Lengsta skákþing sem fram hefur farið á Íslandi
Þjóðviljinn 5. mars 1950
Nú er undanrásunum í Skákþingi Reykjavíkur lokið og urðu úrslitin þessi: 1.-2. Guðjón M. Sigurðsson og Benóný Benediktsson 6,5 vinning hvor. 3.-4. Guðmundur S. Guðmundsson og Friðrik Ólafsson 6 vinn. 5.-10. Sveinn Kristinsson, Árni Snævarr, Baldur Möller, Eggert Gilfer, Guðmundur Ágústsson og Lárus Johnsen, sem hlutu 5,5 vinn. hver.
Keppendur voru alls 24 og var ekki öllum skákum lokið þegar þetta var ritað, en þær skákir, sem eftir eru hafa engin áhrif á 10 efstu sætin, og komast þeir, sem hér að framan eru nefndir, í úrslitin, sem hefjast í dag.
Þar teflir hver keppandi við alla hina. Þetta Reykjavikurþing er hin mesta eldraun eins og sjá má af því að þeir, sem i úrslitin komast tefla 18 skákir hver. Mun óhætt að fullyrða að þetta sé lengsta skákþing, sem farið hefur fram á Íslandi.
Þeir Guðjón og Benóný unnu góðan sigur í undanrásunum og voru vel að honum komnir. Benóný var efstur framan af, en þá tók Guðjón forustuna og hélt henni fram í síðustu umferð að Benóný náði honum aftur.
Skákstíll þeirra er ekki ósvipaður, báðir eru vel að sér í taktíkinni og harðir í sóknum. Mun þetta vera bezta frammistaða beggja til þessa og veitir þeim rétt til þátttöku í næstu landsliðskeppni.
Guðmundur Arnlaugsson.
Skákirnar
Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu