1961: Minngarmót Alekhine í Moskvu

Smysiov og Vasjukov efstir í minningarmóii Aljekíns.

Prýðileg frammistaða Friðriks Ólafssonar.

Hið árlega alþjóðaskákmót, sem helgað er minningu Aljekíns, var haldið í Moskvu í júnímánuði s.l. Eins og taflan hér að ofan ber með sér, hefur baráttan um efstu sætin verið mjög hörð. – Henni lauk með knöppum sigri þeirrai Smyslovs, fyrrverandi heimsmeistara, og Vasjukovs, skákmeistara Moskvuborgar og voru þeir vel að sigrinum komnir. Með þessari ágætu frammistöðu sinni öðlaðist Vasjukov stórmeistartitilinn.

Í þriðja sæti varð Friðrik Ólafsson með 7 vinninga, en um skeið virtist annað hvort hann eða Smyslov ætla að hreppa fyrsta sætið. Friðrik vann 4 skákir og gerði 6 jafntefli. Sitt eina tap hlaut hann gegn Vasjukov, eftir að skákin hafði farið í bið. Virtist hún jafnteflisleg, en Friðrik lék ónákvæmt og beið lægri hlut.

Árangur Friðriks verður að teljast mjög góður í svo sterku móti, enda skaut hann mörgum þekktum stórmeistaranum aftur fyrir sig. Er nú svo komið að hér í heimi eru þeir orðnir færri en fingur manns, sem telja má í dag betri skákmenn en Friðrik.

Um önnur úrslit vísast til meðfylgjandi töflu.

1961: Minngarmót Alekhine í Moskvu

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1961 Moskva - tafla

Vinningshlutall 64%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu