1971: 33. alþjóðlega Hoogovens skákmótið

Kortsnoj sigurvegari í Beverwijk-mótinu

Friðrik Ólafsson leiddi mótið lengst af

 

Fridrik_Olafsson-1971Laust upp úr síðustu áramótum lagði Friðrik Ólafsson land undir fót. Var förinni heitið alla leið til Bjórvíkur í Hollandi, hvar hann skyldi heyja kapp við marga snjalla skákmeistara. Meðal þeirra var fyrrverandi heimsmeistari, nýbakaður meistari Sovétríkjanan ásamt Vesturþjóðverjanum unga, sem nýverið vann það glæsta afrek, að verða kandidat í heimsmeistarakeppninni sem nú stendur yfir. Þarna voru margar aðrar frægar kempur, svo ekki virtist blása byrlega fyrir stórmeistaranum okkar.

Dag skal að kveldi lofa, stendur einhvers staðar, og þannig var því einnig varið nú. Þegar líða tók á mótsdaginn, kom í ljós að Friðrik átti í fullu tré við hinar erlendu kempur. Hann var í fremstu röð allt frá upphafi og til loka. Þegar síðasta umferð rann upp var hann efstur ásamt Kortsnoj og höfðu þeir hálfum vinning meira en næstu menn. Báðir áttu að mæta stórmeisturum í síðustu umferðinni svo ekki hallaði á hvað það snerti. Kortsnoj tefldi við Hubner frá V.-Þýzkalandi og átti í vök að verjast lengst af. Þegar svo virtist, að Þjóðverjinn væri að brjóta Sovétbúann undir sig, urðu  honum á slæm mistök, sem kostuðu hann skákina.

V-Kortsjoj_B-IvkovKortsnoj var því orðinn efstur og Friðrik varð að vinna Jan Hein Donner frá Hollandi ef hann ætlaði ekki að  verða af sigurlaununum. Friðrik barðist lengi til sigurs, en Donner varðist að sama skapi vel. Lauk svo skákinni að hvorugur vann á hinum og Friðrik varð að sætta sig við annað til fimmta sæti. Var það þeim mun sárara fyrir okkar mann, að hann hefur oftast unnið Donner í þeirra viðureignum.

Kortsnoj bar því sigur úr býtum frá þinginu með 10 vinninga. Hann er vel að þessum sigri kominn, þótt hann hafi ekki teflt eins sannfærandi nú eins og svo oft áður. Hann fór hægt af stað, meðal annars tapaði hann í annarri umferð fyrir ungum og efnilegum Svía, Ulf Andersson og gerði töluvert af jafnteflum.

Árangur Friðriks var frábær. Hann tefldi að eigin sögn misjafnlega, en vel þegar á heildina er litið. Hann tapaði aðeins tveimur skákum, en vann marga ágæta sigra, t. d. Andersson frá Svíþjóð, en það var lengsta skák mótsins, og Húbner, V-Þýzkalandi. Með frammistöðu sinni á þessu móti hefur Friðrik enn einu sinni sýnt fram á það, að hann er einn af allra sterkustu skákmeisturum heims.

S-Gligoric_T-PetrosjanÁsamt Friðrik í 2.-5. sæti urðu þeir T. Petrosjan, fyrrum heimsmeistari, S. Gligmic og B. lvkov. Enginn af þessum mönnum var raunverulega í toppnum fyrr en í síðustu umferðunum, þrátt fyrir það, að þeir séu allir frábærir skákmenn.

Svíinn Ulf Andersson, sem aðeins er 19 ára gamall, kom helzt á óvart með góðri taflmennsku. Hann virtist eiga í fullu tré við alla og var efstur svotil sleitulaust þar til seint í mótinu, er hann tapaði sinni fyrstu skák fyrir Friðrik. Eftir það var hann ekki eins öruggur og í síðustu umferð glataði hann góðri skák gegn Ivkov. Svíar hafa eignast þarna framúrskarandi skákmann sem áreiðanlega á eftir að afla sér mikils frama í list sinni.

Skák nr. 2577.

Hvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: R Húbner (V-Þýzkaland).

Sikileyjar-vörn.

1971: 33. alþjóðlega Hoogovens skákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1971_hoogovens-tafla

Vinningshlutall 63%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu