1961: Alþjóðlega Hoogovens-skákmótið

Friðrik fjórði í Beverwijk

 

 Ivkov og Larsen voru í sérflokki í Beverwijk.
Ivkov og Larsen voru í sérflokki í Beverwijk.

Borislav Ivkov og Bent Larsen báru höfuð og herðar yfir keppinauta sína á alþjóðlega mótinu í Beverwijk, fengu 7,5 vinning af 9 mögulegum. Næstur kom Uhlmann með 5,5 en Friðrik varð að gera sér fjórða sætið að góðu með 5 vinninga.

Hann tapaði tveimur skákum á mótinu, gegn Larsen og hinum svissneska Gereben. Sigurskákirnar þrjár komu gegn neðstu mönnum mótsins, Hollendingunum Donner og Barendregt, og Grünfeld frá Austurríki.

Borislav Ivkov var um árabil meðal sterkustu skákmanna heims, fæddur 12. nóvember 1933 í Belgrad og því tveimur árum eldri en Friðrik. Hann varð þrisvar skákmeistari Júgóslavíu og tefldi á tólf ólympíuskákmótum frá 1956 til 1980, og vann marga góða sigra á alþjóðlegum mótum, m.a. í Mar del Plata og Buenos Aires 1955, Zagreb 1965, Sarajevo 1967, Amsterdam 1974 og Mosvku 1999.

Alls mættust þeir Friðrik 12 sinnum við skákborðið. Friðrik vann eina skák, Ivkov þrjár, en átta skákum lauk með jafntefli.

1961: Alþjóðlega Hoogovens-skákmótið

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1961 Hoogovens - tafla

Vinningshlutall 56%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu