1977: Tilburg Interpolis

Interpolis-skákmófið í Tilsburg

KARPOV SIGRAR AF ÖRYGGI

Talsverðrar umræðu gætti um það, hvernig „heimsmeistaranum“ Karpov reiddi af á þessu móti. Frá því hann erfði titilinn frá Fischer hefur Karpov staðið sig af mikilli prýði og unnið hvert mótið af öðru. Hefur árangur hans verið með slíkum glæsibrag, að ekki er saman að jafna við feril nokkurs manns nema þá Fischers. Stórmeistaramótið í Tilsburg var enn einn prófsteinninn á yfirburði Karpovs. Hann brást ekki þótt í sumum viðureignunum stæði hann hallt, eins og fram kemur við athugun skákanna hér á eftir, en hvað sem því líður varð sigur Karpovs óvéfengjanlegur og heilan vinning hafði hann umfram andstæðinga sína. Að flestra mati er ekki lengur spurning um réttmæti Karpovs til krúnunnar fyrst meistari Fischer vill ekki sanna sig.

Miles kom kannski einna mest á óvart með frábærri frammistöðu sinni Hann hélt í við heimsmeistarann lengst af, og úrslit ekki ráðin fyrr en Miles tapaði fyrir Andersson í síðustu umferð. Miles er einn þeirra ungu breta, sem stormað hafa upp á stjörnuhimininn í kjölfar einvígisins hér 1972 þegar millinn Slater hét öllum þeim bretum, sem alþjóðlegum meistaratitlum næðu álitlegum fjárupphæðum, Er ekki að orðlengja, að þetta áheit hefur haft ótrúlega góð áhrif. Bretar, sem um langan aldur hafa ekki náð máli í skákheiminum, eiga nú marga sterka skákmenn, sem láta talsvert að sér kveða á alþjóðavettvangi. Timman hreppti þriðja sætið og tapaði aðeins einni skák. Ljóst hefur verið umi nokkurt skeið, að hann er orðinn einn öflugasti skákmeistari okkar tíma og ekki enn séð fyrir endan á frama þessa hollendings, sem er okkur hér að svo góðu kunnur.

Um aðra keppendur er best að afla sér upplýsinga með því að skoða töfluna, en þó eru þarna tvö nöfn í skakkri röð að manni finnst. Frækna kempan Smyslov verður að lúta 10. sætinu af tólf, sem verður að teljast athyglisvert, svo ekki verði meira sagt. Hann tapar þó ekki nema tveimur skákum, en enginn vinningur prýðir árangur hans að þessu sinni. Á þessu er ljóst hversu mótið var feiknarlega sterkt. Hinn keppandinn er Friðrik Ólafsson. Árangur hans á þessu móti er að ég hygg einstæður á ferli Friðriks. Af persónulegum ástæðum átti hann ekki gott með að vera með á mótinu, en þar sem hann hafði lofað þátttöku með löngum fyrirvara, vildi hann ekki bregðast á síðustu stundu. Fyrirfram verður aldrei séð hver úrslitin verða, og þótt svona færi að þessu sinni, er engin ástæða til örvæntingar.

1977: Tilburg Interpolis

Árangur Friðriks og vinningshlutfall

Tilburg_1977_tafla

Vinningshlutall 27%

Skákirnar

Veljið skák með stikunni yfir borðinu – Hægt er að kveikja á skákreikni neðst í hægra horninu
Merki: