1950: Skákþing Reykjavíkur – Úrslit

Guðmundur S. varð Skákmeistari Reykjavíkur

 

Morgunblaðið 28. mars 1950

SKÁKÞINGI Reykjavíkur er nú lokið, en það hefur staðið yfir um alhangt skeið.  Guðmundur S. Guðmundsson gekk með sigur af hólmi og er því Skákmeistari  Reykjavíkur 1950.

Síðasta umferðin í úrslitakeppninni var tefld á sunnudaginn. Fóru leikar svo, að Baldur Möller vann Guðjón M. Sigurðsson. Guðmundur Agústsson vann Svein Kristinsson. Þeir Eggert Gilfer fyrrum Reykjavíkurmeistari og Friðrik Ólafsson gerðu jafntefli, einnig Árni Snævarr og Lárus Johnsen og þeir Guðmundur S. og Benóný Benediktsson gerðu jafntefli.

Guðmundur S. Guðmundsson skákmeistari. hlaut 6,5  vinning af níu mögulegum. Hann tapaði engri skák, en gerði fimm jafntefli. Baldur Möller varð í öðru sæti með 6 vinninga, þá komu Árni, Lárus og Guðmundur Ágústsson með 4,5 vinning hver. Í 7. og 8 sæti eru Gilfer. Guðjón M. og Sveinn með 4 vinninga hver, en í 9. og 10. sæti Friðrik og Benóný, og hlutu þeir hvor 3,5 vinning.

í kvöld kl 8 fer fram í Þórskaffi Hraðskákmót Reykjavíkur og er búist við að þátttakendur muni verða alit að 50. Keppninni verður þannig hagað að einn leikur á hverju borði er leikinn á hverjum 10 sek.

Nú er Sigurgeir Gíslason „Hraðskákmeistari Reykjavíkur“.

Verðlaunaafhending af báðum þessum mótum fer fram n.k. laugardag

 

Lárus Johnsen sigrar í hraðskákkeppni

 

Tíminn 30. mars 1950 

Lárus Johnsen hlaut titilinn hraðskákmeistari Reykjavíkur á Skákþíngi Reykjavíkur sem haldið var að Þórskafé í fyrrakvöld. Fékk Lárus 9 vinninga en næstur honum varð Baldur Möller með 8 vinninga og sá þriðji var Friðrik Ólafsson með 7.

Alls voru þátttakendur 36 og voru tefldar 10 umferðir samkvæmt Monrad-kerfinu. Keppnin stóð yfír í 4 tíma. Á laugardaginn verður fyrstu mönnum í hverjum flokki sem tefldu á Skákþingi Reykjavíkur veitt verðlaun.

1950: Skákþing Reykjavíkur - Úrslit

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Prósenta
1 Guðmundur S. Guðmundsson x ½ ½ 1 ½ ½ 1 1 ½ 1 6,5 72%
2 Baldur Möller ½ x ½ 0 1 1 ½ ½ 1 1 6 67%
3 Árni Snævarr ½ ½ x ½ 1 0 ½ ½ 0 1 4,5 50%
4 Lárus Johnsen 0 1 ½ x 0 0 1 ½ 1 ½ 4,5 50%
5 Guðmundur Ágústsson ½ 0 0 1 x 1 ½ 1 0 ½ 4,5 50%
6 Guðjón M. Sigurðsson ½ 0 1 1 0 x 0 1 ½ 0 4 44%
7 Eggert Gilfer 0 ½ ½ 0 ½ 1 x ½ ½ ½ 4 44%
8 Sveinn Kristinsson 0 ½ ½ ½ 0 0 ½ x 1 1 4 44%
9 Benóný Benediktsson ½ 0 1 0 1 ½ ½ 0 x 0 3,5 39%
10 Friðrik Ólafsson 0 0 0 ½ ½ 1 ½ 0 1 x 3,5 39%
Vinningshlutall 39%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu