1974: XXI. Ólympíuskákmótið í Nice

Stórsigur Sovétmanna: Íslenska sveitin 21.-23. sæti af 74

 

Tíminn 24. júlí 1974.

Ólympiuskákmótið er fram fór í Nice í Frakklandi dagana 6.-30. júní, var hið 21. í röðinni, og jafnframt var 50 ára afmæli FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, haldið hátíðlegt en það var stofnsett í París árið 1924. Þátttökuþjóðir voru nú 74 og var þeim skipt í 8 forriðla og voru 9 og 10 þjóðir í hverjum riðli, tvær efstu þjóðirnar skipuðu síðan úrslitariðilinn A, tvær þær næstu B-riðil o.s.frv.

1974 Karpov (1)
Hinn ungi Karpov leiddi firnasterka sveit Sovétríkjanna til sigurs á 21. Ólympíuskákmótinu.

Sovéska skáksveitin sigraði með nokkrum yfirburðum, og hlaut hún 46,5 vinninga af 60 skákum úrslitakeppninnar, í öðru sæti komu Júgóslavar með 37,5 og Bandaríkjamenn í þriðja sæti með 36,5.

Vinningshlutfall sovésku sigurvegaranna var: Karpov 12 v. af 14, Korchnoi 11,5 v. af 15, Spassky 11 v. af 15, Petrosian 12,5 af 14, Tal 11,5 af 15 og Kuzmin með 12,5 af 15.

Íslenska sveitin hafnaði í B-riðli úrslitakeppninnar, og varð þar í 5.-7. sæti ásamt Norð-mönnum og Pólverjum með 32 vinninga. A-riðill úrslitakeppninnar taldi 16 þjóðir, sömuleiðis B-riðill.

Íslendingar höfnuðu því endanlega í 21.-23. sæti, en þátttökuþjóðir voru 74, eins og fyrr greinir. Til gamans má geta þess, að á Olympiuskákmótinu í Skopje i Júgóslaviu 1972, hafnaði íslenska skáksveitin í 24. sæti, en þá voru 64 þjóðir mættar til leiks.

Vinningar íslensku skáksveitarinnar skiptust þannig:

Friðrik Ólafsson 10,5 vinningar í 17 skákum.
Guðmundur Sigurjónsson 10,5 vinningar í 18 skákum.
Ingi R. Jóhannsson 10,5 vinningar í 17 skákum.
Jón Kristinsson 6,5 vinningar í 13 skákum.
Ingvar Ásmundsson 6,5 vinningar í 11 skákum.
Björgvin Viglundsson, 5 vinningar í 11 skákum.

Fyrirliði sveitarinnar var Friðrik Ólafsson, en fararstjóri var Þórhallur Ólafsson læknir, og var fulltrúi Íslands, ásamt Þráni Guðmundssyni, á þingi FIDE er haldið var í Nizza á sama tíma.

Þar var dr. Max Euwe endurkjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) og varaforsetar voru kosnir þrír, í stað eins áður. Fyrir valinu urðu þeir Campomanes frá Filippseyjum, Prentice frá Canada, og B. Kasic frá Jugóslavlu.

Samþykkt var ein mikilvæg breyting á fyrirkomulagi Ólympíuskákmótsins, en hún var sú, að á næsta móti skyldi teflt eftir svissneska kerfinu, sennilega 13 umferðir. Hvar næsta Ólympluskákmót, árið 1976, yrði haldið, var ekki ákveðið á þessu þingi.

1974: XXI. Ólympíuskákmótið í Nice

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Vinningshlutall 62%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu