2008: Goðsagnir gegn valkyrjum – Marianske Lazne

Glaðbeittar goðsagnir unnu góðan sigur á valkyrjum skákheimsins í bráðfjörugri keppni, þar sem Friðrik Ólafsson var í liði með Anatoly Karpov fv. heimsmeistara, stórmeisturunum Vlastimil Hort frá Tékklandi og Wolfgang Uhlmann frá Þýskalandi.

 

Mótherjar þeirra voru Jana Jackova og Katerina Nemcova frá Tékklandi, Viktorija Cmilyte frá Lettlandi og hin úkraínska Anna Ushenina. Goðsagnirnar byrjuðu vægast sagt afleitlega og eftir þrjár fyrstu skákirnar í fyrstu umferð var staðan 3-0!
Þar bar hæst glæsilegan sigur Jönu Jackovu yfir Karpov í aðeins 22 leikjum og sá þar dagsins ljós ein af fimm stystu tapskákum Karpovs á ferlinum.

Tefld var tvöföld umferð og Friðrik fór ekki sérlega vel af stað, hafði aðeins hálfan vinning eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Eftir það tapaði hann ekki skák og vann m.a. prýðilegan sigur á Nemcovu. Alls fékk Friðrik því 3,5 vinning af 8 mögulegum.

 

Vlastimil Hort var stjarnan í liði goðsagnanna og fékk 6,5 vinning, Karpov nældi í 5,5 en Uhlmann hlaut aðeins 2. Hjá valkyrjum var Cmilyte með bestan árangur, 4,5 vinning, Ushenina og Jackova fengu 4 en Nemcova 2.

 

Goðsagnirnar höfðu því ástæðu til að vera kampakátar í mótslok, sigruðu með 17,5 vinningi gegn 14,5.

2008: Gamlir meistarar vs skákkonur - Marianske Lazne

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

2008_gamlir-meistarar_vs_skakkonur_tafla

Vinningshlutall 44%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu