2011: Norðurlandamót öldunga í Reykjavík

Friðrik Ólafsson tók í fyrsta skipti þátt í kappskákmóti á Íslandi síðan 2001 þegar hann settist að tafli á Norðurlandamóti öldunga í Reykjavík í september 2011.  Mótið var í senn það langsterkasta og fjölmennasta frá upphafi, en fyrsta NM öldunga var haldið 1999 í Karlstad í Svíþjóð á 100 ára afmælisári Skáksambands Norðurlanda og hefur verið haldið á tveggja ári fresti síðan.

Alls mættu 52 kempur til leiks og var Friðrik stigahæstur, en auk hans tóku tveir stórmeistarar þátt í mótinu, Finnarnir Yrjö Rantanen og Heikki Westerinen.

Friðrik, sem var meðal elstu manna, var í fararbroddi allan tímann og fyrir síðustu umferð var hann efstur ásamt Rantanen og danska FIDE-meistaranum Jörn Sloth með 6 vinninga af 8. Í síðustu umferð hafði Friðrik svart gegn Westerinen og sættist á skiptan hlut eftir aðeins 11 leiki.

Rantanen og Sloth unnu báðir sínar skákir og urðu því efstir og jafnir með 7 vinninga, en Friðrik varð að gera sér bronsið að góðu.

Lokastaðan á mótinu.

2011: Norðurlandamót öldunga í Reykjavík

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2011_nm-tafla

Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu