1962: Skákþing Íslands

Friðrik Íslandsmeistari í fimmta sinn: Fékk 10 vinninga af 11

Sveinn Kristinsson skrifar.

Skákþing Íslands fór fram dagana 14.—24. apríl sl., að mestu í Breiðfirðingabúð. Þátttakendur voru alls 31; tólf í landsliðsflokki og 19 í meistaraflokki. Mun ég nú fara nokkrum orðum um úrslitin í landsliðsflokki. Þar varð stórmeistarinn Friðrik ÓJafsson hlutskarpastur svo sem vænta mátti og hlaut tíu vinninga, tapaði engri skák en gerði tvö jafntefli, við þá Sigurð Jónsson og Inga R. Var hann raunar í taphættu í báðum  þeim skákum.

Þrátt fyrir það var auðsætt að Friðrik hafði verulega yfirburði yfir alla andstæðinga sína, enda hefur hann margfalda keppnisreynslu á við hvern þeirra sem er. Þótt Friðrik hætti að tefla fyrir fullt og allt í dag (sem vonandi verður nú ekki!) þá mundi það sjálfsagt taka skæðustu keppinauta hans á þessu móti ein 5 ár að ná honum að styrkleika. Svo miklu forskoti hefur hann náð í hernaðartækni.

Þetta er í 5. sinn sem Friðrík vinnur titilinn Skákmeistari íslands. Hin skiptin voru. 1952, 1953, 1957 og 1961. Til nánari skýringar fyrir þá, sem ekki þekkja til, má geta þess, að frá og með árinu 1952 hefur Friðrík unnið titilinn í öll þau skipti, sem hann hefur tefit um hann. Þátturinn óskar skákmeistara íslands til hamingju með titilinn.

Annars var það hinn ungi meistari Taflfélagsins, Biörn Þorsteinsson, sem mesta athygli vakti í landsliðsflokki. Hann vann 8 fyrstu skákirnar(!) og var þá efstur, er aðeins 3 umferðir voru eftir. En í þremur síðustu umferðunum tapaði hann fyrir Gunnari, Friðriki og Ingvari og „hrapaði“ við það niður í annað sæti, tveimur vinningum fyrir neðan Friðrik.

Björn teflir lipran sóknarstíl og sú vinna, sem hann leggur í skákina, kemur ekki svo mjög fram á yfirborðinu, því hann er fljótur að hugsa og er rökhugull að eðlisfari. Minnir hann mig mest á Baldur Möller af yngri meisturum okkar. IMeð árangri sínum á þessu móti hefur Björn sýnt, að hann er kominn í hóp okkar  beztu   skákmanna.

Ingvar Ásmundsson varð þriðji með 7 vinninga. Ingvar er svo mikill bardagamaður, að hann setur alltaf skemmtilegan svip á mót þau, sem hann teflir á. Hann teflir af þeim skapþunga, að þar mun tæpast nokkur af meisturum okkar standa honum framar. Á þessu móti tefldi hann misjafnlega, en bó verður útkoma hans í heild að teljast góð. Meðal annars vann hann Inga R. snaggaralega.

Í 4.-5. sæti komu svo Ingi R. og Jónas Þorvaldsson með 6,5 vinning. Ingi tefldi margar skákir sínar óvenjuslappt og af lítilli festu. Sennilega hefur hann ekki búið sig nógu vel undir keppnina, því svona ströng keppni krefst góðs undirbúnings. Ef vel ætti að vera þyrftu menn t.d. að þjálfa sig sérstaklega í úthaldi til að tefla tvær umferðir á dag, svo sem stundum var gert á þessu móti. Vonandi táknar þetta engan afturkipp hjá Inga, því söknuður væri að honum úr „toppinum“. Hafa fáir meistarar okkar jafnglöggt stöðumat og Ingi, þegar honum tekst bezt.

Jónas Þorvaldsson getur hins vegar verið ánægður með útkomu sína, sem Jofar góðu um framtíð hans. Þeir Ingi og Jónas munu verða að heyja einvígi   um  4.   landsliðssætið.

Sjötti varð Jón Kristinsson með 5,5 vinning. Er hann nýliði í landsliðsflokki og er þetta því mjög athyglisverður árangur. Jón vann t.d. bæði Ingvar Ásmundsson og Gunnar Gunnarsson. Kunnugir spá Jóni miklum frama í skákjnni, og hef ég oft heyrt ótrúlegri spár, því hann hefur „typiska“ skákmannsskapgerð; er fremur fálátur en íhugull, enginn yfirborðsmaður en skapfastur.

Gunnar Gunnarsson sem varð 7. með 5 vinninga skartaði ekki sínu bezta á þessu móti. Hann var óvenju hnotgjarn og mistækur og getur ekki hafa þjálfað sig neitt að ráði fyrir keppnina. Gunnar var eini keppandinn, sem ekkert jafntefli gerði, og talar það sínu máli um stíl hans.

Í  8.-9. sæti komu þeir Gylfi Magnússon og Ólafur Magnússon með 4 vinninga hvor. Maður hefði getað búizt við betra af Ólafi, sem hefur talsverða reynslu af kappteflum en grunur minn er sá, að hann hafi ekki verið í sem beztri æfingu.

Gylfi er nýliði í landsliði og þarf ekki að kvarta. Hann ermjög harðskeyttur skákmaður, þegar honum tekst upp.  Ingi R. Jóhannsson og Benóný Benediktsson urðu meðal fórnarlamba hans að þessu sinni.

Tíundi varð Helgi Ólafsson með 3,5 vinning. Helgi er skákmeistari Suðurnesja, teflir nú í fyrsta skipti í landsliði, skortir enn reynslu, en lofar góðu.

Og svo ráku beir lestina Benóný Benediktsson og Sigurður Jónsson með 3 vinninga hvor. Það kom flestum á óvart að skákmeistari Reykjavíkur skyldi lenda í neðsta sæti, og ekki kann ég skýringu á því. Í skákinni fetar Benóný oft furðulegustu refilstigu utan alfaraleiðar, og ekki er alItaf gott að segia hvað fyrir honum vakir eða hvert ferðinni er heitið.

Að þessu sinni hefur Benóný ef til vill sem aldursforseti í landsliðsflokki, vanmetið einhverja af hinum ungu andstæðingum sínum. Í sumum skákanna tefldi hann svo kynlega, að hann lét sjálfur svo ummælt, að hann hefði aldrei séð slíka   taflmennsku!

En þannig er Benóný. Hann þarf alltaf að koma á óvart. Ef hann er ekki efstur, þá er hann kannski neðstur. Einn daginn gerir hann jafntefli við heimsfrægan stórmeistara, annan daginn tapar hann fyrir viðvaningi. Meðalmennsku á hann ekki til; því er það, að hann vinnur hugi áhorfenda.

„Hvað gerir Benóný næst?“ Sú spurning fer oft um áhorfendabekkina. Hún minnir mig á þegar fólk spyr:„Hvernig skyldi nú sumarið verða“? Svo torræður er Benóný, eins og sjálf náttúruöflin; dulúðugur, skapandi andi, sem við meðalmennirnir hristum oft hausinn yfir, af því við ristum ekki eins djúpt og horfum ekki eins hátt.

Sigurður Jónsson, sem varð jafn Benóný, olli mönnum einnig vonbrígðum hvað vinningatölu snerti, því hann á til mjög sterkar hliðar.

Þjóðviljinn 29. apríl 1962.

1962: Skákþing Íslands

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1962 Skákþing Íslands - tafla

Vinningshlutall 91%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu