1965: Júnímótið í Reykjavík

Friðrik sigraði

 

Tíminn, 16. júní 1965:

Friðrik Ólafsson, stórmeistari varð sigurvegari í júní-skákmótinu, þegar hann sigraði hinn 17 ára Íslandsmeistara, Guðmund Sigurjónsson, í síðustu umferðmni í aðeins 22 leikjum, en þeir voru jafnir fyrir umferðina. Þetta er í fyrsta sinn, sem þeir mætast við skákboröið, og sennilega hefur taugaspennan haft ein hver áhrif á skák unga meistarans, en að öðru leyti tefldi hann mjög vel í mótinu.

Friðrik hlaut 4,5 vinning úr fimm skákum, Guðmundur varð nr. 2 með 3,5 v. Freysteinn Þorbergsson og Jón Hálfdanarson hlutu tvo vinninga og skipa því þriðja og f jórða sætið í landsliðsflokki. Björn Þorsteinsson varð fimmti með 1,5, og Haukur Angantýsson sjötti með hálfan vinning.

Jafnframt kepptu efstu menn í  meistaraflokki frá síðasta ÍsIandsmóti um sæti í landsliðsflokki, og urðu Jóhann Sigurjónsson og Sigurður Jónsson  efstir með 2,5 vinning.

1965: Júnímótið í Reykjavík

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Vinningshlutall 90%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu

Merki: