Botvinnik telur Friðrik meðal 5 efnilegustu skákmanna heims

Botvinnik
Botvinnik varð þrisvar heimsmeistari, oftar en nokkur annar. Hann sagði 1958 að í framtíðinni myndu vélar geta leikið betur en stórmeistarar.

Sovézka blað.ð Literaturnaja Gazeta hefur spurt Botvinnik, heimsmeistaramót í skák, hverja hann telji mesta hæfileikamenn í skákíþróttinni meðal hinna yngri skákkappa heimsins.

Botvinnik svaraði blaðinu með því að telja upp sex efnilegustu skákmennina, og nefndi þá í þessari röð: sovézku stórmeistararnir Mikael Tal og Boris Spasskí, hinn 15 ára gamli Bandaríkjameistari R. Fischer, danski stórmeistarinn Bent Larsen, Íslendingurinn Friðrik Ólafsson og Júgóslavinn A. Matanovic.

Þá spurði blaðið Botvinnik líka, hvort hann áliti að hægt væri að smíða vélar, sem gætu leikið skák.

Botvinnik, sem er orkuverkfræðingur að mennt, svaraði:

Ég vinn ætíð mín daglegu störf í rannsóknarstofum raforkumálaráðuneytisins og hef ekki mikla þekkingu í vélheilafræði, en held þó að í framtíðinni muni vélar geta leikið betur en stórmeistararnir. Þegar svo er komið, er greinilega ekki nema um tvennt að velja. Það verður að heyja tvenns konar heimsmeistarakeppni — aðra fyrir heimsmeistara og hina fyrir skákvélar.“

Þjóðviljinn, 20. júní 1958.

Merki: