1947: Skákþing Reykjavíkur

Skákþing Reykjavíkur 1947

 

Skákþing Reykjavíkur fyrir árið 1947 hófst að Þórskaffi þann 13. janúar s. l.

Þátttakendur voru 58: Í meistaraflokki voru 12 keppendur, í fyrsta flokki 10 og í öðrum flokki 36. Annar flokkur var þrískiptur í A. B og C flokk með 12 keppendum í hverjum.

1947_Larus-JohnsenÚrslit í meistaraflokki urðu þau, að efstir urðu þeir Lárus Johnsen og Eggert Gilfer með 9 vinninga. Næstir urðu Sturla Pétursson og Magnús G. Jónsson með 7 vinninga.

Í fyrsta flokki varð Þórður Þórðarson efstur með 8 1/2 vinning, og hefur hann þar með unnið sér réttindi til þátttöku í meistaraflokki.
Í öðrum flokki var keppni ekki fulllokið, nema í C flokki, þegar blaðið fór í prentun. Úrslit í honum urðu þau, að efstur varð Friðrik Ólafsson með 9 vinninga.

1947_Eggert-GilferÞar sem þeir Lárus Johnsen og Eggert Gilfer hlutu jafna vinningatölu, verða þeir að heyja einvígi um titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1947“. Í ráði er, að einvígi þeirra hefjist um miðjan marzmánuð. Lög Skáksambands Íslands mæla svo fyrir, að sá keppandi, sem fyrr vinnur þrjár skákir, jafntefli ekki talin, hafi unnið einvígið og titilinn „skákmeistari Reykjavíkur“. Einvígi þetta mun án efa verða tvísýn og harðvítug viðureign.

Sturla Pétursson hefur unnið réttindi til þátttöku í næstu landsliðskeppni. Þau réttindi öðlaðist hann samkvæmt lögum Skáksambands Íslands, en þar segir svo: „Sá, sem flesta Vinninga hlýtur í meistaraflokki á siðasta Skákþingi Reykjavíkur, af þeim, sem hvorki eru í landsliði eða hafa þátttökurétt þar, öðlast rétt til þátttöku í landsliðskeppni“.

Sérstaka athygli vakti „hin glæsilega frammistaða Friðriks Ólafssonar, yngsta keppandans í mótinu, en hann varð efstur í C flokki sem fyrr getur. Friðrik er aðeins 11 ára gamall. Hann hefur fallegan og öruggan skákstíl, er vel heima í byrjunum, góður í sókn og tekst honum oft furðu vel að finna mistök andstæðings síns og sjá, hvernig hægt er að hagnast á þeim.

Þegar keppni verður að fullu lokið í öðrum flokki, munu tveir efstu keppendurnir úr A, B og C flokki keppa um efsta sætið og réttindi til þátttöku í fyrsta flokki.

Úrslit mótsins hafa annars orðið sem hér greinir: Meistaraflokkur (sjá töflu).

 

Fyrsti flokkur:

1. Þórður Þórðarson 8 1/2 vinning.
2. Sigurgeir Gíslason 7 vinninga.
3. Guðmundur Guðmundsson 6 1/2 vinning.
4. Ólafur Einarsson 5 1/2 vinning.
5. Skarphéðinn Pálmason 4 1/2 vinning.
6.-7. Böðvar Pétursson 3 1/2 vinning.
6.-7. Eyjólfur Guðbrandsson 3 1/2 vinning.
8.-9. Eiríkur Bergsson 3 vinninga.
8.-9. Ingim. Guðmundsson 3 vinninga.
10. Hafsteinn Ólafsson 0 vinning.

 

Annar flokkur

1. Friðrik Ólafsson 9 vinninga.
2. Jón Böðvarsson 8 vinninga.
3. Valur Norðdal 7 vinninga.
4.-5. Þorvaldur Finnbogason 6 1/2 vinning.
4.-5. Jónas Karlsson 6 1/2 vinning.
6. Anton Sigurðsson 6 vinninga.
7. Richard Ryel 5 1/2 vinning.
8. Haukur Valdimarsson 5 vinninga.
9.-10. Jóhann B. Jónsson 4 vinninga.
9.-10. Sverrir Sigurðsson 4 vinninga.
11. Sigurður Sigurðsson 3 vinninga.
12. Ólafur Haukur Ólafsson 1 1/2 vinning.

Mótið fór fram á vegum Taflfélags Reykjavíkur. Skákstjóri var Konráð Arnason.

1947: Skákþing Reykjavíkur

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1947_skakthing_reykjavikur_tafla

Vinningshlutall %

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu