1970: Haustmót TR: Ægishjálmur Friðriks

Sjötíu ára Afmælismóti T.R. er lokið. Skákmótið stóð yfir í rúmlega mánaðartíma, eða frá 22. september til 30. október. Keppendur voru samtals 62 í þremur flokkum, meistaraflokki með 32 keppendum, fyrsta flokki með 12 keppendum og öðrum flokki með 18 keppendum.

Margir telja að sjaldan ef nokkru simni hafi meistaraflokkur verið betur setinn. Í meistaraflokki bar ægishjálm yfir aðra, skáksnillingurinn Friðrik Ólafsson, fékk hann 10 vinninga af 11 mögulegum, leyfði aðeins tvö jafntefli og var aldrei í taphættu, enda tefldi hann frábærlega traust og „logískt“.

Annar varð Stefán Briem með sjö og hálfan vinning. Skákir Stefáns vöktu mikla athygli, enda má telja hann með einn fjörugasta skákstíl, sem hér hefur sézt. Stefán slapp með „skrekkinn“ í skákinni víð Guðmund Ágústsson, en kannski var hann líka óheppinn í skákinni við Braga Kristjánsson, en í þeirri skák varðist Bragi vel. Stefán var vel að sínu sæti kominn.

Næstir koma fimm skákmenn með sjö vinninga hver og má vart á milli sjá, en ákveðið var við byrjun mótsins að stig myndu ráða um öll önmur sæti en efsta sæti, en stig eru samanlagðir vinningar andstæðinganna. Bragi Kristjánsson varð þriðji með sjö vinnimga (70 stig) hnífjafnir í fjórða og fimmta sæti urðu Guðmundur Ágústsson og Ingi R. Jóhannsson með sjö vinminga og jafnir á stigum (69,5).

Þetta voru fimm verðlaunasætin en verðlaun voru samtals þrjátíu og fimm þúsund krónur: 1. verðlaun 15.000,00, 2. verðlaun 10.000,00, 3. verðlaun 5000,00, 4. verðlaun 3.000,00 og 5. verðlaum 2.000,00. Þetta eru veglegustu verðlaun, sem veitt hafa verið á innlendu skákmóti.

Í sjötta sæti kom Björn Siguriónsson með sjö vinninga (69 stig) og í sjöunda sæti Bjöm Þorsteinsson einnig með sjö vinninga, en hann var töluvert lægri á stigum en hinir (59 stig). Áttundi varð Gunnar Gunmarsson með sex og hálfan vinning.

Í fyrsta flokki sigraði Baldur Pálmason með fimm og hálfan vinning af sjö mögulegum, annar varð Pétur Þorvaldsson með fimm og ganga þeir upp í meistaraflokk.

Ríkisútvarpið má bú- ast við góðu gengi á næstunni í „Firmakeppninni“, en bæði Baldur og Pétur eru starfsmenn þar. Í öðrum flokki sigraði Sigurður Tómasson, fékk sex vinninga af sjö. Annar varð Jón Baldurssom með fimm vinninga og þriðji Páll Þór Bergsson með fimm vimninga. Mótsstjóri og einnig skákstjóri var Svavar Svavarsson.

Frétt frá Taflfélaginu.

1970: Haustmót TR

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Vinningshlutall 94%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
Merki: