Æviágrip – Samtímamenn

Vaka – Helgarfell 2003

Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis og stórmeistari í skák, f. 26.1. 1935 í Reykjavík.

Foreldrar: Sigríður Ágúst Dóróthea Símonardóttir húsmóðir, f. 8.1. 1908 í Reykjavík, d. 9.12. 1992, og Ólafur Friðriksson skrifstofumaður, f. 14.2. 1905 í Reykjavík, d. 20.10. 1983.

Systkin: Margrét kaupmaður, f. 28.11.1930 og Ásta skrifstofumaður, f. 26.1. 1932.

Maki: Auður Júlíusdóttir deildarstjóri, f. 4.3. 1941. Foreldrar maka: Bergljót Sigurjónsson, f. Patursson, húsmóðir, f 1.1. 1910 og Júlíus Sigurjónsson prófessor, f. 26.12. 1907, d. 9.9. 1988.

Börn: Bergljót gjaldkeri, f. 24.8 1962 og Áslaug lögfræðingur, f. 17.8 1969.

Menntun: Stúdentspróf frá MR 1955. Lögfræðipróf frá HÍ 1968.

Starfsferill: Fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu 1968-1974. Forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) 1978-1982. Ritstjóri Lagasafns Íslands 1982-1983. Skrifstofustjóri Alþingis frá 1984. Varð sex sinnum Íslandsmeistari í skák, fyrst 1952, og Norðurlandameistari í skák 1953 og 1971. Alþjóðlegur skákmeistari 1956 og fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák 1958. Varð sigurvegari á skákmótinu í Hastings 1955-1956, í Beverwijk í Hollandi 1959, Í Marianske Kasne í Tékkóslóvakíu 1961, á alþjóðlegum skákmótum í Reykjavík 1966, 1972 og 1976 og á Wijk an Zee í Hollandi 1975. Veitti forstöðu Skákskóla Friðriks Ólafssonar 1982-1984. Sat í nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins 1989 sem vann að undirbúningi frumvarps til laga um Skákskóla Íslands og stórmeistaralaun.

Ritstörf: Lærið að tefla, kennslubók í skák, ásamt Ingvari Ásmundssyni, 1958. Heimsmeistaraeinvígið í skák 1972, ásamt Freysteini Jóhannssyni, 1972. Við skákborðið í aldarfjórðung, 1976. Auk þess fjöldi greina um skák í tímaritu og dagblöðum.

Viðurkenningar: Sæmdur titlinum alþjóðlegur stórmeistari í skák 1958, fyrstur Íslendinga. Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1972 og stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1980. Gerður að heiðursborgara Reykjavíkur og aðalheiðursfélaga FIDE, 2015.

Merki: