1959: Minningarmót Alexander Alekhine í Moskvu

Rússnesku meistararnir röðuðu sér á verðlaunapallinn í Moskvu

 

Tíminn 21. apríl 1959.

1959 Bronstein
1959 Bronstein

Síðasta umferð á skákmótinu í Moskvu var tefld á sunnudag. Friðrik Ólafsson tefldi þá við Smyslov, fyrrum heimsmeistara. Skákiri fór í bið og hafði Friðrik þá lakari stöðu. en honum tókst samt sem áður að ná jafntefli. Úrslit í mótinu urðu þau. að rússnesku stórmeistararnir Smyslov, Bronstein og Soassky skiptu með sér fyrstu verðlaunum, hlutu sjö vinninga hver.

Í næstu sætum komu dr. Filip, Portisch og Vasiukov með 6 vinninga. Friðrik, Milev og Aronin hlutu 5 vinninga.

Það hefir vakið talsverða athygli að áliti skákfróðra nmanna, að Friðrik hefur ekki beitt þeim byrjunum, sem reynzt hafa honum bezt á mótum undanfarið. Byggist það án efa á því, aö hann var einasti kandidatinn, auk Smyslovs, í mótinu, og hefur því ekki viljað gefa um of upp þær byrjanir, sem hann mun beita á kandidatsmótinu í Júgóslavíu.

Með tilliti til þess verður að líta á árangur hans í þessu móti, en það er í fyrta skipti á skákmóti um árabil, sem Friðrik hlýtur innan við 50% vinninga.

Þá vekur það einnig athygli, að Friðrik vann tvær skákir á rnótinu, og stýrði hann þá í báðum tilfellum svörtu mönnunum. Hann tapaði þremur skákum, tveimur á hvítt og einni á svart, og gerði sex jafntefli.

1959: Minningarmót Alexander Alekhine í Moskvu

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn Titill   1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn Prósenta
1 Vasily Smyslov SM USSR x ½ 1 ½ ½ ½ ½ 1 ½ ½ ½ 1 7 64%
2 David Bronstein SM USSR ½ x ½ 1 ½ ½ ½ ½ 1 ½ 1 ½ 7 64%
3 Boris Spassky SM USSR 0 ½ x ½ 1 ½ ½ ½ 1 1 ½ 1 7 64%
4 Miroslav Filip SM Czech Republic ½ 0 ½ x ½ 1 1 ½ ½ ½ ½ ½ 6 55%
5 Evgeni Vasiukov USSR ½ ½ 0 ½ x ½ ½ ½ ½ 1 1 ½ 6 55%
6 Lajos Portisch Hungary ½ ½ ½ 0 ½ x ½ ½ ½ ½ 1 1 6 55%
7 Lev Aronin USSR ½ ½ ½ 0 ½ ½ x 1 ½ ½ ½ 0 5 45%
8 Zdravko Milev Bulgaria 0 ½ ½ ½ ½ ½ 0 x ½ 1 ½ ½ 5 45%
9 Friðrik Ólafsson SM Iceland ½ 0 0 ½ ½ ½ ½ ½ x 0 1 1 5 45%
10 Vladimir Simagin USSR ½ ½ 0 ½ 0 ½ ½ 0 1 x ½ ½ 4,5 41%
11 Bent Larsen SM Denmark ½ 0 ½ ½ 0 0 ½ ½ 0 ½ x 1 4 36%
12 Anatoly S. Lutikov USSR 0 ½ 0 ½ ½ 0 1 ½ 0 ½ 0 x 3,5 32%
Vinningshlutall 41%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu