Svæðamótið í Berg en Dal er mönnum enn í fersku minni bæði vegna sigurs Friðriks Ólafssonar og eins vegna þess, að austur-þýzka stórmeistaranum Uhlmann, sem þar átti að tefla, var neitað um vegabréfsáritun með þeim afleiðingum, að sjö aðrir þátttakendur frá Austur-Evrópu hættu við þátttöku. Frá því síðarnefnda hefur verið sagt allítarlega í blöðum og útvarpi og verður það því ekki rakið hér nánar. Enn mun óvíst, hvernig ráðið verður fram úr þeim vanda er skapaðist við að þessir þátttakendur drógu sig í hlé.
Svæðamótið varð af þessum sökum ekki eins sterkt og ella hefði orðið. Má segja, að Friðrik Ólafsson hafi fyrirfram verið sigurstranglegastur, þó að búast mætti við að Teschner, Dücksteini og Larsen gætu orðið honum skeinuhættir. Þessir fjórir fylgdust að framan af, unnu allir í fyrstu umferð. Larsen dróst síðan lítið eitt aftur úr, Friðrik og Teschner skiptust á um að vera í fyrsta sætinu, en Dückstein fylgdi þeim fast eftir. Í sjöundu umferð komst Friðrik endanlega upp fyrir Teschner, sem þá tapaði fyrir Spánverjanum Lopez Garcia. Larsen hafði allt fram að næst síðustu umferð möguleika á að ná þriðja sæti, en þá tapaði hann fyrir Dückstein og var þar með úr leik í keppninni um þrjú efstu sætin og réttinn til þátttöku í næsta millisvæðamóti.
Samtímis svæðamótinu fór fram keppni milli þeirra Matanovic, Bertok, Bilek og van Scheltinga, er höfðu orðið jafnir í 2. sæti á eftir Barcza í svæðamótinu í Búdapest í maí sl. Þrír efstu menn á því móti áttu að fá rétt til þátttöku í millisvæðamótinu. Tefldu þessir fjórir menn tvöfalda umferð og urðu úrslit þessi: Bilek 3 1/2., Bertok og Matanovic 3 v., van Scheltinga 2 1/2 v. Bertok vann Matanoviq á stigum og eiga þeir Bilek og Bertok því rétt til þátttöku á næsta millisvæðamóti.
Guðmundur Pálmason.
Skák nr. 956.
Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: Lopez Garcia (Spánn).
Petroffs-Vörn.
Skýringar eftir Guðm. Pálmason
1960: Svæðamót FIDE - Berg en Dal
Árangur Friðriks og vinningshlutfall
Nafn | Land | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | Vinningar | Vinningsprósenta | |
1 | Friðrik Ólafsson | Ísland | x | ½ | ½ | 1 | ½ | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 7,5 | 83% |
2 | Andreas Dückstein | Austurríki | ½ | x | ½ | 1 | ½ | 1 | 1 | ½ | 1 | 1 | 7 | 78% |
3 | Rudolf Teschner | Þýskaland | ½ | ½ | x | 1 | 1 | 1 | 0 | 1 | 1 | 1 | 7 | 78% |
4 | Bent Larsen | Danmörk | 0 | 0 | 0 | x | 1 | 1 | 1 | 1 | ½ | 1 | 5,5 | 61% |
5 | Svein Johannessen | Noregur | ½ | ½ | 0 | 0 | x | ½ | ½ | 1 | ½ | 1 | 4,5 | 50% |
6 | Johan Barendregt | Holland | 0 | 0 | 0 | 0 | ½ | x | 1 | 1 | 1 | ½ | 4 | 44% |
7 | Lopez Garcia | Spánn | 0 | 0 | 1 | 0 | ½ | 0 | x | ½ | ½ | ½ | 3 | 33% |
8 | Karle-Sakari Ojanen | Finnland | 0 | ½ | 0 | 0 | 0 | 0 | ½ | x | ½ | 1 | 2,5 | 28% |
9 | Kristian Sköld | Svíþjóð | 0 | 0 | 0 | ½ | ½ | 0 | ½ | ½ | x | ½ | 2,5 | 28% |
10 | Thedor Schuster | Þýskaland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | ½ | ½ | 0 | ½ | x | 1,5 | 17% |
Skákirnar
Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu