1960: Minningarmót Eggerts Gilfer

Íslendingur fyrir ofan Friðrik í fyrsta sinn í 9 ár!

 

Sveinn Kristinsson skrifar.

Úrslit Gilfersmótsins eru að því leyti merkileg, að þetta er í fyrsta skipti síðan 1951, sem Íslendingur lendir fyrir ofan Friðrik Ólafsson á skákmóti. Það væri að vísu goðgá að telja að viðburður þessi markaði þau tímamót, að Friðrik Ólafsson sé ekki lengur sterkasti skákmaður okkar; það verður hann eflaust enn um hríð. En úrslit mótsins gefa þó ótvírætt til kynna að mjórra kunni að vera á mununum milli hans og næstbezta manns en almennt mun vera talið.

Ber að fagna því, með því að hér er greinilega um að ræða framför Inga fremur en afturför Friðriks. Ingi tefldi af miklu öryggi á mótinu og sýncli sérstaklega mikla kunnáttu í endatöflum, vann meðal annars jöfrn endatöfl af sumum andstæðingum sínum. Hahn tefldi einnig byrjanir og miðtöfl af mikilli festu og einbeitni og ekki sízt af því sjálfstrausti, sem er nauðsynlegt til að afkasta stórum hlutum.

Í stuttu máli gagt hefur Ingi mér vitanlega aldrei sýnt þá gripfimi á öllum sviðum skákarinnar sem á þessu móti. Má hann teljast vel að sigri sínum kominn og vill þátturinn ekki láta hjá líða að samfagna honum.

Friðrik tefldi yfirleitt af nokkru minna öryggi en Ingi. Hann lenti gjarnan í tímaeklu sem er stöðugt ein af hans veiku hliðum. Yfirleitt var taflmennska Friðriks þó góð, og sumar skákir sínar vann hann snilldarvel, að vísu stundum gegn heldur veikri taflmennsku. Svipað má auðvitað segja um sumar skákir Inga.

Arinbjörn Guðmundsson kom mjög á óvart með því að ná þriðja sæti, aðeins hálfum vinningi fyrir neðan sjálfán stórmeistarann. Arinbjörn á sér alllangan skákferil, þótt ungur sé að árum, en framför hans hefur verið mjög misjíifn. Sterkasta hlið Arinbjarnar er lipurð og kunnátta í stöðubaráttu, hann er lítill áhlaupamaður og getur þó einnig á þeim vettvangi brugðið sér í betri flíkurnar ef aðstæður eru góðar. Þetta er langbezti árangur sem Arinbjörn hefur náð á skákborðinu.

Hinn erlendi gestur, Norðurlandameistarinn Svein Johannessen varð 4. með 7 vinninga sem kunnugt er. Miðað við hans háa titil þá kann sumum að finnast sú tala í lægsta lagi, en margs ber að gæta í því sambandi. T.d. hefur það án efa háð honum mikið, að þekkja ekki á keppinauta sína, svo sem gerðu þeir Friðrik og Ingi t.d. Þá er hann hér einn síns liðs meðal framandi manna framandi þjóðar, meðan hinir tefla á heimavelli. En óþarft er að tína hér til afsakanir því Johannessen þarfnast þeirra ekki.

Frammistaða hans er góð, þótt hinir næðu enn betri árangri, og hin athafnasama og frumlega taflmennska hans vakti mikla athygli. Er hér greinilega á ferðinni eitthvert mesta skákmannsefni, sem fram hefur komið á Norðurlöndum.

Ingyar Ásmundsson tefldi yfirleitt af hörku mikilli og fékk glæsilega vinninga og meðal annars fegurðarverðlaun fyrir skák sína gegn Johannessen. Hins vegar sýndi hann ekki nægilegt öryggi til að komast í toppsætin, féll m.a. fyrir mönnum úr lægri grúppunni svo sem Ólafi Magnússyni og Guðmundi Lárussyni. En sem sagt, þegar á heildina, er litið, þá sýndi hann einna mest tilþrif af öllum keppendum.

Guðmundur Ágústsson, sem varð jafn Ingvari tefldi yfirleitt af festu og vandvirkni, enda verður árangur hans að tejjast góður, þegar þess er gætt, að hann er orðinn fáséður á skákmótum. Einkum reyndist Guðmundur hinum yngrimeisturum skeinuhættur og naut þar staðbetri reynzlu. Reyndist Guðmundur góður fulltrúi hinnar eldri kynslóðar á mótinu.

Fjórir hinna væntanlegu ÓIympíufara, þeir Gunnar Gunnarsson, Ólafur Magnússon, Guðmundur Lárusson og Kári Sólmundarson náðu ekki þeirri útkomu á þessu móti sem gefi góð fyrirheit um frammistöðu þeirra á Ólympíumótinu. Hitt þarf ekki að efa að þeir hafa dregið sína lærdóma af þessu móti og ættu því betur að geta áttað sig á hvar þeir standa, er þeir halda til keppni á erlenda grund.

Ungir framgjarnir menn sem þessir eiga að geta staðið undir nokkrum skakkaföllum, og ef þeir reyna á raunsæjan hátt að bæta úr orsökum þeirra, þá geta þeir vænzt betra gengis á næstu mótum.

Benóný Benediktsson vann tvær fyrstu skákirnar, en hlaut síðan einn vinning úr næstu 9 skákum. Þetta er auðvitað ekki glæsileg útkoma hjá gömlum Rússabana, en orsakir þessarar slælegu frammistöðu eru þættinum ókunnar. Benóný sýndi á þessu móti ekki þá hugvitssemi og tilþrif sem stundum einkenna skákir hans.

Jónas Þorvaldsson rak lestina með 2 vinninga. Sýndi hann minni keppnishörku nú en oft áður en reynsluleysi háir honum þó ennþá mest.

Mótið fór vel fram og var allvel sótt af áhorfendum. Skákstjóri var Áki Pétursson, en mótsstjórar þeir Grétar Á. Sigurðsson og Guðjón Jóhannsson.

Þjóðviljinn 9. október 1960

1960: Minningarmót Eggerts Gilfer

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1960 Minningarmót Eggerts Gilfer

Vinningshlutall 82%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu