1958: V. Heimsmeistaramót stúdenta í Varna

Sovétríkin efst á V. heimsmeistaramóti stúdenta

Heimsmeistaramót stúdenta í skák, hið fimmta í röðinni, var haldið í Varna í Búlgaríu, dagana 6.-10. júlí. Sextán þjóðir tóku þátt í mótinu að þessu sinni, og var þeim skipt í fjóra riðla. Skyldu síðan tvær efstu þjóðir úr hverjum riðli tefla til úrslita um titilinn, en hinar átta í B-riðli.

Úrslit undankeppninnar urðu þessi:

I. riðill

 1. Sovétríkin 9 vinningar.
 2. Austur-Þýzkaland 8 v.
 3. Rúmenía 7 v.
 4. Írland 0 v.

II. riðill

 1. Bandaríkin 9,5 vinningar.
 2. Búlgaría 7 v.
 3. Albanía 5 v.
 4. Ísland 2,5 v.

III. riðill

 1. Ungverjaland 7,5 vinningar.
 2. Tékkóslóvakía 7,5 v.
 3. Mongólía 5 v.
 4. Holland 4 v.

IV. riðill

 1. Júgóslavía 9 vinningar.
 2. Argentína 8,5 v.
 3. Pólland 4 v.
 4. Svíþjóð 2,5 v.

Til úrslita tefldu því Sovétríkin, Austur-Þýskaland, Bandaríkin, Búlgaría, Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Júgóslavía og Argentína.

Eins og almennt var búist við sigruðu Sovétmenn í úrslitakeppninni, hlutu 19,5 vinninga. Sveitina skipuðu þeir Tal, Spassky, Gurgenidse, Gipslis og Nikitin.

Um frammistöðu íslenzku sveitarinnar í undankeppninni er það að segja, að hún varð mun lakari en búist var við. Af þeim 12 skákum, sem sveitin tefldi, vann hún enga, gerði 5 jafntefli og tapaði 7.

Tapaði sveitin gegn Búlgaríu með 0,5 gegn 3,5, gegn Bandaríkjunum með 1 gegn 3 og gegn Albaníu með 1 gegn 3.

Í síðari keppninni tókst sveitinni þó að rétta hlut sinn verulega, og hreppti 2. sætið eftir allharða baráttu. Sigurvegarar urðu hins vegar Rúmenar.

Vinningar íslensku sveitarinnar (úr báðum riðlunum) skiptast þannig milli einstakra manna:

 1. Friðrik Ólafsson 6,5 af 9.
 2. Ingvar Ásmundsson 3,5 af 9.
 3. Freysteinn Þorbergsson 6 af 9.
 4. Stefán Briem 0 af 4.
 5. Bragi Þorbergsson 1 af 3.
 6. Árni Finnsson 3 af 6.

 

SKÁK 6. tbl. 1958.

1958: V. Heimsmeistaramót stúdenta í Varna

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

1958 Heimsmeistaramót stúdenta - tafla

Vinningshlutall 72%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu