Dagblaðið, 9. júní 1980.
Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Friðrik Ólafsson urðu efstir og jafnir með 5 vinninga af 6 mögulegum á fyrsta helgarskákmótinu, sem haldið var um síðastliðna helgi. Þeir fá 200 þúsund krónur hver i verðlaun fyrir árangurinn.
Helgi telst sigurvegari í mótinu á stigum. Hann hlaut 17,5 stig, Margeir 17 stig og Frtðrtk 16,5 stig. Þátttaka Friðriks Ólafssonar stórmeistara setti mikinn svip á mótið og tefldi hann mjög vel að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar. Hann tefldi stíft til vinnings í öllum skákunum en varð tvívegis að gera sér jafntefli að góðu, gegn Margeiri Péturssyni og Íslandsmeistaranum unga, Jóhanni Hjartarsyni. Í báðum skákunum hafði Friðrik náð betri stöðu en lék henni niður í tímahraki.
Í lokaumferðinni mættust stórmeistararnir Friðrik og Guðmundur Sigurjónsson og vann Friðrik í æsispennandi og vel tefldri skák.
Röð næstu keppenda varð sem hér segir: 4. Guðmundur Sigurjónsson 4,5 vinningar, 5. Jón L. Árnason 4,5 v.,6. Hilmar Karlsson 4,5 v., 7. Jóhann Hjartarson 4 v., 8. Sævar Bjarnason 4 v., 9. Pálmar Breiðfjörð 3,5 v., 10. Halldór Einarsson 3,5 v.
Næsta helgarskákmót verður sennilega haldið um næstu mánaðamót. Líklegt er að það verði haldiðað Bifröst.
Skákirnar
Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu