. — Henni fannst í draumnum, sem hún væri ein á báti með syni sínum á leið frá Reykjavik til Akraness. En fjallháar öldur risu allt í kring, og henni fannst sem bátskelin myndi þá og þegar fara niður, er hún stakkst í stæstu öldudalina. En Friðrik tókst að stýra það vel — sem kom henni mest á óvart í draumnum, þar sem hún vissi að hann hafði aldrei verið á sjó, — að honum tókst að forðast stærstu boðana og að lokum að ná öruggri höfn — eftir mikla baráttu.

1958: Millisvæðamót FIDE í Portoroz

Smelltu til að skoða töfluna í fullri stærð

millisvaedamot_FIDE_Portoz_1958

Vinningshlutall 60%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1958: V. Heimsmeistaramót stúdenta í Varna

Sovétríkin efst á V. heimsmeistaramóti stúdenta

Heimsmeistaramót stúdenta í skák, hið fimmta í röðinni, var haldið í Varna í Búlgaríu, dagana 6.-10. júlí. Sextán þjóðir tóku þátt í mótinu að þessu sinni, og var þeim skipt í fjóra riðla. Skyldu síðan tvær efstu þjóðir úr hverjum riðli tefla til úrslita um titilinn, en hinar átta í B-riðli.

Úrslit undankeppninnar urðu þessi:

I. riðill

  1. Sovétríkin 9 vinningar.
  2. Austur-Þýzkaland 8 v.
  3. Rúmenía 7 v.
  4. Írland 0 v.

II. riðill

  1. Bandaríkin 9,5 vinningar.
  2. Búlgaría 7 v.
  3. Albanía 5 v.
  4. Ísland 2,5 v.

III. riðill

  1. Ungverjaland 7,5 vinningar.
  2. Tékkóslóvakía 7,5 v.
  3. Mongólía 5 v.
  4. Holland 4 v.

IV. riðill

  1. Júgóslavía 9 vinningar.
  2. Argentína 8,5 v.
  3. Pólland 4 v.
  4. Svíþjóð 2,5 v.

Til úrslita tefldu því Sovétríkin, Austur-Þýskaland, Bandaríkin, Búlgaría, Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Júgóslavía og Argentína.

Eins og almennt var búist við sigruðu Sovétmenn í úrslitakeppninni, hlutu 19,5 vinninga. Sveitina skipuðu þeir Tal, Spassky, Gurgenidse, Gipslis og Nikitin.

Um frammistöðu íslenzku sveitarinnar í undankeppninni er það að segja, að hún varð mun lakari en búist var við. Af þeim 12 skákum, sem sveitin tefldi, vann hún enga, gerði 5 jafntefli og tapaði 7.

Tapaði sveitin gegn Búlgaríu með 0,5 gegn 3,5, gegn Bandaríkjunum með 1 gegn 3 og gegn Albaníu með 1 gegn 3.

Í síðari keppninni tókst sveitinni þó að rétta hlut sinn verulega, og hreppti 2. sætið eftir allharða baráttu. Sigurvegarar urðu hins vegar Rúmenar.

Vinningar íslensku sveitarinnar (úr báðum riðlunum) skiptast þannig milli einstakra manna:

  1. Friðrik Ólafsson 6,5 af 9.
  2. Ingvar Ásmundsson 3,5 af 9.
  3. Freysteinn Þorbergsson 6 af 9.
  4. Stefán Briem 0 af 4.
  5. Bragi Þorbergsson 1 af 3.
  6. Árni Finnsson 3 af 6.

 

SKÁK 6. tbl. 1958.

1958: V. Heimsmeistaramót stúdenta í Varna

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1958 Heimsmeistaramót stúdenta - tafla

Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1957: Alþjóðlegt skákmót í Dallas

ALÞJÓÐASKÁKMÓTIÐ Í TEXAS

„Farnir að tefla skák í Texas! Ja, sem ég lifandi, eitthvað er þeim farið að förlast þarna westra“ sagði einhver við mig daginn áður en ég lagði upp í reisu mína til Vesturheims. Ja, ekki veit ég, hvað um veldur, en í borginni Dallasi í Texas, þessu víðfræga landi kúrekamenningar og olíukónga, var í vetur boðað til skákmóts, sem ekki á sinn líka í sögu Bandaríkjanna síðastliðin 20 ár. Boðið var eingöngu þeim skákmeisturum, sem á undanförnum árum hafa eitthvað komið við sögu skáklistarinnar, og var ég svo „heppinn“ að teljast þar á meðal.

Í upphafi mun hafa verið meining þeirra Texasbúa að hafa þetta 12 manna mót, en af ýmsum óviðráðanlegum orsökum varð að lækka töluna niður í 8. Á setningardegi mótsins voru því mættir þarna 8 Skákmeistarar, sem að virðingarstigum skiptust í 6 stórmeistara og 2 alþjóðlega meistara, þeir Reshevsky og Evans fra Bandaríkjunum, Szabó Ungverjalandi, Gligoric Júgóslavíu, Larsen Dan- mörku, Najdorf Argentínu, Yanofsky Kanada og ég undirritaður.

Mótið var til húsa í Hótel Adolphus, stærsta hóteli borgarinnar, en þar bjuggum við jafnframt, meðan á því stóð. Tefld var tvöföld umferð, þannig að hver keppenda tefldi tvær skákir við hvern hinna, og urðu því umferðirnar alls 14. Ekki nenni ég að rekja úrslit hverrar umferðar, því að það yrði of langt mál hér upp að telja, heldur vil ég leitast við að lýsa taflmennsku hvers keppanda, eins og hún kom mér fyrir sjónir, þvi að sú hlið málanna gefur ætíð bezta heildarmynd af einstaklingnum.

Eins og kunnugt er urðu jafnir í efsta sæti með 8 1/2 vinning, þeir Gligoric og Reshevsky. Eigi ég að gera upp á. milli þessara tveggja manna, er ég ekki í nokkrum vafa um, að Gligoric átti heiðurinn betur skilið. Hann tefldi af miklum þunga og öryggi og komst hvergi í taphættu, nema á móti Szabó, enda tapaði hann þeirri skák. Á stundum reyndist hann hins vegar heldur friðsamur og gerði það gæfumuninn, þegar fram í sótti. Um Reshevsky skiptir allt öðru máli, því að ekki var misjöfn taflmennska hans til þess fallin að vinna verðlaun. Það gerði aftur á móti útslagið, að gæfan reyndist honum drjúgum hliðholl, og minnist ég þá helzt þess atburðar, er kappinn Najdorf féll á tíma á móti honum í gjörunninni stöðu og átti þó einungis eftir að leika einn leik á einni mínútu. En það er víst eins og máltækið gamla segir, heppnin er þeim sterka ætið hliðholl.

Þeir Szabó og Larsen skiptu svo á milli sin 3. og 4. verðlaununum og tel ég þau hafa komið þar í réttan stað, því að báðir sýndu þeir ágæta taflmennsku. Szabó virtist þó heldur með daufara móti, sé miðað við hin fjölmörgu jafntefli hans, en þess ber að gæta, að gæfan var honum heldur mótsnúin, t. d. var hann óheppinn að vinna ekki báðar jafnteflisskákir sínar við Reshevsky. Larsen Var „energiskur“ að vanda og lét mótlæti það, sem hann hafði um miðbik mótsins, litið á sig fá. Flestar skáka hans voru ágæta vel tefldar og var hann vel að vinningum sínum kominn.

– 5. sætið féll svo Yanofsky í skaut og var hann áreiðanlega sá keppandinn, sem mest kom á óvart, því að honum var spáð neðsta sætið fyrir mótið. Hann byggði yfirleitt skákir sínar rólega upp, en lét svo hart mæta hörðu, ef andstæðingurinn gerðist nærgöngull.

– Um minn eiginn árangur get ég sagt, að hann er ágætur miðað við taflmennskuna, því að hún var götótt sem gamall ostur. Slæm í byrjun, góð um miðbik mótsins, hörmuleg í lokin.

Hin aldna kempa Najdorf kemur svo í 7. sæti og má hann vissulega muna sinn fífil fegri. Hver man eftir Najdorf næstneðstum í móti áður fyrr? En Najdorf var ekki gæfunnar barn í þessu móti, eins og áðurnefnt tap hans gegn Reshevsky sýnir ljóslega, enda virtist mér hann eldast um 10 ár við þann atburð.

Í síðasta sæti kemur svo bandaríski stórmeistarinn Evans og verður ekki sagt, að hann hafi átt hærra sæti skilið, en að sjálfsögðu tefldi hann undir sínum venjulega styrkleika.

Mótið var afar strangt, því að þessar 14 umferðir voru tefldar á aðeins 16 dögum. Hafði þetta að sjálfsögðu sín áhrif á gæði skákanna, enda er mjög óalgengt að mót vinnist á svo lágri prósentutölu sem hér varð raunin á. Sýnir það líka öðrum þræði, hve keppnin hefur verið jöfn, því að einungis skilja að fyrsta og síðasta mann 3 1/2 vinningur.

– Aðsókn að mótinu var fremur dræm til að byrja með, en jókst, er á leið, og komu margir skákunnendur frá öðrum landshlutum, þegar líða tók að síðustu umferð.

Aðbúnaður keppenda var allur með ágætum og munum við lengi minnast frábærrar gestrisni þeirra Texasbúa.

Friðrik Olafsson.

1957: Alþjóðlegt skákmót í Dallas

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn   1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn Prósenta
1. Svetozar Gligorić  Yugoslavia x ½½ ½½ ½1 8,5 61%
2. Samuel Reshevsky  United States ½½ x ½½ ½½ 01 11 11 8,5 61%
3 László Szabó  Hungary ½½ x ½½ ½½ ½½ ½1 7,5 54%
4 Bent Larsen  Denmark ½½ ½½ x ½1 01 01 7,5 54%
5 Daniel Yanofsky  Canada ½½ ½0 x 01 ½½ ½1 7 50%
6 Friðrik Ólafsson  Iceland 10 10 10 x ½½ ½0 6,5 46%
7 Miguel Najdorf  Argentina ½½ 00 ½½ 10 ½½ ½½ x ½0 5,5 39%
8 Larry Evans  United States ½0 00 ½0 ½0 ½1 ½1 x 5 36%
Vinningshlutall 46%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1957: Svæðamót FIDE í Wageningen

1957_svaedamot_L_szaboSvæðakeppni II, er haldin var í Wageningen í Hollandi, á tímabilinu frá októberlokum til 26. nóvember sl., lauk með naumum sigri ungverska stórmeistarans L. Szabó. Hlaut hann 13 1/2 v. af 17, tapaði engri skák. Szabó tók forustuna þegar í byrjun mótsins og fór geyst af stað. Hélt hann forustunni allt til loka mótsins og var aldrei í taphættu. Má því segja að sigur hans hafi verið verðskuldaður.

Í 2. sæti varð Friðrik Ólafsson með 13 vinninga, og tapaði hann aðeins einni skák, fyrir Larsen, eftir að hafa sótt heldur fast eftir vinningi. Friðrik vann 10 skákir og gerði 6 jafntefli. Með þessum glæsilega árangri sínum hefur hann tryggt sér réttindi til þátttöku í millisvæðakeppninni, þar sem þrír efstu menn úr hverri svæðakeppni fyrir sig mætast.

Þessi árangur Friðriks er vafalaust hans bezti fram að þessu, sérstaklega þegar þess er gætt, að meðal keppenda voru fimm stórmeistarar. Má því segja að Friðrik nálgist nú óðfluga stórmeistaratitilinn.

Í 3.-4. sæti koma, þeir Bent Larsen og Donner, með 12 1/2 v. hvor. Larsen fór mjög vel afstað og var í 2. sæti lengi framan af. Tefldi hann af mikill hörku og sigurvilja. Eftir sigur sinn yfir Friðriki komst hann framúr honum, en svo stöðvaði Donner sigurgöngu Larsens með fallegum sigri.

Fyrir siðustu umferð var röðin þessi: Szabó 13, Friðrik og Larsen 12, og Donner 11 1/2 v.

Til þess að vera öruggur um 2.-3. sætið varð Friðrik því að vinna sina skák, gegn Alster, sem honum tókst, eftir að skákin fór í bið. Larsen varð hins vegar að láta sér nægja jafntefli gegn Teschner, meðan Donner sigraði Lindblom, en Szabó gerði jafntefli við Kolarov.

– Munu þeir Larsen og Donner að Öllum líkindum tefla til úrslita um 3. sætið, en hins vegar hefur verið send beiðni til Alþjóðaskáksambandsins, þess efnis, að fjórir efstu mennirnir fái rétt til þátttöku í millisvæða- keppninni.

Í 5. sæti kemur Uhlmann með 12 vinninga, og er það sennilega einn bezti árangur hans til þessa.

Stórmeistararnir Stáhlberg og Trifunovic skiptu á. milli sin 6. og 7. sæti. Tapaði Tifunovic engri skák.

Mikla athygli vakti hin slælega frammistaða stórmeistarans Ivkovs, en hann tefldi auðsjáanlega langt undir styrkleika. Sömuleiðis virtist Kolarov ekki vera í góðu formi.

Önnur úrslit, sjá. meðfylgjandi töflu.

 

SKÁK, 1957.

1957: Svæðamót FIDE í Wageningen

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1957_svaedamot_tafla

Vinningshlutall 76%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1957: Benkö-mótið

Pal Benkö sigurvegari í Hafnarfirði

Svo sem kunnugt er, þá gekkst Taflfélag Hafnarfjarðar fyrir all myndarlegu skákmóti nú á s.l. sumri. Þátttakendur voru 10, þar af tveir erlendir skákmeistarar, þeir Herman Pilnik frá Argentínu og Pal Benkö frá Ungverjalandi. Af íslenzku keppendunum voru fjórir frá Hafnarfirði og fjórir úr Reykjavik, þar á meðal Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhannsson.

Mótið hófst 18. ágúst og stóð til 1. september. Var teflt í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði og voru allar aðstæður þar hinar ákjósanlegustu fyrir keppendur. Þá var komið fyrir sýningarborðum fyrir áhorfendur og einstakar skákir útskýrðar.

Úrslit mótsins urðu þau, að efstur varð ungverski skákmeistarinn Pal Benkö með 8 vinninga. Vann hann 7 skákir, gerði tvö jafntefli en tapaði engri skák. Verður það að teljast glæsileg útkoma. Meðal þeirra, er Benkö sigraði var Herman Pilnik. Tefldu þeir saman í 4. umferð og varð skák þeirra hin fjörugasta. Benkö, sem lék svörtu mönnunum, fórnaði snemma manni í skrákinni. Náði hann síðan sterkri sókn upp úr mannsfórninni, og eftir 36 leiki gafst Pilnik upp. Má segja, að þessi skák hafi ráðið hvað mestu um úrslit mótsins.

Í 2.-3. sæti voru Friðrik Olafsson og Herman Pilnik með 7 1/2 v. Tapaði Friðrik engri skák, en gerði þrjú jafntefli. Friðrik tefldi yfirleitt rólegar skákir í móti þessu, lagði aðal áherzlu á að byggja upp traust tafl og vann svo oftast á stöðuyfirburðum. Þó brá stöku sinnum fyrir skemmtilegum mannsfórnum, eins og t. d. í skák hans við Arna Finnsson. Pilnik varð jafn Friðriki eins og fyrr segir. Skákir hans voru flestar mjög fjöruguar og yfirleitt var hann vel að sigrinum kominn í þeim flestum, en í skák sinni við Inga R. mátti hann þó þakka heppninni einskærri fyrir að tapa ekki. En í þeirri skák lentu báðir keppendur í einhverri þeirri hatrömmustu tímaþröng, sem sézt hefur.

Í fjórða sæti kemur svo Ingi R. Jóhannsson með 5 vinninga. Ingi fór vel af stað, en gekk illa síðari hluta mótsins. Eins og fyrr segir var hann að vísu mjög óheppinn að vinna ekki skák sína við Pilnik. Virðist því frammistaða Inga í mótinu lakari en efni standa, til.

Í fimmta sæti kemur svo Arni Finnsson með 4 vinninga. Árni hefur ekki teflt mikið í mótum, og var því minnst þekktur af keppendunum fyrir mótið. Má því segja, að frammistaða hans hafi komið mönnum nokkuð á óvart.

Í 6.-7. sæti urðu Jón Pálsson og Kári Sólmundarson með 3 1/2 v. hvor. Þeir eru báðir liðtækir skákmenn og hafa þeir oft náð betri árangri en í þetta sinn.
Sigurgeir Gíslason varð 8. með 3 v. Sigurgeir er þekktastur þeirra Hafnfirðinga og hefur meðal annars tvívegis teflt í íslenzku skáksveitinni á Olympiumótum. – Er því frammistaða Sigurgeirs í mótinu ekki eins góð og við hefði mátt búast. En veikindi, er Sigurgeir hefur átt við að stríða að undanförnu, eiga hér að líkindum stóran hlut að máli.

Í 9.-10. sæti koma svo Jón Kristjánsson og Stígur Herlufsen með 1 1/2 v. Hafa þeir báðir áður náð betri árangri en þeir gerðu í móti þessu.

Mótsstjóri var Ólafur Stephensen. Um mótið í heild má segja, að það hafi farið vel fram í alla staði, og Taflfélagi Hafnarfjarðar til mikils sóma.

Árni Finnsson.

1957: Benkö-mótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill Land 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Pal Benkö AM Hungary x ½ 1 1 1 ½ 1 1 1 1 8 89%
2 Friðrik Ólafsson AM Iceland ½ x ½ ½ 1 1 1 1 1 1 7,5 83%
3 Herman Pilnik SM Argentina 0 ½ x 1 1 1 1 1 1 1 7,5 83%
4 Ingi R. Jóhannsson Iceland 0 ½ 0 x 1 0 ½ 1 1 1 5 56%
5 Árni Finnsson Iceland 0 0 0 0 x 1 1 1 ½ ½ 4 44%
6 Jón Pálsson Iceland ½ 0 0 1 0 x ½ ½ 0 1 3,5 39%
7 Kári Sólmundarson Iceland 0 0 0 ½ 0 ½ x ½ 1 1 3,5 39%
8 Sigurgeir Gíslason Iceland 0 0 0 0 0 ½ ½ x 1 1 3 33%
9 Jón Kristjánsson Iceland 0 0 0 0 ½ 1 0 0 x 0 1,5 17%
10 Stígur Herlufsen Iceland 0 0 0 0 ½ 0 0 0 1 x 1,5 17%
Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
vantar skakir

1957: Stórmót Taflfélags Reykjavíkur

STÓRMÓT TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur notaði tækifærið, er tveir erlendir taflmeistarar voru staddir hér á landi – þeir Herman Pilnik, sem hefur verið hér langdvölum frá því er hann kom fyrst hingað til lands fyrir tveim árum og er landsmönnum jafn kunnur og okkar eigin skákmenn, og Pal Benkö, ungverski taflmeistarinn, er beiddist landvistar hér í sumar eftir stúdentamótið. Til þess að bjóða þeim þriðja, sænska stórmeistaranum Gideon Stáhlberg, og efna til skákmóts með þessum görpum og snjöllustu skákmönnum okkar.

Mót þetta stóð meirihluta septembermánaðar og var þó teflt á hverju kvöldi að kalla. Þarna voru komnir til leiks flestir þeir skákmenn okkar, er hæst ber um þessar mundir, maður saknaði einna helzt Baldurs Möllers, er eigi treystist til þátttöku sakir annríkis, og Freysteins Þorbergssonar, en hann stundar nú nám við háskóla austur í Moskvu.

Þetta var því mjög öflugt mót á íslenzkan mælikvarða, enda kom þar fram óvenju mikið af skemmtilegum og vel tefldum skákum. Teflt var fjórar stundir í senn, 34 leikir, og varð því all mikið af biðskákum. Ýmsar þeirra voru afar tvísýnar og spennandi, enda hafa ekki í annan tíma sézt fleiri áhorfendur að biðskákum en hér var. Friðrik Olafsson vann þarna knappan en mjög vinsælan sigur og verðskuldaðan. – Einhverjir kunna að sakna sviptisigra hans frá fyrri mótum, en hann sýndi þarna á sér nýja hlið: mikla þolinmæði, nákvæmni og tækni í rólegu tafli, sem manni er ekki alveg grunlaust um, að honum hafi leiðzt hér fyrr á árum. Þetta var allt annar Friðrik en við sáum á stúdentamótinu í sumar, hann stóð að vísu stundum örlítið lakar, en var hvergi í taphættu, og virðist í vexti.

Benkö var aðeins hálfum vinningi á eftir Friðriki og var vel að því kominn. Hann tefldi yfirleitt mjög örugglega og vel, einkum voru skákir hans við þá Guðmundana Agústsson og Guðmundsson vel tefldar. Hann var að vísu eilítið heppinn, er hann vann skák sína gegn Pilnik, en sú skák mótaðist mjög af taugaóstyrk beggja. Pilnik og Stáhlberg skiptu þriðju og fjórðu verðlaunum. Stahlberg vann snotrar skákir af Arinbirni og Gunnari og mjög dramatíska og spennandi skák af Guðmundi S. Guðmundssyni, en var hætt kominn gegn Guðmundi Agústssyni. Hann tapaði ekki skák, en sum jafntefli hans voru nokkuð stutt, enda er aldurinn farinn að segja til sín.

– Pilnik tefldi misjafnlega, fallega á köflum, en miður inn á milli. Hann átti hlut að sumu því er sögulegast gerðist, þótt ekkert jafnaðist á við skák hans við Guðmund Agústsson úr fyrstu umferð. Pilnik hefur teflt Við Guðmund fjórum sinnum áður, alltaf haft hvítt og alltaf unnið. Honum hefur sennilega fundizt að þetta hlyti svo að ganga hið fimmta sinnið líka, því að hann tefldi til sóknar heldur glæfralegá. En Guðmundur varðist vel og tókst að standa af sér allar sóknartilraunir Pilniks, þótt hættulegar væru. Báðir voru í mikilli tímaþröng undir lokin,. en þegar 34 leikjum var lokið, stóðu leikar þannig, að Pilnik gat gefizt upp, og gilti nærri einu hverju Guðmundur léki – nema þeim eina leik, er hann valdi. En tímaþröngin hafði orkað svo sterkt á Guðmund, áð hann hélt áfram með hraði 35. leikinn líka – lék drottningunni í uppnám og mátti gefast upp sjálfur.

Næstur þessum fjórum kom Guðmundur Pálmason, þá Ingi og síðan hinir Íslendingarnir hver af öðrum, eins og taflan sýnir, en hér er ekki rúm til þess að segja frekar frá frammistöðu einstakra manna.

Mótið fór fram í Listamannaskálanum, og var aðsókn mjög við hæfi fram til síðustu umferðar, en þá fylltist húsið meir en góðu hófi gegndi, loftið inni varð heitt og þungt, svo að það bagaði keppendur til muna. Augljóst virðist að ekki er kleift að halda hér stærri mót en þetta, fyrr en kostur er heppilegri salarkynna hér í Reykjavík en nú er.

Yfirleitt held ég megi segja að mótið hafi tekizt með ágætum og náð sinum tvíþætta tilgangi: að veita beztu skákmönnum okkar þjálfun og efla áhuga almennings á skákíþróttinni. Stjórn Taflfélagsins skipa nú menn, er lítt hafa fengizt við skipulagningu stórra taflmóta. Því var sérstaklega ánægjulegt að sjá, hve vel þeim fórst mótið úr hendi. Aðstaða áhorfenda var bætt frá umferð til umferðar og sýnd við það mikil alúð og hugkvæmni. Skipulagning og framkvæmd skákmóts krefst ótrúlega mikillar vinnu, sjálfboðavinnu, sem unnin er í hjáverkum, og oft reynist örðugt að fá menn til, enda sjaldan þökkuð sem skyldi. Það er því gleðiefni að sjá nýja menn koma fram á sjónarsviðið og framkvæma hana svo að jafnast við það sem bezt hefur verið gert hér áður.

Guðmundur Arnlaugsson.

1957: Stórmót Taflfélags Reykjavíkur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Prósenta
1 Friðrik Ólafsson AM Iceland x ½ ½ ½ 1 ½ ½ 1 1 1 1 1 8,5 77%
2 Pal Benkö AM Hungary ½ x ½ 1 ½ ½ 1 ½ ½ 1 1 1 8 73%
3 Gideon Ståhlberg SM Sweden ½ ½ x ½ ½ 1 1 ½ 1 ½ ½ 1 7,5 68%
4 Herman Pilnik SM Argentina ½ 0 ½ x ½ ½ ½ 1 1 1 1 1 7,5 68%
5 Guðmundur Pálmason Iceland 0 ½ ½ ½ x 0 ½ ½ 1 1 1 1 6,5 59%
6 Ingi R. Jóhannsson Iceland ½ ½ 0 ½ 1 x ½ ½ ½ 1 0 1 6 55%
7 Guðmundur S. Guðmundsson Iceland ½ 0 0 ½ ½ ½ x 1 0 1 ½ ½ 5 45%
8 Ingvar Ásmundsson Iceland 0 ½ ½ 0 ½ ½ 0 x ½ 1 ½ 1 5 45%
9 Arinbjörn Guðmundsson Iceland 0 ½ 0 0 0 ½ 1 ½ x 0 1 0 3,5 32%
10 Björn Jóhannesson Iceland 0 0 ½ 0 0 0 0 0 1 x 1 ½ 3 27%
11 Guðmundur Ágústsson Iceland 0 0 ½ 0 0 1 ½ ½ 0 0 x ½ 3 27%
12 Gunnar Gunnarsson Iceland 0 0 0 0 0 0 ½ 0 1 ½ ½ x 2,5 23%
Vinningshlutall 77%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1957: IV. Heimsmeistaramót stúdenta

HEIMSMEISTARAMÓT STÚDENTA

Sovétstúdentarnir sigruðu örugglega.

 

Undirbúningur.

Í októbermánuði í fyrra var skipuð framkvæmdanefnd til undirbúnings IV. heimsmeistaramóti stúdenta í skák, og var hún þannig skipuð: J. Sajtar, fulltrúi Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), K. Vogel, fulltrúi Alþjóðastúdentasambandsins (IUS), Baldur Möller, fulltrúi ríkisstjórnar Íslands, Árni Snævarr, fulltr. bæjarstjórnar Reykjavíkur, Pétur Sigurðsson, fulltr. Háskólaráðs, Bjarni Felixson og Jón Böðvarsson, fulltrúar Stúdentaráðs, Friðrik Olafsson og Þórir Olafsson, fulltrúar Skáksambands Íslands.

Pétur Sigurðsson var kosinn formaður nefndarinnar, Bjarni Felixson gjaldkeri, og Þórir Olafsson ritari. Var Þórir síðan framkv.stj. nefndarinnar frá miðjum maí og þar til mótið byrjaði, en þá tók Grétar Haraldsson við því starfi.

Nefndin kom saman í fyrrahaust og var þá ákveðið, að mótið skyldi fara fram í Reykjavík dagana 11. 26. júlí 1957. Dvöldu þeir Sajtar og Vogel í nokkra daga á Íslandi og kváðu sig samþykka tillögum nefndarinnar varðandi undirbúning mótsins. Voru síðan send boð öllum aðildarríkjum Alþjóðaskáksambandsins og þeim tilkynnt um mótið.

Þátttökutilkynningar og fyrirspurnir um mótið tóku fljótlega að berast. Fer áhugi greinilega vaxandi fyrir mótum þessum, og alltaf bætast við nýjar og nýjar þjóðir. Er nú tala þeirra þjóða, er þátt hafa tekið í stúdentamótum frá því er þau hófust 1952, komin upp í 24.

Undirbúningur mótsins gekk eftir atvikum vel. Nefndin leitaði stuðnings ýmissa aðilja, svo sem ríkis, bæjar, Háskólaráðs, Stúdentaráðs, Skáksambands Íslands, Taflfélags Reykjavíkur, Taflfélags Hreyfils, Taflfélags Landsmiðjunnar, æskulýðssambanda og ýmissa menningafélaga. Var málaleitan nefndarinnar yfirleitt vel tekið, og hlaut hún margvíslega aðstoð.

Keppendum var fengin gisting í Sjómannaskólanum, og þar borðuðu þeir einnig. Skákstaður var ákveðinn Gagnfræðaskóli Austurbæjar.

Mótið hófst 11. júlí. – Setningarathöfnin fór fram í hátiðasal Háskóla Íslands. Ávörp fluttu þeir Pétur Sigurðsson og Kurt Vogel, en setningarræðuna flutti Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Athöfninni stýrði Bjarni Beinteinsson, form. stúdentaráðs.

Fyrsta umferð hófst að kvöldi sama dags.

Fjórtán þjóðir sendu þátttakendur til keppni að þessu sinni, og er það næst bezta þátttaka í stúdentamóti til þessa. – Flestar voru þær í fyrra, 16 að tölu. Írar, Ísraelsmenn og Pólverjar höfðu sent þátttökutilkynningar, en munu hafa hætt við þátttöku af fjárhagsástæðum.

Í fyrsta skipti tóku nú þátt Danir, Ekvadormenn og Mongólar. Mongólar sendu lið, á Olympiumótið í Moskvu í fyrra, og var það fyrsta alþjóðaskákmót, sem þeir tóku þátt í. Þeir höfðu frá því í mótinu í Uppsölum sýnt mikinn áhuga fyrir mótinu, og sendu þangað tvo menn til þess að kynna  sér fyrirkomulag og þátttökuskilyrði. Voru þeir og hinir fyrstu til að tilkynna þátttöku í mótinu í ár.

Ekvadorsmenn komu hins vegar eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hafði frétzt frá Alþjóðastúdentasambandinu, að þeir sendu einhverjar fyrirspurnir um mótið í júní, en síðan ekkert meira, þar til skeyti barst til framkvæmdanefndarinnar, þess efnis, að þeir væru á leiðinni hingað.

Þessar tvær þjóðir, Ekvador og Mongólía, fulltrúar tveggja fjarlægra heimsálfa, settu ekki hvað sízt skemmtilega alþjóðlegan svip á mótið.

Þátttaka Dana var einkar ánægjuleg nýjung. Er ekki vafi á því, að hún jók áhuga á mótinu til muna, þótt frammistaða þeirra yrði ekki eins góð og búizt var við.

Gangur mótsins.

Í fyrstu og síðustu umferð skákmóta skeður oftast eitthvað markvert. Hið minnisstæðasta úr 1. umferð mun vera stórsigrar Tékka yfir Bandaríkjamönnum, og Mongóla yfir Finnum, 3 ½ – 2 1/2. En síðan unnu Mongólar ekki annað einvígi, þar til í síðustu umferð, og þá gegn Svíum.

Rússar og Tékkar tóku forystuna í upphafi mótsins, en eftir 4. umferð voru Rússar komnir vinning fram úr Tékkunum. Jókst síðan bilið jafnt og þétt milli þeirra og næstu þjóða. Rússarnir tefldu mjög vel, og til marks um öryggi þeirra er það, að þeir töpuðu aðeins tveimur skákum. Sveitin virtist vera nokkuð jafnsterk, þótt Tal sýndi einna mesta snerpu, enda voru þeir bersýnilega í góðri  þjálfun. Það er líka ekki svo lítill styrkur fyrir sveitir í mótum sem þessum, að geta notað tvo varamenn, sem eru jafnvel sterkari en aðalmennirnir!

Tékkar og Búlgarar háðu harða baráttu um 2. sætið, og svo fór, að Búlgarar urðu hlutskarpari.

Búlgararnir fóru hægt af stað, en unnu jafnt og þétt á, og komust fram úr Tékkunum í síðustu umferð. Sveit Búlgara er skipuð geysisterkum og mjög jafnsterkum skákmönnum. Það háði þeim nokkuð (og einnig Tékkum), að þeir höfðu aðeins einn varamann.

Tékkar urðu þriðju og Ungverjar fjórðu.  Dr. Filip var greinilega bezturi Tékkanna, en hinir nokkuð jafnsterkir.  Ungverjar hafa staðið sig betur í á undanförnum stúdentamótum, urðu t.d. í 2. sæti í fyrra. Þeir virtust ekki vera í góðri þjálfun að þessu sinni.

Íslenzka sveitin hreppti 8. sætið með rúmlega 50% vinninga, eftir harða baráttu við Rúmena og Austur-Þjóðverja, sem urðu nr. 6 og 7.

Frammistaða einstaklinga sveitarinnar var nokkuð, svipuð. Mest mæddi á Friðriki Ólafssyni, sem tefldi á 1. borði. Hann hlaut 7 vinninga af 13, þar af 2 gegn 3 stórmeisturum. Þetta er í sjálfu sér góð útkoma, en nálgast ekki það bezta, sem Friðrik hefur áður náð á alþjóðamótum.

Guðmundur Pálmason tefldi á 2. borði og hlaut einnig 7 v. af 13. Hann var öruggasti maður sveitarinnar, tapaði aðeins einni skák.

Ingvar Asmundsson tefldi á 3. borði og hlaut hæstu vinningatölu Islendinga, 7 1/2 v. af 13. Hann tefldi af mikilli snerpu og margar ágætar skákir. Er þetta einhver bezta frammistaða Ingvars til þessa.

Á. 4. borði hlaut Þórir Ólafsson 5 1/2 v. af 12. Hann tefldi flóknar og erfiðar skákir, og skorti nokkuð á í úthaldi, er líða tók á mótið.

Varamenn voru þeir Jón Einarsson og Arni G. Finnsson. Jón tefldi eina skák og tapaði.

Hér fara á eftir vinningatölur þriggja efstu manna á hverju borði fyrir sig:

  1. borð:
  1. Tal (Sovét) 8 1/2 af 10
  2. Filip (Tékk.) 10 af 13
  3. Kolarov (Búlg.) 9 af 12
  1. borð:
  1. Spassky (Sovét) .. 7 af 9
  2. Minev (Búlg.) 8 1/2 af 12
  3. Drimer (Rúm.) 7 af 12
  1. borð:
  1. Polugaevsky (Sov.) 8 af 9
  2. Blatny (Tékk.) 9 af 12
  3. Forintos (Ung) 7 af 11
  1. borð:
  1. Tringov (Búlg.) .. 9 1/2 af 12
  2. Saidy (Bandar.) .. 8 1/2 af 12
  3. Gurgendize (Sov.) 6 af 9
Varamenn:
  1. Gipslis (Sovét) 7 af 7
  2. Nikitin (Sovét) 7 af 8
  3. Vyslousil (Tékk.) .. 6 1/2 af 8

Um önnur úrslit vísast til meðfylgjandi töflu.

Teflt var í ágætum húsakynnum, fordyri Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Áhorfendur voru fleiri en á nokkru öðru skákmóti hérlendis til þessa. Skákir voru oft skýrðar í hliðarherbergjum, og áhorfendum þannig gefinn kostur á að fylgjast sem bezt með keppninni.

Þeir bræður, Sigurjón og Bragi Þorbergssynir, sáu um fjölritun á skákum mótsins.

Verðlaunaafhending fór fram í Sjálfstæðishúsinu laugard. 27. júlí s.l. Afhentu þeir Pétur Sigurðsson, Kurt Vogel og Bjarni Beinteinsson verðlaunin. Fengu allir erlendu skákmennirnir gæruskinn til minningar um Íslandsferðina. Færðu þeir íslenzku þátttakendunum fána landa sinna að gjöf, en auk þess gáfu Tékkar íslenzku skákmönnunum fagran postulínsvasa.

Og nú, þegar þessu merka, alþjóðlega móti er lokið, og við höfum fengið nokkra reynslu í að halda slík mót, verður manni á að varpa fram eftirfarandi spurningu: Hvenær verður haldið á Íslandi Ólympíumót í skák?

Húsnæðis- og fjárhagsvandamál munu þar vera Þrándur í Götu um sinn, en ekki er óhugsandi, að þeim tálmum verði einhvern tíma rutt úr vegi. Hinn mikli áhugi almennings á skák, og það, að fólk telur ekki eftir sér að leggja nokkuð af mörkum til að horfa á skákkeppni, ætti að ýta undir framkvæmd þessarar hugmyndar.

Þórir Ólafsson.

1957: IV. Heimsmeistaramót stúdenta

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1957 Heimsmeistaramót stúdenta_tafla

Vinningshlutall 54%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1957: Skákþing Íslands á Akureyri

Friðrik Ólafsson Skákmeistari Íslands

Þráinn Sigurðsson sigurvegari í Meistaraflokki

 

Skákþing Íslands 1957 var háð á Akureyri dagana 18.-27. apríl síðastliðinn. – Þátttakendur voru alls 22, 10 í Landsliðsflokki og 12 í meistaraflokki.

Freysteinn Þorbergsson teflir við Friðrik ÓlafssonSigur Friðriks í Landsliðsflokki var vel verðskuldaður, en ekki eins yfirgnæfandi og búast mátti við. Hann vann sjö fyrstu skákirnar og gerði síðan tvö jafntefli. Útkoman, tæp 89% án taps, verður að teljast sómasamlegur árangur, jafnvel þótt Friðrik eigi í hlut.

Með sigri sínum öðlast Friðrik titilinn Skákmeistari Íslands 1957.

Freysteinn vann sex skákir og gerði þrjú jafntefli. Hann var heilum vinning á eftir Friðriki, er þeir mættust í 8. umferð, og tókst ekki að vinna upp það bil, þótt hann hefði hvítt og næði betri stöðu um tíma í fjörugri skák þeirra í milli.

Arinbjörn náði 3. sæti, og tapaði aðeins fyrir Friðriki. Er það bezti árangur, sem hann hefur náð hér heima til þessa.

Ingimar varð fjórði. Miðað við hans 19 ár er það prýðilegur árangur. Hann er greinilega í framför, enda í betri æfingu en margir hinna.

Bjarni hlaut 50%. Hann byrjaði illa, en sótti sig er á leið, og endaði með jafntefli við Friðrik í vel byggðri skák.

Júlíus var óheppnastur allra, ef hægt er að tala um slíkt í sambandi við skák. Hann átti m. a. unnið á móti Gilfer, jafntefli á móti Freysteini og betra á móti Friðriki, en fékk engan vinning úr þessum þrem skákum.

Gilfer tefldi byrjanirnar meira af rómantík en hagsýni, en ef hann komst lítt skaddaður út í mið og endatafl, snérist stríðsgæfan honum oftast í hag.

Bragi sýndi góð tilþrif í byrjunum og hörku í tímaþröng, en skortir mjög á í endatafli ennþá.

Stígur virðist ekki eiga yfir þeirri stóizku ró að ráða, sem einkennir góða skákmenn. – Hætti hann að tefla hraðskák þar til í óefni er komið, má búast við betri árangri hjá honum.

Kristján er sá keppenda, sem auðveldast mun reynast að bæta árangur sinn að ári. Hann fékk  stundum góðar stöður, sem hann glataði í tímaþröng.

Önnur úrslit, sjá töflu.

 

Meistaraflokkur.

Eitt hið ánægjulegasta á móti þessu var sigur Þráins Sigurðssonar í meistaraflokki. Þráinn var á unga aldri góður skákmaður og fór m. a. á Olympíumót í Folkestone 1933. Síðustu áratugina hefur hann lítið snert skák, og m. a. látið hana vera með öllu í 15 ár, þar til hann tók þátt í einu móti í fyrra. Nú sigraði hann með yfirburðum, án taps, og má vænta mikils af honum í Landsliðskeppninni að ári. Þráinn er mjög fljótur að leika, og voru þess dæmi að hann notaði aðeins 18 mínútur af umhugsunartíma sínum til þess að fella andstæðinginn.

Haukur Sveinsson fær einnig Landsliðsréttindi, en vafasamt er að hann sé sterkari en Jóhann Snorrason, sem var óheppinn á úrslitastund.

Önnur úrslit, sjá töflu.

Dvölin á. Akureyri var keppendum til mikillar ánægju, enda allt fyrirkomulag mótsins Reykvíkingum til fyrirmyndar.

Freysteinn Þorbergsson

1957: Skákþing Íslands

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Friðrik Ólafsson AM x ½ 1 1 ½ 1 1 1 1 1 8 89%
2 Freysteinn Þorbergsson ½ x ½ ½ 1 1 1 1 1 1 7,5 83%
3 Arinbjörn Guðmundsson 0 ½ x ½ 1 ½ 1 1 1 1 6,5 72%
4 Ingimar Jónsson 0 ½ ½ x 0 1 1 ½ 1 1 5,5 61%
5 Bjarni Magnússon ½ 0 0 1 x 0 ½ 1 1 ½ 4,5 50%
6 Júlíus Bogason 0 0 ½ 0 1 x 0 1 ½ 1 4 44%
7 Eggert Gilfer 0 0 0 0 ½ 1 x 0 1 1 3,5 39%
8 Bragi Þorbergsson 0 0 0 ½ 0 0 1 x 1 1 3,5 39%
9 Stígur Herlufsen 0 0 0 0 0 ½ 0 0 x 1 1,5 17%
10 Kristján Theódórsson 0 0 0 0 ½ 0 0 0 0 x 0,5 6%
Vinningshlutall 89%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1957: Einvígi við Herman Pilnik

FRÁ EINVÍGI FRIÐRIKS OG PILNIK

Sex fyrstu skákirnar unnust á hvítt

Þegar þetta er ritað, hafa verið tefldar sex skákir i einvígi þeirra Hermanns Pilniks og Friðriks Ólafssonar. Standa kempurnar þá jafnar með þrjá vinninga hvor, þar eð allar skákirnar hafa unnizt á hvítt, eða með öðrum orðum, Pilnik hefur unnið á miðvikudögum en Friðrik á sunnudögum!

Einvígi þetta var ákveðið nokkru eftir komu Pílniks til Íslands að þessu sinni, en eitt hans fyrsta verk eftir landgönguna var að skora á Friðrik til „revanch“- einvígis. – Akveðið var að tefldar yrðu sex skákir, nema keppendur yrðu jafnir að þeim loknum, þá skyldu tefldar tvær í viðbót. Er nú svo komið, að þessi viðaukalög munu koma til framkvæmda. Verður þetta einvígi því tveim skákum birgara en hið fyrra, sem teflt var haustið 1955 og Friðrik vann sem kunnugt er með 5 v. gegn 1.

Greinilegt er að Pilnik teflir þetta síðara einvígi mun betur og af miklu meiri hörku heldur en hið fyrra. Friðrik sýnir einnig mjög góða taflmennsku á köflum, en öryggið virðist vera minna heldur en oft áður, einkum ber mikið á einstaka fingurbrjótum, sem fella allt í rúst í einu vetfangi og skemma þannig skákir sem að öðru leyti mega teljast góðar.

Sú staðreynd, að allar skákirnar vinnast á hvítt, er nokkuð sérstæð, og á tilviljun þar sjálfsagt hlut að máli. Hitt mun þó ekki fjarri lagi, að byrjanir séu veikasta hlið beggja keppenda og getur þa forskotið, það er fyrsti leikurinn, raðið miklu. – Pilnik teflir byrjanirnar stundum nokkuð hægfara og getur það komið sér illa á móti skæðum árásarskákmönnum eins og t. d. Keres, Bronstein og Friðriki Ólafssyni. Hins vegar teflir Friðrik byrjanir oft all glæfralega, virðist stundum eins og baráttuhugurinn reki hann oft út í tvísýnar aðgerðir, áður en hann hefur hreiðrað nógu vel um sig í skotgröfum sinum.

Skal nú vikið nokkrum orðum að hverri skak fyrir sig,

Fyrsta skákin var tefld miðvikudaginn 4. marz, og hlutaði kestið Friðriki svart. Gaf hann Pilnik kost á. sinni uppáhaldsbyrjun, Spænskum leik, en bra snemma útaf þekktum leiðum. Tilraun hans gekk vel í fyrstu, en brátt gerðist hann of djarfur, sótti of langt fram á miðborðinu, sem varð til þess, að hann missti síðar yfirráðin á þeirri hæð. Einnig sást honum yfir eina af hótunum andstæðingsins. Tók þá að halla undan fæti, og er tefldir höfðu verið 39 leikir, var tími hans þrotinn og staðan töpuð.

Önnur skákin hófst sunnudaginn 8. marz í viðurvist fjölmargra ahorfenda eins og venjulega. Byrjunin var kóngsindversk vörn, en þar átti Pilnik leynivopn, sem Friðrik var ekki kunnugt um. Til þess að halda frumkvæðinu lagði Friðrik út í djarflega skiptamunsfórn, Er greiðast tók úr flækjunum kom fram heldur friðsamlegt endatafl, en í biðskakinni hafnaði Pilnik jafntefli, og er hann vildi semja frið tíu leikjum síðar, hafði hann misst af strætisvagninum og Friðrik hafnaði. Hófst nú löng og hörð barátta, þar sem Friðrik hafði peð yfir, en litlar vinningslikur. Skákin fór enn í bið, og eftir 80 leiki kom fram endatafl, þar sem Friðrik hafði hrók og biskup á móti hrók. Er sú staða talin jafntefli, en framhaldið krefst mikillar nákvæmni, og þar kom að stórmeistarinn varð að gefast upp eftir 105 leiki. Er þetta lengsta skák, sem Friðrik hefur teflt.

Friðrik valdi Sikileyjarvörn í 3. skákinni. Fékk hann gott tafl í fyrstu, en brátt snerist stríðsgæfan Pilnik í hag. Náði hann hættulegri kóngssókn, en þó varð ekki annað úr en hagstætt drottninga endatafl. Friðrik varðist vel, og eftir 60, leik hvíts hafði hann jafnteflið í hendi sér. Sá hann þá skyndilega ofsjónir, lék röngum leik og gafst síðan upp.

Í fjórðu skákinni kom það í hlut Pilniks að reyna nýja leið. Var það nýtt afbrigði í Sikileyjarvörn, sem líkist nokkuð gamla Poulsen-afbrigðinu. Brátt kom í ljós, að uppbyggingin hjá svörtum var full hægfara. Náði Friðrik sterkri kóngssókn, en Pilnik engu mótspili. Þar kom að Pilnik sást yfir snotra drottningarfórn. Gafst hann því upp, þar eð mát varð ekki varið.

– Var nú staðan aftur jöfn eða 2 v. gegn 2.

Freysteinn Þorbergsson.

1957: Einvígi við Herman Pilnik

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umf. Dags. Nafn Þjóð Úrslit Nafn Þjóð
1 6.3.1957 Herman Pilnik ARG 1-0 Friðrik Ólafsson ISL
2 10.3.1957 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Herman Pilnik ARG
3 13.3.1957 Herman Pilnik ARG 1-0 Friðrik Ólafsson ISL
4 16.3.1957 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Herman Pilnik ARG
5 20.3.1957 Herman Pilnik ARG 1-0 Friðrik Ólafsson ISL
6 24.3.1957 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Herman Pilnik ARG
7 27.3.1957 Herman Pilnik ARG 0-1 Friðrik Ólafsson ISL
8 Friðrik Ólafsson ISL 1/2-1/2 Herman Pilnik ARG
Vinningshlutall 56%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1956- 57: 32. alþjóðamótið í Hastings

Gligoric og Larsen sigurvegarar í Hastings

Prýðileg frammistaða Friðriks Ólafssonar

Hastingsmótið, hið 32. í röðinni, var haldið á tímabilinu 27. desember til 6. janúar síðastliðinn. Þátttakendur í efsta flokki voru 10 að vanda. Þar af 4 stórmeistarar og þeir ekki af verri endanum.

Sigurstranglegastir voru taldir þeir Gligoric, sem sigraði í Hastings 1951, Bent Larsen, sem vakið hefir sérstaka athygli skákheimsins síðastliðið ár, og Friðrik Ólafsson, sem sigraði ásamt Korchnoj í Hastings í fyrra. – Þeiri voru færri, sem spáðu C. H. O. D Alexander sigri, en hann sigraði 1946 og skipti fyrstu verðlaunum með Bronstein 1953, eða þeim I O´Kelly og Szabó. Sá síðastnefndi hefir þó sigrað tvívegis í Hastings.

Friðrik byrjaði stórglæsilega, vann Penrose í fyrstu umferð, og kunningja okkar, Bent Larsen, sem í keppnisskranni er talinn: „efnilegasti skákmaður heimsins“, í annari umferð. Gerði Friðrik síðan jafntefli við þá Clarke, Szabó, O’Kelly og Toran. Lá Friðrik nú í 3.-4. sæti asamt Gligoric. O’Kelly hafði tekið forustuna í 4. umferð og Larsen náð 2. sæti í 5. umferð.
Í sjöundu umferð vann Gligoric svo O’Kelly, á. meðan Larsen gerði jafntefli við Clarke, og Friðrik vann Horseman. Var nú eftirvæntingin í algleymingi, er fjórir menn voru efstir og aðeins tvær umferðir eftir. Þeir Gligoric, Friðrik, Larsen og O’Kelly höfðu nú allir 5 vinninga. –

Í 8. umferð fékk Friðrik góð færi á móti Alexander, en lék veikum leik og hlaut að tapa liði. Tók hann nú það ráð að fórna skiptamun, og hét á biskupa sína til halds og trausts. Svo mikið var traust hans a guðsmönnum þessum, að hann i hafnaði jafnteflistilboði Alexanders. – Svo mikil varð og andleg liðveizla þeirra, að þeim tókst að villa Alexander sýn. Vissi hann ekki hvaðan á sig stóð veðrið, fyrr en hann skyndilega var orðinn mat!

Larsen tókst að leggja Szabó að velli í djarflega tefldri skak, en þeir Gligoric og O’Kelly urðu að sætta sig við jafntefli, á móti þeim Toran og Penrose.
Fyrir síðustu umferð var því staða efstu mannanna þessi: 1.- 2. Friðrik og Larsen 6 v., 3.-4. Gligoric og O’Kelly 5 1/2 v.

Tefldi nú Gligoric við Friðrik og Larsen við O’Kelly. Urðu þeir Gligoic og O’Kelly að vinna, ef þeir áttu að hafa nokkra von um sigur í mótinu, en Friðriki og Larsen gat nægt jafntefli, eftir atvikum. – Friðrik valdi Petroffs vörn, sem lítt er tefld á stórmótum, og kom fljótt í ljós, að Gligoric hafði á takteinum mjög sterka leið. Samt hefði Friðrik átt að ná jafnri stöðu, ef honum hefði ekki sézt yfir skarpasta svarið við 7. leik hvíts. Valdi hann annan veikari leik og fékk aldrei jafnt tafl. – O’Kelly tókst að halda jöfnu á móti Larsen, og urðu því úrslitin eins og taflan sýnir.

Nokkur orð um taflmennskuna, eins og hún kom mér fyrir sjónir. Gligoric tefldi öruggast og bezt, enda tapaði hann engri skák. Larsen tefldi manna glæfralegast og stundum jafnframt glæsilegast.

Friðrik tefldi byrjanirnar yfirleitt ekki nógu vel, og öll varð taflmennskan lakari er á leið mótið, þótt útkoman yrði svona góð. Hefir hann oft sýnt traustari taflmennsku áður.

– O’Kelly tefldi vel og traustlega, en ekki af slíkri skerpu sem hinir þrír fyrrnefndu. Clarke vakti athygli sem traustur og góður skákmaður, sem mikils má vænta af í framtíðinni. Szabó sýndi nú, líkt og í Aljekín mótinu í Moskvu, að hann teflir nú ekki eins vel sem oft áður.

Toran byrjaði ekki vel, en sótti sig er á leið. – Penrose varð Englendingum vonbrigði að þessu sinni. – Horseman er efnilegur skákmaður, en skortir reynslu í svo hörðum félagsskap sem þessum. – Alexander brast að þessu sinni.

1956: 32. alþjóðamótið í Hastings

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill Land 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Svetozar Gligoric SM Júgóslavía x ½ 1 1 ½ ½ ½ 1 1 ½ 6,5 72%
2 Bent Larsen SM Danmörk ½ x 0 ½ ½ 1 1 1 1 1 6,5 72%
3 Friðrik Ólafsson AM Ísland 0 1 x ½ ½ ½ ½ 1 1 1 6 67%
4 Alberic O´Kelly de Galway SM Belgía 0 ½ ½ x 1 ½ 1 1 ½ 1 6 67%
5 Peter Hugh Clarke England ½ ½ ½ 0 x ½ 1 ½ ½ ½ 4,5 50%
6 Laszlo Szabo SM Ungverjaland ½ 0 ½ ½ ½ x ½ ½ ½ 1 4,5 50%
7 Roman Toran Albero IM Spánn ½ 0 ½ 0 0 ½ x 1 ½ ½ 3,5 39%
8 Derek Geoffrey Horseman England 0 0 0 0 ½ ½ 0 x 1 1 3 33%
9 Jonathan Penrose England 0 0 0 ½ ½ ½ ½ 0 x ½ 2,5 28%
10 Conel Hugh O´Donel Alexander IM England ½ 0 0 0 ½ 0 ½ 0 ½ x 2 22%
Vinningshlutall 67%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1956: XII. Ólympíuskákmótið í Moskvu

 Sovétríkin sigurvegari í Ólympíumótinu

Austurríki efst í B-riðli. – Ísland í 2. sæti.

 

Ólympíumótið, sem haldið er annað hvert ár, var að þessu sinni haldið í Moskvu. Þátttökuþjóðir voru 34 talsins og sendi hver þjóð átta manna flokk. – Íslenzka sveitin var skipuð þeim Friðriki Olafssyni, Ingi R. Jóhannssyni, Baldri Möller, Freysteini Þorbergssyni, Sigurgeiri Gíslasyni og Arinbirni Guðmundssyni. Fararstjóri og fréttamaður var Guðmundur Arnlaugsson, en Júlíusi Bogasyni, skákmeistara Norðlendinga, var boðið sem áhorfanda.

Til Moskvu voru þeir síðast nefndu komnir þann 31. ágúst, en mótið hófst 1. september með miklu skrölti og lýsingum af hálfu blaðaljósmyndara og fréttamanna.

Íslenzka sveitin dró sér sæti í C-riðli, og háði þar harðvítuga baráttu við Vestur-Þýzkaland og England um 2.-4. sætið, en eins og kunnugt er, voru Argentínumenn svo að segja aldrei í hættu með fyrsta sætið. – Með hinu óvænta tapi okkar fyrir Chile og hinum nauma sigri yfir Finnum, tókst Þýzkalandi og Englandi að tryggja sér 2. og 3. sætið. – Við urðum því að láta okkur nægja að tefla í B-riðli úrslitakeppninnar, sem að sjálfsögðu gaf okkur ekki eins mikil tækifæri og A- riðill úrslitakeppninnar hefði gefið okkur.

Keppnin í A-riðli úrslita var nokkuð jöfn framan af, og leiddu Rússar, Júgóslavar og Ungverjar eftir fimm umferðir. Þegar hér var komið sögu, tók Sovétskáksveitin að leggjast þyngra á árarnar og sigraði hún örugglega eins og taflan sýnir okkur.

Í B-riðli úrslitakeppninnar var baráttan um efsta sætið mun jafnari og tvísýnni fram á síðustu stundu. Megin baráttan stóð milli Íslands, Svíþjóðar og Austurríkis. Þeir síðast nefndu byrjuðu ákaflega illa, með því að tapa 0 – 4 gegn Svíum, en eftir það töpuðu þeir engum leik og sóttu stöðugt á, unz þeir sigruðu Hollendinga með 3 1/2 : 1/2 og tryggðu sér þannig sigurinn.

Aðeins einum vinning á eftir Austurríki koma svo Íslendingar, og hálfum vinning á eftir þeim varð sænska sveitin.

Í heild getum við verið ánægðir með árangurinn, ef tekið er tillit til hversu fámenn þjóð Íslendingar eru.

Af einstaklingum stóð Bent Larsen sig bezt, og vakti frammistaða hans heimsathygli, en honum tókst að verða efstur á 1. borði, á undan heimsmeistaranum Botvinnik og stórmeisturunum Szabó, Najdorf og Gligoric, svo nokkrir séu nefndir. – Þetta afrek veitti Larsen titilinn stórmeistari í skák, og hafa aðeins tveir aðrir ungir menn áður náð  þessu afreki, þeir Spassky (Sovétríkin) og Panno (Argentínu).

Af okkar mönnum náðu beztum árangri þeir Friðrik Ólafsson, Baldur Möller og Freysteinn Þorbergsson, en einnig stóð Arinbjörn sig mjög vel. Aftur á móti höfðu margir búist við betri frammistöðu af Íslandsmeistaranum Inga R. Jóhannssyni, og Hafnarfjarðarmeistaranum Sigurgeiri Gíslasyni, en þeir linuðu á sprettinum þegar líða tók á keppnina.

Öll framkvæmd mótsins og aðbúnaður keppenda var prýðilegur, enda ekkert til sparað af hálfu rússnesku skáksamtakanna. Keppendum var komið fyrir á beztu hótelum borgarinnar, og ekið til og frá skákstaðnum í sérstökum áætlunarbifreiðum. Til að auðvelda keppendum dvölina höfðu sveitirnar túlk sér til aðstoðar, og gerði það þeim kleift að afla sér upplýsinga um það markverðasta í borginni.

Menn sneru því ánægðir heim til sín eftir ánægjulega dvöl á rússneskri grund.

Ingi R. Jóhannsson.

1956: XII. Ólympíuskákmótið í Moskvu

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Ólympíumótið 1956: Riðlakeppni – Úrslit Friðriks

1956_Olympiumot_ridla_fridrik

Ólympíumótið 1956: Úrslitakeppni B – Úrslit Friðriks

1956_Olympiumot_urslit_fridrik

Ólympíumót: Öll mót Friðriks

1956_Olympiumot_oll-mot-Fridriks

Ólympíumótið 1956: Úrslit riðlakeppni

1956_Olympiumot_urslit-ridla

Ólympíumótið 1956: Úrslitakeppni B

1956_Olympiumot_urslit

Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1956: Heimsmeistaramót stúdenta

Rússar efstir á Alþjóðaskákmóli stúdenta

Íslenzka sveitin sigurvegari í B-riðli — Friðrik með bestan árangur allra á 1. borði.

Heimsmót stúdenta, hið þriðja í röðinni, fór fram á Norrlands Nation í Upsala, dagana 5.-15. apríl sl. Að þessu sinni mættu til leiks sveitir frá 16 þjóðum, og er það meiri þátttaka en nokkru sinni fyrr. – Nauðsynlegt var að ljúka mótinu á 11 dögum, og reyndist ógerlegt að viðhafa það fyrirkomulag, sem áður hafði tíðkast, að ein sveit keppti við allar og, allar við eina. Mótstjórnin ákvað því, í samráði við fyrirliða sveitanna, að hafa undankeppnir. Var því teflt í fjórum riðlum, og komust tvær sveitir úr hverjum riðli í úrslit, en hinar, sem eftir sátu, tefldu saman í B-riðli.

Eins og við mátti búast, þá báru Sovétstúdentarnir sigur úr býtum, og það með miklum yfirburðum, hlutu 21,5 v. í úrslitakeppninni.

Hin firnasterka sveit Sovétmanna var skipuð þeim Korchnoi, Tal, Antoshin, Polugaevsky og Vasiukov.

Íslenzka sveitin, sem var skipuð þeim Friðriki Ólafssyni, Guðm. Pálmasyni, Ingvari Asmundssyni, Þóri Olafssyni og Jóni Einarssyni, lenti í riðli með Búlgörum, Rúmenum og Norðmönnum. – Gæfan var löndunum ekki hliðholl í undankeppninni, en hinn mikli sigur í B-riðli verður að teljast mikil raunaót. Islenzka sveitin hlaut vasa í verðlaun fyrir þann sigur. Auk þess hlutu þeir Friðrik, Guðmundur og Þórir verðlaun fyrir bezta árangur á 1., 2. og 4. borði.

Jón Böðvarsson.

 

Skák nr. 409.

Alþjóðaskákmót Stúdenta

(Uppsölum 1956).

Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Szabo (Rúmeníu).

Drottningarindversk vörn.

Skýringar eftir Friðrik Ólafsson

1956: Heimsmeistaramót stúdenta

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Heimsmeistaramót Stúdenta 1956 – Úrslit Friðriks

1956 Heimsmeistaramót stúdenta_tafla_fridrik

Heimsmeistaramót Stúdenta – Öll mót Friðriks

1956 Heimsmeistaramót stúdenta_tafla_fridrik_oll

Heimsmeistaramót Stúdenta 1956: Riðlakeppni

1956 Heimsmeistaramót stúdenta_tafla_ridill

Heimsmeistaramót Stúdenta 1956: Úslitakeppni B

1956 Heimsmeistaramót stúdenta_tafla_urslit-b

Vinningshlutall 90%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1956: Minningarmót Guðjóns M. Sigurðssonar

Friðrik sigurvegari í Guðjóns-mótinu

Taimanov og Ilivitsky jafnir í 2. Sæti

mark_taimanovNú hefur rætzt sá óskadraumur íslenzkra skákunnenda, að fá hingað til lands rússneska Skákmeistara til keppni við íslenzka skákmenn.

Snemma á sl. hausti skrifaði stjórn T.R. rússneska skáksambandinu og bauðst til að greiða allan kostnað við komu tveggja rússneskra skákmanna til Reykjavíkur, og í febrúar-byrjun var endanlega ákveðið, að íslenzktrússneskt skákmót skyldi fara fram í Reykjavík í marz-mánuði.

Rússneska skáksambandið valdi til keppninnar stórmeistarann Taimanov, sem er núverandi skák meistari Sovétríkjanna, og hinn kunna alþjóðlega meistara Ilivitsky.

Ákveðið var, að. mótið skyldi haldið til minningar um Guðjón M. Sigurðsson, og var flestum kunnustu skákmönnum bæjarins gefinn kostur á að reyna þar hæfni sina. Því miður sáu ýmsir beztu skákmennirnir sér ekki fært að keppa. Einkum verður að harma, að Guðmundur Pálmason, Ingi R. Jóhannsson og Guðmundur S. Guðmundsson voru ekki meðal þátttakenda.

Þrátt fyrir fjarveru þeirra verður að telja Minningarmót Guðjóns M. Sigurðssonar hörðustu skák keppni, sem fram hefur farið hérlendis.

Um árangur einstakra keppenda vil ég fátt eitt segja. Þar talar vinningaskráin skýrustu máli, og sýnir glöggt, að keppendur skiptust í tvo flokka eftir styrkleika.

3 1/2 vinningur skildi að 3. og 4. mann og er sá munur ærið umhugsunarefni. Mikla , ánægju vakti það, að Friðrik Olafsson bar sigur úr býtum. Hann hefur ekki fyrr en nú tekið þátt í skákmóti innanlands síðan árið 1953, er hann vann nauman sigur í Landsliðskeppninni. Allir vita, að hann ber nú ægishjálm yfir aðra íslenzka skákmenn, en mörgum hefði samt þótt það ótrúleg spá fyrirfram, að Friðrik myndi sigra alla hina íslenzku keppinauta sína og ná hærri vinningatölu en sjálfur Sovétmeistarinn. En þessi árangur kostaði mikla vinnu, og söknuðu margir þess skákstíls, sem mestan ljóma hefur varpað á skákkónginn okkar.

Taimanov virtist minnst þurfa fyrir sínum vinningum að hafa. Hann komst aldrei í taphættu, en Benóný reyndist honum erfiðastur að þessu sinni.

Ilivitsky tefldi mjög vel og örugglega, en hefði átt skilið að tapa fyrir Benóný.

Aðeins 1 1/2 vinningur greindi að 4. og 10. mann í mótinu, og sýnir það glöggt hve hörð baráttan var milli hinna 7, sem skiptu með sér óæðri sætunum. Gunnar Gunnarsson tók í fyrsta sinn þátt í erfiðu skákmóti. Vakti frammistaða hans talsverða athygli, og verða framvegis gerðar til hans miklar kröfur. Benóný Benediktsson jók mjög hróður sinn sem skákmaður með því að ná jöfnu móti báðum Rússunum. – Aðrir keppendur bættu engu við vöxt sinn að þessu sinni.

Mótið fór fram í Sjómannaskólanum dagana 12.-25. marz. Tilhögun þess var með öðrum hætti en áður hefur tíðkast á skákmótum hérlendis. Mér er ekki kunnugt um að 10-manna skákmót hafi áður verið haldið á jafn skömmum tíma í Reykjavík. Skylt er að geta þess, að þessi mikli hraði hafði óheppileg áhrif á taflmennsku þeirra keppenda, sem erfiða vinnu stunda.

Taflfélagið færði sér í nyt þær nýjungar, sem fram komu í einvíginu um meistaratitil Norðurlanda í janúar sl. – Allar skákirnar voru sýndar á veggtöflum í taflsalnum á neðstu hæð, en auk þess voru þær sýndar og skýrðar i forsal á næstu hæð fyrir ofan. Hljóðnema var komið fyrir í neðri salnum, en hátalara í þeim efri, og var öllum leikjum „útvarpað“ til efri salarins, jafnskjótt og þeir bárust þulnum niðri. Var þannig reynt að auðvelda áhorfendum að fylgjast með gangi skákanna. Sérstakur maður var ráðinn til þess að flytja blöðum og útvarpi fregnir af mótinu. Þessi tilhögun krafðist mikillar vinnu, enda voru starfsmenn nærri 20 að tölu, og máttu ekki færri vera.

Helztu starfsmenn voru þessir:

Mótstjóri: Jón Böðvarsson.

Skákstjórar: Hafsteinn Gíslason og Oli Valdimarsson.

Aðstoðarmótsstjóri: Bjarni Felixson.

Þulir: Gísli Isleifsson og Grétar Haraldsson.

Blaðafulltrúi: Haraldur Sæmundsson.

Helztu skákskýrendur: Eggert Gilfer, Guðm. S. Guðmundsson og Haukur Sveinsson.

Ljósmyndari: Arinbjörn Guðmundsson.

Forseti Skáksambandsins, Sigurður Jónsson, veitti T.R. margvíslega aðstoð við framkvæmd mótsins.

Mánudaginn 26. marz s.1. hélt Taflfélagið hóf í Þjóðleikhúskjallaranum, og voru þar afhent fern verðlaun, sem samtals námu kr. 450.000. – Þátttökugjald í mótinu var kr. 200.00.

Jón Böðvarsson.

 

Verðlaunaafhending.

Mánudagskvöldið 26. marz s.l. bauð stjórn Taflfélags Reykjavíkur keppendum og starfsmönnum Guðjónsmótsins, auk blaðamanna og fleiri gesta, til verðlaunaafhendingar og skilnaðarhófs fyrir Sovétskákmeistarana.

Veizlustjóri, Elís O. Guðmundsson, bauð gesti velkomna, en því næst afhenti Guðmundur Arnlaugsson verðlaun til þeirra Friðriks Ólafssonar, Taimanov’s, Ilivitsky’s o-g Gunnars Gunnarssonar, og ávarpaði þá um leið með nokkrum orðum. Auk peningaverðlauna hlutu þeir Taimanov og Ilivitsky bækur að gjöf. Einnig hlutu þeir Baranov, túlkur skakmeistaranna, og Ivanof, sendiráðsritari, bækur að gjöf.

Ræður fluttu þeir Sigurður Jónsson, forseti Skáksambandsins, og Guðm. S. Guðmundsson, formaður T. R. Fluttu þeir Sovétskákmeisturunum þakkir fyrir, komuna og ánægjulega keppni. Kvaðst Guðm. S. vona, að heimsókn þessi yrði upphafið af frekari kynnum íslenzkra og rússneskra skákmanna.

Stórmeistarinn Taimanov þakkaði fyrir hönd þeirra félaga með ræðu, sem birtist hér á eftir.

Skemmtiatriði að loknum ræðum og veitingum, voru þessi: Einleikur á Harmoniku, 11 ára drengur lék. – Óperusöngvarinn Guðmundur Jónsson söng nokkur lög með undirleik Fritz Weisshappels.

Stórmeistarinn Taimanov lék einleik á píanó við mikla hrifningu viðstaddra. – Einnig lék Eggert Gilfer tvö lög á píanó.

Sátu menn þarna í góðum fagnaði fram eftir kvöldi, og þótti hófið takast mjög vel.

Hér birtist svo til gamans ræða sú, er Taimanov flutti þetta kvöld, þýdd af Guðmundi Arnlaugssyni:

Góðir tilheyrendur!

Við erum komin hér saman til þess að samgleðjast við lok lítillar en skemmtilegrar skákkeppni. Skákmót það, sem hér hefur farið fram, er um margt ólíkt venjulegum alþjóðamótum; þar er að jafn aði teflt um einhver réttindi, t. d. í keppninni um heimsmeistaratignina, en í öðrum mótum um há verðlaun og heiður.

En þegar við skákmenn Sovétríkjanna tókum yðar góða boði um að heimsækja Reykjavík, var tilgangurinn allt annar. Framar öllu öðru lék okkur hugur á að kynnast skákfélögum okkar á Íslandi og stofna til fastra samskipta við þá. Okkur þykir vænt um að hafa ekki einungis teflt við skemmtilega andstæðinga, heldur einnig eignazt hér góða vini.

Skákmótið sýndi enn einu sinni, að Friðrik Olafsson er mjög góður skákmaður. Þegar Friðrik teflir, fylgjast landar hans með honum með samúð og áhuga, og hann á þann áhuga og hlýhug fyllilega skilið. Afrek hans kemur okkur engan veginn á óvart, við óskum honum af öllu hjarta til hamingju með sigurinn og samgleðjumst islenzku þjóðinni með að eiga slíkan skákmann.

Ekki verður fram hjá því gengið að vekja athygli á skemmtilegri taflmennsku Benónýs Benediktssonar, sem réði röð keppendanna á mótinu. Hann kom okkur mjög vel fyrir sjónir, er honum tókst að halda skák sinni við mig í fyrstu umferð, þrátt fyrir óhagstæða stöðu, en það álit breyttist að vísu dálítið, er hann tapaði fyrir Friðrik, en hefði sennilega átt að halda þeirri skák.

Mig langar að hrósa tveimur ungum skákmönnum, þeim Gunnari Gunnarssyni og Freysteini Þorbergssyni. Mér virðist að þeir muni brátt geta keppt við snjöllustu skákmenn Islendinga. Freysteinn tefldi miklu betur en virðast mætti eftir vinningafjölda hans.

Að lokum vil ég fyrir hönd okkar félaganna láta í ljós þakklæti okkar til Taflfélags Reykjavíkur fyrir góða gestrisni, og einnig þökkum við formanni félagsins, Guðm. S. Guðmundssyni, og formanni Skáksambandsins, Sigurði Jónssyni, og öðrum, fyrir vinsemd og greiðasemi í okkar garð. Mér er það sönn ánægja að mega flytja íslenzkum skákmönnum boð um þátttöku í 12. Olympíuleikjum skákarinnar, sem eiga að fara fram í Moskvu í september á þessu ári. Okkur er það ánægjuefni að geta endurgoldið gestrisni yðar, og ég vona að vináttubönd okkar eigi eftir að víkka og styrkjast.

Úrslit þessa móts og úrslit einstakra skáka eiga sjálfsagt eftir að falla í gleymsku, en ég vona, að þau kynni og sú vinátta, sem hér hefur verið stofnað til, verði haldgóð og varandi.

Þakka yður öllum.

Skák nr. 381.
Hvítt: Guðmundur Ágústsson.
Svart: Friðrik Ólafsson

Sikileyjar-vörn.

Skýringar eftir Inga R. Jóhannesson

1956: Minningarmót Guðjóns M. Sigurðssonar

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Friðrik Ólafsson Iceland x ½ ½ 1 1 1 1 1 1 1 8 89%
2 Mark Taimanov SM Russian Federation ½ x ½ 1 ½ 1 1 1 1 1 7,5 83%
3 Georgy Ilivitsky AM Russian Federation ½ ½ x 1 ½ 1 1 1 1 1 7,5 83%
4 Gunnar Gunnarsson Iceland 0 0 0 x ½ ½ ½ ½ 1 1 4 44%
5 Benóný Benediktsson Iceland 0 ½ ½ ½ x 0 1 0 0 1 3,5 39%
6 Guðmundur Ágústsson Iceland 0 0 0 ½ 1 x 0 ½ 1 ½ 3,5 39%
7 Baldur Möller Iceland 0 0 0 ½ 0 1 x ½ ½ ½ 3 33%
8 Jón Þorsteinsson Iceland 0 0 0 ½ 1 ½ ½ x 0 ½ 3 33%
9 Freysteinn Þorbergsson Iceland 0 0 0 0 1 0 ½ 1 x 0 2,5 28%
10 Sveinn Kristinsson Iceland 0 0 0 0 0 ½ ½ ½ 1 x 2,5 28%
Vinningshlutall 89%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1956: Skákþing Norðlendinga – Akureyri

Gesturinn sigraði með yfirburðum: Júlíus meistari

 

Skákþing Norðlendinga var háð í febrúarmánuði s.l. – Þátttakendur voru alls 36, þar af 5 utan Akureyrar. Keppt var í fjórum flokkum, meistaraflokki, I. flokki, II. flokki og unglingaflokki, og var teflt í Landsbankahúsinu á Akureyri.

Meistaraflokkur

Þar tefldi Friðrik Ólafsson með sem gestur, og varð langhæstur að vinningum, svo sem vænta mátti. Vann hann alla keppinauta sína, nema Júlíus Bogason, en þeir gerðu jafntefli.

Annar í röðinni og þar með Skákmeistari Norðurlands 1956, varð Júlíus Bogason, hlaut 6 vinninga. Þráinn Sigurðsson frá Siglufirði, er tefldi nú eftir margra ára hvíld hlaut 4 ½  vinning, ásamt þeim Kristni Jónssyni og Unnsteini Stefánssyni.

Júlíus Bogason (1912-1976) var um árabil öflugasti skákmaður Norðurlands. Hann varð skákmeistari Akureyrar 19 sinnum og skákmeistari Norðlendinga 5 sinnum.

Á myndinni er Júlíus (t.h.) að tafli gegn Bjarna Magnússyni.

1956: Skákþing Norðlendinga - Akureyri

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Friðrik Ólafsson x ½ 1 1 1 1 1 1 1 1 8,5 94%
2 Júlíus Bogason ½ x ½ ½ ½ ½ 1 1 1 ½ 6 67%
3 Kristinn Jónsson 0 ½ x 0 1 ½ 0 ½ 1 1 4,5 50%
4 Þráinn Sigurðsson 0 ½ 1 x 1 0 ½ ½ ½ ½ 4,5 50%
5 Unnsteinn Stefánsson 0 ½ 0 0 x 1 ½ ½ 1 1 4,5 50%
6 Jón Ingimarsson 0 ½ ½ 1 0 x 1 0 0 1 4 44%
7 Haraldur Ólafsson 0 0 1 ½ ½ 0 x ½ ½ 1 4 44%
8 Guðmundur Eiðsson 0 0 ½ ½ ½ 1 ½ x ½ 0 3,5 39%
9 Margeir Steingrímsson 0 0 0 ½ 0 1 ½ ½ x ½ 3 33%
10 Randver Karlesson 0 ½ 0 ½ 0 0 0 1 ½ x 2,5 28%
Vinningshlutall 94%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1956: Einvígi við Larsen um Norðurlandameistaratitilinn

Ingi R. Jóhannsson skrifar. SKÁK, 2. tbl. 1956.

Árið 1955 var haldið Skákþing Norðurlanda í Ósló. Í landsliðsflokki báru sigur úr býtum þeir Bent Larsen og Friðrik Ólafsson. Til þess að fá úr því skorið, hvor skyldi hljóta tignina Skákmeistari Norðurlanda urðu þeir að heyja einvígi. Því var fundinn staður í Reykjavík, og fjöldi skákanna ákveðinn átta.

Skáksamband Íslands sá um allan undirbúning keppninnar, sem haldin var í Sjómannaskólanum.

Einvígið fór mjög vel fram, þegar tekið er tillit til fjöldans, sem það sótti. Fyrsta kvöldið varð að loka húsinu, þegar komnir voru á sjöunda hundrað áhorfenda, en hámarki náði aðsóknin í síðustu umferðinni, því þá munu hafa komið 800 manns til að horfa á lokabaráttuna. Þetta mun hafa verið best sótta skákkeppni á Íslandi, og er það sannarlega ánægjulegt að almenningur skuli vera farinn að gefa skákinni meiri gaum en hann gerði.

Keppnin var ákaflega spennandi og skemmtileg, því aðeins ein skák varð jafnteflisdauðanum að bráð. Aftur á móti voru skákirnar ekki eins vel tefldar og búast hefði mátt við af svo góðum skákmönnum, sem þeir Friðrik og Larsen eru. Það kom ekki ósjaldan fyrir, að annar aðilinn lék af sér manni eða skiftamun, sem ekki mynda þá í 19 umferða skákmóti. Þessi mikli fjöldi afleikja stafar fyrst og fremst af taugaóstyrk, sem báðir keppendur komust í snertingu við.

Eftir 5 skákir stóðu leikar 3,5-1,5 Larsen í vil. Þessi vinningatala hefði orðið til þess að draga úr kjarki hvers meðalmanns, en Friðrik er enginn meðalmaður, eins og við komumst að raun um í 6. og 7. skákinni. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í tveim skákum í röð, og tókst þannig að jafna metin fyrir síðustu skákina.

Eftir þessa tvo síðustu sigra Friðriks áleit ég að hann myndi bera sigur úr býtum í þessu einvígi, en í annað sinn kom Larsen á óvart með sinn sterka sigurvilja. Í fyrra skiptið var það í Ósló, er hann sigraði Friðrik í úrslitaskákinni í síðustu umferð, og svo núna í 8. skákinni tókst honum að sigra Friðrik, sem valdi flókið afbrigði gegn Sikileyjarvörn Larsens.

Larsen kom með nýjung í byrjuninni, eins og í Ósló, og Friðrik eyddi miklum tíma til þess að átta sig á hinu nýja viðhorfi sem skapaðist við leik Larsens. Friðrik hóf síðan sókn á kóngsvæng, en hafði ekki gefið sér nægilegan tíma til að undirbúa sóknina, enda reyndist hún andvana fædd.

Þannig lauk þessu skemmtilega skákeinvígi með sigri danska skákmeistarans Bent Larsens, sem af flestum var álitinn hafa teflt betur í þessari keppni.

Ég gekk þess ekki dulinn, að Friðrik tefldi undir sínum vanalega styrkleika í flestum skákum einvígisins. Aðeins tvisvar sinnum sá ég hans gamla sigurvilja glampa, en það var í 2. og 7. skákinni. Ég freistast því til að álíta, að hann hafi ekki haft nægilega langan tíma til hvíldar eftir skákmótið í Hastings. Þetta ættu forráðamenn Friðriks að athuga, þegar hann heyr næstu baráttu sína fyrir Íslands hönd.

Skákstjóri var Áki Pétursson, og keppnisstjóri Jón Einarsson. Þessir menn leystu starf sitt vel af hendi og gætu eftirkomendur þeirra margt lært af þeim. Guðmundur Arnlaugsson sá um útskýringar á hverri skák, jafnóðum og hún var tefld, og honum til aðstoðar voru margir af kunnustu skákmönnum Reykjavíkur.

Þessi nýbreytni féll í góðan jarðveg hjá áhorfendum, sem fengu að leggja orð í belg, þegar útskýrendur ræddu um hin margvíslegu afbrigði, sem komið gátu fyrir í hverri skák fyrir sig. Æskilegt væri að hafa slíkar skýringar í framtíðinni á meiriháttar skákmótum, sem Íslendingar kunna að halda.

Forseti Skáksambandsins, Sigurður Jónsson, á þakkir skildar fyrir það mikla verk, sem hann hefur lagt af mörkum við framkvæmd á þessu skákeinvígi, og er óskandi að hann sjái sér fært að gefa skákinni eitthvað af tíma sínum í framtíðinni.

1956: Einvígi við Larsen um Norðurlandameistaratitilinn

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umf. Dags. Nafn Þjóð Úrslit Nafn Þjóð
1 17.1.1956 Bent Larsen DK 1-0 Friðrik Ólafsson ISL
2 18.1.1956 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Bent Larsen DK
3 19.1.1956 Bent Larsen DK 1-0 Friðrik Ólafsson ISL
4 23.1.1956 Friðrik Ólafsson ISL 1/2-1/2 Bent Larsen DK
5 26.1.1956 Bent Larsen DK 1-0 Friðrik Ólafsson ISL
6 27.1.1956 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Bent Larsen DK
7 31.1.1956 Bent Larsen DK 0-1 Friðrik Ólafsson ISL
8 1.2.1956 Friðrik Ólafsson ISL 0-1 Bent Larsen DK
Vinningshlutall 44%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1955 – 56: 31. alþjóðamótið í Hastings

Íslenzkur stórsigur á erlendum vettvangi:

Kortsnoj og Friðrik efstir í Hastings

Hið árlega alþjóðaskákmót í Hastings var háð daganna 28. desember til 7. janúar s.l. Keppendur í efsta flokku voru sem kunnugt er alls tíu, og meðal þeirra tveir velþekktir stórmeistarar, þeir Ivkov frá Júgóslavíu og Taimanov frá Sovétríkjunum.

Ísland átti þarna einnig fulltrúa, Friðrik Ólafsson, en með honum fór til aðstoðar og sem fréttaritari, Ingi R. Jóhannsson, Skákmeistari Reykjavíkur.

Mótinu lauk sem kunnugt er með sigri þeirra Friðriks Ólafssonar og rússneska meistarans V. Kortsnoj, en þeir hlutu 7 vinninga hvor, töpuðu engri skák.

Þessi glæsilegi sigur Friðriks vakti að vonum mikla athygli erlendis og mikinn fögnuð hér heima, þar sem þetta er vafalaust stærsti skáksigur sem nokkur Íslendingur hefur unnið á erlendum vettvangi. Hefur Friðrik nú skipað sér í röð fremstu skákmanna heimsins og má áreiðanlega vænta mikils af honum í framtíðinni. Sýndi hann mikið öryggi í skákum sínum og var aðeins í einni skák í taphættu, fyrir Penrose, en tókst þó að halda jöfnu.

Hér er eigi talin þörf á að rekja hverja umferð sérstaklega, þar eð það hefur þegar verið gert með ágætum af Inga R. Jóhannssyni í dagblöðum bæjarins. — Aðeins skal lauslega minnzt á gang mótsins.

Friðrik tók forustuna þegar í byrjun mótsins, ásamt þeim Kortsnoj og Darga, en var í 2. sæti eftir 5. umferðir. Eftir 6. umferð var hann aftur kominn í efsta sætið ásamt Kortsnoj, og héldu þeir því til loka mótsins.

Rússneski meistarinn Kortsnoj kom nokkuð á óvart með sigri sínum, en hin örugga taflmennska hans sannaði greinilega að hann var vel að sigrinum kominn, enda var hann aldrei í taphættu. Í síðustu umferðunum var almennt búizt við hreinum sigri hans, en brezki meistarinn Fuller stöðvaði sigurgöngu hans með jafntefli í síðustu umferðinni, þrátt fyrir ítrekaðar vinningstilraunir af hálfu Kortsnoj.

Í 3. sæti er hinn kunni stórmeistari Ivkov, með 61/2 vinning. Margir spáðu honum sigri í byrjun mótsins, sem ekki er óeðlilegt, með hliðsjón af skáksigrum hans í tveim sterkum alþjóðamótum í Argentínu í fyrra. — Ivkov fór heldur rólega af stað, gerði tvö jafntefli, en fékk sitt eina tap í 4. umferð, fyrir Kortsnoj. En Ivkov sýndi geysilega keppnishörku og sigraði í næstu fjórum skákum, þar á meðal sjálfan Taimanov, en í síðustu umferð varð hann að láta sér nægja jafntefli við Friðrik og lenti við það í 3. sæti.

Í 4. sæti kemur svo stórmeistarinn Taimanov, sem líklegastur var talinn til sigurs í byrjun mótsins. En í fyrstu umferðinni beið hann ósigur fyrir Friðriki, eftir harða og fjöruga viðureign. Hann náði sér þó aftur á strik og hlaut 21/2 v. í næstu 3 umferðum, en svo kom hið örlagaríka tap hans fyrir Ivkov í 5. umferð, sem þar með hratt öllum sigurmöguleikum hans. Taimanov sýndi þó frábæra keppnishörku og lagði alla andstæðinga sína, sem eftir voru, að velli, að undanskildum landa sínum, Kortsnoj.

Hinn ungi Þýzkalandsmeistari Darga, byrjaði mjög vel og var í efsta sæti ásamt Kortsnoj eftir 5. umferð. En eftir það sneri skákgyðjan algjörlega við honum bakinu, og í síðustu 4 skákunum náði hann aðeins einu jafntefli og hafnaði í 5. sæti.

Önnur úrslit, sjá töflu.

Þeir félagar, Friðrik og Ingi, komu til Reykjavíkur með flugvélinni Sólfaxa, hinn 10. janúar s.l. Í flugafgreiðslunni var samankominn mikill fjöldi fólks til að fagna þeim. — Við það tækiværi fluttu ræður þeir Elís Ó. Guðmundsson, f.h. Skáksambandsins, og borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thorodssen, sem afhenti Friðriki veglega gjöf frá stjórn Reykjavíkurbæjar, — tíu þúsund krónur, en Friðrik þakkaði með nokkrum orðum.

1955: 31. alþjóðamótið í Hastings

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Land 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinningar Prósenta
1 Viktor Korchnoi Sovétríkin x ½ 1 ½ 1 ½ ½ 1 1 1 7 78%
2 Friðrik Ólafsson Ísland ½ x ½ 1 ½ 1 1 1 ½ 1 7 78%
3 Borislav Ivkov Júgóslavía 0 ½ x 1 1 1 ½ 1 1 ½ 6,5 72%
4 Mark Taimanov Sovétríkin ½ 0 0 x 1 1 1 1 1 ½ 6 67%
5 Klaus Darga Þýskaland 0 ½ 0 0 x 1 ½ ½ 1 1 4,5 50%
6 Raaphi Persitz Ísrael ½ 0 0 0 0 x ½ 1 1 ½ 3,5 39%
7 John Fuller England ½ 0 ½ 0 ½ ½ x 0 ½ 1 3,5 39%
8 Jesus Diez del Corral Spánn 0 0 0 0 ½ 0 1 x ½ 1 3 33%
9 Jonathan Penrose England 0 ½ 0 0 0 0 ½ ½ x 1 2,5 28%
10 Harry Golombek England 0 0 ½ ½ 0 ½ 0 0 0 x 1,5 17%
Vinningshlutall 78%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1955: Einvígi við Herman Pilnik – Reykjavík

Áskorandi um heimsmeistaratitilinn gjörsigraður

Friðrik sigraði Pilnik 5:1!

Sannkallað skákæði greip um sig á Íslandi þegar hinn tvítugi Friðrik Ólafsson og stórmeistarinn Herman Pilnik tefldu einvígi í Reykjavík, sem hófst 23. nóvember. Pilnik stóð þá á hátindi frægðar sinnar og hafði nokkru fyrr unnið sér rétt til að tefla á Áskorendamótinu 1956.

Herman Pilnik fæddist í Þýskalandi 1914 og var í þýska liðinu sem tefldi á Ólympíumótinu í Buenos Aires 1939, þegar seinni heimsstyrjöldin hófst. Líkt og nokkrir fleiri sterkir skákmenn kaus hann að fara hvergi og tefldi því undir fána Argentínu eftir það. Hann hafði unnið marga góða sigra og lagt skákmenn á borð við Smyslov og Petrosian, en þótti ekki litríkur meistari; skákir hans voru einatt óralangar og viðburðasnauðar.

Hinn liðlega fertugi stórmeistari og áskorandi um heimsmeistaratitilinn átti hinsvegar aldrei möguleika gegn Friðriki sem efndi til stórkostlegustu flugeldasýningar sem íslenskir skákáhugamenn höfðu orðið vitni að.

Einvígið fór fram í Þórscafé og þangað flykktust áhorfendur á skákirnar sex. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli eftir spennandi baráttu, en Friðrik vann næstu tvær með glæsibrag.

Blaðamaður Morgunblaðsins átti vart nógu sterk orð til að lýsa þriðju einvígisskákinni:

,,Þessi skák sýndi okkur, sem horfðum á hana, ekki einasta það, að Friðrik er mikill listamaður, heldur einnig hitt, sem er ekki síður mikilsvert, að hann er enn ört vaxandi. Ég hef að vísu ekki séð allar þær skákir, sem hann hefur teflt í útlöndum, en ég fullyrði, að hann hefur aldrei teflt eins góða skák beinlínis á þeirri forsendu, að sú kirkja sem stendur á fjalli fær eigi dulist. Hefði hann einhvern tíma teflt slíka skák hefði hún farið út um allan heim og lika komizt fyrir mín augu. „Kombinasjon“, eins og sú, sem hófst þarna í 28. leik og lauk í 42. leik með því að Pilnik gafst upp, er sjaldséð.“

Friðrik náði svo mun betri stöðu í fjórðu skákinni, en lék henni niður í jafntefli í gríðarlegu tímahraki. Þar með var staðan orðin 3-1 Friðrik í vil, svo Pilnik þurfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að jafna metin gegn unga manninum. En það fór á annan veg: Friðrik lék sér að stórmeistaranum líkt og köttur að mús og vann báðar skákirnar!

Lokaúrslitin því 5-1, enda ætlaði ætlaði lófaklappinu aldrei að ljúka í Þórscafé þegar Herman Pilnik rétti fram höndina í lok sjöttu skákarinnar, til merkis um fullkomna og sögulega uppgjöf.

1955: Einvígi við Herman Pilnik

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umf. Dags. Nafn Þjóð Úrslit Nafn Þjóð
1 24.11.1955 Herman Pilnik ARG 1/2-1/2 Friðrik Ólafsson ISL
2 27.11.1955 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Herman Pilnik ARG
3 29.11.1955 Herman Pilnik ARG 0-1 Friðrik Ólafsson ISL
4 4.12.1955 Friðrik Ólafsson ISL 1/2-1/2 Herman Pilnik ARG
5 6.12.1955 Herman Pilnik ARG 0-1 Friðrik Ólafsson ISL
6 7.12.1955 Friðrik Ólafsson ISL 1-0 Herman Pilnik ARG
Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1955: Skákþing Norðurlanda – Ósló

 Ágætur árangur Íslendinga á Skákþingi Norðurlanda:

Bent Larsen og Friðrik Ólafsson efstir í Landsliðsflokki

Lárus Johnsen sigurvegari í B-riðli Meistaraflokks

 

Skákþing Norðurlanda 1955 var haldið í Osló á tímabilinu 14.-25. ágúst sl. Þátttakendur voru alls 89, og skiptust þannig í flokka: 12 í Landsliðsflokki, 23 í Meistaraflokki og 54 í I. flokki.

Í þessum hópi voru sjö islenzkir Skákmeistarar, þeir Friðrik Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson og Guðjón M. Sigurðsson, er tefldu í Landsliðsflokki, og Lárus Johnsen, Ingvar Ásmundsson og Jón Pálsson, er tefldu í Meistaraflokki.

Úrslitin í Landsliðsflokki urðu þau, að Bent Larsen og Friðrik Ólafsson urðu jafnir efstir, hlutu 8 ½  vinning hvor. Larsen tók forustuna strax í byrjun mótsins, og vann tvær fyrstu skákirnar, en Friðrik náði honum í 3. umferð og héldu þeir forustunni fram að 5. umferð, en þá tapaði Larsen fyrir landa sínum, Axel Nielsen. Ekki lét hinn ungi meistari það á sig fá; hann tefldi af mikilli hörku og vann hverja skákina á fætur annarri. Og þótt hann tapaði fyrir Niemelá í 8. umferð, munaði aðeins einum vinningi á honum og Friðriki, þar til þeir mættust í hinni örlagariku siðustu umferð, er Friðrik beið lægri hlut eftir harða baráttu.

Þessi árangur Larsen er að vonum mjög glæsilegur, enda sýndi hann með taflmennsku sinni, að hann er mjög sterkur skákmaður, enda var fyrirfram vitað, að þeir Friðrik myndu berjast um fyrsta sætið.

Flestir skákunnendur hér heima hafa sjálfsagt gert sér góðar vonir um að Friðriki myndi takast að verja titil sinn, enda leit mjög vel út fyrir það, allt fram í síðustu umferð. En allt getur komið fyrir í skák, og þótt Friðriki tækist ekki að hreppa titilinn, þá skyggir það ekki á hina frábæru frammistöðu hans. – Þeir Larsen munu heyja einvígi um titilinn, að öllum líkindum í janúarmánuði n.k. og þá annaðhvort í Kaupmannahöfn eða Reykjavík.

Árangur Inga R. er einnig með ágætum, en hann sótti sig mjög vel í síðari hluta mótsins, vann síðustu þrjár skákimar og tryggði sér þannig 3. – 4. sætið ásamt A. Nielsen.

Guðjón fór vel af stað, en skorti greinilega úthald er líða tók á mótið.

Í heild verður að telja árangur íslenzku þátttakendanna með afbrigðum góðan, en fimm þeirra hrepptu verðlaunasæti. Önnur úrslit, sjá töflu.

Meistaraflokkur – A-riðill.

Þar sigraði danski skákmeistarinn Börge Andersen mjög glæsilega, hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum, tapaði engri skák.

Næstur Andersen varð Ingvar Ásmundsson, hlaut 8 vinninga; vann 7 skákir, tapaði einni og gerði tvö jafntefli. Er þetta prýðilegur árangur hjá Ingvari, sem tefldi skákir sínar af mikilli hörku og sigurvilja.

Arinbjörn hreppti þriðja sætið, hlaut 6 vinninga; vann 5 skákir, tapaði 3 og gerði 2 jafntefli.  Honum gekk erfiðlega framan af, en náði sér ágætlega á strik í lokin.

– Röðin í A-riðlinum varð annars þessi:

  1. B. Andersen (D) 9
  2. Ingvar Ásmundsson .. 8
  3. Arinbj. Guðmundss. . . 6
  4. – 5. J. Nilsson (S) 5 ½
  5. – 5. Th. Störe (N) 5 ½
  6. A. Svensson (S) 5
  7. G. Christensen (N) 4 ½
  8. O. Appelguist (S) 4
  9. – 10. B. Lömblad (F) 3
  10. – 10. N. Lie (D) 3
  11. B. Ahlbáck (F) 1 ½

Meistaraflokkur – B-riðill.

Sigurvegari varð Lárus Johnsen, hlaut 8 ½  vinning af 11, tapaði einni skák. Er þetta mjög glæsileg frammistaða hjá Lárusi, en hann sýndi greinilega með öruggri taflmennsku, að hann var vel að sigrinum kominn.

Næstur Lárusi varð Svíinn Körling, hlaut 7 ½  v. Hann hélt forustunni lengi vel, en í síðustu umferðunum tókst Lárusi að komast fram úr.

Jón Pálsson lenti í 6. – 7. sæti, hlaut 6 vinninga; vann 5 skákir, tapaði 4 og gerði eitt jafntefli. Sýnir þetta greinilega, hve baráttan um efstu sætin hefur verið jöfn, að á 3. og 7. sæti munar aðeins hálfum vinning.

Röðin í B-riðlinum varð annars þessi:

  1. Lárus Johnsen 8 ½
  2. U. Körling (S) 7 ½
  3. – 5. G. Lundh (S) 6 ½
  4. – 5. K. Dinsen (D) 6 ½
  5. – 5. Heilimo (F) 6 ½
  6. – 7. Jón Pálsson 6
  7. – 7. C. Dinsen (D) 6
  8. A. G. Ojanen (F) 5 ½
  9. P. Monsen (N) 5
  10. A. Jensen (D) 3
  11. – 12. P. Lindblom (N) 2 ½
  12. 11. – 12. Th. Österaas (N) 2 ½

1955: Skákþing Norðurlanda - Ósló

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1955_Nordurlandamot_landslidsflokkur_tafla

Vinningshlutall 77%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1954: XI. Ólympíuskákmótið – Amsterdam

Sovétliðið sigraði með glæsilegum yfirburðum

Ólympíuskákmót Alþjóðaskáksambandsins, hið ellefta í röðinni, var háð í Amsterdam í Hollandi, á tímabilinu 4.- 25.  september.

Tuttugu og sex þjóðir tóku þátt í mótinu, og var þeim skipt í fjóra riðla. Skyldu síðan þrjár efstu þjóðirnar úr hverjum riðli tefla til úrslita, en hinar í B-riðli.

Setning mótsins fór fram laugardaginn 4. september, í Apollohöllinni, en þar fór keppnin einnig fram. Voru þar fluttar ræður af forvígismönnum hollenzka skáksambandsins, borgarstjóra Amsterdam, svo og Folke Rogard, forseta Alþjóðaskáksambandsins. Síðan var dregið í riðla og hófst keppnin klukkustund síðar.

Öll framkvæmd mótsins og aðbúnaður keppenda var með ágætum, og má segja að hollenzka skáksambandið hafi unnið afrek með því að takast á hendur að halda mótið, þegar þess er gætt, hve nauman tíma það hafði til stefnu.

Árangur íslenzku sveitarinnar má teljast ágætur, þótt þeir að vísu höfnuðu í neðsta sæti í úrslitakeppninni, enda var ekki að búast við því, að sveitin væri líkleg til neinna stórræða í svo geysisterkri keppni.

Íslenzka sveitin tefldi alls 64 skákir. Af þeim unnust 9, 31 varð jafntefli, en 24 töpuðust. Skákirnar skiptust þannig:

1954 Ólympíumótið - arangur_islendinga

1954: XI. Ólympíuskákmótið - Amsterdam

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1954 Ólympíumótið - árangur 1. borðs manna

1954 Ólympíumótið í Amsterdam - úrslit i A-riðli

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1954: Svæðamót FIDE – Prag og Mariánske Lázne

Pachman efstur í svæðakeppninni í Prag og Mariánske Lázne

Prýðileg frammistaða Friðriks Ólafssonar

Svæðakeppni Alþjóðaskáksambandsins, sem er fyrsti áfanginn í hinni torsóttu leið að heimsmeistaratigninni, var háð í Prag og Mariánske Lázne í Tékkóslóvakíu, á tímabilinu frá 28. maí til 27. júní s.l.

Eins og kunnugt er, skiptist Evrópa í 3 svæði, Vestur- og Austur-svæði, og Sovétríkin, sem er sérstakt svæði. Fjórir efstu úr V.- og A.-svæðinu og fimm frá Sovétríkjunum hljóta rétt til þátttöku í næsta áfanganum, en ekki er ennþá ákveðið hvar það mót verður haldið.

Íslenzku þátttakendurnir, þeir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Pálmason, svo og Einar Þ. Mathiesen, er var í för með þeim, komu til Prag 26. maí. Upphaflega var ætlunin að Guðmundur yrði Friðriki til aðstoðar, en þar eð Ísraels þátttakandinn heltist úr lestinni, var Guðmundi boðið að tefla með, og samþykkti Skáksamband Íslands það fyrir sitt leyti.

1954 Svæðakeppni - l_pacmanFöstudaginn 29. maí hófst setningarathöfnin. Setti forseti Skáksambands Tékkóslóvakíu mótið, og tilkynnti að það væri haldið í minningu hins látna skákmeistara Jan Foltys. Var síðan leikið sorgarlag, og risu allir viðstaddir úr sætum. Síðan voru flutt nokkur ávörp, og að lokum kynnti framkvæmdastjóri mótsins, hr. Louma, keppendur. Sjálft mótið fór fram í útvarpssal, mjög vistlegum. Var keppendum komið fyrir á sviðinu, en fjölda sýningarborða, ýmist fyrir ofan þá eða til hliðar. Niðri í salnum sat fjöldi áhorfenda, sem fylgdist með mótinu af miklum áhuga.

Fyrstu sex umferðirnar voru tefldar í Prag, en þá var mótið flutt til Mariánske Lázne og þar tefldar átta umferðir. Síðustu fimm umferðirnar voru svo tefldar í Prag. Eins og áður er minnzt á, varð tékkneski skákmeistarinn Pachman hlutskarpastur, hlaut 15 v. af 19, sem er mjög glæsilegur árangur í svo sterku móti. Hann tapaði aðeins fyrir Szabo, sem margir spáðu sigri. Munurinn var líka mjög naumur, aðeins hálfur vinningur. Pachman, sem er þrítugur að aldri, var vel að sigrinum kominn. Hann lagði óhemju vinnu í skákir sínar og sýndi fágæta keppnishörku. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðaskákmótum með góðum árangri. Meðal annars varð hann efstur í svæðakeppninni 1951, og 2.-3. ásamt Szabo í minningarmóti Rety’s 1949, en þar sigraði Stáhlberg.

Szabo fór geyst af stað, vann fjórar fyrstu skákirnar, og í næstu sjö umferðunum leyfði hann aðeins þrjú jafntefli. En þá stöðvaði Lundin hann, rétt einu sinni, og eftir það hægði Szabo heldur á sér. Í 16. umferð kom hið örlagaríka tap hans fyrir Balanel, sem segja má að kostað hafi hann efsta sætið. – Þeir Szabo og Pachman skiptust á um efsta sætið fram að 15. umferð, er Pachman komst framúr og hélt forystunni eftir það.

Í þriðja sæti er skákmeistari Pólverja, Sliwa, með 13 vinninga. Kom árangur hans nokkuð á óvænt, enda hafði hann heppnina með sér í mörgum skákum.
Í 4.-5. sæti eru þeir Stáhlberg ,og Filip með 12 1/2 v. hvor. – Stáhlberg fór mjög rólega af stað, gerði meðal annars jafntefli við Hoxha, en náði sér á strik og komst fljótlega í „toppinn“. Hann tapaði aðeins einni skák, fyrir Barcza.

Filip byrjaði frekar illa, var í 10.-11. sæti eftir 10. umferð, með 5 v. En hann sýndi geysilega keppnishörku og sigurvilja, og tókst að ná 7 1/2 v. af þeim níu, sem eftir voru. Í sjötta sæti er Friðrik Ólafsson með 11 l/2 v. Fór hann prýðilega af stað, var í 3. sæti eftir 6. umferð, og hélt því einn fram að 12. umferð, en þá náði Stáhlberg honum. Eftir 15. umferð var hann í 5. sæti, og í 7 .-8. sæti eftir 17. umferð. Í síðustu tveim umferðunum hlaut hann 1 1/2 v., sem kom honum í 6. sæti.

1954 Svæðakeppni - yfirlitsmyndÞessi árangur Friðriks er með afbrigðum góður, sérstaklega þegar þess er gætt, að þetta er fyrsta stórmótið, sem hann tekur þátt í. Er frammistaða hans mun betri, en margur þorði að gera sér vonir um. Meðal skáka þeirra, sem Friðrik vann, en þær eru, mjög vel tefldar, má nefna sigur hans yfir þeim Fílip og Barcza, sem báðir eru vel þekktir og sterkir skákmenn. Þessir sigrar Friðriks vöktu að vonum mikla athygli, og fylgdist fjöldi áhorfenda með skákum hans.

Í sjöunda sæti er sænski skákmeistarinn Lundin, með 11 v. Hann fór mjög illa af stað og virtist vera í lítilli sem engri æfingu. Eftir 7. umferð var hann í 17. sæti með 2 1/2 v. En eftir það komst skriður á hann og hlaut hann 8 1/2 v. úr 12 síðustu umferðunum.

Í 8.-9. sæti koma þeir Barcza og Balanel með 10 1/2 v. hvor. Barcza virtist ekki vera í góðu formi, tapaði sex skákum. Hann fór hálfilla af stað, náði sér þó á strik aftur og var í 4. sæti eftir 12. umferð. En í síðustu 7 umferðunum hlaut hann aðeins 2 1/2 vinning. Balanel fór rólega af stað, hafði 5 1/2 v. eftir 12. umferð. Í næstu sex skákum náði hann 5 1/2 v. og var jafn Friðrik er þeir mættust í 18. umferð, en þá vann Friðrik.

Í 10., 11. og 12. sæti eru þeir Sajtar, Kluger og Minev með 10 v. hver. Sajtar tefldi mjög varlega, tapaði aðeins tveim skákum og fékk sitt fyrsta tap í 15. umferð, fyrir Stáhlberg. Varð hann jafntefliskóngur mótsins, gerði samtals 14 jafntefli. Þeir Kluger og Minev fóru báðir hægt af stað, en sóttu á í síðari hluta mótsins.

Guðmundur Pálmason varð 15.-16. ásamt Pedersen, með 7 v. Guðmundur byrjaði mjög vel, vann fyrstu þrjár skákirnar og var í 4. sæti, á eftir Friðrik, eftir 7. umferð. Í miðhlutanum gekk honum mjög illa, en náði sér aðeins á strik í síðustu umferðunum. Má útkoma Guðmundar teljast eftir atvikum góð, þegar þess er gætt, að hann hefur sáralítið teflt í nokkur ár, og þess vegna ekki líklegur til neinna stórræða í löngu móti. – Af skákum Guðmundar má nefna sigra hans yfir þeim Minev og Kluger, sem báðir eru sterkir skákmenn.

Önnur úrslit sjá töflu.

Fyrirkomulag mótins var þannig, að teflt var frá kl. 4-9 e. h., oftast tvær umferðir í einu, og biðskákir á morgnana. Tefldir voru 40 leikir á 2 1/2 tíma, síðan 16 leikir á klukkutíma.
Sunnudaginn 27. júní var mótinu slitið og verðlaun afhent. Tíu peningaverðlaun voru veitt, og skiptust þau þannig: I. verðlaun 2500 tékkneskar krónur, II. 2000, III. 1600, IV. 1300, V. 1100, VI. 1000, VII. 900, VIII. 800, IX. 700 og X. 600 t. kr. – Aðrir keppendur fengu 50 t. kr. fyrir hverja unna skák. Auk peningaverðlauna fengu allir keppendur gjafir.

Tilhögun mótsins og aðbúnaður keppenda var allur hinn vandaðasti.

1954: Svæðamót FIDE - Prag og Mariánske Lázne

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1954 Svæðakeppni - tafla

Vinningshlutall 55%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1953-54: 29. alþjóðamótið í Hastings

Alexander og Bronstein efstir í Hastings

Prýðileg frammistaða Friðriks Ólafssonar

Hið árlega jólaskákmót i Hastings var haldið dagana 30. desember til 9. janúar sl. Þátttakendur í efsta flokki voru tíu, eins og venjulega, frá sex þjóðum. Það sem einkum setti svip á mótið, var þátttaka þeirra Bronstein og Tolusj frá Sovétríkjunum, en Rússar hafa ekki átt fulltrúa á þessu móti síðan fyrir heimsstyrjöldina síðari. Er þetta því tvímælalaust eitt mesta mót, sem háð hefur verið í Hastings.

Úrslitin urðu þau, að efstir urðu brezki skákmeistarinn C. H. O’D. Alexander og stórmeistarinn Bronstein, eftir harða og skemmtilega baráttu, hlutu 6 1/2 v1953-4 Hastings - mynd. hvor.  Þessi frábæri árangur Alexanders kom nokkuð á óvart, en hann tefldi mjög vel og tapaði engri skák. Mikla athygli vakti sigur hans yfir þeim Bronstein og Tolusj. Skák hans við Bronstein varð 120 leikir alls og fór fimm sinnum í bið! Fórnaði Bronstein peði í byrjun, en tókst aldrei að fá verulega sókn fyrir það. Snerist skákin smám saman Alexander í vil, sem tókst að vinna annað peð, og gafst Bronstein upp í 120. leik.

Þegar ein umferð var eftir, voru þeir Alexander og Bronstein efstir með 5 1/2 V. Sá fyrrnefndi tefldi með svörtu gegn Tolusj sem tefldi byrjunina mjög veikt, og náði Alexander sterkri sókn, sem Tolusj fékk ekki staðist, og gafst hann upp í 28. leik eftir að hafa tapað manni.

Bronstein tefldi með hvítu gegn Teschner og gekk frekar illa. Missti hann peð, og þegar skákin fór í bið, virtist hún töpuð. En með ótrúlegri hörku tókst Bronstein smám saman að ná yfirtökunum, og þótt hann missti annað peð, var staða svarts þá svo aðþrengd orðin, að hann mátti raunverulega engu leika, án þess að tapa við það liði, og gafst Teschner upp í 68. leik, er mát eða drottningartap var óumflýjanlegt.

Í þriðja sæti er hinn kunni Belgíski meistari O’Kelly, með 5 1/2 vinning. Hann byrjaði frekar illa, en náði sér á strik í síðari hluta mótsins.

Í. 4.-7. sæti eru þeir Friðrik Ólafsson, A. Matanovic, A. Tolusj og R. Teschner, allir með 4 1/2 vinning. Er auðséð að baráttan um 4. sætið hefur verið hörð.

Árangur Friðriks má teljast með ágætum. Hann tapaði fyrir Tolusj í fyrstu umferð. Náði hann ágætri stöðu og átti kost á glæsilegri fórn, er hefði fært honum öruggan sigur. En hann var í miklu tímahraki, og lagði ekki út í fórnina, sem engin tök voru á að kryfja til mergjar. Féll hann á tíma í 34. leik, en þá var staðan orðin vonlaus. Hinn glæsilegi sigur hans yfir Wade í síðustu umferð, vakti mikla athygli og lét Alexander svo um mælt, að það væri fallegasta skák mótsins. Matanovic tefldi mjög varlega, og ekki af þeirri hörku, sem færði honum sigur á sterku alþjóðaskákmóti í Júgóslavíu í fyrra.

Árangur Tolusj kom mjög á óvart, þar eð flestir álitu hann öruggan a. m. k. um 2. sætið. Fór hann vel af stað, var í 3.-4. sæti eftir 7. umferð, en tapaði báðum skákunum, sem eftir voru.
Teschner byrjaði einnig ágætlega, var í 3.-4. sæti eftir 6. umferð, með 3 1/2 v. En í síðustu umferðunum hlaut hann aðeins einn vinning.

Önnur úrslit, sjá töflu.

1953: 29. alþjóðamótið í Hastings

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1953-4 Hastings - tafla

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

1953: Skákþing Norðurlanda – Esbjerg

1953 Norðurlandamótið: Yfirburðir Friðriks!

KAUPMANNAHÖFN, 13. ágúst. — Friðrik Ólafsson vann Svíann Hildebrand í síðustu umferðinni í landsliðsflokki á norræna meistaramótinu í skák og hlaut 9 vinninga alls af 11 mögulegum. Var hann 1,5 vinningi fyrir ofan næsta mann, sem var Svíinn Skjöld. Hlaut hann 7,5 vinning.

Nielsen og Sterner hlutu 7 vinninga, Vestöl og Larsen 6,5, Poulsen 6, Karlin 5, Solin og Blomberg 4, Herseth 2 og Hildebrand I,5. Í 11. umferðinni fóru leikar þannig: Friðrik vann Hildebrand, Skjöld vann Karlin, Larsen vann Vestöl, Sterner vann Solin, Poulsen vann Herseth og Blomberg og Nielsen gerðu jafntefli.

HINIR ÍSLENDINGARNIR í meistaraflokki (A-riðli) hlaut Jón Pálsson 5,5  vinning og varð 7. í röðinni. Í meistaraflokki (B-riðli) hlaut Óli Valdimarsson 4,5  vinning og varð nr. 8—9.

Í fyrsta flokki (A-riðli) urðu þeir efstir og jafnir Arinbjörn Guðmundsson og Daninn Kristiansen. Svíar unnu í báðum riðlum meistaraflokks.

,,Það er greinilegt, að Friðrik hefir verið í sérflokki,“ sagði Baldur Möller, fyrrv. skákmeistari Norðurlanda, er blaðið átti tal við hann í gær um sigur Friðriks.

Við höfum að vísu unnið áður, en aldrei svona glæsilega. Keppinautarnir hafa nú átt við ofjarl að etja. Friðrik var orðinn góður skákmaður og vaxandi, en eftir Ólympíumótið í fyrra hefir hann tekið mjög hröðum framförum, og er nú orðinn hlutgengur skákmeistari hvar sem er.

Mbl. 14. ágúst 1953.

1953: Skákþing Norðurlanda - Esbjerg

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1953 Norðurlandamót - tafla

Vinningshlutall 82%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu