Ólympíuskákmotið í Helsingfors
Viðtal við Lárus Johnsen
Lárus Johnsen Skákmeistari kom fyrstur íslenzku þátttakendanna heim frá Alþjóðaskákmótinu í Helsingfors.
Skákritið snéri sér til hans og beiddist frétta frá mótinu. Það, sem hér fer á eftir, er í stórum dráttum það, sem Lárus hafði að segja um förina.
Við héldum út 2. ágúst með Gullfossi. Ferðin gekk ágætlega, sólskin var og mikil veðurblíða, og nutum við þess óspart.
Mátti með sanni segja, að þann tíma lifðum við eingöngu fyrir líðandi stund og gleymd um að mestu öllum framtíðar áhyggjum.
Til Kaupmannahafnar komum við morguninn 7. ágúst. Höfðum við þar skamma viðdvöl og héldum um kvöldið með ferju yfir til Malmö í Svíþjóð og þaðan með næturlest til Stokkhólms og komum þangað um morguninn 8. ágúst.
Þar höfðum við einnig mjög skamma viðdvöl, því að kl. 2.30 um daginn héldum við með skipi áleiðis til Helsingfors. Með skipi þessu voru einnig lið ýmissa annarra þjóða.
Til Helsingfors komum við svo um morguninn 9. ágúst og höfðum þannig verið rétta viku á leiðinni.
Það mátti ekki seinna vera, að við kæmum til Helsingfors, því að sama dag fór fram hátíðleg setningarathöfn mótsins í samkomusal Verzlunarháskóla Helsingforsborgar, en þar fór mótið fram. Voru þar mjög glæsileg salarkynni.
Svíinn Folke ‘Rogard, forseti Alþjóðaskáksambandsins, setti mótið.
Kl. 4 um daginn vorum við síðan boðnir í veizlu í móttökusal finnsku ríkisstjórnarinnar. og vorum þar sæmdir návist ráðherra og annarra fyrirmenna.
Var þar veittur óspart bæði, matur og drykkur.
Hvenær hófst svo sjálf keppnin?
Keppnin hófst sunnudaginn 10. ágúst. Svo sem kunnugt er var þeim 25 þjóðum, sem mótið sóttu, skipti 3 riðla, nr. 1, 2, og 3, og var dregið um það, hvar í riðli, hver þjóð lenti, að því þó tilskildu, að séð var um það, að af hinum allra sterkustu þjóðum (t. d. Sovétríkin, Argentína, Júgóslavía, Bandaríkin o. s. frv.) lentu ekki 3 í sama riðli.
Af sjálfu sér leiddi, að þar sem þjóðirnar voru 25 alls,gátu þær ekki orðið jafnmargar í hverjum riðli, og var því ráðstafað svo, að í 1. riðli urðu 9 þjóðir, en í hinum tveimur 8. Við lentum í 1. riðli ásamt Argentínu, Vestur Þýskalandi, Tékkóslóvakíu, Bretlandi, Danmörku, Kúbu, Saar og Luxemburg.
Hvað gerðuð þið ykkur vonir ,um að verða ofarlega í riðli þessum, áður en keppnin hófst?
Við gerðum okkur vonir um að lenda ekki neðar en í 6.sæti, en það þýddi það, að við hefðum lent. í B-flokki í úrslitakeppninni og aldrei orðið neðar en nr. 18 á mótinu.
Nú, 3 fyrstu þjóðir í hverjum riðli hafa þannig lent í A-flokki :í: úrslitunum, 8 næstu í B-flokki og þær, sem af gengu í C-flokki?
Já, því var á þann veg háttað.
Jæja, varð sú von að lenda í miðflokkinum sér til skammar þegar í fyrstu umferðunum?
Nei, sú von kulnaði ekki alveg fyr en í 8. umferð, er við tefldum við Luxemburg.
Síðan byrjaði Lárus að segja frá einstökum umferðum.
Við vorum ekki ánægðir með úrslitin í 1. umferð, er við töpuðum fyrir Saar með 1 1/2 – 2 1/2.
Sannleikurinn er sá, að við vanmátum Sa’arbúa og töldum þá veikari en þeir reyndust vera.
Í 2. umferð fengum við 1 1/2 vinning á Tékka, og voru það góð úrslit eftir atvikum, enda þótt Friðrik hlyti óverðskuldað tap á 1. borði.
Ég þóttist ekki þurfa að fyrirverða mig fyrir jafntefli mitt gegn Pachmann, sem er mjög þekktur alþjóðlegur meistari. Um skákir þeirra Guðjóns og Sigurgeirs mætti segja svipað.
Í 3. umferð áttum við frí og notuðum það til nánari glöggvunar á öllum aðstæðum og til hvíldar eftir því, sem kostur var á.
Í 4. umferð tefldum við svo við langsterkustu þjóðina í okkar riðli, Argentínumenn, sem höfnuðu í öðru sæti í úrslitakeppninni. Í byrjun gerðum við okkur von um að fá 1 vinning, en sú von brást. Einungis Friðrik tókst að herja út afntefli á andstæðing sinn, Jul. Bolbochan, og var það út af fyrir sig ágætt afrek.
Í 5. umferð tefldum við svo við Dani. Ekki þyrði ég að sverja fyrir, að við hefðum ekki teflt af ögn meiri þunga og lagt meiri orku í skákirnar en í hinum umferðunum, er við þreyttum kapp við þessa frændur vora. En hvað, sem því líður tókst okkur að sigra þá með eins vinnings mun, og var vissulega fögnuður í okkar herbúðum eftir þá umferð.
Einna . athyglisverðust var skák þeirra Guðmundar Arnlaugssonar og Egils Pedersen, en Danir töldu hana lengi unna hjá Agli.
En með óvæntum og sterkum varnarleik tókst Guðmundi að snúa taflinu sér í hag, og réði það úrslitum í þessari viðureign.
Í 6. umferð tefldum við við Þjóðverja og hlutum 1 1/2 :2 1/2. Það mætti ætla, að við þyrftum ekki að .vera svo óánægðir með þau úrslit, en eftir skákunum fundust okkur þau úrslit ekki sérlega sanngjörn. Gilfer átti unnið á Teschner, en náði einungis jafntefli, og ég tapaði jafnteflisskák gegn L. Schmid.
Gerðuð þið ykkur ennþá vonir um að lenda í B-flokki í úrslitunum?
Já, ennþá þóttu okkur standa vonir til þess, einkum ef okkur tækist að sigra Kúbu í næstu umferð, en við Kúbumenn stóð meginbaráttan.
Svo kom 7. umferðin, þegar við töpuðum fyrir Kúbu með eins vinnings mun. Við vorum sáróánægðir með þau úrslit. Við Friðrik töldum okkur báða eiga unnið tafl á tímabili.
Eftir þessi úrslit var ljóst, að við gátum ekki gert okkur vonir um að lenda í B-flokki nema gæfan væri okkur sérlega hliðholl, sem í ljós kom, að ekki var.
Í næstu umferð, þeirri áttundu kom nefnilega áfallið, og mátti líta á það sem hlutfallslega mesta áfall, er er við urðum fyrir á mótinu. Þá gerðum við jafnt við Luxemburg. Hve úrslit þessi eru lítt til þess fallin að hælast yfir þeim, sést bezt á því, að á öllu mótinu, bæði í undanrásum og úrslitum (þ. e. af 56 skákum) hlutu Luxemburgarar einungis 31%; vinning, þar af 2 á okkur!!! Þeir virðast því standa í eigi lítilli þakkarskuld við okkur.
Hverjar telur þú aðalorsakir þessarra óhagstæðu úrslita?
Höfuðorsökin hefur sennilega verið sú, að við höfum vanmetið andstæðinga okkar. Í öðru lagi kann, að hafa gætt hjá okkur taugaóstyrks vegna þess, hversu tvær síðustu umferðirnar voru mikilvægar upp á úrslitin. Hvað einstakar skákir snertir gét ég a. m. k. fullyrt það, að Friðrik Ólafsson var þarna unninn af sér mun veikari manni.
Eftir þetta höfðum við engar vonir um að lenda í 2. gæðaflokki, ef svo mætti að orði komast.
Misstuð þið nú ekki kjarkinn og gáfuzt upp fyrir brezka heimsveldinu banrdagalaust í síðustu umferð?
Nei. Við fengum eftir atvikum ;sæmilega útkomu gegn Bretum: 1 1/2 :2 1/2, og hygg ég að þær úrslitatölur gætu jafnvel gilt sem hlutfallstölur fyrir styrkleika landanna.
En þar með höfðu þó hinar björtustu vonir svikið ykkur?
Já, nú urðum við að lækka seglin og láta okkur nægja að tefla upp á efsta sætið í C-flokki.
Tölduð þið ykkur í byrjun hafa talsverða möguleika til þess?
Já, það var álit okkar, en við reiknuðum þó með Brasilíumönnum sem hættulegum andstæðingum, enda hafði aðeins munað einum vinningi, að þeir lentu ekki í B-flokki.
Hvernig vegnaði ykkur svo í fyrstu í úrslitunum?
Ágætlega til að byrja með. Í 1. umferð unnum við Luxemburg á öllum borðum.
Satt að segja var þetta eina umferð mótsins, sem hægt var að segja, að við værum heppnir í, því að þeir Sigurgeir og Guðjón römbuðu báðir um skeið á barmi glötunarinnar. En hvað um það. Við unnum allar skákirnar og vorum nú hinir vígreifustu.
Hvað voruð þið svo lengi undir áhrifum þessarar sigurvímu?
Í 2. umferð áttum við frí, og þótt áhrifin hafi. kannske dvinað nokkuð við það, þá fengum við tvo góða „afréttara“ í 3. og 4. umferð, en þá unnum við fyrst Norðmenn, en síðan Grikki’ með 2 1/2 : 1 1/2 hvora þjóðina.
Eftir 4. umferð fundust okkur möguleikar okkar til að vinna flokkinn hafa allmjög aukizt. Vorum við þá í efsta sæti ásamt Norðmönnum með 9 vinninga, en Norðmenn áttu eftir að eiga frí. Í öðru sæti voru Brasilíumenn og Svisslendingar með 8 vinninga.
Svo kom 5. umferð, örlöga ríkasta umferð úrslitanna. Við tefldum við Saar og hugsuðum þeim nú þegjandi þörfina, en þeir höfðu sem áður var sagt sigrað okkur með 2 1/2 : 1 1/2 í fyrstu umferð undanrásanna. En oft verður lítið úr því högginu, sem hátt er reitt.
Í stað þess að ná að koma fram hefndum biðum við nú enn herfilegri ósigur og hlutum aðeins 1 vinning gegn 3.Orsök þess má sjálfsagt rekja til taugaóstyrks og þess ásetnings okkar að vinna því sem næst hverja skák af Saar.
Sem heild tel ég Saarliðið nokkru veikara en okkar lið.
En þeir virtust ekki setja sig á eins háan hest og við og tefla meira fyrir ánægjuna heldur en það að vinna sigra hvað sem það kostaði. Slíkt hugarfar gefur oft furðulegan árangur.
Gerðuð þið ykkur nú lengur vonir um efsta sætið?
Ja, ég veit ekki hvað segja skal. Bjartsýnir menn ala alltaf hinar fáránlegustu vonir í brjósti. Svo mikið er víst, að í næstu umferð gerðum við örvæntingarfulla tilraun til að vinna Brasilíu með sem mestum yfirburðum, því að það var úr því sem komið var eina vonin til að ná forustunni.
Þessi tilraun endaði með þeim ósköpum, að við töpuðum á öllum borðum. Hvílíkt reiðarslag þetta var sést bezt á því að við þetta lentum við í næst neðsta sæti, hálfum vinning niður fyrir Saar.
Þótti ykkur nú ekki sem Íslands óhamingju yrði allt að vopni?
Sjálfsagt hefur það hvarflað að sumum okkar.
Svo síðasta umferðin?
Já, í henni unnum við Sviss með 2 1/2 :1 1/2 og náðum við það Saar og höfnuðum því í næst neðsta sæti. Við vorum þó raunar taldir vinna Saar á stigum.
Og hver varð svo heildarútkoma ykkar að vinningum til?
Við hlutum 25 vinninga af 56 mögulegum, sem eru 44,6%.
Vinningar skiptust á þann veg milli einstakra manna úr okkar liði að:
Gilfer hlaut 2 vinninga af 8 eða 25%.
Friðrik hlaut 6 v. af 13 eða 46,1%.
Lárus hlaut 4 v. af 11 eða 36,4%.
Guðjón hlaut 6 v. af 12 eða 50,0%.
Guðmundur hlaut 4 v. af 6 eða 66,7 %.
Sigurgeir hlaut 3 v. af 6 eða 50,0 %.
Hvað viltu segja um þessa frammistöðu?
Hún er að sjálfsögðu ekki góð og verri en menn almennt munu hafa vænzt.
Þess ber þó að gæta að 4 okkar höfðu aldrei teflt á slíku móti fyrr. En auk þess tel ég, að minni framför hafi orðið hjá okkur í skák síðustu árin en hjá. ýmsum öðrum þjóðum.
En telur þú engan árangur hafa orðið af ferðinni þegar vinningafjöldi er fráskilinn.
Jú, ég tel okkur hafa hlotið mikla og staðgóða þjálfun. Auk þeirra skáka, sem við tefldum, sáum við ýmsa heimsfræga meistara þreyta með sér kapp, og má ætla að við höfum eitthvað lært af þeim.
Ég tel því líklegt, að þeir af okkur, sem mótækilegir voru fyrir framför, hafi bætt talsverðu við skákstyrkleika sinn.
Já, það er nú alltaf mikils um vert.
Var ekki mótinu vel stjórnað?
Jú með ágætum. Salarkynni voru glæsileg, öllu haganlega fyrirkomið og í föstum sniðum og ítrasta stundvísi viðhöfð. Finnar sýndu skákmönnunum fyllsta atlæti og vínsemd. Var okkur m. a. tvisvar boðið í kynnisferð, í annað skiptið um Helsingforsborg, en hitt skiptið sjóleiðis í skrautlegri lystisnekkju um nágrenni borgarinnar. Var þannig allt gert til að gera okkur lífið sem ánægjulegast.
Þess þarf tæpast að geta, að í lok mótsins var keppendum haldin mjög vegleg skilnaðarveizla.
Hverjir hlutu flesta vinninga á hinum ýmsu borðum?
Á fyrsta borði hlaut argentíski skákmeistarinn Najdorf bezta útkomu: 12 1/2 vinning af 16 sem eru 78,12% vinninga.
Á öðru borði Smyslov (Sovétríkjunum) 10 1/2 af 13 eða 80,-77%.
Á þriðja borði Bronstein (Sovétr.) 8 af 10 eða 80,0%.
Á fjórða borði Kottnauer (Tékkóslóvakía) 12% af 15 eða 83,33%.
Hvaða stórmeistari virtist þér vekja mesta athygli í Helsingfors?
Najdorf virtist mér draga mest að sér áhorfendur, enda tefldi hann mjög skemmtilega, en af einstökum liðum vakti lið Sovétríkjanna, sem bar sigur af hólmi í keppninni, auðvitað mesta athygli. Skákmeistari Sovétríkjanna, Paul Keres, fannst mér mjög kurteis og vingjarnlegur maður.
Að endingu gat Lárus þess, að skákstjóri á mótinu hefði verið tékkneski meistarinn Opocensky, sem hefði auðvitað haft sér til aðstoðar fjölda finnskra embættismanna.
Að því loknu þökkuðum við Lárusi gefnar upplýsingar og kvöddum hann með virktum.