1960: Einvígi við Freystein Þorbergsson

Einvígi um sæti á svæðamóti FIDE: Friðrik sigraði Freystein 5-1

 

Úr Morgunblaðinu 25. ágúst 1960.

Skákeinvígi þeirra Friðriks og Freysteins lauk í fyrrakvöld. Síðasta skákin varð jafntefli og hefir Friðrik þá hlotið 5 vinninga gegn 1 og unnið réttinn til þess að taka þátt í svæðakeppninni í Hollandi í haust.

,,Ég veit ósköp vel, að Freysteinn teflir betur en hann hefur gert gegn mér að þessu sinni,“ sagði Friðrik, þegar fréttamaður Mbl. talaði við hann sem snöggvast.

,,Í fyrstu skákunum tefldi hvorugur okkar vel. Það voru baráttuskákir, þar gat allt gerzt, en úrslitin urðu mér í hag. Ég tefldi fyrst byrjanir, sem Freysteinn þekkir. Ég vissi að hann þekkti þær, hann þekkir líka minn skákstíl. Hann hefur þrívegis verið með mér á skákmótum erlendis,“ sagði Friðrik.

,,En ég tefldi þessar kunnu byrjanir aðeins í fyrstu skákunum. Svo fór ég að breyta um, svo að hann gæti ekki einbeitt sér að neinni sérstakri,“ sagði Friðrik.

,,Ég fann það t. d. á mánudaginn. Þá notaði ég mér enska byrjun og fann, að Freysteinn var algerlega óundirbúinm.“

Nú eru liðin 14 ár síðan Friðrik tók fyrst þátt í skákkeppni. Hann ætlar að hvíla sig fram í október-nóvember. Þá er það svæðakeppnin í Wageningen og Ólympíumótið í Leipzig.

1960: Einvígi við Freystein Þorbergsson

Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Umferð Nafn Úrslit Nafn
1 Friðrik Ólafsson 1/2 – 1/2 Freysteinn Þorbergsson
2 Freysteinn Þorbergsson 0 – 1 Friðrik Ólafsson
3 Friðrik Ólafsson 1 – 0 Freysteinn Þorbergsson
4 Freysteinn Þorbergsson 0 – 1 Friðrik Ólafsson
5 Friðrik Ólafsson 1 – 0 Freysteinn Þorbergsson
6 Freysteinn Þorbergsson 1/2 – 1/2 Friðrik Ólafsson
Vinningshlutall 83%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu