2007: Euwe Stimulans

Fyrsta mót Friðriks í sex ár

 

Helgi Áss Grétarsson skrifar. Morgunblaðið 28. ágúst 2007.

Fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, Friðrik Ólafsson (2.452), lauk keppni í Max Euwe-hvatningarmótinu í Arnhem í Hollandi sl. sunnudag. Þetta var fyrsta alþjóðlega kappskákmótið sem Friðrik hefur tekið þátt í síðan hann tefldi á minningarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar árið 2001.

Eftir svona langa fjarveru var eðlilegt að taflmennska Friðrik væri á köflum stirð, á milli þess sem sást í snjalla og skemmtilega takta. Friðrik vann tvær skákir með svörtu, tapaði þrem skákum með hvítu og gerði tvö jafntefli með sitt hvorum litnum. Hann fékk fjóra vinninga af níu mögulegum og tapar tíu skákstigum.

Eins og titill mótsins ber með sér var hugmynd þess að gefa ungum og upprennandi skákmönnum tækifæri til að spreyta sig gegn skákmeisturum sem búa yfir mikilli reynslu og voru eitt sinn á meðal bestu skákmanna heims. Keppendur voru frá fimm heimsálfum og aldursforsetar þess voru Friðrik og argentínski stórmeistarinn Oscar Panno en þeir eru báðir fæddir árið 1935.

Fyrrverandi heimsmeistari kvenna í skák, Nona Gaprindashvili frá Georgíu, tefldi einkar fjörlega á mótinu og lagði m.a. Friðrik og Færeyinginn Helga Ziska laglega að velli. Spútnik mótsins var alþjóðlegi meistarinn Amon Simutowe frá Sambíu. Hann tefldi eins og sá sem valdið hafði og þrátt fyrir tilraunir indverska stórmeistarans Dibyendu Barua að ná honum stóð sá afríski upp sem sigurvegari og náði áfanga að stórmeistaratitli.

2007: Euwe Stimulans

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2007 Euwe - tafla

Vinningshlutall 44%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

Merki: ,