1975: Minningarmót um Hugh Alexander í Middlesbrough

1975 Minningarmót Alexanders - Efim Geller sigurvegari
1975 Minningarmót Alexanders – Efim Geller sigurvegari

Dagana 1.-18. september sl. var haldið alþjóðlegt skákmót í Middlesbrough, Englandi, til minningar um breska skákmeistarann Alexander, en hann var einn sterkasti skákmaður þeirra á árunum 1930-1950. Mót (þetta var mjög vel setið og meðal þátttakanda nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims. – Upphaflega var áætlað að keppendur yrðu sextán og að annað hvort Browne eða Ljubojevic kæmu beint úr Milanómótinu, en á síðustu stundu gat ekki af því orðið af óviðráðanlegum orsökum og því urðu keppendum aðeins fimmtán.

Skákmót þetta var í 12. styrkleikaflokki. Til að öðlast stórmeistaratígn þurfti 7 1/2 vinning en 6 vinninga til að hreppa alþjóðlegan meistaratitil.

Úrslit mótsins urðu þau, að sovéski stórmeistarinn Geller hreppti efsta sætið, tapaði engri skák. Var hann vel að sigrinum kominn og tefldi af miklu öryggi. Það var ekki fyrr en eftir 9. umferð að Geller hafði tekið forustuna í mótinu ásamt Sax hinum ungverska, en eftir 10. umferð var Geller einn í efsta sæti og hélt því út mótið,

Í 2. sæti varð landi Gellers, V. Smyslov, fyrrverandi heimsmeistari. Hann tapaði aðeins einni skák, fyrir landa sínum Bronstein.

1975 Hugh Alexander
1975 Hugh Alexander

Þrír kunnir stórmeistarar lentu í 3. – 5. sæti, en það voru þeir Bronstein, Hort og Hübner, hlutu 8 v. hver. Bronstein for geyst af stað og hafði forustu í mótinu framan af. Eftir 6. umferð hafði hann hlotið 4 1/2 vinning og engri skák tapað. Í 7. umferð hlaut Bronstein fyrsta tapið og var það gegn hinum unga breska meistara Miles. Varð skák þeirra löng og hörð barátta og lauk ekki fyrr en eftir 72 leiki. Tap þetta virtist hafa slæm áhrif á Bronstein, því hann mátti lúta í lægna haldi strax í næstu umferð og þá fyrir Timman. Eftir þessi áföll voru sigurlíkur Bronsteins í mótinu orðnar litlar.

Tékkneski stórmeistarinn Hort, virðist ekki hafa verið í neinum baráttuham, því hann vann aðeins tvo neðstu mennina, en gerði aðrar skákir sínar jafntefli.

Hübner hafði mikla möguleika til að hafna einn í 2. sæti, þar eð hann hafði hlotið 8 vinninga þegar ein umferð var eftir. En óvænt atvik kom í veg fyrir skákin væri tefld. Upphaflega hafði verið áætlað að síðasta umferð skyldi tefld kl. 2 e. h., en þegar mótsskránni var dreift meðal keppenda, var skýrt tekið fram að síðasta umferð ætti að hefjast kl. 9.30 f. h.. Hübner sagðist ekki hafa vitað um þetta, en þrir þátttakenda kváðust hafa sagt honum frá breytingunni kvöldið áður. Þrátt fyrir að hefði verið bent á að engin undanþága fengist og neitun yrði skoðuð sem töpuð skak, neitaði hann að mæta og því var ekki um annað að ræða fyrir skákstjórann en bóka núll á hann.

Ungverski stórmeistarinn Sax hélt sig við toppinn framan af og var jafnvel kominn í efsta sætið ásamt Geller i 9. umferð. En í 10. umferð beið hann ósigur fyrir Bronstein, og síðan fyrir Geller í þeirri 11. Þar með voru hans vonir um efsta sæti roknar út í veður og vind.

Í 7 .-8. sæti koma Timman og Kavalek með 7 vinninga. Baráttuhugur fyrrnefnda virtist mun meiri en hins, þvi Timman vann þó fjórar skákir og tapaði þrem, meðan Kavalek gerði allar sínar skákir jafntefli!

Friðrik Ólafsson hafnaði í níunda sæti með 7 vinninga. Hann tapaði aðeins fyrir sigurvegarananum Geller, en vann heldur ekki nema einna skák, gegn Miles. Aðrar skákir hans enduðu með jafntefli. Nokkur uppbót var þó sú viðurkenning að skák Friðriks við Miles fékk verðlaun sem best tefldu tafllokin.

Af heimamönnum náði Miles bestum árangri, 6 1/2 v. og nægði það til að hljóta alþjóðlegan meistaratitil.

Skák nr. 3473.

Hér sjáum við einu vinningsskák Friðriks, og hún er ekki af lakari gerðinni, því hún fékk sérstök verðlaun sem bestu tafllokin, eins og áður hefur verið frá sagt. Hvítur nær betra tafli þegar í byrjun eftir drottningakaup og eykur smátt og smátt yfirburði sína. Hann þjarmar lengi vel að svörtum á drottningarvæng og þrýstir á veikt b-peð svarts. Ef hægt er að tala um beint gegnumbrot, þá skeður það hins vegar í g-linunni. Svartur glatar dýrmætu e-peði sínu og eftir það hallar fljótt undan fæti. Látum þessa fátæklegu lýsingu á gangi mála nægja, enda talar skákin best sinu máli sjálf.

Hvítt: Friðrik Ólafsson – Ísland       
Svart: Miles –  England     

Ben-Oni.

12345678abcdefgh
Olafsson, Fridrik2535
Miles, Anthony J2435
Teeside Alexander Memorial13
September 15, 1975 – Teeside
1.d4Nf62.c4c53.Nf3cxd44.Nxd4a65.Nc3d56.Nf3dxc47.Qxd8+Kxd88.e4e69.Ne5Ke810.Nxc4Nbd711.a4Bc512.f3Nb613.Be3Bxe314.Nxe3a515.Bd3Ke716.Ke2e517.Rhb1Be618.b4Nfd719.Bb5Rhb820.Bxd7Nxd721.Ncd5+Bxd522.Nxd5+Kd823.Rd1b624.b5Ra725.Rac1Ke826.Rc6Rab727.Rdc1f628.Re6+Kf829.Rec6Kf730.Ke3Kf831.g4h632.h4Kf733.g5hxg534.hxg5fxg535.Rg1g436.Rxg4Nf637.Rg5Nxd5+38.exd5Kg839.Rxe5Rf740.f4Rbf841.Re4Rf542.d61–0

Skák nr. 3474.

Bronstein vann fallegan sigur yfir Keane í fyrstu umferðinni. Eftir skemmtilega peðsfórn i 16. leik nær hann sterkum tökum á miðborðinu og veikri kóngsstöðu svarts, sem verður um síðir að láta drottningu sína fyrir hrók og biskup. Þessar ráðstafanir duga þó skammt og Bronstein knýr andstæðinginn til uppgjafar í 30. leik þegar mát er óumflýjanlegt.

Hvítt: Bronstein -Sovétríkin
Svart: Keene – England

Catalan

12345678abcdefgh
Bronstein, David I2590
Keene, Raymond2505
Teeside1
1975 – Teeside
1.c4Nf62.d4e63.g3d54.Bg2Nbd75.Nd2Be76.Ngf3O-O7.O-Ob68.b3Bb79.Bb2c510.e3Rc811.Rc1Rc712.Qe2Qa813.Rfe1Rfc814.cxd5Bxd515.e4Bb716.d5exd517.exd5Bf818.Ne4Nxe419.Qxe4Bxd520.Qf5g621.Qf4f622.Rcd1c423.Ng5Rc524.Rxd5Rxd525.bxc4fxg526.Qg4Rf527.Bxa8Rxa828.Qe4Rd829.Qd4Kf730.g41–0

Skák nr. 3475.

Þótt Friðrik hafi gert langflestar skáka sinna jafntefli, þá er ekki þar með sagt að það hafi verið baráttulaust, síður en svo. Það sannar best eftirfarandi skák hans við hollenska stórmeistarann Timman. Í 22. leik fórnar Friðrik drottningu sinni fyrir tvo „létta“ menn. Í staðinn fær hann allsterkt mótspil á drottningarvæng. Staðan er flókin og báðir keppendur lenda í timaþröng og hún hefur sin áhrif. Í 27. leik er líklegt að hvítur hefði átt einhverjar vinninngslíkur, ef hann hefði leikið Hd2 í stað Hf2. Hins vegar er einnig líklegt að svartur hafi átt hvassara framhald, sem erfitt er að koma auga á í tímaþröng. Eftir nokkrar sviptingar sættast keppendur á jafntefli — hvítur á þá drottningu og tvö peð en svartur hrók og fjögur peð. — Fjörug skák.

Hvitt: Timman – Holland
Svart: Friðrik Ólafsson –  Ísland

Kóngsindversk vörn.

12345678abcdefgh
Timman, Jan H2510
Olafsson, Fridrik2535
Teeside Alexander Memorial14
September 16, 1975 – Teeside
1.d4Nf62.c4g63.Nc3Bg74.e4d65.f3Nbd76.Be3c57.Nge2a68.Qd2Rb89.Rd1Qa510.Nc1cxd411.Bxd4O-O12.Be2Ne513.O-ONc614.Nb3Qd815.Be3Be616.Nd5b517.c5Bxd518.exd5Ne519.Bd4Nc420.Bxc4bxc421.Na5dxc522.Nc6cxd423.Nxd8Rfxd824.Qxd4Rbc825.Qa7Nxd526.Qxa6e627.Rf2Ra828.Qb5Rab829.Qa5Ra830.Qd2Rxa231.Qc1Rc832.Rc2c333.Qb1Raa834.Qc1Ra235.h4h536.Re1Bd4+37.Kh2Nb438.Rxc3Bxc339.bxc3Nd340.Qb1Rd241.Rd1Rxd142.Qxd1Rxc343.Qd2Ra344.Qe3Rb345.Qd4Ne146.Qa4Nxf3+47.gxf3Rd348.Qa8+Kg749.Qa1+Kg8#d½–½

Skák nr. 3476.

Í næstsíðustu umferð vann Geller snaggaralegan sigur yfir enska meistaranum Stean en hann hafði þá þegar tryggt sér alþjóðlegan meistaratitil í þessu móti. Í 12. leik býður Geller upp á eitrað peð, sem svartur má alls ekki þiggja. Stean hefur greinilega aðrar hugmyndir um gæði peðsfórnarinnar og þiggur hana umsvifalaust. Afleiðingarnar eru vægast sagt ömurlegar, því Geller bókstaflega kaffærir andstæðinginn. Hann fórnar öðru peði, siðan skiptamun og þegar skothríðinni linnir er svarta staðan sokkin í djúp sjávarins.

Hvítt: Geller – Sovétríkin
Svart: Stean – England

Sikileyjarvörn.

12345678abcdefgh
Geller, Efim P2600
Stean, Michael2370
Teeside14
1975 – Teeside
1.Nf3c52.c4g63.d4cxd44.Nxd4Nc65.e4Nf66.Nc3d67.Be2Nxd48.Qxd4Bg79.Bg5Be610.Rc1Qa511.Qd2Rc812.f3Bxc413.Nd5Qxa214.O-ONxd515.Rxc4Rxc416.Qxd5Ra417.Bb5+Kf818.Rc11–0

Skák nr. 3477.

Greinilegt er að Smyslov gerir sig ánægðam með jafntefli í eftirfarandi skák og hann flýtir sér svo að einfalda stöðuna. að hann gætir sín ekki og situr uppi með hartnær tapað tafl. Eftir tvöföld uppskipti hróka gerast svörtu mennirnir aðsópsmiklir og hvítur fær við ekkert ráðið. Þegar hann gefst upp er mannstap óumflýjanlegt.  Líklega hefur Smyslov láðst að tryggja sér jafnteflið fyrirfram!

Hvítt: Smyslov – Sovétríkin
Svart: Bronstein – Sovétríkin

Kóngsindversk vörn.

12345678abcdefgh
Smyslov, Vassily2605
Bronstein, David I2590
Teeside6
1975 – Teeside
1.d4Nf62.Nf3g63.c4Bg74.Nc3O-O5.Bg5d66.e3c57.Be2Nc68.O-OBf59.dxc5dxc510.Qxd8Rfxd811.Rad1Ne412.Nxe4Bxe413.b3h614.Bf4Nb415.a3Na216.Rxd8+Rxd817.Rd1Rxd1+18.Bxd1Nc319.Nd2Bd30–1

1975: Minningarmót um Alexander í Middlesbrough

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1975_minningarmot_alexanders_tafla

Vinningshlutall 50%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu