1960: 150 ára afmælismót maí byltingarinnar í Buenos Aires

Korchnoi og Reshevsky sigruðu, Argentínumennirnir komu á óvart

 

Skákdálkur Alþýðublaðsins 30. júlí 1960.

Reshevsky vann góðan sigur ásamt Korchnoi.
Reshevsky vann góðan sigur ásamt Korchnoi.

Öflugasta skákmóti ársins, mótinu í Buenos Aires er nú fyrir nokkru lokið með sigri Reshevskys og Korchnois en næstur varð Ungverjinn Szabo. Þar næst Rossetto, Guimard, Evans og Taimanov.

Verri helmingurinn úr síðasta kandídatamóti var allur meðal keppenda í þessu móti, Gligoric, Fischer, Friðrik og Benkö. Árangur þeirra í mótinu hlýtur að vekja furðu, að eins einum þeirra, Friðrik, tókst að komast í betri helming.mótsihs en hinir þrír urðu uppistaðan í verri helmingnum. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður hafi getað látið sér detta það í hug áður en mótið hófst að Argentínumennirnir Guimard og Rossetto yrðu fyrir ofan alla kandídatana, tæplega Argentínumennirnir sjálfir, hvað þá aðrir.

1960: 150 ára afmælismót maí byltingarinnar í Buenos Aires

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1960_afmaelismot-byltingarinnar_tafla

Vinningshlutall 55%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu