1958: Millisvæðamót FIDE í Portoroz

Gríðarleg spenna í Portoroz:

Friðrik kominn í hóp bestu skákmanna heims!

Frétt Tímans 12. september 1958.

Skákmótinu í Portoroz í Júgóslavíu lauk í gær og náði Friðrik Ólaísson þeim glæsilega árangri að verða í hópi þeirra sex sem unnu sér rétt til þátttöku í kandídatamótinu, sem sker úr því, hver fær tækifæri til að tefla við heimsmeistarann um heimsmeistaratignina í skák. Frammistaða Friðriks í mótinu var með miklum ágætum og eftir þetta afrek má hiklaust telja hann í hópi tíu snjöllustu skákmanna heimsins.

Síðasta umferðin í Portoroz var mjög tvísýn og ytri aðstæður urðu þess valdandi að mikil taugaspenna var meðal skákmanna og skákunnenda hér, sem eru víst allir Íslendingar þegar Friðrik Ólafsson á í hlut, um úrslit í mólinu. Í fyrrakvöld geysaði fárviðri í Portoroz, sem olli því, að símasambandslaust var milli borgarinnar og Belgrad, og gat útvarpið í höfuðborginni því aðeins lítillega sagt frá mótinu.

Af þeim fréttum mátti ráða, að Gligoric stæði betur gegn Fischer, en tafl Friðriks við Greiff var flókið. Óvissan um að Friðrik kæmist í hóp hinna sex útvöldu var því mikil.

Rétt eftir hádegi í gær bárust svo fyrstu fréttir af síðustu um ferðinni og voru þær hreint ekki til að auka möguleika Friðriks, þar sem Fischer hafði náð iafntefli gegn Gligoric, og tryggt sér með því 12 vinninga. Er þetta mjög glæsilegt afrek hjá hinum 15 ára Bandaríkjamanni, þyí Gligoric tefldi upp á fyrsta sæti f mótinu.

Tal gerði jafntefli við Sherwin og tryggði sér því efsta sætið, Benkö gerði jafntefli við Neikirk, og var örugglega í einu af sex efstu sætunum. En einn keppinautur Friðriks um sjötta sætið féll þarna úr leik. Pachmann tókst aðeins að ná jafntefli gegn Sanguinetti, og komst því aðeins í 11,5 vinning. Rosetto vann Furster. Averbach og Filip gerðu jafntefli.

Línurnar skýrast

Um þrjúleytið í gær barst svo skeyti frá Ingvari Ásmundssyni, þar sem sagt var, að Bronstein ætti tapað tafl gegn Cardoso, en Szabo stæði verr gegn Panno. Matanovic vann Larsen. Þar með heltust tveir helztu keppinautar Friðriks úr lestinni.

Um skák Friðriks var ekkert sagt í skeytinu, en staðan hinsvegar gefin. Þegar hinn almenni skákáhugamaður dró fram taflborðið gat hann lítið ráðið um stöðuna, allt jafnt á borðinu, en þeir sem betur voru að sér í völundarhúsi skáklistarinnar sögðu að Friðrik hefði vinningslíkur.

Og svo fór líka. Klukkan 6.30 í gær skýrði Belgrad-útvarpið frá því að Friðrik hefði unnið Greiff, Cardoso unnið Bronstein, en Panno og Szabo gert jafntefli, og þar með var Friðrik kominn í hóp hinna útvöldu.

Glæsileg taflmennska

Friðrik tefldi mjög glæsilega á köflum á mótinu, en var misjafn. Hann vann flestar skákir, ásamt Tal og Gligoric af öllum á mótinu, átta. talsins, gerði átta jafntefli, en tapaði fjórum skákum, en í minnsta kosti tveim þeirra tapaði hann í tímahraki eftir að hafa átt yfirburðastöðu.

En athyglisverðastur er árangur Friðriks gegn hinum 11 stórmeisturum, sem tefldu á mótinu. Gegn þeim hlaut hann sjö vinninga, eða fleiri vinninga, en nokk ur annar, að Tal einum undanskildum, sem einnig hlaut sjö vinninga. Gligoric og Bronstein komu næstir með 6,5 vinning.

Þessi árangur Friðriks sýnir, að hann er jafningi þeirra beztu í skákinni, en hins vegar kom hin slælega frammistaða hans gegn hinum lakari skákmönnum mótsins í veg fyrir það, að hann hlyti enn hærra sæti. Friðrik hélt sig mest allt mótið í öðru og þriðja sæti, þar til í lokin, að hann lenti í einhverjum öldudal og hlaut aðeins tvo vinninga úr fimm skákum, frá 15.—20. umferð.

Féll hann þá nokkuð niður, en sigur í síðustu skákinni skaut honum upp í virðingarsæti aftur. Um önnur úrslit á mótinu er það að segja, að mjög hefir komið á óvart hin ágæta frammistaða hins 15 ára gamla Fischers og Benkö. Hvorugur þeirra er stórmeistari, en nú skutu þeir mörgum aftur fyrir sig.

Rússlandsmeistarinn Tal frá Lettlandi sigraði, en hann var í fyrsta eða öðru sæti allt mótið. Tal tapaði aðeins einni skák, en það gerðu einnig Bronstein og Petrosjan.

Gligoric tefldi af mikilli hörku í lokin, hlaut 8,5 vinning úr síðustu 11 skákunum og er það mjög glæsilegur áfangur í jafn erfiðu móti. Larsen stóð sig afar illa á mótinu og var lang neðstur stórmeistaranna, og einnig kom á óyart að Tékkarnir tveir skyldu ekki blanda sér meir í baráttuna um efstu sætin. Jafnteflis kóngur í. mótinu yarg Bronstein með 15 jafntefli, en næstir komu Panno og Filip með 14 jafntefli.
Dreymdi fyrir úrslitunum

Sigríði Símonardóttur, móður Friðriks Ólafssonar, skákmeistara, dreymdi einkennilegan draum rétt eftir að skákmótið í Portoroz hófst. — Henni fannst í draumnum, sem hún væri ein á báti með syni sínum á leið frá Reykjavik til Akraness. En fjallháar öldur risu allt í kring, og henni fannst sem bátskelin myndi þá og þegar fara niður, er hún stakkst í stæstu öldudalina. En Friðrik tókst að stýra það vel — sem kom henni mest á óvart í draumnum, þar sem hún vissi að hann hafði aldrei verið á sjó, — að honum tókst að forðast stærstu boðana og að lokum að ná öruggri höfn — eftir mikla baráttu.

1958: Millisvæðamót FIDE í Portoroz

Smelltu til að skoða töfluna í fullri stærð

millisvaedamot_FIDE_Portoz_1958

Vinningshlutall 60%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu